Morgunblaðið - 16.08.2013, Qupperneq 47
AF LISTUM
Anna Jóa
annajoa@hi.is
Það hafði verið að angra mighér heima hvernig nátt-úrugripir hafa verið settir
fram, því það snýst allt um upplýs-
ingar en ekki hið sjónræna,“ segir
myndlistarmaðurinn Sara Riel í við-
tali við Morgunblaðið (07.07.13).
Þessar hugleiðingar hennar urðu
kveikjan að sýningunni Memento
Mori – Náttúrugripasafn sem nú
stendur yfir í Listasafni Íslands. Þar
getur að líta fjölbreytt „nátt-
úrugripasafn“ í frjálslegri og list-
rænni túlkun Söru – og vissulega
hefur sýning hennar yfirbragð
hefðbundins náttúrugripasafns og
raunar einnig vísindasafns. Þessi
orð mætti einnig heimfæra á hönn-
uði sýningarinnar Silfur Íslands í
Þjóðminjasafni Íslands, hjónin
Steinunni Sigurðardóttur fatahönn-
uð og Pál Hjaltason arkitekt. Í öllu
falli hefur fagurfræðilegi og sjón-
ræni þátturinn verið hafður að leið-
arljósi við metnaðarfulla uppsetn-
ingu silfurgripanna á sýningunni.
Þar eru í tiltölulega litlu rými til
sýnis hátt í 2.000 gripir og hefur
upplýsingum um hvern grip fyrir
sig einfaldlega verið sleppt. Fram-
setningin er vel heppnuð, hún leiðir
hugann að álfahelli og hefur yfir sér
blæ innsetningar í listasafni.
Á sýningunum Silfur Íslandsog Memento Mori – Nátt-
úrugripasafn skarast þannig að
sumu leyti þrjár megingerðir safna;
Þjóðminjasafnið, Listasafnið og
Náttúrugripasafnið. Sýningarnar
eru haldnar í tveimur af skil-
greindum höfuðsöfnum landsins, og
síðarnefnda sýningin skírskotar
jafnframt til langvarandi að-
stöðuleysis þriðja höfuðsafnsins,
Náttúruminjasafns Íslands. Safn-
eign þess er hvergi aðgengileg al-
menningi – sem óneitanlega skýtur
skökku við í lýðræðislegri sögu
vestrænna safna – en það stendur
vonandi til bóta.
Tilurð þessara safna er fram-
sýnu og stórhuga fólki að þakka;
vegna stofnunar forngripasafnsins
fyrir 150 árum (Listasafn Íslands og
Náttúrugripasafn Íslands voru síð-
an stofnuð á 9. áratug 19. aldar) má
nú meðal annars líta augum hið
stóra safn íslenskra silfurgripa, sem
spannar tímabilið frá miðöldum til
síðastliðinnar aldar, á afmælissýn-
ingunni í Þjóðminjasafni Íslands.
Þar á sér stað mikilvægt starf sem
tengist varðveislu, rannsóknum og
miðlun á menningararfinum. Safnið
hefur í ár gefið út hið veglega
tveggja binda rit, Íslenzk silf-
ursmíð, sem er afrakstur áratuga-
langra rannsókna Þórs Magn-
ússonar, fyrrverandi
þjóðminjavarðar, á þessum dýr-
gripum. Í bókinni eru m.a. ítarlegar
upplýsingar um valda gripi í eigu
safnsins.
Sýningin Silfur Íslands end-urspeglar áherslur í sam-
tímasafnafræði um að safnið eigi að
koma til móts við samfélagið og
vera lifandi og öflugur vettvangur
fræðslu, þekkingarmiðlunar og
merkingarsköpunar. Steinunn og
Páll höfða til ímyndunarafls sýning-
argesta og gera þeim kleift að
mynda tengsl við fortíðina og hina
gömlu gripi á lifandi, aðgengilegan
og myndrænan hátt. Þannig er
stuðlað að auknum áhuga almenn-
ings á langri og merkri hefð, frá-
bæru handverki og listfengi – og
þótt lesa megi grunnupplýsingar á
skýringartextum á vegg bíður bók
Þórs Magnússonar þeirra sem vilja
sækja sér meiri fróðleik. Með upp-
setningunni undirstrika þau list-
rænt gildi gripanna og fegurð-
arþrána sem að baki býr. Bikarar
standa eins og lokkandi álfastaup á
eilítið draumkenndum stöllum, í
birtu kastljósa, silfurskeiðar fara á
„listrænt flug“ og hverfa eins og
skæðadrífa inn í myrkrið og mynda
dramatískt skuggaspil. Belti hlykkj-
ast eins og snákar og aðrir gripir
hafa lögun blóma eða skordýra.
