Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Þurrar hendur? Handáburðurinn frá Önnu Rósu grasalækni er mjög mjúkur og góður. Égþarf mikið að nota handáburð því hendur mínar verða oft þurrar og hrjúfarvið mikla vatnsnotkun. Áhrif af handáburði endast því miður oft stutt, enþað á ekki við um handáburðinn frá Önnu Rósu, hann er miklu betri. Hann smitar ekki, er sérlega endingargóður, gefur mjúka áferð, smýgur hratt inn í húðina og er líka svo einstaklega heilnæmur! – Margrét Ólöf Ívarsdóttir www.annarosa.is Handáburðurinn er mýkjandi og græðandi og sérstaklega góður fyrir þurrar og sprungnar hendur. Inniheldur lífrænar lækningajurtir og sótthreinsandi ilmkjarnaolíur. Inniheldur ekki paraben-rotvarnarefni, lanólín, kemísk ilmefni eða litarefni. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.295 Olíu/Acrýl/ Vatnslitasett 12/18/24x12 ml frá kr.570 Acryllitir 75 ml 555 Vatnslitasett 695 Skissubækur kr.790 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.845 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 kr. Myndlistavörurí miklu úrvali kr. Nýjar sendingar! Gólf- og borðtrönur frá kr.2.100 Nú standa yfir hvalveiðar við strend- ur landsins. Það er ljóst að Hvalur hf. hefur undanfarin ár haft umtalsverðan kostnað af viðhaldi, bæði hvalbátanna og verkunarstöðvar- innar. Eins og Krist- ján segir sjálfur þá hefur tapið numið nokkrum hundruðum milljóna á næstliðnum árum. Kostnaður ríkisins vegna hvala- rannsókna nema nokkrum tugum milljóna. Kostnaður hins opinbera vegna þátttöku í rástefnum í tengslum við villt spendýr sjávar- ins og styrkir til samtaka sem styðja „hvalveiðistefnu“ Íslendinga hefur samtals numið á árunum 2007 til 2010 nokkrum tugum milljóna króna. Af þessum tölum má vera nokkuð ljóst að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar. Hvalur hf. á hins vega nokkra hvalbáta og verkunarstöð. Hvala- skoðunarfyrirtæki eru rekin í landinu. Tekjur þeirra koma frá hvalaskoðunarferðum. Talvert á annað hundrað þúsund ferða- manna koma til landsins árlega til að fara í hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðunarferðir eru því vænt- anlega þjóðhagslega hagkvæmar. Það liggur því við að ætla að skyn- samlegt væri að ríkið hlutaðist til um að hætta alfarið hvalveiðum. Gera 200 mílna efnahagslögsögu Íslands að friðuðu svæði villtra spendýra sjávarins. Slík ákvörðun myndi auka ferðalög útlendinga til landsins og þar með auka tekjur af ferðamönnum sem kæmu til þessa fyrirheitna lands þar sem öll spen- dýr væru friðuð á umtalsvert stóru hafsvæði á jörðinni. Innan fimm ára frá yfirlýsingu um friðun svæðisins væri fjöldi ferðamanna sem kæmi í hvalaskoðunarferðir mögulega orðinn meiri en 500 þús- und. Aukin atvinna og umtals- verður hagvöxtur. Sanngjarnt væri því að ríkið keypti eignir Hvals hf. og gæfi skipin til sveitarfélaga á landinu sem hefðu áhuga á að hafa þau til sýnis á landi, í höfnum eða úti á legum, þar sem ætla mætti að áhugi væri á að kynnast aflögðum atvinnuháttum Íslend- inga. Veiðiskipin þarf að varðveita í góðu ásigkomulagi. Um borð væri hægt að hafa kvikmyndasýningar á skjá sem sýndu veiðiaðferðir við hval- veiðar, skutla og sprengiskutla, skutla frá gamalli tíð og sprengi- skutla nútímans. Þá væri hægt að hafa veitingar um borð. Einnig mætti nota skipin til rannsókna á lífríki sjávarins. Verkunarstöðinni í Hvalfirði mætti breyta í safn. Bæði langreyður og hrefna eru