Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Langri sögu í dönsku atvinnulífi
lauk á mánudag þegar óskað var
gjaldþrotaskipta á verktakarisanum
E. Pihl & Søn. 126 ár eru liðin frá
stofnun fyrirtækisins og síðustu
áratugina hefur saga þess verið
samofin íslensku atvinnulífi. Fyrir-
tækið kom að nokkrum stærstu
virkjunarframkvæmdum hér á
landi, gangagerð og fleiri stórum
verkefnum. Að svo stöddu að
minnsta kosti er ekki talið að gjald-
þrotið hafi áhrif á rekstur Ístaks,
sem danska fyrirtækið átti.
Margir missa vinnuna
Skiptaráðendur þrotabúsins hafa
það hlutverk á næstu vikum og
mánuðum að bjarga sem mestu af
þeim verðmætum sem er að finna í
fyrirtækinu. Hins vegar er þegar
ljóst að áhrif gjaldþrotsins verða
mikil í Danmörku. Fjöldi starfs-
manna missir vinnuna, óvissa ríkir
um afdrif verkefna sem eru í gangi,
samstarfsaðilar og undirverktakar
bíða fjárhagslegt tjón og gjaldþrotið
teygir anga sína víða í dönskum
byggingariðnaði, en þar hafa síð-
ustu ár verið mörgum erfið í kjölfar
efnahagskreppunnar.
Alls störfuðu um 2.400 manns hjá
fyrirtækinu. Reiknað er með að
margir þeirra fái vinnu hjá sam-
starfsaðilum, sem halda áfram með
umsamin verk, en 800-900 fái upp-
sagnarbréf. Í mörgum tilvikum er í
verksamningi ákvæði um að sam-
starfsaðili ljúki verki verði hinn aðil-
inn úr leik. Fram kemur í dönskum
fjölmiðlum að margir danskir og er-
lendir samstarfsaðilar Pihl og verk-
kaupar höfðu þegar á mánudag
samband við skiptaráðendur um
framhald verkefna.
Víða með starfsemi
Í Danmörku eru meðal verkefna
endurbygging Nørreport-stöðvar-
innar í Kaupmannahöfn, sem reikn-
að er með að verði haldið áfram,
nokkrar brýr í Kaupmannahöfn og
höfuðstöðvar fyrirtækisins Bestsell-
er við höfnina í Árósum. Meðal
verkefna sem E. Pihl & Søn hafa
unnið að síðustu árin eru Stórabelt-
isbrúin og óperuhúsið í Kaup-
mannahöfn.
Utan Danmerkur kom Pihl & Søn
einnig víða að verkum. Meðal verk-
efna erlendis má nefna hafnargerð í
Beirút í Líbanon, verkefni á Srí
Lanka, brúargerð í Sundsvall í Sví-
126 ár liðin frá stofnun E. Pihl & Søn
Mikil áhrif gjaldþrotsins í Danmörku
Langri sögu
lýkur með
gjaldþroti
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
„Skilaboðin til okkar frá skiptaráð-
anda eru þau að það sé hagur bús-
ins að Ístak starfi áfram sem mest í
óbreyttri mynd. Þeir vilja stuðla að
því að áhrifin á okkar starfsemi
verði sem allra minnst,“ segir Kol-
beinn Kolbeinsson, framkvæmda-
stjóri Ístaks. Fyrirtækið er alfarið í
eigu danska fyrirtækisins Pihl &
Søn, sem tekið var til gjaldþrota-
meðferðar á mánudag.
Ístak er rekið sem sjálfstætt fé-
lag en verkábyrgðir á fram-
kvæmdum sem Ístak vinnur að í
Noregi hafa verið í nafni móðurfyr-
irtækisins og segir Kolbeinn að
unnið sé að því að færa þær yfir á
Ístak. Reyndar hafi þegar verið byrj-
að að undirbúa slíkt þar sem Ístak
hafi starfað lengi í Noregi.
Verkefni í Noregi nema um 70%
af rekstri Ístaks og því skipti miklu
máli að ná samningum við verk-
kaupa um að verkefnin verði kláruð.
