Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 52

Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 52
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Gia Allemand er látin 2. Ljónið sem fór að gelta 3. Maðurinn með mávinn … 4. Kistan flutt í gömlum slökkvibíl »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ragnheiður, ný íslensk ópera eftir Gunnar Þórðarson tónskáld og rit- höfundinn Friðrik Erlingsson, verður frumflutt í kvöld kl. 20 í Skálholts- kirkju í Biskupstungum. Óperan verð- ur flutt í konsertformi á þrennum tónleikum, í kvöld, annað kvöld og á sunnudaginn undir stjórn Petri Sak- ari. Jafn umfangsmikill tónlistar- viðburður hefur aldrei verið settur upp í kirkjunni áður, flytjendur eru 90 talsins, þ.e. Kammerkór Suðurlands sem telur 30 söngvara, 50 manna sinfóníuhljómsveit og níu einsöngv- arar auk hljómsveitarstjóra. Ein- söngvarar eru Þóra Einarsdóttir sem syngur hlutverk Ragnheiðar, Eyjólfur Eyjólfsson, Viðar Gunnarsson, Jó- hann Smári Sævarsson, Alina Dubik, Bergþór Pálsson, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Kristinsson og Björn Ingiberg Jónsson. Óperan er byggð á ástar- og örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur, biskupsdóttur í Skálholti (1641-1663). Óperan Ragnheiður frumflutt í kvöld  Megas verður sérstakur gestur 3 klassískra og 2 prúðbúinna á tón- leikum þeirra í kvöld á Café Flóru í Laugardal. 3 klassískar og 2 prúð- búnir eru söngkonurnar Björk Jóns- dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir, pí- anóleikarinn Bjarni Þór Jónatansson og bassa- leikarinn Gunnar Hrafnsson. Á tónleik- unum verða m.a. flutt lög eftir Gunnar Þórð- arson og Megas og hefjast þeir kl. 21. Megas með klassísk- um og prúðbúnum Á laugardag Norðan 3-8 m/s, skýjað og lítils háttar væta norð- antil á landinu. Bjart með köflum sunnanlands, en stöku skúrir síð- degis. Hiti 6 til 16 stig, mildast á Suðurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og norðvestan 3-8 með vætu vestan- og síðar norðanlands, en bjart með köflum suðaustan- og aust- anlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á austanverðu landinu. VEÐUR Stúlknalið Íslands, skipað þeim Elísabetu Einarsdóttur og Berglindi Gígju Jóns- dóttur, varð í gær Norður- Evrópumeistari 19 ára og yngri í strandblaki með 2:1- sigri á norsku pari í úrslita- leik í Drammen. Eftir jafna viðureign höfðu Elísabet og Berglind yf- irburði í oddahrinu. »1 Meistarar í strandblaki Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, heldur af landi brott á næstunni til þess að undirbúa sig fyr- ir úrtökumót í Georgíuríki í Banda- ríkjunum í september. Að því loknu mun hann vera við æfingar og keppni í Norður-Karólínu þar sem hann var áður við nám. Í framhaldinu heldur hann til Frakk- lands og fer þá í úr- tökumót fyrir Evr- ópumótaröðina í október. »4 Ólafur Loftsson verður á ferð og flugi í haust Bogdan Bondarenko frá Úkraínu lét meiðsli á fæti ekki slá sig út af laginu heldur varð hann heimsmeistari í há- stökki karla í gær, stökk 2,41 metra og alls ekki fjarri því að slá 20 ára gamalt heimsmet í greininni. „Ég fann fyrir meiðslum í öðrum fætinum og reyndi að komast eins létt frá keppninni og ég gat,“ sagði Bonda- renko eftir keppnina. »1 Reyndi