gullfalleg sjávarspendýr. Kýrnar eignast kálfa sem eiga þá ekki von á því að mæður þeirra séu aflíf- aðar á meðan þeir eru á unga aldri og þær ennþá mjólkandi. Það væri eftirsóknarvert að Íslendingar kæmu sér saman um að vernda þessi villtu spendýr sjávarins. Þá færi saman ábyrg fiskveiðistefna og dýravernd sem mundi vekja at- hygli á heimsmælikvarða. Spurn- ingin er hvort okkur muni auðnast að gefa út slíka yfirlýsingu við sól- arupprás á þessu ári eða því næsta. Friðun villtra spendýra sjávarins innan 200 mílna efna- hagslögsögunnar. Við þurfum þá ekki í framtíðinni að horfa upp á unga kálfa synda í blóði mæðra sinna og feðra sem heyja sitt hinsta helstríð í hafinu við strend- ur landsins. Við sólarupprás Eftir Ólaf Jónsson Ólafur Jónsson » Sanngjarnt væri því að ríkið keypti eign- ir Hvals hf. og gæfi skipin til sveitarfélaga á landinu. Höfundur er uppfinningamaður. Bænin er hluti af frumþörf mannsins. Dýrmætur menningar- arfur, boð um að lifa í tengingu við höfund og fullkomnara lífsins. Bænin er æfing í trú og trausti, von og kær- leika. Við nemum stað- ar, kyrrð kemst áhug- ann, hjartað opnast, við gerumst einlæg og heiðarleg um stund. Bænin eykur orku og léttir lund. Hún veldur vellíðan og unaði svo maður fyllist öryggistilfinningu, þakklæti og gleði, jafnvel í gegnum tárin. Bænin treystir og eflir vin- áttubönd. Eykur skilning og minnk- ar fordóma. Hún fær okkur til að standa saman þótt ólík séum og með misjafnar skoðanir á svo mörgu en líklega svipaðar þrár og þarfir, svona þegar allt kemur til alls. Tökum að sjá lífið í nýju ljósi Bænin er kvíðastillandi og streitu- losandi, hún skerpir einbeitingu og veitir huganum ró. Við köfum inn í okkar innsta kjarna og leggjum hugsanir okkar á borð fyrir skapara okkar og lausnara. Áhyggjur, draumar og þrár, vænt- ingar og vonbrigði, framtíð og líf er falið al- máttugum Guði í því trausti að hann muni vel fyrir sjá. Með bæninni sting- um við á kýlum og áhyggjurnar taka að líða á braut og frið- urinn að flæða inn. Bænin mýkir hjartað og auðveldar okkur ævigönguna, það er ekki spurning. Og hún stillir okkur af svo markmið okkar verða skýrari. Við tökum að sjá Guð, sam- ferðamenn okkar, umhverfið allt og okkur sjálf í nýju ljósi. Bænin styrkir fjölskyldubönd, samkennd vex umburðarlyndið eykst og umhyggjan dýpkar. Bænin er góð forvörn og besta áfallahjálpin. Bænin er einnig sem græðandi smyrsl sem líknar og læknar, laðar og leiðir, uppörvar og hvetur. Bænin er ekki spurning um orðalag heldur hjartalag. Hún er sem andardráttur lífsins, allt það súrefni sem þarf til að komast af. Í bæninni drögum við að okkur fyrirgefninguna og þann frið sem enginn getur gefið annar en frels- arinn Jesús Kristur. Frið sem er æðri mannlegum skilningi og enginn og ekkert megnar frá okkur að taka. Frið sem sprottinn er af ást Guðs. Með bæninni hef ég fengið að upp- lifa hina raunverulegu fegurð lífsins. Faðmur sem gott er að hvíla í Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið átt honum að þakka, hann sigraði dauðann og lífið gaf þér. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðminum þínum ég hvíla vil í. Áhrif bænarinnar Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Bænin treystir vin- áttubönd. Hún eyk- ur skilning og minnkar fordóma. Hún eykur orku og léttir lund, veld- ur vellíðan, unaði og ör- yggistilfinningu. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.