Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
✝ Kristín Ást-hildur
Jóhannesdóttir
kölluð Dídí, fædd-
ist á Gauksstöðum í
Garði 10. apríl
1928. Hún lést á
dvalar- og
hjúkrunar-
heimilinu Grund 3.
apríl 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhannes
Jónsson, formaður og útvegs-
bóndi á Gauksstöðum og kona
hans, Helga Þorsteinsdóttir frá
Melbæ í Leiru. Dídí ólst upp á
Gauksstöðum í stórum systk-
inahópi, þau eru:
Þorsteinn, f.1914, d. 1995,
Kristín, f. 1915, d. 1982, Jón, f.
1916, d. 1995, Gísli, f. 1918, d.
fyrir átti Svanfríður börnin Sig-
ríði, Egil og Ingibjörgu Örlygs-
börn. 2) Jóhannes Gaukur, f. 26.
apríl 1950, kvæntur Stefaníu
Karlsdóttur, þeirra synir eru
Jakob Pétur og Bjarni Magnús.
3) Þorlákur, f. 18. desember
1952, kvæntur Ingu Þórð-
ardóttur, þeirra börn eru Þur-
íður og Björn Birgir. 4) Pétur
Már, f. 25. september 1956, var
kvæntur Hafdísi Ævarsdóttur,
þeirra synir eru Ævar og Þor-
steinn. 5) Matthildur Margrét, f.
4. ágúst 1961, var gilft Úlfari
Þór Marinóssyni, dóttir þeirra
er Una Kristín. Barna-
barnabörnin eru ellefu og
barnabarnabarnabörn eru tvö.
Dídí og Pétur byrjuðu bú-
skap sinn á Árbraut 17,
(Bræðraborg) Blönduósi og
fluttu 1965 í nýbyggt hús sitt að
Árbraut 15 og hafa búið þar síð-
an.
Útför Kristínar Ásthildar,
Dídíar, fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 18. apríl 2013, kl.
15.
1919, Sveinbjörg, f.
1919, d. 2006, Ást-
ríður, f. 1921, d.
1988, Gísli Steinar,
f. 1924, Jóhannes
Gunnar, f. 1926, d.
2001, Sigurlaug, f.
1931, d. 1933,
Sigurlaug Erla, f.
1933, Matthildur, f.
1935, d. 1959 og
Einar, f. 1937, d.
1995.
Þann 28. nóvember 1948 gift-
ist Dídí eftirlifandi eiginmanni
sínum, Pétri Þorlákssyni. For-
eldrar hans voru Þorlákur Jak-
obsson og Þuríður Einarsdóttir.
Þau eignuðust fimm börn. Þau
eru 1) Þorsteinn, f. 13. maí
1949, kvæntur Svanfríði Blön-
dal, þeirra dóttir er Lára, en
Elsku mamma og amma.
Okkur langar til að kveðja þig
með fáeinum orðum.
Nú ertu komin á nýjan stað og
vonandi líður þér betur en þína
síðustu daga hér. Er við kveðj-
um þig langar okkur að þakka
þér fyrir allt það sem þú gafst af
þér á meðan þú lifðir.
Við munum ávallt minnast þín
sem fallegrar konu sem stóð fyr-
ir sínu, það sem þú tókst þér fyr-
ir hendur það gerðir þú vel og
það var alltaf stutt í hláturinn
hjá þér. Þú varst alltaf boðin og
búin til að hjálpa og við erum þér
ævinlega þakklátar fyrir allt það
sem að þú kenndir okkur.
Þú varst okkur ómetanleg.
Í kveðjuskyni látum við hér
fylgja með litla vísu sem þér
þótti svo vænt um, eftir hann
Þorgeir Kjartansson frænda
þinn.
Það er eins og þúsund kórar syngi
með þéttum hreim og alvaldið sé með.
Og það er eins og klukknaveröld klingi
við kátan draum sem nóttin hefur léð.
Ég sakna þín og sólin hefur kvatt
og sorgin býr við hjartastað í mér.
Ég segi þér vina líka soldið satt
ég sef um nætur djúpt í brjósti þér.
(Þorgeir Kjartansson.)
Takk, elsku mamma og amma,
fyrir allt, við söknum þín.
Hvíl í friði í alheimi.
Þínar
Gréta Pétursdóttir og Una
Kristín Úlfarsdóttir.
