Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin Komdu og gerðu frábær kaup! LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK / SKEIFAN 11 VERSLANIR UM LAND ALLT samsungsetrid.is www.ormsson.is Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Sem formaður í hverfisráðinu verð ég að segja að ég verð ekki sáttur fyrr en sú einfalda endurhönnun göt- unnar sem íbúar hafa verið að biðja um verður að veruleika. Þessi bráðabirgðalausn dugir ekki,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, for- maður hverfis- ráðs Vesturbæj- ar, um skipulag Hofsvallagötu en verið er að leggja lokahönd á tíma- bundnar breyt- ingar á götunni þessa dagana. Gísli Marteinn, sem er borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins auk þess að eiga sæti í umhverfis- og skipu- lagsráði, leggur áherslu á að um bráðabirgðalausn sé að ræða en út- færslan hafi hinsvegar komið sér á óvart. „En það sem er gott við hana [bráðabirgðalausnina] er að hún hægir á umferðinni, það er óumdeilt. Nákvæmlega það hvernig lausnin lít- ur út er í sjálfu sér smekksatriði, sjálfur hefði ég ekki hannað hana svona sjálfur og ég sé marga galla á þessari útfærslu. En minn fókus er á endanlegu lausnina og ég vil fá hana sem fyrst,“ segir Gísli Marteinn og minnir á að núverandi borgarstjórn- armeirihluti hafi lýst því yfir að bráðabirgðalausnin muni ekki tefja fyrir þeirri varanlegu. Þá hafi Jón Gnarr einnig lofað að framkvæmdir við varanlega lausn á Hofsvallagötu myndu hefjast á kjörtímabilinu. Endanleg götumynd sem fyrst „Ég hefði helst viljað sleppa þess- ari bráðabirgðaframkvæmd og fara beint í þá endurgerð götunnar sem stendur til. Sem formaður hverfis- ráðs Vesturbæjar hef ég ýtt mjög á það og óskað eftir því að endanleg hönnun komi til sem allra fyrst,“ seg- ir Gísli Marteinn, sem mjög hefur lát- ið sig skipulagsmál borgarinnar miklu varða. Gísli minnir á að hingað til hafi hverfisráðið haldið uppi ríku samráði við íbúa í hverfinu um endanlega hönnun á Hofsvallagötunni. Á tveim- ur fjölmennum íbúafundum hafi komið fram skýr krafa íbúa um að hægt yrði á umferð í götunni, hún þrengd og gerð öruggari. „Markmið hverfisráðsins er að reyna að gera Hofsvallagötuna hættuminni, gera hana að borgarprýði hérna inni í hverfinu svo hún verði meira eins og róleg breiðgata með gróðri. Einnig að gatan verði þrengd, þar verði hjólastígar, bekkir og þess háttar. Slíkt yrði gert þannig að gatan fengi að halda fallegum og virðulegum blæ en samt sem áður væri umferð hæg- ari en áður. Enginn hefur hinsvegar beðið um fuglabúr og fánastangir,“ segir hann um metnað hverfisráðsins fyrir framtíðargötumynd Hofsvalla- götu. Á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs á miðvikudag var ákveðið að blása til íbúafundar um hinar tíma- bundnu en umdeildu bráðabirgða- lausn. Nýti sér mannauðinn Um 40 íbúar á Hagamel og Greni- mel sendu Gísla Marteini bréf í byrj- un mánaðarins og gerðu athuga- semdir við framkvæmdirnar ásamt því að koma með tillögur að úrbótum. „Ég treysti því að þessi meirihluti skoði allar tillögur að úrbótum og nú er búið að ákveða að halda íbúafund um málið í næstu viku. Á fundi um- hverfis- og skipulagsráðs í vikunni brýndi ég meirihlutann til þess að nýta sér mannauðinn sem er í hverf- inu. Auðvitað eiga menn að taka tillit til þess ef íbúar benda á einhverja annmarka,“ segir Gísli að lokum. Í hádeginu í gær var lagður fram undirskriftalisti í Melabúðinni til að mótmæla framkvæmdunum. Í viðtali við mbl.is um miðjan dag sagði Pétur Guðmundsson verslunarstjóri að flestir ef ekki allir viðskiptavinir hefðu skrifað undir. Segir bráðabirgða- lausn ekki duga  Hægir á umferð  Hefði viljað varanlega endurgerð Morgunblaðið/Ómar Meiningar Framkvæmdum á Hofsvallagötu lýkur í dag en íbúar í hverfinu fá að láta álit sitt á þeim í ljós á fundi sem ráðgert er að halda í næstu viku. Gísli Marteinn Baldursson Veitingahúsum ber að hafa matseðil með verði við inngöngudyr sínar svo neytendur geti kynnt sér vöruúrval og verð áður en þeim er vísað til borðs. Fulltrúar Neytendastofu könnuðu málið og í flestum tilvikum var matseðill við inngang eða á 92 veitingastöðum af 97. Þeir fimm staðir sem ekki höfðu matseðil við inngang voru Kopar, Lebowski Bar, Sushi samba, Íslenska hamborgarafabrikkan og Grillhúsið. samkvæmt frétt á vef Neytendastofu. Í júlí sl. fóru fulltrúar Neytendastofu á 97 veitingastaði á höfuðborg- arsvæðinu í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verð- merkingar. Skoðað var hvort matseðill með verðupplýsingum væri við inn- göngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram. Erfitt getur verið að átta sig á verðinu ef magns er ekki getið. Til þess að neytendur geti betur áttað sig á verðinu á að gefa upp magn á drykkjarföngum auk verðs. Á 14 veitingastöðum vantaði magnupplýsingar á verðskrá drykkja. Flest veitingahús fara að reglum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.