Þarna virðist náttúrugripasafnið
ekki langt undan.
Þótt sýningarhönnuðirnir leiði
flokkunar- og skráningarkerfi
safnsins að miklu leyti hjá sér (og
haldi upplýsingamagninu í skefj-
um), þá er hugarflug þeirra heft af
hverfulleika og „hverfanleika“ sýn-
ingargripanna. Mununum í „hell-
inum“ hefur verið komið fyrir í sér-
hönnuðum glerbúrum (með réttu
rakastigi og ljósmagni). Þannig fell-
ur ekki á silfrið og munirnir, sem
hagleiksmenn að fornu og nýju hafa
farið höndum um – og sem sumir
hverjir hafa ratað sem silfurskeiðar
í munn – eru ósnertanlegir. Safnið
bregður á leik en það bregst ekki
varðveisluhlutverki sínu.
Sara Riel getur gefið sér lausantauminn á sýningu sinni, sem er
allsherjar myndlistarinnsetning, en
kýs á hinn bóginn að líkja eftir hinu
dæmigerða evrópska nátt-
úrugripasafni. Handverk og hugar-
flug listamannsins skapar verk sem
byggjast í senn á hefðbundnum og
nýrri aðferðum og því eru „grip-
irnir“ á sýningunni, sem eiga fyr-
irmyndir í náttúrunni, síður en svo
dæmigerðir. En í heild sækist Sara
eftir því með sýningarframsetning-
unni að endurskapa þunglamalegt
og grúskkennt útlit og andrúmsloft
19. aldarinnar og hún hefur flokk-
unarkerfi náttúrufræðanna að leið-
arljósi. Samtímalegur áhugi og end-
urmat á hlutverki safna býr þarna
vitaskuld að baki. Safnið er þá not-
að sem miðill í sjálfu sér og gefur
tilefni til íhugunar um eðli safna og
söfnunar. Sýning Söru minnir vissu-
lega á að náttúrugripasöfn fela
óhjákvæmilega í sér afbökun nátt-
úrunnar (uppstoppuð dýr eru klass-
ískt dæmi um það). Þótt framsetn-
ingin skírskoti til fortíðar höfðar
sýningin til ímyndunaraflsins og
kveikir hugleiðingar um samband
manns og náttúru.
Á safnasýningunum Silfur Ís-lands og Memento Mori – Nátt-
úrugripasafn er að finna áþreif-
anlegt safn muna, annars vegar
sameiginlegan arf þjóðar, hins veg-
ar persónulegt safn myndlist-
armanns. Önnur sýningin færist á
vissan hátt undan hefðbundnum
skráningar-, flokkunar- og sýning-
arkerfum safna en hin sækir á nos-
talgískan hátt í hefðbundna gerð
þeirra og fagurfræði. Báðar byggj-
ast þó að grunni til á sköp-
unarkrafti náttúru og manns; á
menningarlegri ímyndun og list-
fengi. Hvað mun fyrirhugað Nátt-
úruminjasafn Íslands bera í skauti
sér?
Safnasamræða
Morgunblaðið/Eggert
Silfur Gestir virða fyrir sér silfrið við opnun sýningarinnar Silfur Íslands í Þjóðminjasafninu 24. febrúar sl.
Silfur Gestir virða fyrir sér
silfrið við opnun sýningarinnar
Silfur Íslands í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins 24. febrúar sl.
» Önnur sýninginfærist á vissan hátt
undan hefðbundnum
skráningar-, flokkunar-
og sýningarkerfum
safna en hin sækir á
nostalgískan hátt í hefð-
bundna gerð þeirra og
fagurfræði.
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
Nýr 4ra rétta seð
ill og A la Carte í
Perlunni
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri