Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
✝ Rut Magnús-dóttir fæddist í
München 14. apríl
1928. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Kumbaravogi
18. ágúst 2013.
Foreldrar Rutar
voru Maximilliam
Barbara Gröschl,
bóndi og ráðunaut-
ur, f. 27. október
1897, d. 24. desem-
ber 1978, og Irma Maria Gröschl
barnahjúkrunarkona, f. 20.
mars 1900, d. 1. júní 1985.
Rut átti tvær systur, Juttu
Gröschl, f. 3.1. 1930, d. 31.7.
1937, og Ulrike von Maltsahn, f.
13.3. 1945.
Rut giftist Níls Ólafssyni, f.
26.2. 1932, frá Austur-Ögðum,
Noregi.
Börn þeirra eru: 1) Lísbet, f.
14.1. 1957, gift Ragnari Gísla-
syni, f. 17.3. 1956, börn þeirra
eru a) Linda Rut, f. 12.8. 1975,
gift Eyþóri Björnssyni, f. 25. 11.
1972, börn þeirra eru Karítas
Birna, f. 1.8. 1999, Ævar Kári, f.
5.12. 2005, og Aníta Ýrr, f. 13.3.
2009. b) Gísli Einar, f. 22.1. 1985.
auk þess að safna íslenskum
jurtum sem hún pressaði fyrir
jurtasafn háskólans í Göttingen.
Söfnunin byggðist á samfélags-
fræði jurtanna (Pflanzen-
soziologie).
Haustið 1955 kynntist Rut til-
vonandi eiginmanni sínum Níls,
þar sem hann kom til starfa sem
fjósameistari að Þórustöðum í
Ölfusi. Þau bjuggu og unnu á
Þórustöðum þar til þau keyptu
jörðina Sólvang við Eyrarbakka
árið 1963. Á Sólvangi bjuggu
þau með blandaðan búskap í 38
ár eða til 1. júní 2001.
Rut hóf að syngja með kirkju-
kór Eyrarbakkakirkju árið 1963
og tók svo við organistastarfinu
ári síðar. Hún var organisti og
kórstjóri frá 1964-1993. Rut
kom á fót stúlknakór við kirkj-
una auk þess að taka þátt í öllu
barnastarfi hennar. Rut kenndi
við Tónlistarskóla Árnessýslu á
Eyrarbakka og Stokkseyri,
einnig kenndi hún tónlist og
hljóðfæraleik á barnaheimilinu
Kumbaravogi í nokkur ár.
Síðustu tólf árin bjuggu Rut
og Níls í Fosstúni 23 á Selfossi,
þar sem Rut ræktaði garðinn
sinn.
Útför Rutar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 28. ágúst 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.30.
c) Jóna Þórunn, f.
16.10. 1986. 2) Ólaf-
ur, f. 16.6. 1958.
Rut ólst upp hjá
foreldrum sínum,
systrum og föður-
ömmu við bústörf í
sveitinni Oberhof
Hubertus í Würm-
dal í Bæjaralandi,
þar sem faðir henn-
ar ræktaði Hafl-
inger-hesta. Tónlist
var Rut í blóð borin og fékk hún
snemma að æfa sig á orgel. Rut
gekk í barnaskóla sem nunn-
urnar í dalnum ráku og frá 12
ára aldri gekk hún í mennta-
skóla í München. Eftir mennta-
skólanám vann Rut á garð-
yrkjustöð í Nörlingen, þá var
hún einnig við nám í orgelleik
hjá Georg Kemp. Hafði hún þar
með höndum starf forfallaorg-
anista í víðáttumikilli sveit með
um þrjátíu kirkjum. Árið 1952
las Rut við háskólann í Gött-
ingen, jafnframt stundaði hún
nám í orgelleik í Hannover.
Vorið 1955 kom Rut til Ís-
lands til vinnu í garðyrkjustöð-
inni Fagrahvammi í Hveragerði
Amma var okkur alltaf svo
góð. Hún fylgdist vel með því
sem við vorum að gera, hvort
sem það var í tónlistinni, íþrótt-
unum eða í því daglega. Amma
kenndi okkur svo margt. Hún
kenndi okkur að þekkja blóm og
það sem vex úti í náttúrunni.
