Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 34

Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 ✝ Jón Sigurðssonfæddist á Raufarhöfn 21. nóvember 1928. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 8. apríl 2013. Foreldrar hans voru Arnþrúður Stefánsdóttir frá Skinnalóni á Mel- rakkasléttu, f. 25.4. 1892, d. 28.9. 1967, og Sigurður Árnason frá Oddsstöðum í sömu sveit, f. 24.5. 1890, d. 15.1. 1979. Systk- ini Jóns eru: Sigríður (hálf- systir, sammæðra), f. 1917, d. 2006, Geirhildur, f. 1924, d. 1936, Valborg, f. 1926, Hólm- fríður, f. 1930, og Margrét Anna, f. 1933. Jón eignaðist tvö börn: 1) Guðlaug Sjöfn, f. 18.7. 1953. Móðir hennar var Þórdís S. Guðjónsdóttir, f. 1929, d. 2013. Fyrri maður Guðlaugar: James Patrick Wilson (þau skildu), f. 1945. Synir þeirra: a) Jón Lee, f. 1973. b) Ottó Páll (kjörfor- eldrar Örn Arnar Hauksson og Sóley Dís, f. 1999. g) Sunna Lind, f. 2001. h) Jón Víðir, f. 2005. Barnabörn Jóns eru tólf og barnabarnabörn eru fjögur. Jón ólst upp á Raufarhöfn, en var líka mikið viðloðandi á Oddsstöðum sem barn og ung- lingur, einkum á sumrum. Hann lærði vélvirkjun í Landsmiðj- unni, starfaði síðan um árabil sem vélstjóri á fiskiskipum og fragtskipum, en hóf seint á sjötta áratugnum störf sem vél- virki á verkstæði síldarverk- smiðjunnar á Raufarhöfn. Hann var þó öðrum þræði í siglingum og í síldarflutningum fyrir Norðurlandi. Frá 1971 vann hann nær samfellt á verkstæði Kísiliðjunnar við Mývatn, allt til þess að hann fór á eftirlaun 1996, eða um aldarfjórðungs skeið. Hann bjó síðan í Reykja- vík, lengst að Hæðargarði 33, en frá 2011 var hann vistmaður á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Jón stundaði töluvert hesta- mennsku á Mývatnsárunum, var einnig alla tíð gefinn fyrir sportveiðimennsku, bæði á sjó og landi, sem og í ám og vötn- um. Útför Jóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 18. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Þóra Ottósdóttir), f. 1976. Seinni mað- ur Guðlaugar er Guðlaugur Vilberg Sigmundsson, f. 1954. Synir þeirra: c) Bragi Þór, f. 1981. Maki hans: Nadina Szent- grothy. d) Sig- mundur Sverrir, f. 1985. Maki hans: Rakel Rós Krist- insdóttir. Sonur þeirra: Þorgeir Ás, f. 2013. 2) Heiðar Bergur, f. 28.7. 1958. Móðir hans er Rós- björg Þorfinnsdóttir, f. 1928. Eiginkona Heiðars Bergs: Þor- björg Sandra Sveinsdóttir, f. 1959. Börn þeirra: a) Hjalti Snær, f. 1981. Dóttir hans: Ylfa Rán, f. 2003. Maki Hjalta Snæs: Brynja Bjarnadóttir. Dóttir hennar: Aþena Mist. b) Erla Rós, f. 1987. Maki hennar: Nökkvi Gylfason. Börn þeirra: Birkir Darri, f. 2007, og Emilía Ísis, f. 2009. c) Fjóla Ósk, f. 1990. Unnusti hennar: Hreiðar Lárusson. d) Ómar Smári, f. 1991, e) Lilja Dögg, f. 1993. f) Elsku besti Nonni afi, það er sárt að þurfa að kveðja en við höf- um yndislegar minningar um þig sem gleymast aldrei. Þegar við vorum litlar var það aðalumbunin að fá að fara til Nonna afa eða „nammi afa“. Í hvert sinn sem við komum í heim- sókn fengum við stóru budduna þína sem var alltaf troðfull af hundraðköllum og þú sagðir að við mættum labba í sjoppuna við hliðina á þér og kaupa það sem við vildum og þú vildir ekki fá budd- una svona fulla til baka og kvart- aðir svo yfir því hvað við eyddum litlum pening. Eitt skiptið spurð- irðu hvort við vildum ekki kaupa kartöflur sem við gerðum og þú pabbi og mamma fenguð hláturs- kast þegar við komum til baka því að þú meintir snakk eða kartöflu- flögur. Okkur fannst alltaf jafn fyndið þegar þú spurðir hvort við vildum spritt