Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Fyrirhugaður sæ- strengur frá Íslandi til Bretlands verður um 1.100 km að lengd og mun liggja á allt að 1.200 m dýpi. Lengsti kapall í heimi og fyrsti rafork- ustrengur sem þverar Atlantshafið. Hér er á ferðinni framkvæmd sem, með virkjunum og styrkingu flutnings- kerfa, mundi kosta á við 2,5 Kára- hnjúkavirkjanir. Hafa ýmsir gagn- rýnt að Íslendingar skuli áforma að ráðast í svo miklar fjárfest- ingar í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Einnig er áhætta talin mikil við byggingu og rekstur svona mannvirkis, t.d. geta bilanir komið upp úti í reginhafi um vet- ur. Hingað til hefur verið miðað við að Íslendingar muni verða virkir þátttakendur í verkefninu, sbr. ársskýrslu Landsvirkjunar 2011. Margir hafa talið verkefnið ofvax- ið Íslendingum, bæði tæknilega og einkum fjárhagslega. Erindisbréf ráðgjafarhóps Í erindisbréfi ráðgjafarhóps at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytis um sæstreng 29. júní 2012 kemur fram að meðal greiningar- og rannsóknarvinnu hópsins er eftirfarandi: 1. Samfélags- og þjóðhagsleg áhrif. 2. Tæknileg atriði. 3. Lagaumhverfi og milliríkjasamningar. 4. Umhverfisáhrif. Áfangaskýrslu skal skila 15. maí 2013. Búið er að halda 12 fundi í nefndinni. Sérfræðingar og hags- munaaðilar hafa verið kallaðir til eftir því sem þurfa hefur þótt. Fram að þessu hefur tæknileg at- riði framkvæmdarinnar marg- sinnis borið á góma á fundum nefndarinnar, þ. á m. sæstreng- urinn sjálfur. Ársfundur Lands- virkjunar 2013 Á ársfundi Landsvirkjunar 20.3. 2013 fjallaði forstjóri Landsvirkj- unar um sæstrenginn. Var ekki annað að heyra en að fyrirtækið hefði nú óvænt tekið þá ákvörðun að skipta sér ekki af lagningu og rekstri sæstrengsins og heldur ekki að taka þátt í fjármögnun hans. Þetta er í rauninni í fyrsta sinn sem þessi afstaða Landsvirkj- unar kemur fram með svo afger- andi hætti. Ef fylgt er orðum forstjóra Landsvirkjunar má gera ráð fyrir að útlendir fjárfestar muni leggja, eiga og reka sæstrenginn. Með þannig fyrirkomulagi verður eig- andi hans einn raforkukaupandi til viðbótar hér á landi á svipaðan hátt og álver, annar stóriðnaður og almenningsveitur. Eigandi sæ- strengsins mundi þá sjálfur bjóða í eða gera langtímasamninga um raforku hér á landi og selja hana síðan erlendis. Hann mundi vænt- anlega hirða ágóða af orkusölu á erlendum mörkuðum og bera rekstrartap sem komið gæti upp og á hann félli. Erindisbréf ráðgjafarhóps í ljósi þessara atburða Ráðgjafarhópnum var stofnaður til að fara yfir og meta áform um lagningu sæstrengsins. Hug- myndin var sú að með tilkomu hans mundi verðmæti íslenskrar raforku aukast. Einnig hefur verið rætt um þann möguleika að flytja evrópska orku til Íslands í sér- stökum tilvikum, t.d. við vatns- skort hjá vatnsaflsvirkjunum eða við náttúruhamfarir, sem mundu skaða raforkuframleiðslu. Sá möguleiki er þó fjarlægur, en nærtækara að semja við starfandi iðjuver í landinu um að minnka framleiðslu. Ef erlendir fjárfestar reka sæ- strenginn þá er spurning hvort við Íslendingar ættum yfirleitt nokk- uð að vera að skipta okkur af inn- viðum verkefnisins. Hingað til hef- ur ekki verið til siðs að við skiptum okkur af innviðum álvera, sem eru alfarið á vegum og á ábyrgð hinna erlendu eigenda. Af þessu má álykta að þannig verði einnig farið með sæstrenginn. Samningur um orkusölu mundi þá skilgreina samskipti, ábyrgð, skyldur og fjárhagsuppgjör milli íslenskra seljenda orku og hinna erlendu eigenda sæstrengsins. Hvert er þá orðið hlutverk ráð- gjafarhóps um sæstreng? Stofnun hans var talin nauðsynleg vegna þess að þekking á sæstrengjum til raforkuflutninga og áhrif þannig