Morgunblaðið - 18.04.2013, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.04.2013, Qupperneq 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Neskaupstaður Elmar Rafn fæddist 18. júlí kl. 22.57. Hann vó 4.200 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir og Stefán Einar Elmarsson. Nýir borgarar Reykjavík Fríða Rún fæddist 23. júlí kl. 19.52. Hún vó 4.335 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Auður Reynisdóttir og Daníel Freyr Gunn- arsson. Íþróttirnar eru bæði áhugamál og lífsstíl. Ég stundaði fótboltannlengi, bæði sem leikmaður og þjálfari, og enn í dag fylgist ég velmeð og fer á leiki. Síðan er frábært eftir vinnudaginn að fara út skokka, ganga eða í hjólatúr. Þannig losar maður um streitu og finnur lausnir á viðfangaefnum,“ segir Þórarinn Ingólfsson, aðstoð- arskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann er Eyjamaður, fæddur 1958. Hann kom ungur á fastalandið, fór í Menntaskólann að Laugarvatni og síðar Íþróttakennaraskólann þar. Þau Anna Guð- mundsdóttir, eiginkona hans, settust að á Selfossi um 1980. Fjölbrautaskóli Suðurlands var stofnaður 1981. Þórarinn var meðal fyrstu starfsmanna skólans og hefur starfað þar óslitið síðan. „Það er gaman að starfa með fólki, sem er ólíkt eins og það er margt,“ segir Þórarinn sem tók við stjórnunarstarfi í skólanum fyrir um tíu árum. „Ég sakna þess að vera ekki í sömu tengslum við nemendur og áður var. Vissulega fylgist maður með krökkunum, en stærstur hluti starfsins er almennt utanumhald,“ segir Þórarinn. „Já, og svo gengur tónlistin eins og rauður þráður í gegnum alla mína tilveru. Ég bæði fer á tónleika og gríp stundum í gítar,“ segir Þórarinn en þau Anna eiginkona hans eiga tvo syni. Ingólf tónlistar- mann, Ingó Veðurguð, en yngri er Guðmundur, leikmaður með knatt- spyrnuliði Sarpsborg 08 í Noregi. sbs@mbl.is Þórarinn Ingólfsson er 55 ára í dag Skólamaður „Þannig losar maður um streitu og finnur lausnir á við- fangsefnum,“ segir Þórarinn Ingólfsson sem er 55 ára í dag. Íþróttir, skólinn og grípur í gítarinn Fjölskylda Ásdís giftist 28.3. 1970 Einari Gunnari, f. 10.6. 1926, d. 7.2. 1972, hrl. og sýslumannsfulltrúa á Ísafirði, Á sdís Kvaran fæddist við Sólvallagötuna í Reykjavík 18.4. 1938 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1961 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1972, stundaði síðar framhalds- nám í lögfræði við Kaupmannahafn- arháskóla 1994-95 og í Evrópurétti við Háskólann í Bonn 1995-96. Ásdís var um skeið búsett í Mos- fellssveit og var íslenskukennari við Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar 1973-84. Hún hóf síðan störf hjá Skattstofunni í Reykjavík og var lög- fræðingur þar á rannsóknadeild virð- isaukaskatts þar til fyrir fimm árum. Ásdís hefur alla tíð haft mikinn áhuga á sögu Íslands og bók- menntum, sér í lagi fornbókmennt- unum og íslenskri ljóðlist síðustu ald- ar. Hún er söngelsk með afbrigðum og sér í lagi fróð um íslensk sönglög og sönglagatexta, enda hrókur alls fagnaðar þar sem fólk tekur lagið. Ásdís las ævisögu Kristínar Dahl- sted í Ríkisútvarpið fyrir rúmum ára- tug en sagan var skráð af Hafliða Jónssyni og var nú nýlega endur- útgefin. Væri ekki úr vegi að út- varpsmenn endurflyttu þennan lest- ur Ásdísar sem mæltist sérlega vel fyrir á sínum tíma. Ásdís Kvaran lögfræðingur – 75 ára Á Ísafjarðarárunum Ásdís og Einar Gunnar ásamt dótturinni Hjördísi. Myndin er tekin árið 1971. Söngglaða ekkjufrúin Í Apavatnsför Ásdís á flandri á Suðurlandi með sínum kæra vini, Þorsteini heitnum Gylfasyni heimspekingi. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isGLER OG SPEGLAR 54 54 300 • smiðjuvegi7 • kópavogi sólvarnargler • þakgler sandblásið gler • k-gler • hillur milliveggir • handrið • skjólveggir sjálfhreinsandi gler • o.fl. o.fl.SÍðAn 19 69 ALLT í gleri 30% afsláttur SPEGLA dagarSEndum um ALLT LAn d vottuð framleiðsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.