Morgunblaðið - 16.08.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.08.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Full búð af nýjum vörum Vertu vinur á Styrmir Gunnarsson bendir á aðflestir stjórnmálamenn tali eins og eftir sömu nótunum. Það er svo sannarlega rétt varðandi „RÚV“ þar sem um það er jafnan fjallað af þingmönnum með því að flytja ræðu frá árinu 1935 eða svo um að stofnunin sé ljós í myrkri hins harðbýla lands, mal- arvega þess og óbrúaðra stórfljóta:    Vigdís Hauks-dóttir alþingis- maður vekur vax- andi athygli fyrir óhefðbundinn mál- flutning þar á meðal um Ríkisútvarpið.    Hvernig væri pólitíkin ef allirstjórnmálamenn töluðu eins?    Leiðinleg.   Hins vegar eru viðbrögð RÚVumhugsunarefni. Ætla mætti að fréttastofan sæi ástæðu til að eiga ítarlegt viðtal við Vigdísi t.d. í Speglinum, (í fjarveru Kastljóss) þar sem hún gæti gert ítarlega grein fyrir sjónarmiðum sínum.    Slíkt viðtal við þingmanninn værimjög forvitnilegt efni auk þess sem fólk á rétt á að kynnast sjón- armiðum Vigdísar á annan veg en í sundurklipptum bútum úr sam- tölum við hana í Bylgjunni og RÚV að geðþótta RÚV.    Hvers vegna á RÚV ekki slíktviðtal við Vigdísi? Það er „faglegt“. Telur RÚV sig ekki reka „faglega“ fréttastofu?    Er RÚV ekki opinn vettvangurfyrir fólkið í landinu?“ Styrmir Gunnarsson Virðir ekki sjálfsögð leiðindi STAKSTEINAR Vigdís Hauksdóttir Veður víða um heim 15.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 14 alskýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 12 þoka Ósló 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 20 léttskýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 léttskýjað Dublin 18 skúrir Glasgow 18 alskýjað London 22 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Moskva 18 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 léttskýjað Barcelona 27 skýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 31 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 20 léttskýjað New York 22 léttskýjað Chicago 21 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:24 21:41 ÍSAFJÖRÐUR 5:15 21:59 SIGLUFJÖRÐUR 4:58 21:43 DJÚPIVOGUR 4:50 21:14 Benedikt Sig- urðsson hefur verið ráðinn að- stoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Hann hóf störf í ráðuneytinu í gær. Benedikt hefur starfað sem sviðsstjóri ytri- og innri samskipta Actavis á Íslandi undanfarin ár og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hann var áður aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, fjölmiðlafulltrúi Kaupþings banka, en lengst af starfaði hann sem fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins. Benedikt hefur BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann er í sambúð með Dagnýju Baldvinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og starfsmanni Actavis, og þau eiga saman þrjú börn. Í byrjun júní var Helga Sig- urrós Valgeirsdóttir ráðin aðstoð- armaður Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ráðinn að- stoðarmaður ráðherra Benedikt Sigurðsson Framkvæmdir á nýrri göngu- og hjólaleið yfir Elliða- árósa eru vel á veg komnar og búið er að setja upp burðarvirki fyrir tvær hengibrýr. Önnur brúin tengir bakka Elliðaár en hin fer yfir voginn við Geirsnef. Áætluð verklok eru í lok september að sögn Björns Þórðarsonar hjá Ístaki. Björn segir smíði hengibrúa sem þessara vera nokk- uð vandasama, en ganga þó vel. „Þetta er nokkuð sér- stök smíð þar sem brýrnar koma til með að hanga í burðarvirkinu,“ segir Björn. Með nýju tengingunni styttist leiðin milli Grafarvogs og miðborgar umtals- vert eða um 0,7 km. Lengd brúnna er um 36 metrar og eru göngu- og hjólastígarnir um 280 metrar. Burðar- rammar brúnna ná upp í 18 metra hæð. Morgunblaðið/Ómar Hengibrú Komin eru upp burðarvirki fyrir tvær hengibrýr. Gert er ráð fyrir aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með það í huga að stuðla að bættu umferðaröryggi og gera leiðina greiðari. Tvær hengibrýr yfir Elliðaárósa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.