Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 29

Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 29
Nú geta Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Um þessar mundir berast okkur fréttir af slæmu gengi kríu- varps um stóran hluta landsins. Þessar frétt- ir eru að verða árviss viðburður líkt og frétt- ir af stórkostlegum ár- angri fiskveiðistjórn- unar okkar Íslendinga sem sagður er njóta ómældrar aðdáunar vítt og breitt um veröldina. „Eins dauði er annars brauð“ segir máltækið og margir sjá sára- bætur í uppgangi sílamávs og ann- arra vargfugla sem þrífast sem aldrei fyrr á óförum kríunnar og fá jafnvel ábót í formi hamborgara eða andarunga sem aldir eru upp á tjörninni í bakgarði Alþingishúss okkar Íslendinga. Það er stutt frá Alþingi niður á Skúlagötu þar sem Hafrann- sóknastofnun er til húsa og þó út- sýnið út á flóann sé vissulega til- komumeira en friðsæll Austurvöllur virðist það ekki hafa nein merkj- anleg áhrif á andríki vinnustað- arins. Ef til vill er ástæðan sú að mönnum er ætlað að horfa á aðra skjái en gluggana sem snúa út á fló- ann. Geta Íslendingar hætt að veiða sandsíli? Nei það er ekki hægt að hætta því sem ekki er verið að gera. Ef ástand sandsílastofns- ins er mönnum að kenna stafar það af öðru en veiði. Hvernig geta Ís- lendingar stuðlað að betri stöðu sandsíla- stofnsins? Með því að veiða meira af afræningjum hans. Eigum við þá að veiða meira af kríu og lunda? Það væri ámóta árangursríkt og að brjóta hitamæli til að lækna sótt- hita. Kríur og lundar eru væntanlega um 5.000 tonn á Íslandsmiðum um 1/3 hluta ársins. Ungþorskur gæti verið um 500.000 tonn á sama svæði. Aðrir ungfiskar svipað eða meira. Makríll líklega 2.000.000 tonn undanfarin ár, étandi 3.000.000 tonna af fæðu meðan hann dvelur í íslenskri lögsögu (Sv.Sv., Hafró). Eitthvað af því er sandsíli. Það að veiða ekki meira af fiski á Íslandsmiðum en gert er í dag er ekki bara heimska. Það er líka mannvonska gagnvart lífríki í fæ- ðukreppu. Og þegar möguleg at- vinnusköpun aukinna veiða er skoð- uð í samhengi við efnahags- og atvinnuástand þjóðarinnar und- anfarin ár einskorðast mann- vonskan ekki lengur við lífríkið. Undirritaður er í sumar búinn að sjá nóg af hausstórum holdg- rönnum þorskum og ýsum sem ekki tekur því að bera flökunarhníf í, til að leggja til verulega auknar veiðar beggja tegundanna. Hvað makríl- inn varðar ættu 300.000 tonn að vera lágmarks skaðabætur, eða um 10% þeirrar fæðu sem stofninn er talinn taka hér við land. Það getur ekki þjónað hags- munum Íslendinga að reka lífríki hafsins eins og orkusóandi elliheim- ili þar sem afraksturinn er í vax- andi mæli vannærðar horrenglur. Ekki þjónar það heldur hags- munum Íslendinga að breyta Ís- landsmiðum í beitarlönd erlendra stórþjóða eins og nú eru gerðar kröfur um. Við erum einfaldlega ekki aflögufærir frekar en krían og lundinn. Lifið heil. Sultur og mannvonska Eftir Sveinbjörn Jónsson »Hvernig geta Íslend- ingar stuðlað að betri stöðu sandsíla- stofnsins? Með því að veiða meira af afræn- ingjum hans. Sveinbjörn Jónsson Höfundur er uppfinningamaður og fyrrverandi trillukarl. Eitt af merkilegu versum Biblíunnar er þessi fullyrðing að: „Orðið varð hold.