Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
Talið er að það hafi aðeins kostað um
100 dollara, eða tæpar 12.000 krón-
ur, að búa til sprengjurnar sem not-
aðar voru í tilræðunum í Boston á
mánudag, að sögn bandaríska dag-
blaðsins The Washington Post í gær.
Sérfræðingar segja að sprengj-
urnar sem notaðar voru séu dæmi-
gerðar fyrir sprengjur hryðjuverka-
manna sem séu einir að verki. Þessir
einfarar búi til sprengjur eftir upp-
skriftum sem nálgast megi auðveld-
lega á netinu.
A.m.k. önnur sprengnanna var
inni í hraðsuðupotti og geymd í bak-
poka. Í sprengjurnar voru einnig
settir naglar og aðrir járnhlutir til að
valda sem mestu manntjóni. Upplýs-
ingar um hvernig búa megi til slíkar
sprengjur hafa m.a. verið settar á
vefsíður íslamskra öfgamanna og
hvítra rasista í Bandaríkjunum.
AFP
Fórnarlamba minnst Blóm á Newbury Street í Boston til minningar um þá
sem létu lífið í sprengjutilræðunum í borginni á mánudag.
Sprengjurnar kostuðu
líklega 100 dollara
Einn hryðjuverkamaður að verki?
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Tugir þúsunda manna söfnuðust
saman á götum miðborgar Lund-
úna til að fylgjast með því þegar
líkkista Margaret Thatcher, fyrr-
verandi forsætisráðherra Bret-
lands, var flutt í Pálskirkjuna þar
sem útför hennar fór fram með við-
höfn í gær.
Um 2.300 manns voru í kirkjunni,
þeirra á meðal Elísabet II. drottn-
ing og gestir frá alls 170 löndum.
Þetta er í fyrsta skipti sem Breta-
drottning er viðstödd útför fyrrver-
andi forsætisráðherra frá árinu
1965 þegar Winston Churchill dó.
Á meðal þeirra sem voru við út-
förina voru tveir þjóðhöfðingjar,
ellefu forsætisráðherrar og sautján
utanríkisráðherrar, auk margra
fyrrverandi ráðamanna. Um 50
kirkjugestanna tengdust Falk-
landseyjum, þeirra á meðal gamlir
hermenn sem börðust í stríðinu
gegn Argentínu árið 1982. Sendi-
herra Argentínu í Lundúnum af-
þakkaði boð um að vera við útför-
ina.
Um 700 hermenn stóðu heiðurs-
vörð á götunum þegar kista
Thatcher var flutt á líkvagni og fall-
byssuvagni, sem sex svartir hestar
drógu, frá þinghúsinu í Pálskirkj-
una. Um 4.000 lögreglumenn voru á
götum miðborgarinnar og öryggis-
ráðstafanirnar voru hertar þar sem
óttast var að hópar vinstrimanna
myndu reyna að trufla líkfylgdina.
Nokkur hundruð mótmælenda
sneru baki við líkkistunni og púuðu
þegar hún var flutt framhjá þeim.
Margir klöppuðu hins vegar og
köstuðu blómum að kistunni.
Richard Chartres, biskupinn af
Lundúnum, viðurkenndi í útfarar-
ræðu sinni að Thatcher var mjög
umdeildur stjórnmálaleiðtogi. „Eft-
ir stormasamt líf í hita pólitískra
deilna ríkir nú mikil kyrrð,“ sagði
biskupinn. „Nú þegar hún liggur
hér er hún ein af okkur, sömu örlög
mæta öllum mönnum“.
Eftir útförina var kistan flutt í
líkbrennsluhús í Lundúnum þar
sem bálför Thatcher fer fram.
Tugir þúsunda kvöddu
Margaret Thatcher
Fulltrúar 170 ríkja meðal kirkjugesta við útför Thatcher í Lundúnum í gær
AFP
Viðhafnarútför Hermenn bera kistu Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, í Pálskirkjunni í Lundúnum þar sem útförin fór fram.
Frumrannsókn á
bréfi, sem sent
var Barack
Obama Banda-
ríkjaforseta,
bendir til þess að
það hafi inni-
haldið rísín, eitr-
að prótínduft, að
sögn bandarísku
alríkislögregl-
unnar FBI í gær. Niðurstaða frek-
ari rannsóknar á bréfinu á að liggja
fyrir í kvöld eða á morgun.
Eiturduft fannst
í bréfi til Obama
Barack Obama
BANDARÍKIN
Skýrt var frá því
í gær að sextug-
ur krabbameins-
sjúklingur hefði
bjargað lífi
sjúkrabílstjóra,
sem fékk hjarta-
áfall, með því að
setjast undir
stýri og aka hon-
um á sjúkrahús í borginni Lens.
„Án hjálpar sjúklingsins hefði bíl-
stjórinn getað dáið,“ sagði yfirmað-
ur neyðarmóttöku sjúkrahússins.
Sjúklingur bjargaði
sjúkrabílstjóranum
FRAKKLAND
Nýtt rafeindatæki, gaffall sem titr-
ar þegar fólk borðar of hratt, var
sett í sölu á fjármögnunarvefnum
Kickstarter í gær. Franski upp-
finningamaðurinn Jacques Lepine
hannaði gaffalinn, sem nefnist
HAPIfork. Hann segir rannsóknir
benda til þess að fólk grennist ef
það borðar hægar.
Titrandi gaffall til að
fækka aukakílóum
BANDARÍKIN
David Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, varði þá
ákvörðun að Thatcher fengi við-
hafnarútför. „Þegar fólk syrgir
vegna andláts 87 ára konu, sem
varð fyrsta konan til að gegna
embætti forsætisráðherra og
gegndi því lengur en nokkur
annar í 150 ár, tel ég að rétt sé
að sýna henni virðingu.“
„Rétt að sýna
virðingu“
VIÐHÖFNIN VARIN
Íslensk
hönnun
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Mjúka fermingargjöfin
Gjöfin sem gefur ár eftir ár
Sendum frítt
úr vefverslun
Eyrarrós rúmföt
Fermingartilboð
9.990 kr (áður 12.790 kr)