Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 30

Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Á síðastliðnum árum hefur mönn- um orðið tíðrætt um forgangsröðun verkefna í íslensku þjóðfélagi, en sér í lagi þó eftir áfall okkar í fjár- málalegu tilliti. Það hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið, en er ekki einstakt í al- þjóðlegu samhengi. Fyrir ligg- ur mikil reynsla annarra þjóða. Þessum upplýsingum var sann- arlega reynt að koma til ís- lenskra ráðamanna án mikils árangurs. „Verjum heilbrigðisþjón- ustuna og menntakerfið.“ Þetta voru skilaboðin til embættis- og stjórnmálamanna á tímum erf- iðleika og hörmunga fjár- málakreppunnar 2008. Boð- skapurinn var skýr: „Ef þessi þjónusta bíður afhroð verður erfitt að bæta hana aftur og það mun taka langan tíma.“ Átakanleg upplifun Sorglega lítill skilningur virt- ist vera fyrir hendi meðal stjórnmálamanna og embættis- manna á nauðsyn þess að verja þessa þjónustu á tímum þreng- inga. Það var átakanlegt að sitja á fundum með alþing- ismönnum í fjárlaga- og heil- brigðisnefnd á haustmánuðum árið 2010. Flestir sátu þar áhugalausir og sáttir við eigin ákvarðanir. Þeir þóttust hlusta, en spurðu lítið. Tilefnið var að leggja niður St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Fæstir gáfu því gaum hvaða afleiðingar það hefði og skelltu skollaeyrum við vel rökstuddum viðvörunum. Ómetanlegt einkaframtak Reyndar virðast íslenskir stjórnmálamenn almennt hafa lítinn áhuga á heilbrigð- ismálum. Sennilega hafa þeir alltaf haldið að metnaðarfull þjónusta kæmi bara af himnum ofan. „St. Jósefsreglan gegndi brautryðjendahlutverki í heil- brigðismálum landsmanna og var stærsti aðilinn í rekstri al- mennra sjúkrahúsa á landinu á fyrri hluta 20. aldar. Haustið 1902 tóku syst- urnar í notkun fyrsta nútíma- sjúkrahúsið á Ís- landi, St. Jós- efsspítala í Landakoti. Í Hafn- arfirði opnuðu systurnar St. Jós- efsspítala árið 1926“, en svo segir í bók Ólafs H. Torfasonar um St. Jósefssystur á Ís- land 1896-1996. Á þessum stofnunum var löngum rekið blómlegt, óeigingjarnt og metnaðarfullt starf í þágu þeirra sjúku. Þeir dvöldust á sjúkrastofum, en ekki göngum stofnananna eins og hér hefur verið venjan í Reykjavík um áratuga skeið. Takmarkalaus vinna, fjárafl- anir og gjafir félagasamtaka og fyrirtækja hér á landi hafa haldið íslenskri heilbrigðisþjón- ustu gangandi um langan tíma. Grunur leikur á að stjórnvöld- um þyki þetta bara sjálfsagt og geri hreinlega ráð fyrir þessum velvilja og fórnfýsi endalaust. Þáttur St. Jósefssystra og annarra er óhemjumerkilegur fyrir velferð okkar Íslendinga og sögu íslenskrar læknisfræði. Þessu megum við aldrei gleyma. Norræna velferðarkerfið hefur breyst Hið „norræna velferðarkerfi“ í nágrannalöndum okkar, sem oft er nefnt í ræðum ráðandi stjórnmálamanna, er varla til staðar hér á landi. Hlutdeild sjúklinga í kostnaði fer ört vax- andi. „Norræna velferð- arkerfið“ hefur reyndar breyst í þessum löndum og er minna miðstýrt en áður. „Einkarekst- ur“ eða útboð í heilbrigðisþjón- ustunni er meira áberandi í hinu norræna velferðarkerfi en okkur hefur verið tjáð (The Economist 2. febrúar, 2013). Áróður íslenskra stjórnmála- manna er einsleitur og oft rangur vegna þekkingarskorts þeirra á viðfangsefninu. Krafa um skýra stefnu í heilbrigðismálum Ástandið í stjórnun á heil- brigðismálum hér á landi hefur