Alltaf var gaman að koma í
heimsókn í Fosstúnið því þá var
drukkið kakó, sungið og spilað á
hin ýmsu hljóðfæri. Mjög oft
var líka farið út í garð og eitt-
hvað ætt fundið eða blóm tínd í
vönd. Ef veður leyfði ekki úti-
vist voru byggðir turnar, spilað
eða farið á bak Gusti. Takk fyrir
allt elsku amma.
Karítas Birna, Ævar
Kári og Aníta Ýrr.
Það hljóta að teljast forrétt-
indi að hafa þekkt ömmu Rut á
Sólvangi. Amma var mikið nátt-
úrubarn og stundaði búskap,
matjurtarækt, blómarækt, tón-
list og myndlist sem sín áhuga-
mál og jafnframt ævistarf. Hún
þekkti flóru Íslands aftur á bak
og áfram. Í garðinum á Sólvangi
ræktaði hún kál, kartöflur, gul-
rætur, jarðarber og berjarunna
svo borðin svignuðu undan upp-
skerunni. Í gluggunum báru
tómatplöntur ávexti sína og allt-
af þótti mér gaman að baka með
ömmu. Hún bakaði í hverri viku
súrdeigsbrauð og hveitibollur
og lét deigið hefast á miðstöðv-
arofninum í stofunni. Te og súr-
deigsbrauð með miklum osti eða
rifsberjasultu minnir óneitan-
lega á alla matmáls- og kaffitím-
ana hjá ömmu og afa.
Einhvern tímann sem oftar
var ég í pössun hjá ömmu og afa
á Sólvangi, hef sennilega ekki
verið mikið eldri en sex til sjö
ára gömul. Amma og afi fóru
alltaf snemma í fjósið að mjólka
og ég fékk að sofa aðeins leng-
ur. Þegar var búið að mjólka
fyrstu kýrnar kom amma inn og
vakti mig, verkin biðu. Amma
átti bláan fjósaslopp sem ég
notaði, hann var heldur stór á
mig svo ermarnar náðu niður í
gólf. Þá var bara að bretta upp
ermar og böndin á sloppnum
hafa sennilega náð tvisvar
kringum mittið á mér. Mitt verk
var að þvo mjaltatækin eftir
mjaltir. Þá var fata fyllt af vatni
og ég fékk að soga allt vatnið
upp í gegnum mjaltakrossinn.
Þetta var mikið sport og
ábyrgðarfullt starf. Einnig
þurfti að bursta allt hátt og lágt,
umgengnin var alltaf alveg tipp
topp.
Amma var alltaf að kenna
manni eitthvað á meðan á störf-
unum stóð, hvort sem það voru
nöfnin á blómunum eða fjöllun-
um í fjarska. Hún var iðin við
verkin og var alltaf að. Inn á
milli settist hún niður og kláraði
að vatnslita myndir sem hún
hafði skissað upp á hjólaferð
eða göngutúr í nærumhverfinu.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú kenndir mér.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.
Hvert andartak Guði hún unni
frá orgelleik sjaldan hún vék.
Það sannaðist syngjandi munni
þá sálmasöng undir hún lék.
Ávallt hún ungdómsins gætti
af alúð og líknandi þrá.
Með nývaxið grænmetið mætti
ef málbita var ekki að fá.
Hverja sál sem í vanda var komin
hún umvafði kærleik og ást.
Þar mætti hún hljóðlaust að morgni
svo manneskjan þyrfti ekki að þjást.
Með blíðu hún pensilinn leiddi
er blóm voru sköpunarverk.
Og barnsleikinn áfram hún seiddi
svo áköf var ástin og sterk.
Hún unni því öllu sem lifir
í umhverfi ástfólgins lands.
Þar frjálsir fljúga nú yfir
fuglar, til fjörunnar sands.
Ég þakka þér vinsemd og hlýju
þinn kærleik á lífs okkar braut.
Á himnum við hittumst að nýju
hvar þekkist ei erfiði og þraut.
Þorbjörg Gísladóttir.