eða sínkaló sem átti að sjálfsögðu að vera Sprite og Si- nalco. Það er ýmislegt sem við eigum aldrei eftir að gleyma, kaffi og pípulyktinni, heimsóknunum á raufarhöfn, bónussúkkulaðinu í öskubakkanum, páskaeggjunum frá þér, glösunum, legokassanum sem hefur verið vinsæll í gegnum árin hjá öllum systkinahópnum og því að í hvert sinn sem maður bauð þér í veislu þá spurðirðu hvaða upphæð maður vildi svo að þú þyrftir ekki að mæta enda ekki mikið fyrir margmenni. Þú varst alltaf svo gjafmildur og sérstak- lega á fjölskylduna. Orð fá ekki lýst því hve mikill söknuður býr í hjarta okkar nú þegar þú ert farinn frá okkur. Takk fyrir allt, elsku afi Erla Rós og Fjóla Ósk. Nonni gamli, eins og við systk- inin kölluðum hann alltaf, hefur átt sérstakan stað í okkar lífi. Hann var engum líkur, með sína hlýju nærveru og prakkaralega blik í auga. Nú, þegar hann er far- inn, er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að. Við sjáum hann fyrir okkur með pípu í munnvikinu, segjandi furðusögur, svo sem af ævintýra- legum veiðiferðum og siglingum um suðræn höf. Við minnumst stunda í Mývatnssveit, þar sem Nonni gamli var manna skemmti- legastur, gaf okkur aur fyrir Si- nalco og Prins póló og leyfði okk- ur að sitja berbakt á Blesa. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, og við vorum öll orðin stærri, var gaman að líta við í spjall hjá gamla í Ásgarðinn og þiggja hjá honum kolbiksvart kaffi og suðu- súkkulaðimola. Það síðarnefnda nýtti sá yngsti okkar, Nonni „litli“, sér óspart og kom jafnan vel sykraður og glaður úr tíðum heimsóknum til nafna síns. Í dag eigum við systkinin maka og okkar eigin börn, sem öll hafa fengið að kynnast snillingnum Nonna gamla. Tengdasynirnir í hópnum sluppu frá þeirri próf- raun að fara á skytterí með Nonna, en hann þóttist jafnan ætla að losa fjölskylduna við slæma tengdasyni með því að fara með þá á veiðar. Þessi saga lýsir Nonna vel. Töffari, húmoristi og gæðablóð, þannig var Nonni. Grímur, Hólmfríður, Stein- unn, Jón og fjölskyldur. Þegar maður kveður góðan mann er gott að muna hversu ein- stakur og stór hann var og hversu mikil áhrif hann hafði á líf manns, án þess að hafa nokkuð fyrir því og án þess að fá nokkuð í staðinn. Þá er það sagt, Jón Sigurðsson var góður, einstakur og áhrifa- mikill og honum tókst miklu oftar en ekki að gera líf okkar systk- inabarna sinna, ég held að við höf- um verið 18, að ógleymanlegu leikriti. Og þar var raunsæið sko ekki í fyrirrúmi því Nonna tókst að breyta öllu sem hann kom ná- lægt í ævintýri. Ég hélt líka langt fram eftir öllum aldri að hann væri raunverulegur galdrakarl en fólk bara vissi það ekki og hann mætti alls ekki segja það. Venju- leg hversdagssaga varð til dæmis að hátimbruðum iðandi gleðileik í meðförum Nonna; hrátt og spennandi tungumálið lifnaði þegar frásagnargáfan reis sem hæst og átakalitlar manneskjur breyttust skyndilega í dularfull heljarmenni sem allt kunnu og vissu. Nonni frændi kom eigin- lega í staðinn fyrir allt sem var venjulegt og hann var ögrandi og frjáls – hvað maðurinn gat til dæmis bölvað – og gert það á þann hátt að bæði frelsaði og ag- aði tungumálið; enda lagði hann áherslu á að það væri ekkert vemmilegra en fólk sem ekki kynni að bölva einsog manneskj- ur, stafrófsröðin var sú eina sem gilti og það skyldi alltaf byrja á andskota ef tvinnað væri, annars væri betra að þegja. Allt varð Nonna að sögum og þær voru ýktar þótt dagsannar væru þær auðvitað og upp á æru og trú – og maður kom heldur aldrei að tómum kofunum, ó, nei, og hann hafði