Morgunblaðið - 18.04.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.04.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 ✝ Hilda Haf-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1949. Hún lést á heimili sínu 4. apríl 2013. Foreldrar henn- ar eru Jórunn S. Sveinbjörnsdóttir (Stella) og Haf- steinn Hjartarson lögreglumaður, d. 20.8. 1994. Systkini Hildu eru Tómas Hafsteinsson, hálfbróðir, býr í Póllandi, systir er Hjördís Hafsteinsdóttir, f. 1952. Hilda var í sambúð með Frið- riki T. Alexandersyni skipstjóra og verslunarmanni, d. 17.11. 1995, dóttir þeirra er Margrét Friðriksdóttir, f. 1977. Börn: Ylfa Guðrún og Krista Nótt. Eldri dóttir Hildu er Sigurlaug Hrafnkelsdóttir, f. 1968. Barn: Hafsteinn Erlendsson. Hilda lauk Húsmæðraskól- anum árið 1963. Hilda fór síðan út í atvinnurekstur árið 1973 með Friðriki sambýlismanni sín- um og barnsföður, en hann hafði tekið við fjölskyldu- fyrirtæki í Laug- arneshverfinu í Reykjavík eftir andlát foreldra sinna, Ísbúðinni Laugalæk sem þau Hilda ráku saman. Hilda tók síðan al- veg við rekstrinum eftir að þau Friðrik skildu að skiptum. Það fyrirtæki rak hún á eigin spýtur í rúman ára- tug. Hilda var mikið fyrir ferða- lög á sínum yngri árum og þótti gaman að fara í ferðalög til sól- arlanda og einnig hafði hún gaman af borgarferðum og sjá hina ýmsu menningu. Á seinni árum sagði Hilda skilið við bíl- inn og hafði gaman af göngu- ferðum og þótti gott að taka strætó. Þá var hún alltaf með hugann við litlu ömmubörnin sem hún leit á sem gersemi. Hilda var mikil baráttukona með sterka réttlætiskennd. Útför Hildu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 18. apríl 2013, kl. 15. Mér var brugðið þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að hún Hilda frænka mín væri látin, en við Hilda vorum systradætur. Ég var nýbúin að tala við hana. Ég trúi varla að hún sé farin. Við Hilda höfðum haft ágætt sam- band í gegnum tíðina. Við rædd- um oft um lífið og tilveruna. Hilda spurði oft spurninga, eins og, af hverju? eða hvers vegna? Hún var víðsýn og fróðleiksfús kona og fylgdist vel með þjóð- félagsumræðunum. Við reyndum í sameiningu að leysa lífsgátuna. Vonandi fær hún nú réttu svörin fyrir handan. Nú sakna ég þess að heyra ekki lengur rödd henn- ar í símanum, er hún segir „halló þetta er Hilda“. Hvað er mikilvægara í lífinu en að eiga góða vini og geta virt hvort annað. Ég sakna þín, Hilda mín, megi góður guð geyma þig og varð- veita. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til aðstandenda. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Þín frænka, Kristín J. Dýrmundsdóttir. Hilda fór ekki alltaf troðnar slóðir í lífinu. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóð- lífi og umhverfi og hafði sterka réttlætiskennd. Upp spruttu hugmyndir sem ekki voru alltaf raunhæfar en þær vildi hún gjarnan ræða og þannig áttum við mörg símtölin um áratuga skeið, það síðasta að kvöldi 1. apríl, annars í páskum. Þá lét hún vel af sér og bað Óla frænda að veita sér örlitla aðstoð sem hann sagði velkomið eins og fyrr. Fregnin um andlát Hildu skömmu síðar kom því í opna skjöldu. Við hjónin tengdumst reyndar Hildu með tvennum hætti og rifjuðum það stundum upp. Þar sem Hilda og Óli voru systra- börn á svipuðum aldri þekktust þau vel frá barnsaldri. Þá hét fyrri kona Hafsteins, föður Hildu, Sigurlaug, sem féll frá langt um aldur fram, en hún var uppeldissystir Óskars, föður Svönu, sem að seinna nafni var skírð í höfuðið á Sigurlaugu. Þar við bættist að