framkvæmda var af skornum skammti í landinu. Nú er hins vegar komin upp ný staða. Um ívilnanir vegna grænnar raforku frá Íslandi Flutningsgeta 700 MW sæ- strengs er um 5000 GWh/ári. Á ársfundinum kom fram hjá for- stjóranum að hann ráðgerir að út- vega orku fyrir sæstrenginn að hluta með því að 2.000 GWh/ári komi sem „umframorka“ frá nú- verandi raforkukerfi. Stærsti hluti þessarar orku væri þó for- gangsorka, sem Landsvirkjun hef- ur ekki tekist að selja á und- anförnum árum. Með því að ráðstafa þessari orku fyrir sæ- streng mun það þó ekki hefjast fyrr en um 2025 svo lausn á mark- aðssetningu þessarar raforku er enn ekki í augsýn. Samkvæmt núverandi evrópsk- um reglum eru ívilnanir vegna grænnar raforku aðeins fyrir nýj- ar virkjanir. Þannig mun íslensk „umframorka“ upp á 2.000 GWh/ ári ekki njóta grænna styrkja nema til komi sérstakir samn- ingar. Þeir gætu verið torsóttir í ljósi þess að Ísland er utan Evr- ópusambandsins. Einnig er vert að benda á að það er ekki sæ- strengurinn sjálfur sem mundi fá græna ívilnun heldur nýjar virkj- anir á Íslandi. Sem dæmi munu Búrfellsvirkjun og Kárahnjúka- virkjun ekki fá neinar ívilnanir vegna sölu á grænni orku til Evr- ópu. Í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu í ríkjum Evrópubandalagsins virðist vera óhægara um vik að fá íviln- anir fyrir græna orku og eru ný- leg dæmi þar um. Sjálfsagt er að fylgjast vel með þeirri þróun og vonandi mun málið liggja ljósar fyrir á ársfundi Landsvirkjunar 2014. Sæstrengur frá Ís- landi til Bretlands Eftir Valdimar K. Jónsson og Skúla Jóhannsson »Margir hafa talið verkefnið ofvaxið Ís- lendingum, bæði tækni- lega og einkum fjár- hagslega. Valdimar Jónsson Höfundar eru verkfræðingar Skúli Jóhannsson Þegar við tölum um að þetta eða hitt landið sé lýðræðisríki vísar það til þess að almenn- ingur hefur eitthvað um það að segja hverjir fara með völd í ríkinu og sami almenningur getur kosið valdhafa af sér. Stjórnvaldsákvarð- anir eru teknar af kjörnum fulltrúum fyr- ir opnum tjöldum og almenningur veit hvaða afstöðu einstakir kjörnir fulltrúar hafa til einstakra ákvarðana. Enn er það minnihluti mannkyns sem býr við lýðræði en hagur almenn- ings, mannréttindi og jöfnuður er alla jafna meiri í löndum þar sem það er við lýði. Engu að síður koma alltaf öðru hvoru upp hugmyndir um að stjórna eigi með öðrum hætti eða fela völdin öðrum en kjörnum fulltrúum. Niður með lýðræðið! Framan af 20. öldinni voru helstu ógnir lýðræðisins frá öfgaöflum hægri og vinstri sem komust til áhrifa í kosn- ingum en afnámu svo kosningaréttinn og í framhaldinu ýmis almenn rétt- indi. Þó svo að hugstæðust og þekkt- ust sé þar saga nasista í Þýskalandi eru dæmi mannkynssögu síðustu ára- tuga miklu fleiri og engin fögur. Á okkar dögum steðjar önnur hætta að lýðræðinu. Það er linnulaus margra áratuga áróður menntamanna að til sé fagleg og rétt ákvörðun í stjórnmálum. Með réttri menntun og mælingum menntamanna megi til dæmis komast að því hvar eigi að virkja eða hvernig haga beri samn- ingum við erlend ríki. Það sé auðvitað afar slæmt ef „pólitíkin“ kemst að í slíkum málum og grunnhyggnir stjórnmálamenn lemja hver annan í hausinn með því að segja – þú ert póli- tískur, ég er faglegur! Flokksræði og margskonar spilling sem þrífst í skjóli þess hefur um leið grafið undan öllu því sem kennt er við stjórnmál og póli- tík verður ranglega að skammaryrði. Ef til væri ein rétt ákvörðun er vita- skuld algerlega óþarft og jafnvel skað- legt að hafa lýðræði. Lýðurinn, þessi ómenntaði tuddalegi massi fólks býr auðvitað ekki að þeirri menntun sem segir að það eigi að borga Icesave, virkja í Bjarnaflagi eða flytja bæði Þorláksbúð og