svörin á reiðum höndum og þau dagsönn þótt lyg- in kraumaði undir. Nonna var líka svo eðlilegt að gefa og hann naut þess einsog að drekka vatn og ég held að við flest systkinabörnin hans sem ólumst upp á 7. og 8. áratugi síðustu aldar höfum nú verið fjöðrum fengin þegar hann, nýkominn úr sigling- um, Nonni vann alltaf hörðum höndum, kastaði launahýrunni sinni niður af svölunum hjá Möggu og Einari í Kópavoginum, þar sem hann bjó þegar hann var í landi, og sagði með dýrðlegu stríðnisglottinu: – monningarnir svífa, eltiði þá, monningarnir svífa, grípiði þá, krakkar. Og auð- vitað tókum við hann á orðinu og urðum ríkari fyrir vikið; enda er ég viss um að við hefðum alltaf elt þennan grandíósa hvert sem hon- um hefði dottið í hug að teyma okkur. Það er ekki margt fólk sem á vegi manns verður sem litar lífið jafn mikilli gleði og Nonni. Líf okkar sem elskuðum hann verður líka miklu, miklu fátæklegra án hans. En gjafmildu og stóru fólki af gamla hetjuskólanum fylgir svo oft hin nöturlega angist og Nonni þekkti hana; hann var dulur, átti sínar sorgir einn, bar harm sinn í hljóði og kvartaði ekki ef á honum var brotið. Ég samhryggist börnunum hans og barnabörnum, systrum hans, Möggu frænku og Völlu, Fríðu mömmu, Sigga bróður mín- um og fjölskyldu hans, vinum hans og okkur hinum sem elsk- uðum hann og virtum og munum bera minningu hans á lofti. Farðu í friði, Nonni frændi, með stóra, góða hjartað og berðu kveðju yfir í sælli veröld þar sem ég er viss um að allar skáldkonur þekkja muninn á þorski og ýsu. Vigdís Hólmfríðar og Grímsdóttir. Í dag kveðjum við Nonna, Jón Sigurðsson, frænda okkar. Hann var stór hluti af lífi okkar alla tíð og eigum við margar góðar minn- ingar um hann. Nonni var ævin- týramaður sem sigldi meðal ann- ars um heimsins höf og kom oft og gisti á æskuheimili okkar þegar hann var í landi. Það var alltaf skemmtilegt hjá okkur þegar Nonni kom, hann sagði ótrúlegar sögur og oft var ekki gott að vita hverjar voru sannar og hverjar uppspuni. Hann sagði söguna af Rauðhettu til dæmis þannig að það var amman sem át úlfinn. Helsta áhyggjuefni okkar þegar hann kom var að hann svaf alltaf svo lengi, jafnvel heilan sólar- hring, og fannst okkur biðin eftir að hann vaknaði ansi löng. Hon- um datt margt skemmtilegt í hug og kom okkur oft á óvart. Eitt gerði hann samt oftast og það var að senda okkur út í búð til að kaupa Sinalco og súkkulaðibuff, handa okkur og vinum okkar, og svo var haldin veisla og mikið hlegið. Hann var frændinn sem gaf okkur stóru puntudúkkurnar sem tóku hálft herbergið okkar og seinna bjórkassann sem við földum vel fyrir foreldrunum í sama herbergi. Við krakkarnir sóttumst mjög eftir að vera með honum og það var eins með börnin okkar eftir að þau komu til. Hann bjó nokkur ár í Ásgarði, hér í Fossvoginum, og fannst krökkunum okkar þá gott að heimsækja hann. Hann var með peningabuddu sem hann lét þau fara með út í búð til að kaupa góðgæti. Nonni flutti í Mývatnssveitina upp úr 1970. Það var gaman að heimsækja hann þangað. Þá eld- aði hann alltaf saxbauta úr dós og ýmislegt annað sem við vorum ekki vön að borða. Hann keyrði með okkur um sveitina á jeppan- um sínum og sýndi okkur það sem við vildum sjá, en hann var ekki alltaf sammála okkur um hvað væri þess virði að skoða. Nonni kærði sig ekki um að safna veraldlegum hlutum, vildi aðeins eiga það sem hann nauð- synlega þurfti. Það sem honum var gefið gaf hann oftar en ekki jafnóðum frá sér. Hann var um margt óvenjulegur maður, talaði tæpitungulaust og hélt húmorn- um meðan