Það var fyrir 37 árum sem
leiðir okkar Dídíar lágu saman.
Hún var þá að vinna á símstöð-
inni á Blönduósi og ég í sumar-
vinnu hjá frænda mínum við sím-
stöðina í Bólstaðarhlíð. Þetta var
meðan enn var hringt með sveif,
þrjár langar og stutt eða eitt-
hvað í þeim dúr. Öll símtöl út úr
sveitinni þurftu að fara í gegnum
Blönduós. Við Dídí urðum fljótt
vinkonur og spjölluðum mikið
saman. Hún var svo hress og
skemmtileg, hafði smitandi hlát-
ur sem kom öllum í gott skap og
frá mörgu að segja. Mér fannst
hún glæsileg kona, átti falleg föt
elskaði skó og naut þess að
punta sig. Hún sagði mér sögur
af krökkunum sínum sem hún
var endalaust stolt af. Svo átti
hún von á sínu fyrsta barna-
barni, það var gleðigjafinn hann
Jakob Pétur sem fæddist þá um
sumarið en síðan átti þeim eftir
fjölga næstu árin.
Dídí og Pétur áttu fallegt
heimili á Blönduósi, ég man hvað
mér fannst mikið til þess koma
þegar ég heimsótti hana. Ekki
datt mér í hug þá að þau hjón
ættu eftir að verða tengdafor-
eldrar mínir og ég tíður gestur á
þeirra góða heimili. Dídí var fé-
lagslynd kona og hafði gaman af
að spila. Hún var líka mikil
keppniskona og keppti í brids
um árabil. Keppnisskapið kom
víðar fram.
Hún hafði mikinn metnað fyr-
ir hönd barna sinna. Sem dæmi
um það voru á þessum árum Jói
og Donni miklir veiðimenn,
veiddu bæði fugla og fiska. Oftar
en ekki var afli þeirra bræðra
sameiginlegur. Dídí lét sér það
ekki nægja, hún þurfti að vita
hver veiddi hvað og hvað hinir
hefðu veitt. Vakti þetta gjarnan
kátínu.
Ung kom Dídí til náms við
Kvennaskólann á Blönduósi eins
og systur hennar tvær á undan.
Allar kynntust þær eiginmönn-
um sínum þar og settust að.
Þrátt fyrir langa búsetu á
Blönduósi mátti finna á Dídí að
ræturnar lágu á bernskuslóðun-
um, hún hugsaði suður fyrir
heiðar eins og hún sagði oft eða
að Gauksstöðum í Garði þar sem
hún ólst upp. Síðustu mánuðina
dvaldi hún á Dvalarheimilinu
Grund. Hún hefur nú kvatt
þessa jarðvist, komin til ásvina
sinna sem á undan fóru og taka á
móti henni. Ég kveð Dídí með
söknuði og þakka henni sam-
fylgdina
Pétri og fjölskyldunni votta
ég samúð mína.
Hafdís Ævarsdóttir.
Húnvetningar voru svo lán-
samir að eiga um skeið Kvenna-
skóla á Blönduósi. Þennan skóla
sóttu stúlkur af öllu landinu til
að nema kvenlegar dyggðir og
urðu margar þeirra til að auka
mannauð héraðsins.
Laust fyrir miðja öldina komu
þrjár systur frá Gauksstöðum í
Garði hver á eftir annarri í
Kvennaskólann á Blönduósi og
snéru ekki heim aftur. Fyrst
Sveinbjörg sem giftist Þórði
bónda í Sauðanesi, síðan Ástríð-
ur, móðir mín, sem giftist Torfa
bónda á Torfalæk, og síðast
Kristín Ásthildur, kölluð Dídí,
sem giftist Pétri Þorlákssyni,
bifvélavirkja á Blönduósi.
Sagt var að amma og afi á
Gauksstöðum hafi neitað fleiri
systrum um að fara í Kvenna-
skólann á Blönduósi. Húnvetn-
ingar hefðu fengið nógu margar
af hinum föngulegu og gjafvaxta
dætrum þeirra.
Það var náið samband á milli
systranna og heimili Dídíar og
Péturs ákveðinn miðpunktur á
Blönduósi. Þar hittust þær oft í
kaupstaðaferðum og gerðu út-
tekt á fjölskyldu og öðru sam-
ferðafólki, gleði þess og amstri.