að komast létt frá keppninni og vann ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Knattspyrnufólk framtíðarinnar mun leika listir sínar í Víkinni í Fossvoginum um helgina. Þar stendur knattspyrnudeild Víkings fyrir krakkamóti í knattspyrnu í samvinnu við Arion banka og Eddu útgáfu. Mótshaldarar segja að þetta sé fjölmennasta fótboltamót lands- ins en reiknað er með 1.900 iðk- endum til keppni. „Við skipuleggjum mótið með þeim hætti að hver og einn leik- maður er í þrjá klukkutíma á svæð- inu og þess vegna getum við tekið á móti öllum þessum fjölda,“ segir Ólafur Ólafsson, íþróttafulltrúi Vík- ings. Alls keppa 300 lið á mótinu frá 21 félagi en sum félög senda mörg lið til keppni á meðan önnur senda eingöngu eitt. Allir keppendur mótsins eru í 8., 7. og 6. flokki karla og kvenna. Yngstu iðkendurnir eru 4 ára gaml- ir en þeir elstu 8 ára og því eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni á knattspyrnuvellinum. Leikið er í fimm manna liðum og allir leikmenn fá glaðning með sér heim að móti loknu ásamt verð- launapeningi. „Hér er leikgleðin við völd og allir eru sigurvegarar.“ Keppa á 18 völlum Ólafur segir undirbúning ganga vel en hann hefur í ótal mörg horn að líta þessa dagana að eigin sögn. „Þetta er mikil vinna enda fer mót- ið fram á 18 völlum, dómara- fjöldi hleypur á um 150 manns og öllum þessum börn- um fylgja að sjálfsögðu líka foreldrar og aðrir vandamenn.“ Aðalvelli Víkinga verður skipt upp í 3 keppnisvelli, 6 vellir verða á gervigrasinu og 9 vellir á æf- ingasvæðinu. „Þetta er mikið skipu- lag og við treystum mikið á sjálf- boðavinnu og félagið er sem betur fer ríkt af góðu fólki sem er tilbúið til að vinna gott starf endurgjalds- laust.“ Fjölgun á milli ára Mótið fer nú fram þriðja árið í röð en þátttakendum hefur fjölgað mikið frá ári til árs. Árið 2011 voru iðkendur um 800, árið 2012 voru þeir um 1.200 og í ár er búist við 1.900 keppendum. „Þessi mikla aukning á milli ára sýnir að við er- um að gera eitthvað rétt,“ segir Ólafur en liðin koma hvaðanæva af landinu. Mótið fer fram á æfingasvæði Víkings í Fossvogi og hefst kl. 9 á morgun, laugardag. Fjölmennasta mót ársins  Yngstu iðkend- urnir stíga sín fyrstu skref Morgunblaðið/Eggert Efniviður framtíðar Um 1.900 börn munu etja kappi í knattspyrnu á krakkamóti Víkings í Fossvogi um helgina. Mikið skipulag ríkir í kringum mótið enda fara leikar fram á 18 knattspyrnuvöllum og um 150 dómarar mæta á svæðið. „Við erum staðsett í miðri Reykjavík og þess vegna er mikil áskorun að koma öllum þessum bílum fyrir,“ segir Kjartan Hjaltested, bílaumferðar- og móttökustjóri hjá Víkingi. „Ég hef leyst þetta hingað til og ég mun standa eins og herforingi á gatnamótum alla helgina og stýra umferð- inni.“ Kjartani finnst frábært að sjá lið koma á mótið hvaðanæva af landinu og nefnir í því tilliti Vestmannaeyjar, Ísafjörð og Egils- staði. Hann telur framtíð íslenskrar knattspyrnu vera bjarta en er ósáttur við gengi núverandi landsliðs. „Eftir helgina getum við án efa sagt að við eigum efnivið í lands- lið sem mun vinna andstæðinga sína 10-0 eftir 10 ár.“ Áskorun að stýra umferð LANDSLIÐ FRAMTÍÐARINNAR MUN RÚLLA YFIR ANDSTÆÐINGA Kjartan Hjaltested Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.