Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Flugdólgur í Leifsstöð
2. ESB-skip fékk nei á Íslandi
3. Ódýrara að kaupa ruslapoka
4. Fréttakona CNN áreitt í beinni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Uppselt hefur verið á allar sýningar
danshátíðarinnar Reykjavík Dance
Festival frá því hún hófst á föstudag-
inn var og hafa færri komist að en
vildu. Hátíðin stendur til 1. sept-
ember og munu þekktir listamenn
innan evrópska dansheimsins sýna
verk sín. Má þar nefna verk eftir
Mette Ingvartsen, Evaporated
Landscapes, sem sýnt verður í kvöld
kl. 19 og 21 í Kassanum í Þjóðleikhús-
inu. Verkið er sérstakt fyrir þær sakir
að engir dansarar eru í því heldur er
þar á ferðinni sjónarspil ljósa, reyks
og annarra sjónrænna þátta. Dagskrá
hátíðarinnar má finna á reykjavik-
dancefestival.tumblr.com.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppselt á allar sýn-
ingar danshátíðar
Norræna húsið tók til starfa 28.
ágúst árið 1968, fyrir sléttum 45 ár-
um, og verður afmælinu fagnað með
hófi í húsinu í kvöld. Þar verður einnig
fagnað útgáfu bókarinnar Hræringar
sem fjallar um starfsemi hússins síð-
ustu sjö árin. Höfundar efnis í bókinni
eru Steinunn Sigurðardóttir fata-
hönnuður, Ari Trausti Guðmundsson
jarðfræðingur, rithöfundarnir Andri
Snær Magnason, Gerður Kristný, Ein-
ar Már Guðmundsson og Sjón, Dom-
inique Plédel Jónsson, blaðamaður á
Gestgjafanum, og Jónas
Sen tónlistar-
maður. Ár-
mann Agnars-
son sá um
grafíska
hönnun og
Björn Kozem-
pel um rit-
stjórn.
45 ára afmæli Nor-
ræna hússins fagnað
Á fimmtudag Suðlæg átt 5-10 m/s og dálítil rigning sunnanlands,
annars þurrt. Rigning víða um land undir kvöld. Hiti 8 til 16 stig.
Á föstudag Gengur í norðvestan 18-23 m/s n-vestantil á landinu
með mikilli rigningu, snjókoma ofan 200-300 m yfir sjávarmáli.
VEÐUR
Fjörutíu og sex erlendir
leikmenn voru í leikmanna-
hópum liðanna í 17. umferð
Pepsi-deildar karla í fót-
bolta sem lauk á mánu-
dagskvöldið. Þetta er nær
tvöföldun frá sama tíma
fyrir þremur árum, eða frá
2010 þegar hvað fæsta er-
lenda leikmenn rak hér
upp á strandir. Aðeins 21
slíkur kom við sögu í 1. um-
ferð Pepsi-deildarinnar
2010. »2-3
Mikil fjölgun er-
lendra leikmanna
Fjöldi knattspyrnufélaga í ítölsku
A-deildinni hefur áhuga á að fá
landsliðsmanninn Birki Bjarnason
til sín áður en félagaskiptaglugginn
lokast á mánudagskvöld. Birkir,
sem féll með Pescara niður í B-
deildina í vor, hefur hug á að fara
aftur í A-deildina en
kveðst þó tilbúinn
að leika með Pesc-
ara í vetur. »1
Mörg ítölsk lið eru
með Birki í sigtinu
Júdókappinn Davíð Örn Jónsson upp-
lifir stærstu stund ferilsins til þessa
upp úr hádegi í dag að íslenskum tíma
þegar hann stígur inn á dýnuna í sinni
fyrstu glímu á heimsmeistaramóti.
Mótið fer að þessu sinni fram í Rio de
Janeiro í Brasilíu. Sveinbjörn Iura, sem
er öllu reynslumeiri en er þó einnig að
keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti,
mætir svo til leiks á morgun. »4
Tveir júdókappar mættir
til leiks á HM í Brasilíu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Mér finnst það vera jafn mikil ráð-
gáta og þér,“ segir Kristinn Guð-
jónsson sem fagnaði 100 ára afmæli
sínu í gær, spurður út í lykilinn að
langlífinu. „Ég tók þó alltaf vænan
sopa af lýsisflöskunni sem var til
uppi í skáp. Reykti hvorki né
drakk,“ svarar hann að bragði,
óvenju ern, en tekur fram að hon-
um hafi þó alltaf þótt gaman af því
að gleðjast í góðra vina hópi.