„Breytingar á ábyrgðum verða að
gerast í samvinnu við verkkaupa,
skiptaráðanda og lánastofnanir og
það verður verkefni næstu daga að
koma þessu í höfn, en til þessa hef-
ur þetta gengið bærilega,“ segir
Kolbeinn. Hann
segir að ís-
lenskar ábyrgð-
ir hafi ekki ver-
ið hátt metnar
annars staðar
og þess vegna
hafi þetta sam-
starf verið við
Pihl, en nú sé
Ístak vonandi
búið að sanna
sig í Noregi.
Meðal framkvæmda Ístaks hér á
landi er vinna við Búðarhálsvirkjun,
en þar er ekki um samstarf við Pihl
& Søn að ræða. Í Grænlandi er fyrir-
tækið að ljúka framkvæmdum við
Ilulissat-virkjunina í Paakitsoq-firði
og er afhending áætluð í næstu
viku. Þar var Pihl í ábyrgðum.
Aðspurður hvort rætt hafi verið
um kaup á Ístaki af danska þrota-
búinu segist Kolbeinn ekki telja
tímabært að tjá sig um slíkt, enda
þurfi fyrst að ganga frá öðrum laus-
um endum. Hann segir þó Ístak
vera verðmætt fyrirtæki og að það
muni væntanlega ekki reynast erf-
itt að finna kaupendur.
Ístak starfi áfram í óbreyttri mynd
UNNIÐ AÐ ÞVÍ AÐ FÆRA ÁBYRGÐIR AF PIHL & SØN YFIR Á ÍSTAK
Að störfum Ístak er með mörg verkefni í Noregi, m.a. í Kvenvikmoen í Alta.
Kolbeinn
Kolbeinsson
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Opnir tímar:
4 flottir skvass salir
Körfuboltasalur
Einn besti golfhermir landsins
Velbúinn tækjasalur
Gufubað
7 Cross bells tímar á viku
6 Spinning tímar á viku
Einkaþjálfarar
Skvass kennsla
Persónuleg þjónusta
Spinning
mán., mið. og fös., kl 12.00 og 17.15
Mikill hraði og brennsla.
Ko
m
du
m
eð
íg
ot
t
fo
rm
!
Árskort á tilboði til 10. september
10% afsláttur
af öllum kortum til 10. sept.
Cross bells
þri. og fim., kl 12.00 og 17.15
lau., kl. 10.00
Styrkir alla vöðva líkamans.
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
LIPUR GRIPUR
TILBOÐ Á SAMSTÆÐUNNI
Avant 420 fjölnotavél ásamt
sláttuvél með safnkassa
TILBOÐSVERÐ á samstæðunni
Verð aðeins kr. 2.980.000 +vsk.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt rúmlega þrítugan karlmann í
18 mánaða fangelsi fyrir að hafa
ítrekað brotið gegn umferðarlögum.
Maðurinn, sem er fæddur árið 1981,
var jafnframt sviptur ökurétti ævi-
langt.
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu höfðaði málið gegn mann-
inum með ákæru sem var gefin út 11.
júní sl. Um er að ræða þrjú
umferðarlagabrot. Maðurinn gerðist
m.a. sekur um að aka bifreið undir
áhrifum áfengis og að aka bifreið eft-
ir að hafa verið sviptur ökuréttind-
um. Maðurinn játaði skýlaust brot
sín. Samkvæmt sakavottorði á mað-
urinn að baki nokkurn sakaferil þar
sem hann hefur ítrekað brotið gegn
umferðarlögum. Brotaferill manns-
ins hófst með dómi Héraðsdóms
Suðurlands árið 2001 þar sem hann
var dæmdur fyrir brot á umferðar-
lögum og var hann sviptur ökurétt-
indum í tvö ár og gert að greiða sekt í
ríkissjóð. Síðan þá hefur hann níu
sinnum verið dæmdur fyrir brot á
umferðarlögum og hefur hann ítrek-
að verið sviptur ökurétti ævilangt.
Einnig þarf maðurinn að greiða sekt
samkvæmt viðurlagaákvörðun sem
einnig var fyrir brot á umferðarlög-
um auk skjalafals. Manninum var
gert að greiða 42.934 kr. í sakar-
kostnað auk málsvarnarþóknunar,
62.750 krónur.
Ítrekað sviptur ökuleyfi
Fékk 18 mánaða dóm Samfelldur brotaferill frá 2001