Rut sagði að eins og strákar
vilji verða flugmenn þá tók hún
lítil stelpa ákvörðun um að fara
til Íslands. Þekkti hún þó lítið
til landsins.
Hún var vaxin upp úr fjöl-
þættu mannlífi í Týról og Bæ-
heimi og þekkti ólíka tíma. Fólk
lærði að bjarga sér af nátt-
úrunni þegar lítið var til. Það
þurfti nýtni og útsjónarsemi.
Hún gekk í skóla hjá kaþólskum
nunnum og kynntist kristindómi
og garðrækt. Þeir bræður Wil-
helm og Georg Kempff kenndu
henni á píanó og orgel. Nám-
skráin var Bach og aftur Bach.
Hún lærði grasafræði í háskóla
og þar kom að hún hjólaði til
Rotterdam og fékk far með
Fjallfossi til Íslands. Því næst
hjólaði hún áfram austur fyrir
fjall. Í Sólvang við Eyrarbakka
kemur fjölskylda hennar 1963.
Rut gekk í kirkjukórinn en tók
við organistastarfi við kirkjuna
1964 og starfaði þar til upps-
tigningardags 1992. Þá hafði
hún verið við allar athafnir í
kirkjunni í tæp 30 ár og á þeim
tíma haft 1.400 æfingar með
kirkjukórnum og 800 æfingar
með barnakórum. Engan vissi
ég hæfari en Rut til að velja
tónlist við hæfi hverrar athafn-
ar og með tilliti til kirkjuársins.
Aldrei tók hún laun fyrir
störf sín en leit á þau sem þjón-
ustu við kirkjuna. Hún bryddaði
upp á nýjungum í barnastarfi.
Hún hlutaðist til um að Carl
Orff gaf Eyrarbakkakirkju
ásláttarhljóðfæri sem við hann
eru kennd. 30 árum áður hafði
Rut hjálpað honum að leita að
fjallafurukubbum og kirsu-
berjatrjám sem gætu gefið fal-
leg hljóð. Börnin sungu bros-
andi um allt sem Guð hafði
skapað. Sólin stóra tromman og
tunglið litla tromman, fiskarnir
trékubbar og stjörnur þríhorn.
Börnin lærðu að vera litlir
vinnumenn Guðs. Það var henni
kennt þegar hún var stelpa. Þau
settust saman og klipptu út
myndir af fólki, jurtum og dýr-
um og settu saman biblíumynd-
ir á stór pappaspjöld sem síðan
voru notuð þegar sagan var
sögð. Kirkjan átti þannig fjölda
spjalda sem voru notuð ár eftir
ár. Hún gerði fallegar klippi-
myndabækur sem hún gaf börn-
um. Jólahelgileik samdi hún
sjálf, texta og tónlist.
Ung byrjaði Rut að teikna en
á Íslandi hóf hún að nota vatns-
liti og málaði með þeim fíngerð-
ar myndir. Einnig samúðarkort
sem hún sendi aðstandendum
t.d. við slys með fallegum og
huggunarríkum myndum og
styrkjandi textum. Ritaði á kort
ritningarorð sem fermingar-
börn höfðu valið sér og gaf þeim
á fermingardegi. Hún teiknaði
minningarkort sem gefin hafa
verið út til styrktar Eyrar-
bakkakirkju. Rut tók teikningar
fram yfir ljósmyndir og ritun
fram yfir ljósrit. Hjá henni var
ekkert hismi og allt gegnheilt
og náttúruvænt.
Einnig var Rut frábær bóndi
og ræktunarkona. Allt spratt
vel hjá henni í moldinni. Hún
var alin upp við brauðbakstur í
útiofni og sjálf bakaði hún gott
súrdeigsbrauð.
Það er undur lífsins að mold-
in skuli verða að brauði, lífsins
brauði. Þegar ég stend við
moldir hennar færi ég fram
heita þökk fyrir allt hennar ævi-
starf. Ég bið Guð að blessa hana
og fjölskyldu hennar og kveð
hana með páskakveðjunni sem
töm var á tungu í hennar æsku.