á yngri árum bjuggum við í Voga- og Heima- hverfum í Reykjavík, skammt frá Hafsteini og Stellu, sem áttu þá vistlegt heimili með dætrum sínum í Gnoðarvogi. Við minn- umst Hildu sem fjörmikils barns og unglings. Líkt og foreldrarnir var hún dugleg og fylgin sér við verslunarstörf og fleira sem hún tók sér fyrir hendur síðar á æv- inni, á meðan heilsan leyfði. Á kveðjustund vottum við Stellu og öðrum aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning Hildu Hafsteinsdóttur. Ólafur Rúnar Dýrmundsson og Svanfríður Sigurlaug Óskarsdóttir. Látin er Hilda vinkona mín eftir stutt veikindi. Hilda hafði greinst með krabbamein rétt fyrir páska en hélt þeirri nið- urstöðu fyrir sig. Andlát hennar hinn 4. apríl kom okkur því mjög á óvart. Við Hilda töluðum oft saman, síðast 1. apríl og vorum við að fara yfir það sem hún vildi endilega gera fyrir fermingar- veislu sem halda átti hjá mér 7. apríl. Þess má geta hér að mér tókst þá að láta hana hlaupa fyrsta apríl, í miðju samtali, við mikinn fögnuð okkar beggja. Við Hilda kynntumst fyrir 20 árum þegar ég var mikið að vinna. Á þeim tíma var ekki auð- velt að fá hjálp við ýmislegt við- komandi heimilum en þá kom hún inn í líf okkar eins og af himnum send. Hún náði að heilla börnin mín og barnabörn með sinni einlægu ást og virðingu. Sú væntumþykja var gagnkvæm. Hilda var einnig ávallt til taks og á öllum merkisdögum fjölskyld- unnar. Sá hún þá um veitingar enda algjör snillingur þegar kom að bakstri og brauðtertugerð og var haft á orði hvað allt væri gott og fallegt sem borðið var fram. Hilda var ekki allra en við náðum vel saman og höfðum báðar gaman hvor af annarri. Hilda var með ágætis skopskyn og áttum við því oft góðar stund- ir saman. Hún var með ríka rétt- lætiskennd og var hárnákvæm í öllu sem hún gerði. Allt stóðst sem hún lofaði og tók að sér. Við söknum hennar og viljum nú nota tækifærið til að þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Hún var með okkur í anda í fermingunni hinn 7. apr- íl, það fundum við sannarlega. Við sendum Möggu, dóttur hennar og tveimur ungum dætr- um Möggu, innilegar samúðar- kveðjur og megi minning um þessa góðu og sérstöku konu lifa. Bergljót Halldórsdóttir og fjölskylda. Hilda Hafsteinsdóttir✝ Ásta Ólafs-dóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 21. nóvember 1922. Hún lést á Land- spítala við Hring- braut 10. apríl 2013. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Helgi Hjálmarsson útvegsbóndi, síðar vélsmiður í Reykja- vík, f. 1895, d. 1974, og k.h. Sig- ríður Jóna Þorbergsdóttir hús- freyja, f. 1899, d. 1983. Systkini Ástu: Ragnhildur (Hulda), f. 1918, d. 2008, em. Árni Ólafs- son, f. 1919 d. 2002, skrif- stofustj., Oddný, f. 1921, fv. kjólameistari, d. 2004, em., Björn Jóhannesson kaupmaður, f. 1919, d. 2004, Kjartan, fv. vél- fræðingur hjá Landsvirkjun, f. 1924, ek. Bjarney Ágústa Skúladóttir húsfreyja, f. 1926, d. 2008, Friðrik Steinþór, vél- stjóri og fv. atvinnurekandi, f. 1930, ek. Kristín Lúðvíksdóttir, fv. kaupkona, f. 1928, Sveinn rennismiður, f. 1936, d. 1967, ek. Dagný Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1935, og Helga lífeindafræðingur í Reykjavík, f. 1940, em. Ásgeir þau eiga þrjú börn. b) Ásta, f. 2. júlí 1980, em. Jákup Simonsen, f. 6.5. 