Frá þessum stundum er ennþá
ómur af dillandi hlátri Dídíar
frænku. Þangað komu líka
margir í mat og kaffi sem áttu
leið á verkstæðið til Péturs með
bilaðan bíl eða vél.
Systurnar tóku virkan þátt í
uppeldi barna hver annarrar þó
upplifun okkar frændsystkin-
anna hafi ekki verið sú á þeim
tíma. Fyrir okkur var hinn náni
samgangur eðlilegur þáttur til-
verunnar. Þær gerðu líka margt
til að rækta tengsl stórfjölskyld-
unnar og sjá til þess að frænd-
fólkið þekktist. Ættarmótin hin
síðari ár voru þeim til mikillar
ánægju og geyma margar mynd-
ir bros og blik í auga er þær litu
yfir stórfjölskylduna á þeim
stundum. Ég dvaldi hjá þeim
hjónum, Dídí og Pétri, einn vet-
ur vegna skólagöngu í unglinga-
skóla við mjög gott atlæti.
Nú hefur Dídí kvatt eftir lang-
vinn veikindi þar sem Pétur ann-
aðist hana löngum stundum af
mikilli natni.
Lífssýn þeirra systra var
skýr. Þeim fannst dauðinn rök-
réttur endir á lífsstarfinu þegar
afkomendurnir voru teknir við
amstri hversdagsins. Þegar þær
kvöddu voru þær tilbúnar að yf-
irgefa þetta tilverustig og full-
vissar um tilvist annars og betra,
þar sem ný og spennandi við-
fangsefni biðu.
Við Jón bróðir og fjölskyldur
þökkum langa og gefandi sam-
fylgd árin öll og sendum fjöl-
skyldu Dídíar samúðarkveðjur.
Jóhannes Torfason.
Kristín Ásthildur
Jóhannesdóttir
✝ Sæunn Jóns-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 7. des-
ember 1934. Hún
lést á heimili sínu
11. apríl 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Sig-
urðsson, f. 21.9.
1910, d. 31.12.
1993, og Fanney
Eyjólfsdóttir, f.
9.7. 1914, d. 3.7.
1989. Systkini Sæunnar eru: 1)
Gréta, f. 24.9. 1937, d. 9.9. 2007,
maki Gunnar Konráðsson, börn
þeirra eru Konráð, Jón og
Gunnar. 2) Sigurður Lárus, f.
9.4. 1943, maki Klara Sig-
unn Jóhanni Skarphéðinssyni, f.
12.2. 1946. Foreldrar hans eru
hjónin Skarphéðinn Björnsson,
d. 17.2. 1998, og Sigurlaug Jó-
hannsdóttir. Dóttir Sæunnar og
Jóhanns er Sigurlaug, f. 3.10.
1971, giftist Sigþóri Árnasyni,
þau slitu samvistum. Börn
þeirra eru: 1) Hildur, f. 22.7.
1992. 2) Brynjar, f. 10.11. 1998.
3) Arnar, f. 20.5. 2001.
Sæunn Jónsdóttir fæddist í
Hafnarfirði og bjó þar alla tíð.
Stundaði hún almenna skóla-
göngu og vann hin ýmsu störf,
lengst af hjá Hafnarfjarðarbæ,
fyrst á bæjarskrifstofunum og
síðan á heilsugæslu bæjarins alls
í rúma fjóra áratugi.
Útför Sæunnar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
18. apríl 2013, og hefst athöfnin
klukkan 13.
urgeirsdóttir, d.
7.11. 2007, börn
þeirra eru Sig-
urgeir, Fanney og
Guðrún Halla.
Sæunn giftist
Daníel Stefánssyni,
þau skildu. Börn
þeirra eru: 1) Jón
Karl, f. 7.1. 1957.
Sambýliskona hans
er Dian Marlina.
Sonur þeirra er
Alex Tómas, f. 7.12. 2002. 2)
Eva, f. 1.6. 1958, gift Pétri
Björnssyni. Dætur þeirra eru
Sæunn Björk, f. 25.9. 1992 og
Berglind Birna, f. 13.10. 1995.
Hinn 24.12. 1970 giftist Sæ-
Elsku besta mamma mín og
vinkona mín, ég get ekki trúað
því að ég sitji hérna og sé að
skrifa kveðjuorð til þín, mamma
þú varst mér svo mikið, við vor-
um alltaf saman og gerðum svo
mikið saman, við gátum talað
um allt, og nú hef ég þig ekki
lengur hjá mér. Þú hefur alltaf
verið við hlið mér, hjálpað mér
og leiðbeint mér í gegnum lífið.