heilsan leyfði. Það var alveg sérstakt hvernig öll börn löðuðust að honum. Eftir að hann var orðinn veikur og kominn á sjúkrastofnun hreyfði það helst við honum ef börn bárust í tal, þá ljómaði hann og viknaði gjarnan, að ekki sé talað um væru þau með í för. Við munum ætíð minnast hans Nonna frænda, sem og börn okk- ar, og verður okkur hugsað til þeirrar gleði sem ávallt fylgdi honum. Arnþrúður og Guðrún Björk. Við viljum þakka Nonna frænda dýrmæta samfylgd í gegnum tíðina. Nonni varð snemma stór hluti af lífi okkar. Hann var móðurbróðir Sigga og eigum við margar góðar minning- ar tengdar honum, til dæmis frá Raufarhöfn á síldarárunum. Á þeim tíma var ég, ásamt Lilla frænda, nokkur sumur á Raufar- höfn að vinna í síld en Nonni vann þá í Síldarverksmiðjunni sem vél- virki. Við vorum pollar sem litum upp til frænda sem alltaf var tilbúinn til að sprella og koma á óvart. Nonni var mikill barnakarl. Það var til þess tekið í Mývatns- sveitinni hve krakkarnir hændust að honum, enda var hann alltaf tilbúinn í leiki og skemmtilegheit. Hann var einnig mjög hjálpsamur og auðvelt að leita til hans með hvað sem var. Eignaðist hann marga góða vini í sveitinni sem hann hélt góðu sambandi við allt til dauðadags. Nonni gekk alltaf undir gælunafninu Nonni gamli í Mývatnssveit þó hann hafi ekki verið mjög gamall þegar hann flutti þangað. Þegar við Bidda vorum rúmlega tvítug, nýbyrjuð búskap með Grím litla son okkar, útvegaði Nonni okkur vinnu í Kís- iliðjunni þar sem hann vann sjálf- ur sem viðgerðarmaður á véla- verkstæðinu. Dvölin í Mývatnssveit tengdi fjölskyldu okkar og Nonna órjúf- anlegum vináttuböndum. Við vor- um alltaf harðákveðin í að skíra í höfuðið á honum og er yngri son- ur okkar alnafni hans. Nonni kom frá Mývatnssveit til Reykjavíkur til að halda á nafna sínum undir skírn. Það er gaman að rifja upp söguna af því þegar gleymdist al- veg að upplýsa þann gamla um hvert nafnið ætti að vera. Það kom þó ekki að sök því hann var með það á hreinu. Strákurinn ætti að heita Jón. Nonni gamli hafði fengið sér nýja spariskyrtu í til- efni skírnarinnar. Nonni litli slef- aði svolítið í kragann á skyrtunni og skildi eftir smáblett. Nonni notaði þessa skyrtu lengi eftir þetta, benti gjarnan á blettinn og sagðist ekki detta í hug að þvo skyrtuna. Strax þá hafði myndast sérstakur þráður á milli þeirra nafna sem aldrei slitnaði. Eftir að Nonni hætti að vinna og fluttist suður voru alltaf mikil samskipti okkar á milli. Hann var á margan hátt eins og þriðji afi krakkanna okkar, sem öll elskuðu hann og dáðu. Gaman er að minn- ast áranna á Raufarhöfn þegar Nonni kom sér upp hjólhýsi og trillu. Þar dvaldi hann nokkur sumur eftir að hann hætti að vinna. Hann sigldi gjarnan með gesti rétt út fyrir höfnina og fisk- aði jafnan vel, enda vissi hann alltaf hvar sá guli hélt sig. Nonni var mikill sögumaður. Flestar höfðu sögur hans eitt- hvert sannleiksgildi þó þær væru gjarnan vel kryddaðar. Nonni var skemmtilegur og góður maður og þannig viljum við minnast hans. Við viljum fyrir hönd fjölskyld- unnar allrar þakka Nonna fyrir samfylgdina og gleðina sem hann veitti okkur; við munum öll sakna hans mikið. Sigurður og Birna. Nonni, fóstri okkar, er komin í Oddsstaði til að fara með Sigga Finnboga í göngur. Ebba er búin að þvo honum um hárið og kemba og finna handa honum ullarnær- föt svo að honum verði ekki kalt á heiðinni. Það vella upp úr honum sög- urnar af öllu mögulegu og ómögu- legu, nokkuð ótrúlegar sumar hverjar, en frásagnargleðin er þannig að allir taka eftir. Þeir