1980, þau eiga þrjú börn, c) Halldóra, f. 11. júlí 1983, d) Gunnar Sölvi, f. 20. jan. 1988, e) Andri Pétur, f. 11. des. 1992. Barnsmóðir Dagný Björk Pjet- ursdóttir. Ásta ólst upp á Látrum til 5 ára aldurs þegar fjölskylda hennar fluttist til Washington- ríkis í Bandaríkjunum árið 1928. Þau fluttust aftur heim til Aðalvíkur 1932. Ásta og Gunn- ar gengu í hjónaband árið 1943 og bjuggu í Keflavík og síðan Reykjavík þar sem hún vann ýmis tilfallandi störf. Árið 1969 tók hún gagnfræðapróf í kvöld- skóla í Laugarlækjarskóla, en þar var hún skólaritari. Hún lauk því með sóma vorið 1970. Árið eftir byrjaði Öld- ungadeildin í Hamrahlíð og þar lauk hún stúdentsprófi 1975. Hún lauk BA-gráðu í ensku og bókasafnsfræði árið 1980, þá 58 ára gömul. Hún vann sem kenn- ari og skólasafnsvörður í Breið- holtsskóla til sjötugs. Hún var dugleg í félagsstarfi og mikill lestrarhestur til hinsta dags. Síðasta árið var henni erfitt heilsufarslega og fluttist hún í þjónustuíbúð í Seljahlíð fyrir ári. Útför Ástu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 18. apríl 2013, kl. 15. Leifsson verkfræð- ingur, f. 1941. Eiginmaður Ástu var (Hildi) Gunnar Sölvi Jóns- son, f. 22. feb. 1918, d. 8. ágúst 1991. Foreldrar hans voru Jón Hjálmarsson, f. 15. júní 1887, d. 19. júní 1947 og Kar- ítas Guðnadóttir, f. 1. nóv. 1880, d. 9. júní 1921. Börn Ástu og Gunnars eru : 1) Karítas Jóna, f. 12. mars 1945, d. 8. des. 1956. 2) Sigríð- ur, f. 15. júlí 1946. Hennar mað- ur er Halldór Ingi Hansson, f. 24. des. 1945. Þeirra börn eru: a) Karítas, f. 20. ág. 1971, em. Jón Ingi Einarsson, f. 6. sept. 1968, þau eiga fjögur börn, b) Gunnar Ingi, f. 4. ág. 1972, ek. Þorbjörg Halldórsdóttir, f. 14. nóv. 1970, þau eiga þrjú börn. c) Lárus Rafn, f. 10. apr.1978, ek. Helga Dröfn Jónsdóttir, f. 4. okt. 1980. Þau eiga eitt barn. 3) Theódór, f. 30. júní 1954, ek. Þuríður Ósk Kristinsdóttir, f. 10. október 1959. Þau skildu. Þeirra börn: a) Kristinn, f. 17. apr. 1977, ek. Guðrún Pálína Helgadóttir, f. 11. sept. 1980, Stikurnar varða veginn sem þú gengur og verið hefur þér vegurinn heim. Í brjósti þínu brestur veikur strengur. Þú veist að bráðum verðurðu horfinn þeim og þessi vegur varðar þig ekki lengur. (Erlingur Sigurðsson frá Grænavatni.) Og nú er hún horfin okkur hún mamma og öllum þjáningum og erfiðleikum hennar lokið. Það er ómetanlegt veganesti að eiga góða mömmu sem elskar mann tak- markalaust og bregst aldrei. Hún var góð fyrirmynd, talaði aldrei illa um neinn, kunni að hlusta og var öllum góð. Sannarlega hlaut hún kærleiksríka umönnun, bæði í Seljahlíð og á deild 13G á Land- spítala við Hringbraut og ber að þakka fyrir það. Hún setti sér markmið og fylgdi þeim til enda, við vorum stolt af henni og hún var stolt af afkomendum sínum. Hvíldu í friði, mamma mín. Þín dóttir, Sigríður. Nú hefur tengdamóðir mín Ásta Ólafsdóttir frá Látrum Aðalvík kvatt þetta líf eftir langt og farsælt ævistarf. Margs er að minnast eftir margra ára kynni. Æskuslóðir hennar norður á Hornströndum voru henni ofarlega í huga. Margar ferðirnar fórum við með þeim hjónum Ástu og Gunnari þangað og börnin okkar og síðar barnabörnin nutu þessara ferða og sagnanna frá uppvexti þeirra við allt aðrar aðstæður en þá tækniöld sem þau þekkja í dag. Mikla umhyggju bar hún fyrir öllum í fjölskyldunni og samveru- stundirnar með afkomendum hennar voru henni mikilvægar. Minnug var hún fram á síðasta dag og fróð með eindæmum, ef eitthvað þurfti að vita um ættir og skyldleika var næsta víst að hægt var að fá upplýsingar hjá henni. Hennar verður sárt saknað, bæði af stórum og smáum. Minning um góða konu mun lifa um ókomna tíð, megi hún hvíla friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Halldór Ingi. Í dag er hjarta mitt fullt af