Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Ný buxnasending frá Gardeur! Þrjár síddir Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllum snyrtivörum í verslun okkar í ágúst 40% afsláttur af töskum Ármúla 17. Sími 533-1234. www.isol.is Slípari Rotex Ro 150 Batterís borvél T 18+3 Fræsari OF 1010 Juðari ETS 150/3 Hjólsög TS 55 R + land Stingsög PSB 300 Verðhrun Húfur, bolir, jakkar, kápur ogmargt fleira Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán.-fös. 10-18 Verslunin hætt ir á föstudagin nEinnig fataslá r, gínur o.fl. 1.000 2.900 5.900 9.900 4 verð Við stöndum vaktina alla daga fyrir fólk í neyð á Íslandi Við afgreiðum yfir 30.000 matargjafir á ári. Nú leitum við til ykkar eftir fjárstuðningi því þörfin er mikil Banki, 546-26-6609, kt. 660903-2590 Með innilegu þakklæti Fjölskylduhjálp Íslands Stórlækkað verð á vönduðum fatnaði, útbúnaði og varningi fyrir hestamenn, bændur og aðra dýravini. Gríptu þetta frábæra tækifæri í næstu verslun Líflands. ÚTSALA Í LÍFLANDI ÍS LE N SK A SÍ A. IS LI F 65 31 7 /0 8. 13 Guðni Þórðarson ferðafrömuður er lát- inn, 90 ára að aldri. Hann lést 25. ágúst sl. á Landspítalanum. Guðni fæddist á Hvítanesi við Akranes 24. maí 1923 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Þórður Guðnason bóndi og Guðmundína Þórunn Jónsdóttir húsfreyja. Guðni var í farskóla í Skilmannahreppi, lauk gagnfræðanámi frá Héraðs- skólanum í Reykholti 1942, stund- aði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 1944. Hann stundaði nám við MR utanskóla og stundaði einkaflug- mannspróf og flaug talsvert sjálfur, hér á landi og erlendis. Hann starf- aði sem blaðmaður við Tímann í Reykjavík frá 1944 til 1960 og síð- ustu þrjú árin sem framkvæmda- stjóri blaðsins. Hann var frum- kvöðull í því að birta fleiri og stærri myndir með blaðagreinum en áður hafði tíðkast hér á landi. Guðni stofnaði ferðaskrifstofuna Sunnu árið 1959 og hóf fyrstur manna orlofsferðir fyrir almenning til Mallorka og Kanaríeyja. Hann stofnaði flugfélagið Air Viking árið 1970 en hann átti og starfrækti þrjár Boeing-þotur sem hann var með í ferðum um allan heim. Tug- þúsundir Íslendinga ferðuðust með Sunnu. Starfsmenn fyrirtækisins voru á annað hundrað þegar um- svifin voru mest, hér á landi og er- lendis. Guðni ferðaðist mikið og hafði marg- sinnis komið í allar heimsálfurnar og farið nokkrum sinnum kringum hnöttinn, bæði syðri og nyrðri leið. Guðni hætti allri starfsemi hér á landi árið 1979. Hann var lengi búsettur í París. Árið 2010 fékk Ný- sköpunarmiðstöð Guðna og Sigríði Ellu Magnúsdóttur óperusöngkonu til að stofna til og byggja upp ferðaþjón- ustu á nýjum nótum, einkum á sviði heilsu og menningar. Sunnu- ferðir hófu þá starfsemi sína en sú ferðaskrifstofa hefur verið með ferðir til Kína, Indlands, Nepals og Ítalíu. Guðni sat lengi í stjórn Blaða- mannafélags Íslands, var varafor- maður þess og var formaður Borg- firðingafélagsins í Reykjavík í tíu ár. Þá stjórnaði Guðni útvarpsþátt- unum Kaupstaðirnir keppa og Sýsl- urnar svara á árunum 1964-1966, ásamt Gunnari Eyjólfssyni, leikara og Birgi Ísleifi Gunnarssyni borg- arfulltrúa. Ævisaga Guðna, Guðni í Sunnu – Endurminningar og uppgjör, kom út árið 2006, hún var skráð af Arn- þóri Gunnarssyni. Eiginkona Guðna var Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, hún lést árið 2011. Þau áttu fjögur börn og tíu barnabörn. Andlát Guðni Þórðarson mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.