Morgunblaðið - 16.08.2013, Page 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
Nú eru að hefjast að
nýju viðræður milli
Ísraels og Palestínu í
Washington að frum-
kvæði bandaríska ut-
anríkisráðherrans
Johns Kerry. Margir
spyrja sig hver til-
gangurinn sé, hvort
minnsti möguleiki sé á
árangri en markmiðið
er sagt lokasamningur
um frið.
Lokasamningur í friðarviðræðum
aðilanna, sem legið hafa niðri í þrjú
ár, hlýtur að byggjast á ályktunum
Sameinuðu þjóðanna um að Ísrael
skili landinu sem hertekið var 1967.
Samkomulag sem ekki gerði það
væri ekki í samræmi við alþjóðalög
og því lítils virði. Ísland hefur við-
urkennt Palestínu sem sjálfstætt og
fullvalda ríki innan landamæranna
frá því fyrir hernámið í Sex daga
stríðinu 1967. Þetta hafa hin löndin
á Norðurlöndunum ekki gert, held-
ur ekki flest NATO- og ESB-ríkin
né Ísrael, Bandaríkin og einstöku
fylgiríki þeirra. Stór meirihluti ríkja
heims viðurkennir hins vegar Pal-
estínu og það gera Sameinuðu þjóð-
irnar enda þótt Palestína hafi ekki
fengið fulla aðild vegna andstöðu
Bandaríkjanna og Ísraels.
Harðlínumenn í stjórn
Í fréttum er stundum talað um
harðlínumenn í Ísrael sem Netan-
yahu forsætisráðherra og stjórn
hans eigi í togstreitu við. Það er far-
ið að gleymast að Netanyahu er
sjálfur harðlínumaður og hefur
löngum verið í sérstöku uppáhaldi
hjá landránsliðinu og þeim sem
ganga vilja lengst í að ræna landi
frá Palestínumönnum á Vest-
urbakkanum, þar með talinni Jerú-
salem. Þessi stjórn hefur haldið
landráni til streitu og hert á fjölgun
gyðinga í hernumdu landi Palest-
ínumanna, þvert á alþjóðalög. Meira
að segja Bandaríkjastjórn hefur of-
boðið og verið með tilburði í þá átt
að halda aftur af Netanyahu og fé-
lögum, þótt ekki væri nema til að
koma á viðræðum að
nýju.
Kerry velur
síonista sem að-
alsamningamann
Nú er að sjá hvort
Kerry reynist þess
megnugur að koma
fram sem raunveruleg-
ur sáttasemjari.
Bandarískir hags-
munir í arabaríkjunum
krefjast þess. Þar eru
uppi kröfur um rétt-
læti fyrir Palestínu. Kerry hefur
sýnt tilþrif í þá átt. En það er ekki
auðvelt hlutverk þegar Bandaríkja-
þing er eins og það er. Og það lofar
varla góðu að hann velur Martin In-
dyk sem aðalsáttasemjara Banda-
ríkjanna, nema hvað sá á heldur
betur að þekkja til. Indyk er fyrr-
verandi sendiherra í Ísrael og raun-
ar sem gyðingur með ísraelskan rík-
isborgararétt. Indyk var maður
Clintons í Camp David-viðræðunum
árið 2000 sem voru illa undirbúnar
og niðurstöður þeirra endalaust not-
aðar gegn Arafat og Palest-
ínumönnum. Þær áttu að sanna að
Arafat vildi ekki frið sem var vel
heppnað áróðursbragð, þvert á
staðreynd málsins. Palestínumenn
hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir
því að friður og friðsamlegar leiðir
eru framtíðarsýn þeirra, en leiðin er
löng.
Indyk er ekki nógu mikill harð-
línumaður fyrir Netanyahu
Til þess að sýna þessari viðleitni
Bandaríkjastjórnar meiri jákvæðni
en kannski er ástæða til má benda á
að vandamálið við friðarviðræður er
Ísrael og síonisminn sem þar ræður
ríkjum. Þar hefur ekki verið neinn
vilji til raunverulegra friðarsamn-
inga. Eins og fyrri daginn þarf
meiri háttar átak til að draga Ísr-
aelsmenn að borðinu. Martin Indyk
er sjálfur síonisti sem vann um ára-
bil fyrir hinn alræmda þrýstsihóp
AIPAC sem heldur Bandaríkjaþingi
í járngreipum í krafti fjármagns,
veitir fé til þingmanna og sér til
þess að þeir greiði atkvæði í þágu
Ísraels. Iðulega eru skoðanir AI-
PAC öfgakenndari en ríkjandi við-
horf í Ísrael. Þrátt fyrir þetta er In-
dyk gagnrýndur af
harðlínugyðingum, meðal annars
fyrir að hafa bent Obama á að hafa
yrði hliðsjón af landamærunum frá
1967 ef koma ætti á friðarvið-
ræðum.
