Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Þriggja ára börn og 12 til 14 ára börn munu fá rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum frá og með 1. september næstkomandi. Þá tekur gildi næsti áfangi samningsins sem Sjúkra- tryggingar Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands gerðu um tannlækningar barna en hann tók gildi 15. maí sl. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga er skráning barna hjá heimilistannlækni for- senda fyrir greiðsluþátttöku SÍ. Nú þegar hafa um 12.500 börn verið skráð. Samning- urinn tekur til allra barna í bráðavanda óháð áfangaskiptingu samningsins. Tannlækningarnar eru greiddar að fullu af SÍ utan 2.500 kr. árlegs komugjalds, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SÍ. Í byrjun tók samningurinn til 15, 16 og 17 ára barna. Samningurinn, sem gildir til 30. apríl 2019, er áfangaskiptur og munu að lokum öll börn falla undir samninginn. Samkvæmt upplýsingum SÍ fer skráning fram í Réttindagátt – mínar síð- ur á www.sjukra.is en einnig geta tannlæknar séð um skráninguna. Gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir þriggja ára og 12-14 ára börn frá 1. september Fulltrúar Orkuveitu Reykja- víkur og Neyðarlínunnar 1- 1-2 skrifuðu í gær undir samning um að 1-1-2 sendi íbúum SMS- skilaboð verði bilanir í veitu- kerfum Orkuveitunnar. Skv. upplýsingum OR hyggst fyr- irtækið tryggja með þessari auknu þjónustu sem kostur er að íbúar fái sem fyrst glöggar upplýsingarnar þeg- ar lokað er fyrir vatn eða rafmagn. Í fréttatilkynningu frá OR er á það bent að til að neyðarþjónusta á borð við þessa virki sé mikilvægt að viðskiptavinir veitnanna hafi númer sín skráð á viðskiptamannavef fyrirtækisins orkanmin.is. SMS-skilaboð þegar bilanir eiga sér stað Morgunblaðið/Kristinn Bilun Fari kalda vatnið af kemur sjóðheitt vatn úr krönum með tilheyrandi hættu. STUTT Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.