Kristur er upprisinn. Kristur er
sannarlega upprisinn.
Úlfar Guðmundsson.
Það eru góðar minningar og
þakklæti sem fylla hug þegar
Rut Magnúsdóttir er kvödd.
Þar er gengin einstök kona, frá-
bær samstarfsmanneskja, vík-
ingur í hugsun og verkum,
tryggur vinur. Ein af þeim sem
voru forréttindi að starfa með
og eiga að vini.
Það var nánast allt ævintýra-
legt nálægt Rut og hreint ekki
á allra færi að skilja það eða
fylgja eftir. Reynsla hennar í
lífinu var ótrúlega fjölþætt,
margt af því hefði ekki verið
hægt að takast á við nema með
styrk lifandi trúar, sem var
lífsakkeri hennar. Það var æv-
intýralegt að heyra um uppvöxt
í stríðshrjáðri Evrópu, þar sem
jafnvel börnin lærðu að vera
hetjur. Hún lærði það og þurfti
oft að beita þeirri þekkingu.
Hún hafði líka að baki ótrúlega
víðtæka menntun. Ég minnist
margra atvika, þar sem hún
kom mér rækilega á óvart með
djúpri þekkingu á málum og
bókum sem alls ekki var von á.
Ævintýrið varð stórt þegar
hún kom til Íslands með flutn-
ingaskipi og lagði beint frá
bryggjunni af stað á hjólinu
sínu austur fyrir fjall til þess að
afla gagna fyrir merka ritgerð.
Henni óx aldrei neitt í augum.
Hér á Suðurlandinu hittust þau
Níls, sem líka var kominn langt
að. Þeirra beið ævintýrið stóra.
Þau urðu bæði miklir Íslend-
ingar, ómetanlegur fengur fyrir
íslenska þjóð. Rut varð ótrúlega
vel heima í öllu sem var ís-
lenskt. Mörg bréf á ég frá henni
með aldeilis óaðfinnanlegri
flókinni stafsetningu.
Hún varð svo mikill Íslend-
ingur að þegar hún eitt sinn fór
stutta ferð til æskustöðva kom
hún miklu fyrr heim en til stóð,
því hún eirði ekki nema á Fróni.
Rut og Níls byggðu upp, dugn-
aður og vinnusemi beggja áttu
fáar hliðstæður. Það sást langt
að.
Rut á Sólvangi hét hún í
munni okkar samstarfsfólks og
vina á Eyrarbakka. Þar gegndi
hún um árabil starfi organista
og söngstjóra við sóknarkirkj-
una. Frá þeim tíma eru minn-
ingar mínar dýrmætastar. Rut
var fljót til starfa, mjög áræðin
og um fram allt ósérhlífin.
Áhuginn og kærleikur til verk-
efnisins voru einstæð. Hún var
vel menntuð sem tónlistarmað-
ur, bjó þar að traustum grunni,
þekkti allt. Hún var ómetanleg í
barnastarfi Eyrarbakkakirkju
og átti stóran þátt í því hversu
blómlegt það starf var. Hennar
stóru afrek voru barnakórar
kirkjunnar. Með þeim vann Rut
sigra sem ég síðan hef ekki séð
líkindi við. Í barnastarfinu nýtt-
ist líka vel hin einstaka snilld
hennar sem myndlistarmaður,
sem hún hélt ekki alltaf mikið á
lofti. Hafði samt mikið tilefni til
þess því þar lék henni allt í
höndum.
Það voru margar stundirnar í
kirkjustarfinu, þar sem standa
þurfti frammi fyrir dauðanum.
Þá verða augnablikin þar sem
reynir á allt og ljósast verður
að hinn upprisni frelsari kemur
til að þerra tár og gefa sýn til
eilífa lífsins. Það heyrði ég hana
Rut oft tala um. Um það vil ég
hugsa þegar ég kveð ógleym-
anlega manneskju og trausta.
Ég bið Níls og fjölskyldu hans
blessunar með þakklátum huga.
Valgeir Ástráðsson.
Rut Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA
Takk fyrir allt sem þú
kenndir okkur, mamma.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
Ó faðir gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
(Matthías Jochumsson)
Lísbet og Ólafur.