full- orðnu vega salt og vita ekki alveg hverju á að trúa, nema mamma, hún trúir öllu sem hann segir. Ef eitthvað af þessu er satt þá væri svo leiðinlegt ef hún tryði honum ekki. Krakkaskríllinn eltir hann á röndum og hann skemmtir sér konunglega við að spila með liðið og segja ótrúlegustu sögur, sem við tökum inn eins og sögur eftir H.C. Andersen. Innihaldið var oft ekki merki- legt og gjarnan voru þetta sögur af einhverju sem hann hafði lent í sjálfur, eða svo sagði hann, en frá- sagnarmátinn var þannig að við duttum inn í ævintýrið. Minnisstæðust er sagan af halarottunum. Þá var hann ný- kominn heim af vertíð og um borð í bátnum voru þessi kvikindi sem hann kallaði halarottur. Þessi kvikindi líktust helst lús en voru svo snöggar að bera sig um að það var alveg ómögulegt að handsama þær og stukku þær gjarnan á milli manna. Ekki var óalgengt að fá lús eftir heimsókn til Raufar- hafnar og allir sem lent höfðu í lúsahreinsun hjá Ebbu á Odds- stöðum vissu að þar var ekki kast- að til höndunum, kambinum sarg- að í hausinn svo að undan sveið. En nú leist henni ekki á blikuna og sá engin ráð til að handsama þessi kvikindi sem Jón taldi víst að mundu breiðast út, – en henni var nú tamt að trúa öllu sem Jón sagði. Það er óhætt að segja að Nonni var ákaflega nýtinn og nægju- samur. Eitt sinn kom hann heim, eftir að hafa verið á vertíð, alveg himinsæll því að honum hafði tek- ist að slíta ullarsokkunum sem mamma gaf honum þegar hann fór, þannig að ekkert var eftir nema snúningarnir. Sem ungur drengur var Nonni á sumrum á Oddsstöðum og á full- orðinsárum kom hann gjarnan og fór í göngur og hjálpaði til í heimaskurði ef hann var ekki upptekinn í vinnu annarsstaðar. Þá skemmti hann sér oft við að segja börnunum að þetta væri nú Grána frá Grjótnesi eða Móra frá Kötlu sem verið væri að gera mat úr. Ef gestir frá þessum bæjum komu svo og fengu baukasteik að borða spurðu börnin í sakleysi sínu hvort þetta væri kjötið af við- komandi bæjarkind, sem að þeim fannst að sjálfsögðu vel við hæfi. Já svona var Nonni, stríðinn prakkari og frábær sögumaður. Við kveðjum hér mikinn höfð- ingja sem ekki var fæddur með silfurskeið í munni en var gulls ígildi. Virkaði frekar kærulaus og áhyggjulaus en á bak við þá grímu var ábyrgur maður með stórt hjarta. Við sendum afkomendum hans, systrum hans og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðju. Vera, Þorbjörg (Systa), Guðrún, Finnbogi og Borg- hildur frá Oddsstöðum. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Með þessum ljóðlínum viljum við þakka Nonna fóstra vináttuna alla tíð og viðkynninguna. Stór maður með stórt hjarta hefur nú farið yfir í Blómabrekk- una og við sendum öllum aðstand- endum okkar samúðarkveðjur. Ólöf V. Bóasdóttir (Olla) og Andrea Bóel. Jón Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Jón Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ HENRY CHRISTIAN MÖRKÖRE andaðist á sjúkrahúsi i Scottsdale Arizona að kvöldi mánudagsins 15. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Pálsdóttir, Þuríður Henrysdóttir Rafnsson, Magnús Birgir Henrysson, Gunný Henrysdóttir Mörköre, Már Ívar Henrysson, Henry Baltasar Henrysson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ORMAR EDWALD, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. apríl. Ágústa Úlfarsdóttir Edwald, Jón Haukur Edwald, Álfheiður Magnúsdóttir, Birgir Edwald, Ragnheiður Óskarsdóttir, Helga Edwald, Eggert Edwald, Jacqueline McGreal, Kristín Edwald, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.