Þjóðin mun hafa lokaorðið
Palestínumenn eiga fárra kosta
völ eins og fyrri daginn og ekki
styrkir það stöðu þeirra hvernig
landið er klofið á milli tveggja fylk-
inga, Fatah og Hamas, en þau síð-
arnefndu koma ekki nálægt þessum
viðræðum. Abbas er undir gríð-
arlegum þrýstingi frá arabaríkjum
auk Bandaríkjanna til að koma að
samningaborði, þrátt fyrir að land-
ránið haldi áfram. Forsetinn hefur
þó lýst því yfir að ef samkomulag
næst þá verður það lagt undir þjóð-
ina sem hefur lokaorðið.
Hvort þessar viðræður sem eru
nú að hefjast verði í raun friðarvið-
ræður eða einungis skálkaskjól fyrir
Ísrael til að draga mál á langinn og
halda landráninu áfram á eftir að
koma í ljós. Kerry utanríkisráð-
herra gerir ráð fyrir að þær taki níu
mánuði og á meðan mun hann einn
hafa rétt til að greina frá gangi
mála í samráði við aðilana.
Þótt engar forsendur virðist fyrir
jákvæðri niðurstöðu þegar litið er
til stjórnmálaástandsins í Ísrael og
á Bandaríkjaþingi, þá leyfist að
halda því til haga að til eru al-
þjóðalög og ályktanir Sameinuðu
þjóðanna. Fyrr eða síðar mun rétt-
lætið verða ofan á. Þá kemur frið-
urinn.
Friðarviðræður – eða hvað?
Eftir Svein Rúnar
Hauksson » Lokasamningur í
friðarviðræðum að-
ilanna hlýtur að byggj-
ast á ályktunum Sam-
einuðu þjóðanna um að
Ísrael skili landinu sem
hertekið var 1967.
Sveinn Rúnar Hauksson
Höfundur er læknir og formaður Fé-
lagsins Ísland-Palestína.
Fréttamaður Rík-
isútvarpsins var ný-
lega dæmdur í
Hæstarétti til
greiðslu miskabóta
og málskostnaðar
fyrir að hafa sakað
mann um refsiverða
háttsemi í aðalfrétta-
tíma sjónvarpsins, án
þess að geta rennt
stoðum undir þær
fullyrðingar. Var það í annað sinn
sem fréttamaðurinn var dæmdur
fyrir slíkt brot á hegningarlögum,
og í annað sinn sem dómarar töldu
að hann hefði ekki verið í góðri
trú um sannleiksgildi ummæla
sinna.
Útvarpsstjóri ákvað þá, að í
stað þess að fréttamaðurinn sætti
viðurlögum af hálfu vinnuveitanda
síns, skyldi séð til þess að hann
biði „engan fjárhagslegan skaða“
af málinu. Með öðrum orðum taldi
útvarpsstjóri sig bæran til að
ákveða að miskabæturnar og
málskostnaður bæði fréttamanns-
ins og gagnaðila skyldi greiddur
af almannafé. Þarf vart að taka
fram að útvarpsstjóri hafði enga
lagaheimild til að taka slíka
ákvörðun.
Nú hefur útvarpsstjóri seilst
enn lengra og staðfest að hann
hyggist láta skattgreiðendur kosta
dýra málshöfðun fréttamannsins
fyrir Mannréttindadómstól Evr-
ópu til þess að bera
brigður á dóm Hæsta-
réttar. Væri það í
fyrsta sinn að opinbert
hlutafélag, þar sem
ráðherra fer með
100% eignarhlut rík-
isins, stæði að máls-
höfðun gegn íslenska
ríkinu á kostnað al-
mennings.
Líkt og í öðrum
hlutafélögum er stjórn
Ríkisútvarpsins yfir
framkvæmdastjórann sett. Æðsta
vald félagsins er hins vegar í
höndum hluthafafundar. Þar sem
fráfarandi stjórn Ríkisútvarpsins
hefur látið þetta háttalag starfs-
manns síns óátalið ber mennta-
málaráðherra skylda til að boða til
hluthafafundar og stöðva ólög-
mæta meðferð almannafjár. Að
öðrum kosti bregst hann skyldum
sínum og stendur sjálfur að máls-
höfðun gegn íslenska ríkinu sem
hann er í forsvari fyrir.
Menntamálaráðherra
grípi í taumana
Eftir Hilmar
Þorsteinsson
Hilmar Þorsteinsson
»Nú hefur útvarps-
stjóri seilst lengra
og telur sig geta látið
skattgreiðendur kosta
málshöfðun til að bera
brigður á dóm Hæsta-
réttar.
Höfundur er lögmaður.
Rauðager
ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Vatnskælar á frábæru verði
30-40%
Afsláttur
• Keyptann og eigðann
• Ekkert mánaðargjald
• Lítið viðhald
• Sjá nánar á
heimasíðu Kælitækni
www.kaelitaekni.is
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Þegar njóta á
kvöldsins...
mbl.is