Ingimundur Ingimundarson
var glæsilegur maður, maðurinn
hennar Hrefnu frænku og hann
átti drossíur.
Hann er órjúfanlegur hluti af
uppvexti okkar og fjölskyldu,
glaðlegur og alltaf stutt í hlát-
urinn. Hann var alltaf þarna
ásamt nokkrum öðrum af hans
kynslóð sem mörg eru horfin. Við
krakkarnir tókum notalegri nær-
veru hans sem sjálfsögðum hlut.
Þau voru mjög náin, systkinin
frá Naustakoti, og hjálpuðust að í
blíðu og stríðu. Þrjú þeirra
bjuggu í Kópavogi með fjölskyld-
um sínum og var mikill samgang-
ur á milli fjölskyldnanna og
margs að minnast eins og, jóla-
boðanna hjá Gauju og Hrefnu og
áramótanna á Kársnesbrautinni.
Allir mættir, Jónas og Þorgerð-
ur, Ingimundur og Hrefna, Gauja
og Haukur og þeirra fólk. Spjall-
að, borðað, spilað, dansað og svo
hélt Ingimundur ræðu og sagði
okkur hversu heppinn hann væri
að hafa kynnst henni Hrefnu og
fjölskyldunni hennar. Hann sagði
okkur að við skiptum hann máli,
við værum líka hans fjölskylda.
Við okkur var hann alltaf til í
að spjalla, það var gaman að rök-
ræða við hann um pólitík og þjóð-
mál en Ingimundur var virkur fé-
lagi í Sjálfstæðisflokknum og hélt
fram sínum skoðunum af festu.
Hann gegndi einnig trúnaðar-
störfum fyrir Hreyfil og sat þar
lengi í stjórn. Ingimundi fannst
nú ekki verra ef menn nenntu að
rífast aðeins við hann og vera
honum svolítið ósammála. Ingi-
mundur ólst upp í skaftfellskri
sveit en eins og svo margir af
hans kynslóð varð hann að fara
úr sveitinni sinni í atvinnuleit.
Hann gerðist bifreiðastjóri, fyrst
með vörubíl en síðar og lengst af
ók hann leigubíl. Bílnúmerið
hans var Y64 og varð það eig-
inlega hluti af honum sem at-
vinnubílstjóra. Með mikilli vinnu
kom hann sér vel fyrir með fjöl-
skyldu sinni. Sennilega saknaði
hann þó alltaf sveitarinnar sinnar
og viðfangsefnanna þar. Þetta
kom vel í ljós þegar dóttir hans,
Björk, fór að búa í hans gömlu
sýslu, hve vel hann fylgdist með
búskapnum, reisti sér þar sum-
arbústað og mátti til dæmis ekki
missa af sauðburðinum.
Systkinin frá Naustakoti hafa
reynt að halda kotinu við og gera
það að samkomustað stórfjöl-
skyldunnar. Þar eru til dæmis
bæði haldin Litlujól og Jónsmes-
suhátíð. Ingimundur studdi konu
sína og þau systkinin dyggilega í
þessu og ófáar voru ferðir hans
suður á strönd með Hrefnu og
mágkonur hans. Jónsmessuhá-
tíðin er oft fjölsótt og þá sat Ingi-
mundur oft úti undir vegg og sól-
aði sig ásamt fleirum, þar voru
bæði ungir og gamlir. Við erum
viss um að þegar við lítum heim
að Naustakoti um Jónsmessu-
leytið munum við minnast Ingi-
mundar eins og hann sat þar.
Síðustu árin bjó Ingimundur í
Sunnuhlíð, þar býr mamma okk-
ar líka. Það hefur því oft verið
fjölskylduhittingur í Sunnuhlíð
undanfarið. Rætt um daginn og
veginn og rifjaðir upp atburðir
frá fyrri tíð. Það hefur verið nota-
legt.
Gísli, Björg, Þorleifur,
Ívar, Flosi og Elín.
Ingimundur
Ingimundarson
✝ IngimundurIngimundarson
fæddist 2. júlí 1925
á Efri-Ey í Meðal-
landi. Hann lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð í
Kópavogi 18. ágúst
2013.