þakklæti, því ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að njóta sam- vista við Ástu ömmu í tæp 42 ár. Ég tel mig vera heppna að hafa fengið að eiga hana að svona lengi því þetta eru forréttindi sem fáum hlotnast. En hjarta mitt er jafnframt fullt af söknuði, því að þó að ég viti að amma var orðin lúin og þreytt á því að vera lasin og finna til þá á ég eftir að sakna hennar óskap- lega mikið. Það er margt hægt að taka sér til fyrirmyndar í fari ömmu. Hún upplifði margt á sín- um 90 árum, bæði gleði og sorg og þó að lífið væri ekki alltaf dans á rósum setti amma alltaf undir sig hausinn og hélt áfram, uppgjöf var ekki í boði. Það var alltaf gott að vera hjá og með ömmu. Ég naut þess að fá að gista hjá ömmu þegar ég var lítil stelpa. Þá var Gunnar afi rek- inn miskunnarlaust úr rúminu, sem hann hlýddi auðvitað orða- laust og ég fékk að lúlla í afaholu. Þau dekruðu svo bæði við mig og ég fékk að vaka lengi og borða nammi í sófanum og gera allt sem ekki mátti heima. Amma var alltaf með á öllum merkilegum stundum í mínu lífi og mörgum ómerkileg- um líka og alltaf var gott að leita til hennar. Það er ekki langt síðan amma sagði mér að hún væri svo ánægð með að tvíburarnir mínir skyldu fæðast á dánardægrinu hennar Kaju, því að eftir það var þessi dagur, 8. desember, ekki lengur bara sorgardagur í hennar huga. Amma var alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem þurfti og hún tók öllum eins og þeir eru og hall- mælti aldrei neinum. Þegar ég var farlama í göngugrind á meðgöng- unni með Sylvíu mína kom amma oft til mín, þá komin á níræðisald- ur. Hún hjálpaði mér með eitt og annað og lánaði mér griptöngina sína til að tína hluti upp úr gólfinu af því að henni fannst ég þurfa meira á henni að halda en hún. Amma var alltaf fín og vel til fara og mér fannst alveg frábært þegar hún hætti við að hætta að lita gráu hárin, þá 88 ára gömul af því að henni fannst hún verða of kerlingarleg svona gráhærð. Já, ég naut svo sannarlega sam- vistanna við ömmu alla tíð og ég var svo ánægð að fá að hafa hana í næsta húsi við mig eftir að hún flutti í Seljahlíð. Ég gat skotist til hennar hvenær sem var og alltaf var notalegt að koma til hennar og fá kaffi og súkkulaði og spjalla um allt milli himins og jarðar. Ég naut þess líka þó að erfitt væri að vera sem mest hjá ömmu þessar síðustu vikur og launa henni þannig örlítið umhyggjuna sem hún hefur sýnt mér alla tíð. Það er því með miklu þakklæti og sárum söknuði sem ég kveð elsku ömmu mína í dag. Gengin er merkileg kona. Karítas Halldórsdóttir. Segja má að orðið umhyggja hafi öðrum fremur einkennt Ástu Ólafsdóttur, ömmu mína. Hvernig sem stóð á hjá henni sjálfri var hún alltaf að hugsa um líðan ást- vina sinna og ef það hvíslaðist út að eitthvað amaði að einhverju okkar hringdi hún jafnan og spurði frétta. Áhugi hennar og umhyggja voru fasti sem gerði tilveruna notalegri. Við amma kynntumst svolítið upp á nýtt þegar hún var orðin roskin ekkja og ég orðinn pabbi og aðeins farinn að fullorðnast. Þá áttaði ég mig loksins á því að hún væri ekki aðeins þessi fullkomna amma og langamma sem alltaf mætti vel tilhöfð í barnaafmæli og fermingar og sagði viðeigandi og huggulega hluti. Hún var líka skemmtilegur félagi sem gat hent gaman að sjálfri sér og sposk á svip tekið þátt í umræðum um misgáfulega hluti sem ungum son- arsyni hennar voru hugleiknir. Þegar amma bjó ennþá á Brúnaveginum mætti ég stundum heim til hennar eldsnemma á laugardagsmorgnum með hann Tedda minn. Við feðgarnir