Kristinn er Hafnfirðingur og bjó
alla sína ævi á Tjarnarbraut við
lækinn. Þar bjó hann þar til hann
flutti á Hrafnistu fyrir nokkrum
árum.
Kristinn gekk alltaf til og frá
vinnu, kom heim í hádeginu og
lagði sig gjarnan stundarkorn.
Hann starfaði sem trésmiður á tré-
smíðaverkstæðinu Dvergi alla sína
starfsævi, eða frá 16 ára aldri til 76
ára.
Hefði viljað verða læknir
„Ég hefði viljað verða læknir en
það voru ekki til aurar fyrir því,“
segir Kristinn og bætir við að hann
hafi nú alltaf verið frekar fljótfær
um ævina. Ævistarfið varð eigin-
lega tilviljun en faðir hans var einn
af stofnendum Dvergs.
„Mér líkaði það vel því mennirnir
voru svo góðir við mig,“ segir
Kristinn og bætir við að hann hafi
iðulega búið að sárum þeirra sem
slösuðu sig við smíðastörfin.
Spurður hvaða tímabil ævi
hans hafi verið skemmtileg-
ast, segir hann það hafa ver-
ið þegar hann kom heim frá
smíðanámi í Danmörku. „Þá
kom ég heim og gat farið að
vinna. Ég kunni dönsku
og var bara nokkuð
montinn með mig,“
segir Kristinn með
blik í auga. Dvölin í
Danmörku segir hann að hafi ekki
alveg gengið þrautalaust, en að
hann hafi haft gott af því þegar
hann kom heim. Kristinn nefnir þó
fljótt áhyggjulausa æsku sem hann
upplifði og móður sína sem hafi
alltaf verið góð og greitt götu hans.
Nægjusemin eru einkunnarorð
þessarar kynslóðar enda segir
Kristinn: „Ég var laginn við að
gera mikið úr litlu.“ Stórar og
verklegar hendur hans bera með
sér handlagni.
Áhugamálin eru mýmörg og
stundaði hann skíðamennsku og
skauta í gegnum tíðina. Karlakór-
inn Þrestir skipar sérstakan sess
hjá Kristni en hann söng lengi í
kórnum og einn af sonum hans fjór-
um hefur verið þar líka.
Lýsi og reglusemi lykillinn
Guðjón fagnaði
100 ára afmæli
sínu á Hrafnistu
Morgunblaðið/Ómar
100 ára Guðjón var í sínu fínasta pússi, nýkominn úr messu og tilbúinn að taka á móti afmæliskveðjum á Hrafnistu.
Kristinn Guðjónsson tengist Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði sterkum
böndum. Hann er jafngamall kirkj-
unni og var fyrsta barnið sem skírt
var þar, við vígsluathöfn hennar
14. desember árið 1913.
Auk þess voru foreldrar hans,
Guðjón Jónsson og
Ingibjörg
Snorradóttir,
þau fyrstu til
að gifta sig í
kirkjunni. Guðjón var einn af stofn-
endum Fríkirkjunnar og tók þátt í
byggingu hennar, sem hófst seint í
ágústmánuði 1913 og tók smíðin
því aðeins um þrjá mánuði.
Um framkvæmdina sá trésmiðj-
an Dvergur. Starfsemi hennar er í
mörgu tilliti samofin sögu kirkj-
unnar, þar sem stofnendur hennar
sátu í fyrstu stjórn Fríkirkjusafn-
aðarins. Unnið er að ritun 100 ára
sögu safnaðarins.
Fyrsta skírnarbarn kirkjunnar
FRÍKIRKJAN Í HAFNARFIRÐI EINNIG 100 ÁRA
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt, dálítil rigning syðst, bjart
veður norðaustanlands, en annars skýjað og smáskúrir.