“ Jóh. 1: 14. Fram til þessa hefur það verið skilið þannig að líkami Jesú Krists var holdið eða lík- aminn sem innihélt allt Guðs Orð. Meira að segja er tilveran okkar umbreytt Orð Guðs. Fyrst talaði Guð og þá umbreyttist sú orka í efni sem varð jörð, loft, vatn og hvað annað sem fyrir augu okkar ber. Lotutafla efnafræðinnar sýnir okk- ur fram á tengsl frumefnanna og mismunandi orkustöðu þeirra. Nú hefur það verið skýr kenning kristinnar trúar og kristinnar kirkju að Jesús Kristur hafi verið syndlaus og hinn fullkomni maður í augum Guðs og manna. Þegar gyðingarnir komu með þungar ásakanir á hann sem guðlastara þá spurði hann þá: „Hver getur sannað á mig synd?“ (Jóh.8:46) Svarið hefur verið aug- ljóst í 2.000 ár. Pílatus lýsti hann saklausan því „enga sök finn ég hjá honum!“ Jafnvel þó svo að ýmsir haldi því fram að hann hafi verið uppreisnarmaður gegn rómversku valdi þá hafa þær fullyrðingar ekki reynst á rökum reistar. Nú er öldin önnur. Borgarstjór- inn steig fram í Amsterdam og kynnti Jesú sem nútíma mann. Hann var gerður að homma, íklæddur transklæðum og glímdi við kynáttuvanda. Séran í Guðríð- arkirkju tók í sama streng og íklæddi Jesú í sömu búninga með regnbogafánann og baráttumann fyrir mannréttindum. Þetta er augljóst vitni um hið þveröfuga sem kristin kirkja hefur boðað. Því er þessi framsetning Sér- unnar í Guðríðarkirkju guðlast og til mikillar hneisu fyrir guðfræðina sjálfa að doctor í teologiu skuli ekki vita betur. En skoðum annað í samhengi við þetta. Biblían segir að hann var „gjörður að synd“! Er það ekki kjarni málsins að hinn saklausi, hinn hreini og Orð Guðs var ataður auri, skömm og smánaður bæði við krossdauða sinn og er enn af- skræmdur af syndurum á líkan hátt? Það er í okkar hönd- um hvernig við með- höndlum Orð Guðs. Annaðhvort er það okkur til sektar eða sýknu. Ég trúi á þenn- an fullkomna Jesú sem dó fyrir hommana, lesbíurnar og afvega- leidda presta svo þeir megi snúa frá villunni og íklæðast réttlætinu. Líkt og Orðið varð hold þá getur þú breyst í „Orðið“! Þá breytast viðhorf manna og við för- um frá synd og inn í réttlæti. Orð Guðs kveikir á samúðarrofanum og þó svo að við segjum að menn séu undir valdi syndar þá er það ekki sagt vegna þess að við hötum menn heldur til að hjálpræðið megi verða sköpunarafl til ummyndunar. Þá verðum við nýir menn. Það er gert með Orði Guðs! Illskan og spillingin tekur einnig á sig líkamlega mynd. Sagt er í hinni helgu bók: „Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar sem setur sig móti Guði og rís gegn öllu því sem kallast Guð eða helgur dómur.“ 2.Þess.2: 3-4. Af þessu má sjá að hið illa mun einnig verða „hold“ eða líkami. Fráhvarf frá kristinni trú og við- horfum birtist í Guðríðarkirkju og hefur nú tekið völdin í Reykjavík. Þess vegna bendi ég á að þetta frá- hvarf er því uppsprettan sem leiðir fram nýjan líkama, son glötunar- innar. Hann mun verða áþreifan- legur á svipaðan hátt og Jesús var áþreifanlegur. Hvatning mín er sú, taktu mark á Orði Guðs, trúðu á Jesú Krist og þá muntu eiga hlutdeild í hans fyrir- heitum – þar er björt framtíð. Orðið varð hold Eftir Snorra Óskarsson » Jesús Kristur er kynntur til sögunnar á allt annan hátt en prestar kristinnar kirkju gera í dag. Snorri Óskarsson Höfundur er safnaðarhirðir í Hvíta- sunnukirkjunni á Akureyri og hefur stundað kennslu í 40 ár bæði í Vopna- firði, Vestmannaeyjum og Akureyri en er óæskilegur starfskraftur í grunnskóla vegna trúarviðhorfa sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.