sjaldan verið eins bágborið og nú, þó að litið sé áratugi til baka. Árið 2010 voru heilbrigð- isyfirvöld minnt á að fara var- lega í niðurskurð á stofnunum sem gegndu lykilhlutverki á sumum sviðum heilbrigðisþjón- ustunnar (Morgunblaðið 29. nóvember, 2010). Ástandið var slæmt fyrir, eftir margra ára niðurskurð. Það áttu stjórn- málamenn að vita. En hver er raunin nú þegar grannt er skoðað? Heilbrigðiskerfið er máttlítið og fer máttur þess enn dvínandi. Sá máttur, sem þó er fyrir hendi, er hjá hinu frábæra, fórnfúsa og vel menntaða starfsfólki sem vinn- ur ennþá við heilbrigðisstörfin. Fámenni okkar á Íslandi og tengsl innan þjónustugeirans gerir okkur kleift að vísa fólki rétta leið, ekki eftir kerf- isbundnum leiðum, heldur oft á grunni faglegra tengsla heil- brigðisstarfsmanna sem láta sig persónulega varða um velferð samborgaranna. Þetta kann að hafa meiri áhrif á árangur okk- ar í alþjóðlegum samanurði, en hið góða „kerfi“, eins og tíðum heyrist frá stjórnmálamönnum við hátíðleg tækifæri. Lítum nú um öxl. Gerum þá kröfu að stjórnmálamenn sýni heilbrigðismálum áhuga, taki ígrundaðar og ábyggilegar ákvarðanir. Þess er vænst að þeir standi að baki okkar heil- brigðisstarfsmönnum, heil- brigðisþjónustunni til sóma og heilla fyrir landsmenn, í stað þess að sýna þeim vantrú og lítilsvirðingu. Krafan um skýra stefnu, aukinn skilning, þekk- ingu og aðgerðir heilbrigðisyf- irvalda verður meiri í framtíð- inni. Fólk vill að skattfé þess sé varið til að standa vörð um heilbrigði fólks í landinu og krefst betra aðgengis að mark- vissari þjónustu fyrir sig og sína. Nú er tími tækifæranna. Við skulum því skoða vel á næstu vikum hvaða stjórnmálamenn hafa áhuga, þekkingu og þor til að gera heilbrigðisþjónustuna aðgengilegri og skilvirkari. Setjum heilbrigðismál í for- gang. Það skiptir miklu fyrir þig og þína. Framtíð okkar allra er í húfi í þessu „góða“ landi. Hagur allra í velferð: Fortíð, nútíð og framtíð Eftir Ásgeir Theodórs » Á síðastliðnum árum hefur mönnum orðið tíð- rætt um forgangs- röðun verkefna í ís- lensku þjóðfélagi, en sér í lagi þó eftir áfall okkar í fjármálalegu tilliti. Ásgeir Theodórs Höfundur er sérfræðingur í meltingarlækningum og heilbrigðisstjórnun. Vegna mikils fjölda greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Hámarkslengd greina er 3.000 slög með bilum. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Hluti af dramatíkinni sem geisar í Sjálfstæð- isflokknum um þessar mundir stafar af því að Sjálfstæðisflokkurinn gerði aldrei upp við hrunið. Þó var það sannarlega ætl- un flokksins og sömuleiðis að draga af því lærdóma sem mættu verða þjóðinni og flokknum til gagns og heilla. Sjálfstæðismenn, sem upp til hópa eru ærlegt fólk, gerðu þó heiðarlega tilraun til að gera upp við hrunið og hvað mætti af því læra til að koma í veg fyrir að þjóðin lenti aftur í slíkum hremmingum. Kinnristur ritstjórans Á vegum flokksins var samin mjög merkileg Endurreisnarskýrsla, sem unn- in var með þátttöku hundraða sjálfstæð- ismanna, m.a. með fundum um allt land. Endureisnarkýrslan var lögð fram á landsfundi flokksins 2009, en var drepin á staðnum með frægri ræðu núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Odds- sonar. Hann var forsætisráðherra og for- maður flokksins á þeim tíma þegar þær ákvarðanir voru teknar, sem rannsókn- arskýrsla Alþingis sagði að hefðu leitt til