Og nú í öllum þessum breyt-
ingum hjá mér þá þarf ég að
hafa þig hjá mér, en ég reyni að
trúa því að þú hafir þurft að
fara til að hjálpa mér og börn-
unum mínum í gegnum erfið-
leikana og ætlir að styrkja okk-
ur sem engill á himnum sem
alltaf verður hjá okkur.
Elsku mamma, ég skal hugsa
um pabba og hafa hann hjá okk-
ur þó að ég geti ekki lofað að ég
muni elda sama góða matinn og
þú eða brotið þvottinn jafn vel
saman og þú gerðir og straujað
skyrturnar, en ég mun gera
mitt besta. Alltaf varstu boðin
og búin til að gera allt sem ég
bað þig um, alltaf með brosi og
hlýjum faðmi. Alltaf tilbúin að
taka á móti strákunum og hafa
þá hjá þér þegar þeir voru veik-
ir eða ekki var skóli, þeir eiga
svo margar og góðar minningar
með þér því þú gafst þeim svo
mikið. Hildur mín saknar þín
svo mikið því við vorum svo
mikið saman við þrjár og alls
staðar var talað um okkur sem
ættliðina þrjá.
Missir okkar er svo mikill, þú
varst besta mamma og amma
sem nokkur getur hugsað sér.
Elsku mamma, guð geymi þig,
ég kveð þig í hinsta sinn en
minning þín mun ávallt vera í
hjarta mér og fylgja mér og
börnunum mínum.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Þín dóttir,
Sigurlaug (Silla).
Elsku mamma, amma og
tengdamóðir.
Það er svo erfitt að setjast
niður og skrifa kveðjuorð, eng-
inn getur fyllt það skarð sem þú
skilur eftir þig en við þökkum
fyrir þær minningar sem við
eigum með þér og munum
geyma þær og rifja þær upp
með þér þegar við hittumst á
ný.
Það er ekki hægt að segja
annað en að þú hafir verið ein-
staklega hjartahlý manneskja
sem vildir öllum vel.
Söknuðurinn er svo mikill en
við vitum að það er vel tekið á
móti þér af foreldrum þínum og
öðrum ættingjum og vinum.
Í þessum örfáu orðum kveðj-
um við þig í hinsta sinn og
minnumst þín ávallt eins og þú
varst.
Við elskum þig og vitum að
þú átt eftir að gæta okkar í ná-
inni framtíð.
Elsku Jói okkar, megi Guð
styrkja þig í þessari miklu sorg
og gefa þér þrek til að vinna úr
henni með okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín dóttir og fjölskylda,
Eva, Pétur, Sæunn Björk
og Berglind Birna.
Elsku besta amma mín, þú
varst langbesta amma í heimi.
Mér þótti svo vænt um þig, þú
varst svo góð við mig að það var
ekki eðlilegt. Þú saumaðir allt
fyrir mig sem ég gerði gat á.
Ég man alltaf þegar við fórum í
útilegu og hlógum saman, þegar
ég var veikur mátti ég alltaf
koma til þín og við spiluðum og
hlógum saman. Þú eldaðir klár-
lega besta kjúkling í öllum
heiminum. Elsku amma mín,
næstu mörk sem ég skora og
næstu leikir sem ég vinn eru
fyrir þig og ég veit að þú munt
alltaf fylgjast með mér.
Ég skal passa afa fyrir þig.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert og ert að fara að gera fyrir
mig.
Þinn besti
Arnar.
Elsku besta amma mín, ég
sakna þín svo mikið og trúi ekki
að þú sért farin, hver á núna að
vera okkur til halds og trausts
og styrkja okkur eins og þú
gerðir langbest?
Þú varst svo frábær amma,
algjörlega sú besta sem til var,
það var allt hægt að tala um við
þig og hægt að kíkja við hvenær
sem var, þú varst alltaf með
svar við öllu og við vorum alltaf
velkomin til þín. Þú varst svo
hraust og sterk og hvattir mig
til að vera það líka og ég veit að
einn daginn verð ég það. Þú
varst mín besta saumakona og
gast reddað öllu og varðst aldr-
ei þreytt á því að þurfa að laga
svona mikið fyrir svona klaufa
eins og mig. Það þurfti ekki
mikið til að skemmta þér og þú
varst alltaf svo glöð og góð við
allt og alla, ég hélt þú yrðir
hundrað ára og þá hefðum við
átt mörg, mörg ár í viðbót því
það var svo margt sem ég átti
eftir að sýna þér, upplifa með
þér og þú áttir eftir að kenna
mér en ég vona að þú fylgir mér
frá öðrum stað og heldur áfram
að vera til staðar fyrir okkur.
Þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og hversu ást-
rík og góðhjörtuð þú varst, ég
elska þig alltaf og trúi því og
veit að þú ert stærsti vernd-
arengillinn minn.
Elskulega amma er dáin,
angrið sára vekur tár,
amma, sem var alla daga
okkur bezt um liðin ár,
amma sem að kunni að kenna
kvæðin fögru og bænaljóð,
amma, sem að ævinlega
okkur var svo mild og góð
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín bestasta
Hildur
Elsku besta amma mín, þú
varst klárlega langlangbesta
amma í heimi. Ég man að þú
varst alltaf svo hlý og góð. Ég
kallaði þig alltaf rúsínuna mína
því þú varst algjör rúsína með
svolítið krumpaðar kinnar. Ég
man það vel þegar þú sýndir
okkur Tomma og Jenna, við
horfðum örugglega milljón sinn-
um á það, samt var það alltaf
jafn gaman.
Alltaf þegar ég kom í heim-
sókn fékk ég jarðarberjasvala
og suðusúkkulaði. Þú eldaðir
líka líklega besta mat í heimi
hvort sem það var fiskur í raspi
eða togarasteik. En þó var kjúk-
lingurinn alltaf bestur, líklega á
heimsmælikvarða.
Alltaf þegar ég var veikur
mátti ég koma og við horfðum
annaðhvort á Tomma og Jenna
eða þá að við spiluðum, þú
kenndir mér svo mörg spil og
marga kapla. Alltaf þegar komið
var gat á buxurnar lagaðir þú
það. Ég man líka þegar við vor-
um að gista hjá þér þá hugsaðir
þú um okkur eins og við værum
verðmætasta gull í öllum heim-
inum, komst á fimm mínútna
fresti til að athuga hvort við
værum sofnaðir og svo þegar við
loksins sofnuðum þá kíktirðu á
okkur þegar þú fórst á klósettið.
Ég man líka þegar við fórum
með ykkur í útilegur, þá spil-
uðum við oft á spil eða fórum í
kubb og þá vannst þú alltaf.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og það var æð-
islegt að hafa þig í lífi mínu þó
að það hafi bara verið 14 ár og
ég hefði viljað hafa þau miklu
fleiri. Ég veit að þú er besti
engill í öllum heimi og ég mun
sakna þín að eilífu. Þú varst
besta kona í öllum heimi. Og ég
mun passa afa fyrir þig.
Þitt barnabarn,
Brynjar.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju kæra æskuvinkonu, Sæ-
unni Jónsdóttur. Við tengd-
umst vinaböndum á æskuárum
í vesturbæ Hafnarfjarðar og
hefur sú vinátta haldist æ síð-
an. Síðustu árin hittumst við
reglulega til að rifja upp góðar
minningar og njóta samfélags.
Við þökkum samfylgdina og
samveru liðinna ára.
Ég þakka fyrir mig og minna hönd.
Við mættum stöðugt hjá þér kærleik
þýðum.
Það var sem okkur byndu systra-
bönd,
frá bernskustund og öllum seinni
tíðum.
(Sumarliði Guðmundsson)
Samúðarkveðjur sendum við
fjölskyldunni allri og biðjum
Guð að blessa þau hvert og
eitt.
Ragnheiður, Guðbjörg og
Sigrún.
Sæunn Jónsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir
og afi,
BJÖRN ÞORSTEINSSON
fv. framkvæmdastjóri fræðslu-
og menningarsviðs Kópavogs,
Víðihvammi 10,
Kópavogi,
sem lést á líknardeild Kópavogs sunnudaginn 14. apríl,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. apríl
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna
er bent á Minningarsjóð líknardeildar í Kópavogi.
E. Sigurlaug Indriðadóttir,
Kristín M. Aðalbjörnsdóttir,
Indriði Björnsson, Rikke Pedersen,
Kristín Björnsdóttir, Edward B. Rickson
og barnabörn.