Reykjavíkurflugvöll út í buskann! Auðvitað á lýðurinn ekkert að ráða neinu svona og þar af leiðandi ekki pólitíkin, segja hinir faglegu. Frá sjónarhóli okkar sem aðhyll- umst lýðræði er hér aðeins um að ræða nýja tegund fasisma sem má eigna menntahrokanum og gírugu embættismannavaldi. Það er auðvitað ekki til nein sú menntun sem setur einstaklinga í þá stöðu að geta tekið sjálfsforræðið af fólki og þjóðum. Meginregla lýðræðisins er vitaskuld að allir séu betur komnir að stjórna sér og sínu sjálfir, sjálfsforræði sé grunnur að farsælu lífi. Lögheimili hins nýja siðar Evrópusambandið er mekka þeirra sem horfa til hins nýja siðar að koma á faglegri stjórnun þar sem aðeins eru teknar „réttar“ ákvarðanir. Þar eru hinir kjörnu fulltrúar hafðir á valda- lausri kjaftasamkomu en öll völd eru í höndum nafnlausra embættismanna sem þurfa aldrei að standa kjósendum reikningsskil gjörða sinna. Fram- kvæmdastjórnin er einfaldlega ekki kosin heldur valin og sama á við um alla lykilstöður. Herman Van Rompuy sem titlaður er forseti Evrópusam- bandsins og einn valdamesti maður álfunnar hefur heldur aldrei verið kos- inn til síns embættis. Þess vegna er Evrópusambandið ekki lýðræðisríki heldur ólýðræðislegt heimsvalda- sinnað stórveldi. Tilfinning einstakra kjósenda fyrir því að þeim komi við eitthvað sem ger- ist í Evrópusambandinu er ekki mikil. Kjósandi í Katalóníu lætur sig Madríd varða og jafnvel Skota finnst London skipta máli. Þessir vita líka að atkvæði þeirra hafa áhrif innanlands. Þeir og meðbræður sem deila sama landi og sömu menningarsýn ráða einhverju um hverjir fara með völd í Bretlandi. En hvorugir hafa tilfinningu fyrir því að þeir ráði í Brussel enda hafa þeir varla áhuga á því og þátttaka í kosn- ingum til Evrópuþingsins er eftir því hörmuleg þar sem langt innan við helmingur kosningabærra manna tek- ur þátt. Kosning um ESB-aðild er kosning um endalok lýðræðis Ríki geta verið fullvalda án þess að vera lýðræðisríki og Norður-Kórea er sorglegt dæmi um það. En þetta getur ekki snúið öfugt. Ríki geta vitaskuld ekki verið lýðræðisríki ef þau eru ekki fullvalda. Hversu mjög sem Tíbeta langar að búa í lýðræðisríki eiga þeir engan kost á því fyrr en þeir losna undan heimsveldi kommúnistanna í Bejing. Sama á við Kýpur og Grikk- land sem eru nú troðin undir járnhæl Brussel. Í hjálendu heimsveldis getur almenningur ekki tekið völdin til sín nema ná þeim fyrst frá heimsveldinu. Öfugt við orðagjálfur hins faglega valds þá fjallar lýðræðið um raunveru- lega hluti, raunverulegt vald, raun- veruleg yfirráð. Ef yfirráð yfir landi, lagasetningu þess, auðlindanýtingu, dómum og innra skipulagi eru flutt í hendurnar á valdastofnun erlendis geta sömu völd ekki á sama tíma verið í höndum þeirra sem byggja landið. Heimsveldi allra tíma hafa reynt að skrökva þessu að almúganum. Þau koma fyrir einhverskonar lepp- stjórnum í hjálendum sínum og fela þeim málamyndahlutverk en völdin eru raunverulega horfin. Land sem lent hefur undir hrammi stórveldis er ekki fullvalda ríki og þar verður ekki lýðræði fyrr en heimsveldið hefur ver- ið brotið á bak aftur. Er lýðræðislegt að afnema lýðræði? Eftir Bjarna Harð- arson og Valdísi Steinarsdóttur »Meginregla lýðræð- isins er vitaskuld að allir séu betur komnir að stjórna sér og sínu sjálfir... Bjarni Harðarson Höfundar eru oddvitar lista Regnbogans í Suðvestur- og Suðurkjördæmum. Valdís Steinarsdóttir Lyfjaskömmtun er ókeypis þjónusta sem Lyfjaborg býður viðskiptavinum sínum. Hún hentar einstaklega vel þeim sem taka að staðaldri nokkrar tegundir lyfja og vítamína. Ókeypis skömmtuná lyfjum Fljótleg Þægileg Örugg Persónuleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.