Útför Ingimund-
ar fór fram frá
Digraneskirkju 27.
ágúst 2013.
Ingimundur er
dáinn og þá eru þeir
allir fjórir farnir.
Jónas tengdafaðir
minn og mágar hans
Haukur, Geir og nú
Ingimundur. Þess-
um mönnum öllum
kynntist ég vel og
voru það góð og
ánægjuleg kynni.
Þegar ég tengdist
tengdafjölskyldu
minni fyrir meira en fjörutíu ár-
um fann ég fljótt að Ingimundur
var einn af henni.
Alltaf þegar eitthvað var um
að vera hjá fjölskyldunni voru
þau þar Ingimundur og Hrefna,
einnig Gauja og Haukur, enda er
hún einstök samheldni og vinátta
þeirra Naustakotssystkina. Lóa
og Geir voru á Akranesi og því
stundum fjarri; þetta var fyrir
„göng“.
Ég minnist Ingimundar frá
mörgum góðum stundum í
Naustakoti, hvort það voru hinar
árvissu Jónsmessuhátíðir, sem
þær systur hafa staðið fyrir af
miklum myndarskap, eða við ým-
is önnur tækifæri. Þá sátu þeir
fjórir, og þrír eftir að Jónas dó, í
innra herberginu og við yngri
strákarnir á dívaninum, fylgd-
umst með og lögðum stundum
orð í belg.
Umræðuefnin voru af mörgum
toga, stundum alvarleg og stund-
um spaug og oft eitthvað frá
löngu liðnum tíma. Við þessi
tækifæri gekk herbergið undir
nafninu „hrútakofinn“ og þar var
nú ekki töluð vitleysan! Stundum
var rætt um pólitík og Haukur
hafði gaman af að skjóta að at-
hugasemdum, svona vinstra
megin við Ingimund. Þá fengum
við Ingimundur alltaf nokkur
korn í nefið hjá Hauki eða Geir.
Ég minnist þess þegar Jónas
lá á spítalanum vorið 1997 og ég
hafði komið við hjá honum um
eftirmiðdaginn. Á heimleiðinni
suður í Fjörð sótti ég Björgu í
Kársnesskólann og þá vildi svo til
nokkrum sinnum þegar ég kom
upp á Háls að Ingimundur var „á
staur“.
Ég settist inn hjá honum og
við ræddum saman góða stund,
stundum þar til stöðin kallaði á
bíl. Þessu man ég vel eftir og
þykir vænt um minningarnar, en
nú er Y64 farinn í sinn síðasta túr
og það vantar bíl á staur.
Ég minnist Ingimundar nú
upp á síðkastið í Sunnuhlíð. Það
var gott að hitta hann þar, rifja
upp liðna tíð og spyrja frétta af
fólkinu hans, og alltaf var stutt í
bros eða hlátur. Hann fylgdist
vel með og oft var hugurinn við
búskapinn austur á Hunkubökk-
um.
Nú er skarð fyrir skildi, Ingi-
mundur fallinn. Blessuð sé minn-
ing hans.
Magnús Ólafsson.
Nú er Ingimundur farinn,
hann keyrir okkur systurnar
ekki oftar suður á strönd.
Ég vil þakka Ingimundi hjálp
og vinsemd sem hann sýndi mér
og minni fjölskyldu í gegnum ár-
in. Ég minnist þess þegar Ingi-
mundur og Haukur heitinn
ræddu málin, að ekki voru þeir
alltaf sammála, en það kom ekki
að sök, því þeir virtu skoðanir
hvor annars og voru miklir mát-
ar. Á jóladag í gegnum árin var
spiluð vist fram eftir nóttu í
Austurgerði. Ingimundur, Jónas,
Haukur og Inga spiluðu af mikilli
gleði og þá var Ingimundur í ess-
inu sínu, oft heyrði maður: Hver
gaf? og Hver er þá í forhönd?
Spilamennskan á jóladag vekur
upp skemmtilegar minningar.
Ég kveð Ingimund með bros á
vör.
Guðríður Gísladóttir.