Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Tekjur fasteignafélagsins Regins,
sem skráð er í Kauphöll, voru hærri á
öðrum ársfjórðungi en greiningar-
deild Arion banka og IFS ráðgjöf
væntu í afkomuspám. Tekjurnar voru
16% hærri en IFS gerði ráð fyrir og
12% hærri en Arion banki spáði.
Tekjuaukning milli ára nam 23%. En
á fjórðungnum, sem er frá apríl til
loka júní, velti fyrirtækið einum millj-
arði króna.
Hagnaður annars ársfjórðungs var
tólf og 14% undir spám þeirra, sem
Morgunblaðið hefur undir höndum.
Hagnaðurinn dróst saman um 65%
milli ára og nam 292 milljónum króna.
Tekjur komu fyrr
Afkoma fasteignafélagsins var tals-
vert yfir væntingum á öðrum árs-
fjórðungi, að því er fram kom í við-
brögðum greiningardeildar Arions
banka og birt eru á vef Viðskipta-
blaðsins. Þar er haft eftir greining-
ardeildinni að hærri tekjur en vænt-
ingar stóðu til megi rekja til annarra
eigna en Smáralindar og Egilshallar,
en það eru stærstu eignir Regins.
Tekjur af nýjum eignum virðast
koma fyrr og með sterkari hætti fram
en gert hafi verið ráð fyrir. Einnig sé
athyglisvert að matsbreytingar á
eignasafni hafi verið litlar eða um 69
milljónir króna. Það sé um 0,2% af
bókfærðu eignasafni.
Fram kemur í tilkynningu frá fast-
eignafélaginu að afkoman á fyrri árs-
helmingi hafi verið góð og í samræmi
við áætlun félagsins. En hagnaðurinn
nam 535 milljónum króna, en á sama
tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 983
milljónum króna.
Reginn keypti fasteignafélagið
Summit á fjórðungnum af Ingimari
Jónssyni og Ólafi Stefáni Sveinssyni,
sem keyptu Pennann Eymundsson á
liðnu ári ásamt Stefáni D. Franklin,
að því er fram hefur komið í Morg-
unblaðinu. Summit á fimm fasteignir
og er samanlagður fermetrafjöldi
þeirra 15 þúsund, að því er segir í
afkomuspá IFS. Meðal leigutaka eru
Promens, Penninn, Jarðboranir og
Lyfja.
Fram kemur í afkomuspá Arion að
áður hafði Reginn í tengslum við kaup
á Ofanleiti 2 og útleigu eigninni til
Verkís keypt þrjú fasteignafélög sem
voru í eigu verkfræðistofunnar. Sam-
tals er stærð þeirra 4.299 fermetrar
en unnið er að frágangi á kaupum
fjórða fasteignafélagsins, Vist, en
heildarstærð þess er 4.203 fermetrar.
Ef af þeim kaupum verður mun heild-
arfermetrafjöldi félagsins verða
189.227 fermetrar í september sam-
kvæmt áætlun félagsins. Samkvæmt
sömu áætlun mun virði eignasafnsins
þá vera 37,3 milljarðar króna en það
var í lok fyrsta fjórðungs um 32,8
milljarðar króna. Félagið stefnir á að
tvöfalda eignasafn sitt og að verð-
mæti þess nemi um 60 milljörðum
króna.
IFS bendir á að gengi Regins hafi
hækkað um tæp 20% frá áramótum.
Á þeim tíma hafi félagið verið iðið við
fasteignakaup til að styrkja stöðu fé-
lagsins til langframa. Á fyrsta fjórð-
ungi hækkaði gengi bréfanna um
rúmlega 22% en á öðrum ársfjórðungi
lækkaði það um rúm 8%.
Tekjur Regins fóru
fram úr væntingum
Fasteignafélagið stefnir á að tvöfalda eignasafnið
Morgunblaðið/Ernir
Kauphöll Reginn á verslunarmiðstöðina Smáralind. Fasteignafélagið á
einnig Egilshöll. Gengi félagsins hefur hækkað um tæp 20% frá áramótum.
17 milljarða
markaðsvirði
» Lífeyrissjóðir eiga rúmlega
36% af hlutafé Regins. Lands-
bankinn seldi 25% hlut í fyrir-
tækinu á fjórðungnum.
» Reginn er fyrsta og eina
hreinræktaða fasteignafélagið
í Kauphöll Íslands.
» Markaðsvirði Regins er 17,4
milljarðar króna.
● Finnur Oddsson
hefur verið ráðinn
forstjóri Nýherja
hf. og tekur við
starfinu af Þórði
Sverrissyni. Finn-
ur hefur verið að-
stoðarforstjóri Ný-
herja frá árinu
2012 en var áður
framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs. Í
tilkynningu kemur fram að Finnur taki
til starfa 1. september næstkomandi.
Þá mun Þórður verða stjórn og nýj-
um forstjóra til ráðgjafar næstu
mánuði.
Nýherji annast sölu og tæknilega
ráðgjöf á vél- og hugbúnaðarlausnum,
hljóð- og myndlausnum, uppsetningu
og rekstur upplýsingatæknilausna.
Finnur forstjóri Nýherja
Finnur
Oddsson
● Væntingavísitala Gallup lækkaði í
ágústmánuði um 12,2 stig frá fyrri
mánuði og mælist nú 66,3 stig. Var
vísitalan birt í gærmorgun.
Lækkunin kemur á hæla mikillar
lækkunar vísitölunnar í júlímánuði en
vísitalan hafði mælst um 100 stig í maí
og júní.
Meginskýringin á lækkuninni liggur í
mikilli lækkun væntinga til ástandsins í
efnahags- og atvinnumálum eftir sex
mánuði en sú undirvísitala lækkaði um
rúmlega tuttugu stig, eftir því sem fram
kemur í frétt greiningardeildar Íslands-
banka.
Svartsýni eykst
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.-/
+01.,2
++2.3/
,+./13
+3.014
+0./-,
+2-.,0
+.,,4,
+0,./2
+1-.+1
+,-.22
+01.10
++/.,4
,+.52,
+3.3,5
+0./51
+2-.1/
+.,2-0
+0,.34
+1-.1+
,-,.25-/
+,-.1,
+04.+2
++/.1
,+.535
+3.302
+0.5+
+2+
+.,2//
+02.5+
+1+.-1
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Helgar
Alvöru
Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch
brunch
Steikt beikon
Spælt egg
Steiktar pylsur
Pönnukaka með sírópi
Grillaður tómatur
Kartöfluteningar
Ristað brauð
Ostur
Marmelaði
Ávextir
kr. 1740,- pr. mann
Barnabrunch á kr. 870
Ávaxtasafi og kaffi eð
a te fylgir.
H
u
g
sa
sé
r!
H
u
g
sa
sé
r!
Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu
Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is
Ótrúlega gómsæt byrjun
á góðum degi!
Alla laugardaga og su
nnudaga
frá kl. 11.30 til kl. 14
.30
GJÖRIÐ
SVO VEL!
Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAN
D
OG FÁÐU TILBO
Ð!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.
Skattur Tekjur af ferðamönnum aukast.
● Skatttekjur af ferðamönnum verða
um það bil 27 milljarðar króna á þessu
ári auk sérgjalda, vörugjalda og tolla.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar.
Hvetja samtökin stjórnvöld til að
skoða hversu lítið brot af skattgreiðsl-
unni þurfi til að koma innviðum ferða-
þjónustunnar í lag.
27 milljarða skatttekjur