hringdum aldrei á undan okkur, heldur mættum jafnan fyrirvara- laust á dyratröppuna hjá henni og fengum hana með okkur í bíltúra á kaffihús eða rúntinn um bæinn til að rifja upp minningar og spjalla um daginn og veginn. Aldrei sagð- ist hún vera illa fyrirkölluð eða þreytt, þótt heilsan væri oft að stríða henni, heldur setti upp þol- inmæðibros aldins vitrings og lét sig hafa það að þvælast með okk- ur. Við rifjuðum upp bæði sárar og skemmtilegar minningar. Töluð- um um vandræðaganginn og skilnaðarbröltið á foreldrum mín- um og töluðum um það þegar hún missti Karítas dóttur sína ellefu ára gamla. Þá táraðist amma litla og það var mér afar dýrmætt að hún skyldi deila með mér þeim til- finningum, því frá og með þeirri stundu vorum við ekki síður góðir vinir en amma og barnabarn. Aðra daga hló hún að mér þegar ég var stóryrtur eða brosti með mér að sögum af börnunum mín- um. Amma mín var allt sem ég vona að ég geti orðið með aldrinum. Hún var hugulsöm, hógvær, hlý- leg, umhyggjusöm og öguð mann- eskja sem vildi öllum vel og gerði allt sem hún gat til að svo gæti orðið. Aldrei hallmælti hún nokkr- um manni og þegar það var orðið framorðið á ævikvöldi hennar sagði hún algjörlega án tilgerðar að hún væri ósköp tilbúin að fara að hvíla sig á tilverunni. Það er því mikil ró yfir því að hún hafi látist þann 10. apríl síðastliðinn. Það tekur á hjarta okkar allra sem nutum góðs af að þekkja hana, en sjálf hefur hún vafalítið tekið því feginshendi að fá frá að hverfa áð- ur en hún varð veikari en hún var þegar orðin. Í hvert sinn sem ég kvaddi ömmu eftir að hafa heimsótt hana á Brúnaveginn – sem ég gerði alls ekki nógu oft – og þakkaði fyrir mig, þá svaraði hún: „þakka þér miklu meira fyrir komuna“ og meinti það innilega. Nú er komið að hinstu kveðjustund og mig langar að segja: bless amma mín og þakka þér svo miklu miklu meira fyrir að hafa verið dásamleg amma, fyrirmynd og vinur. Ég á eftir að minnast þín alla tíð. Kristinn Theodórsson. Sléttuhreppur, nyrsta byggð á Íslandi, lagðist í eyði fyrir rúmum 60 árum og innfæddum fækkar ört. Ásta systir mín fæddist á Látr- um fyrir rúmum 90 árum og ólst að mestu upp í Aðalvík að frátöld- um fjórum árum í Bandaríkjun- um. Hún giftist ung æskufélaga sínum Gunnari Sölva Jónssyni og þau hófu búskap í Garði á Garð- skaga. Síðar fluttu þau inn í Kefla- vík þar sem hann stundaði sjó- mennsku. Um 1950 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Á Hornströndum var ekki um neitt nám að ræða. Þegar þau komu til Reykjavíkur fór hún að hugsa fyrir því. Systir mín fór að læra og lauk kennaramenntun. Við það vann hún til starfsloka. Gunnar lærði matreiðslu, enda honum í blóð borin, og starfaði að loknu námi sem matsveinn og bryti til lands og sjávar. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, tveggja stúlkna og eins drengs. Eldri stúlkuna misstu þau 11 ára gamla úr illvíg- um sjúkdómi. Þegar við kveðjum aldrað fólk eigum við ekki að syrgja en við söknum þess og það er orðið þreytt og þráir sumt hvíld. Börnum og fjölskyldu votta ég samúð mína, svo og öllum ættingj- um og vinum. Kjartan T. Ólafsson (Teddi). Ásta Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ástu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og móðursystir, LÁRA VALSDÓTTIR, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Valur Magnússon, Védís Gunnarsdóttir, Eva Valsdóttir, Bjarni Valur Einarsson, Anna Valsdóttir, Valdimar Helgi Pétursson og systrabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.