Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 11
Þó að við
séum orðin
mjög tækni-
vædd miðar
allt umhverfið
okkar við að
við getum
lesið og skil-
ið texta.
og lestrarörðugleika og því sé mikil-
vægt að byrja snemma að vinna með
börnin og gera það á réttan hátt.
„Barn missir svo mikið ef það er
langt á eftir jafnöldrunum í lestr-
inum. Vel læst barn les sér til skiln-
ings og orðaforðinn verður miklu
ríkulegri. Þó að við séum orðin mjög
tæknivædd miðar allt umhverfið
okkar við að við getum lesið og skilið
texta.“
Útrás á íslensku hugverki
Bryndís er enginn nýgræð-
ingur í greininni en hún hefur unnið
sem talmeinafræðingur um áratuga
skeið. Efnið hennar er bæði lifandi
og skemmtilegt og hefur hún fengið
mikið af fagfólki með sér í verkið.
Enska útgáfan byggist á íslenskri
aðferðarfræði en hana vann Bryn-
dís í samstarfi við gamla prófess-
orinn sinn úr háskóla í Bandaríkj-
unum, Bernie Silverstein heitinn.
Ráðgjafar varðandi enska forritið
eru leiðandi á heimsvísu á sviði
hljóðkerfisþátta og raddarinnar,
dr. Barbara Hodson og Katherine
Verdoline sem mun kenna tal-
meinafræði við Háskóla Íslands nú í
vetur. „Ég fékk mikla hvatningu
bæði hér heima og erlendis að gefa
þetta út á ensku líka. Það er hæg-
ara sagt en gert þar sem það eru
önnur hljóð í öðrum tungumálum og
annað ferli. Í enskunni hugsa ég
þetta sem útrás á íslensku hugverki
og er farin að undirbúa að setja
þetta yfir á fleiri tungumál. Í ís-
lenska smáforritinu er líka verk-
færabox þar sem hægt er að setja
leiðbeiningarnar yfir á ensku þann-
ig að það forrit getur líka nýst er-
lendum aðilum sem vilja læra ís-
lensku.“
Einfalt og í erfiðleikaröð
Einfaldleiki, litir, gleði og gam-
an eru orð sem lýsa Lærum og leik-
um með hljóðin vel. Foreldrar og
kennarar geta tekið upp hljóð-
myndun barnanna og haldið utan
um árangur nemenda, jafnvel sent á
aðstandendur sem fylgjast spenntir
með framvindu mála og einnig er
umbunarkerfi í stjörnuformi fyrir
krakkana. „Þetta er mjög einfalt í
notkun. Það er hægt að byrja á
byrjun og taka erfiðleikaröð hljóð-
anna eða velja það hljóð sem barnið
vill eða þarf að æfa betur.“
Bryndís blæs á það að efnið
geri störf talmeinafræðinga óþörf.
„Ég hef nefnilega sérstaklega tekið
eftir að tilvísanir til tal-
meinafræðinga eru ekki færri í
þeim skólum sem efnið mitt er not-
að. Ég held einmitt að foreldrar og
kennarar sem nota efnið geri sér
kannski oft betur grein fyrir vand-
anum. Efnið er miðað við börn á
aldrinum 2-8 ára og eldri eftir atvik-
um og nýtist vel í öllu skólastarfi,
ekki síst í stafainnlögn, sérkennslu
og í nýbúakennslu. Mín reynsla er
sú að þetta er mjög gott á meðan
beðið er eftir talkennslu og þegar
kemur að barninu er það búið að ná
ákveðnum hlutum og svo tekur tal-
meinafræðingurinn við verkefninu
og stýrir barninu áfram.“
Nýtist vel í íslensku- og
enskukennslu
Að sögn Bryndísar hefur
tæknin breytt miklu í störfum tal-
meinafræðinga og þá nýtist iPad-
inn mjög vel og þá kannski sér-
staklega í tilfellum einstaklinga
með skerta hreyfigetu og barna.
„Möguleikarnir með börnin eru
mjög miklir. Krakkar hafa svo mik-
inn áhuga á þessum tækjum. Varð-
andi enska smáforritið þá hef ég
verið að sýna nokkrum enskukenn-
urum það og þeir geta ekki beðið
eftir að það komi út. Það eru ákveð-
in hljóð í enskunni sem við höfum
ekki í íslenskunni og þarna fá nem-
endurnir það beint í æð. Efnið hef-
ur líka reynst vel í stafainnlögn í
nýbúakennslu.“
Í Þjóðmenningarhúsinu klukk-
an 15 í dag verða smáforritin form-
lega opnuð. Frú Vigdís Finnboga-
dóttir opnar íslenska forritið og
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra það enska. Bryndís mun
kynna verkefnið og verður tákn-
málstúlkur á staðnum. Boðið verður
upp á kaffi, meðlæti og lifandi tón-
list.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Leiðsögn talmeinafræðings liggur að baki smáforritanna og í
þeim má meðal annars finna:
◆ 20 samhljóð í íslenska forritinu kynnt með táknmynd fyrir hljóðið.
◆ 24 samhljóð í enska forritinu kynnt með táknmynd fyrir hljóðið.
◆ Sérhljóð kynnt sérstaklega.
◆ Röð samhljóða sem fylgir sömu röð og börn tileinka sér talhljóðin í
máltökunni.
◆ Lýsingu á talfærastöðu fyrir hvert hljóð.
◆ Æfingu með hljóðaleik.
◆ Tvenns konar gagnvirka leiki í framhaldi af orðaæfingum.
◆ Möguleika á að taka upp og hlusta á hljóðmyndun og orð hverju sinni.
◆ Möguleika á að senda upplýsingar um stöðu barna í netpósti og prenta
út gögn.
◆ Reglubundið hrós.
◆ Lifandi tónlist og þemalagið Lærum og leikum með hljóðin.
Að efninu standa:
◆ Höfundur og útgefandi: Bryn-
dís Guðmundsdóttir, Raddlist
ehf.
◆ Forritun: 27 ehf.
◆ Teiknarar: Halla Sólveig Þor-
geirsdóttir og Búi Kristjánsson.
◆ Leikur og söngur: Felix Bergs-
son, Védís Hervör Árnadóttir,
Darren Foreman og Tina Lou-
renco Lang.
◆ Að auki koma allt að 30 manns,
listamenn og hugmyndasmiðir,
að verkefninu.
Hjálpartæki í hljóðaleik og lestri
LÆRUM OG LEIKUM MEÐ HLJÓÐIN OG KIDS SOUND LAB
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Höfundurinn Bryndís Guðmundsdóttir hannaði smáforrit sem veitir börnum forskot á hljóðmyndun.
Ú
r
ljó
ði
nu
Fj
al
lg
an
ga
eft
ir
Tó
m
as
G
uð
m
un
ds
so
n
ÞARNA FÓR ÉG
SJÁIÐ TINDINN!