hrunsins. Vilhjálmur Egilsson, þekktur fyrir drengskap og sanngirni, var ritstjóri Endurreisnarskýrslunnar, og sagði í við- tali við Viðskiptablaðið á fimmtudaginn í síðustu viku, að Davíð mætti skammast sín fyrir málflutning sinn gagnvart End- urreisnarskýrslunni á landsfundinum 2009. Benedikt Jóhannesson, gegn- umsver íhaldsmaður ef einhver er það, hefur sömuleiðis gagnrýnt hann harð- lega fyrir að hafa komið í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn gerði upp við for- tíðina, og tengt það – réttilega – núver- andi óförum flokksins. Þessu svarar Davíð í Reykjavíkurbéfi sem er vettvangur hans til að endur- skrifa söguna og hreinsa sjálfan sig bæði af því að hafa rústað þjóðarhag, Seðla- bankanum, og nú síðast Sjálfstæð- isflokknum. „Skýringin á dularfullum endalokum hinnar dásamlegu skýrslu, sem sumir harma svo mjög, getur ekki verið svo yfirnáttúruleg. Það væri jafn- vel trúverðugra að halda því fram að geimverur hefðu gleypt hana á meðan landsfundarfulltrúar sváfu og Villi og Benni gengu í svefni í ESB.“ Sannleikurinn barinn í hel Eyrnafíkjurnar sem aðalhöfundur hrunsins sendir þeim fé- lögum lýsa upp aðalástæð- una fyrir fyrir því að Davíð Oddsson snerist svo harka- lega gegn Endurreisn- arskýrslunni. Í henni er lýst skorinort þeim lærdómi sjálfstæðismanna um land allt af hruninu að krónan væri „rúin trausti“, umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu væri nauðsynleg til að senda „afar sterk skila- boð til alþjóðasamfélagsins um stefnumótun Íslendinga til framtiðar,“ og íslenska þjóðin þurfi „að geta sagt álit sitt á aðild í þjóð- aratkvæðagreiðslu“. Þetta var sannleikurinn sem þurfti að berja í hel. Í þeim tilgangi hefur Davíð síðan misnotað Morgunblaðið, dyggilega fjármagnað af stórútgerð Íslands, stillt byssur sínar við hvert tækifæri á for- ystulausan flokk, og í reynd rústað Sjálf- stæðisflokknum með því að lyfta gömlum höfuðandstæðingi, Framsóknarflokkn- um, sem bjargvætti Íslands – og helsta kosti „sannra“ sjálfstæðismanna. Endurreisnarskýrsla Sjálfstæðisflokksins Það sem ekki mátti segja, og aldrei verða að stefnu Sjálfstæðisflokksins, er eftirfarandi kafli sem er merkilegasta niðurstaða Endurreisnarskýrslu Sjálf- stæðisflokksins, uppgjörs flokksins við hrunið: „4. Framtíð íslensku krónunnar  Íslenska krónan er gjaldmiðill sem rúinn er trausti á alþjóðlegum gjaldeyr- ismarkaði.  Vantraust erlendra aðila snýr ekki að- eins að krónunni heldur einnig íslensku laga- og reglugerðarumhverfi en mark- aðsaðilum og fjárfestum fannst að með neyðarlögum væri reglum breytt aft- urvirkt.  Einhliða upptaka erlendrar myntar er óframkvæmanleg án stuðnings frá seðla- banka viðkomandi ríkis og skuldbind- ingar um svipaða þróun helstu hag- stærða í báðum löndum.  Umsókn um aðild að Evrópusamband- inu og myntsamstarfi Evrópu sendir afar sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins um stefnumótun Íslendinga til framtíðar.  Umsókn þýðir að stofnanir bandalags- ins geta þegar hafið aðstoð við end- urreisn efnahags og atvinnulífs á Íslandi.  Náist samningar þarf þjóðin að geta sagt álit sitt á aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Umræðan sem Davíð drap Eftir Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. mbl.is alltaf - allstaðar STOFNAÐ1987 M ál ve rk : K ar ó lín a Lá ru sd ó tt ir einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.