Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 1 3  220. tölublað  101. árgangur  VINNA LEÐUR ÚR ROÐI FYRIR LAGERFELD 97 ÁRA OG NÝHÆTT AÐ GANGA Á FJÖLL MEÐ 20 KÍLÓA TALSTÖÐ Á BAKINU OG RISALOFTNET SUNNUDAGUR FLUGBJÖRGUNARSVEITIN Í REYKJAVÍK 10SAUÐÁRKRÓKUR 28 ÁRA STOFNAÐ 1913 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Verið er að stofna allt að fimm mannslífum á ári í hættu verði upp- sögnum lækna í þyrluáhöfnun Land- helgisgæslunnar haldið til streitu en þær taka gildi um næstu áramót. Þetta er mat Hannesar Petersens sem þjónað hefur sem læknir í þyrl- unum í tæp sextán ár. Þyrluútköll eru tæplega tvö hundruð á ári og fer læknir með í þau öll. Að sögn Hannesar eru verkefnin oft þess eðlis að inngrip læknis er ekki nauðsynlegt en ætla má að brýn þörf fyrir lækni sé í 10 til 15% tilvika. Þar af metur Hannes það svo að að- koma læknis sé lífsnauðsynleg í 3% tilvika. „Þetta snýst ekki um kaup og kjör okkar læknanna. Við erum allir í öðr- um störfum innan heilbrigðiskerfis- ins og Háskóla Íslands,“ útskýrir Hannes. „Þessi læknavakt kostar hins vegar peninga og á þessum sparnaðartímum er Landhelgisgæsl- unni gert að velta við hverjum steini í sínum rekstri í þeim tilgangi að draga úr kostnaði. Niðurstaðan er sú að hætta að vera með lækna í áhöfn þyrlnanna,“ segir Hannes. Að þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að Hannes sé andvígur þeirri ráðstöfun að segja læknunum upp og hvetji menn til að endurskoða hana. „Þetta er óheillaskref.“ Gæti kostað mannslíf  Læknum í þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar hefur verið sagt upp frá og með næstu áramótum  Brýn þörf fyrir lækni í 10 til 15% tilvika, að mati þyrlulæknis MSunnudagsblað Morgunblaðsins Ekki gert annars staðar » Búið er að spara í öllum löndunum í kringum okkur en samt hefur þyrlulæknum hvergi annars staðar verið fórnað, að sögn Hannesar. » Hættan er líka sú að fari læknirinn komi hann aldrei aft- ur, segir hann. Undanfarið hafa staðið yfir upptökur á norsku kvikmyndinni Død Snø 2, eða Dauður snjór 2 á Eyrarbakka. Í fyrri myndinni fengu sjö norskir stúd- entar sem fóru í páskafrí í afskekktan fjallakofa illilega að kenna á upp- vakningunum úr SS-liðssveitum nasista sem höfðu frosið í hel undir lok seinni heimsstyrjaldar. Vel á annað hundrað manns hafa starfað við upp- tökurnar sem hafa sett svip sinn á bæjarlífið. »20 Uppvakningar létu ófriðlega á Eyrarbakka Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Bílaleigur veltu um 8,84 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en 3,8 milljörðum sömu mánuði árið 2010. Það er um 104% raunaukn- ing, en veltan þessa mánuði 2010 er 4,3 milljarðar á núvirði. Þetta má ráða af nýjum tölum Hagstofu Íslands en þær byggjast á virðisaukaskattsskýrslum fyrir- tækja í ýmsum atvinnugreinum. Velta gisti- og veitingahúsa jókst einnig mikið á tímabilinu, fór úr 26,5 milljörðum í 39 milljarða, sem er 30% raunaukning, sé veltan 2010 framreiknuð fram á mitt þetta ár. Öðru máli gegnir um fjármála- starfsemi, að undanskilinni starf- semi vátryggingafélaga og lífeyris- sjóða. Þar er samdráttur. »12 Velta bílaleiga er um tvöfalt meiri en 2010 Morgunblaðið/Jim Smart Hertz Bílaleigur sækja fram. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frá því að launafólki var heimilað að taka út séreignasparnað sinn til að mæta brýnum fjárhagsvanda í mars árið 2009 hafa nú alls verið teknir út rúmlega 83 milljarðar króna. Alls hafa 67.005 manns nýtt sér úttektarheimildina eins og staðan er í dag samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá embætti ríkis- skattstjóra í gær. Heildarúttekt- ir á sérstökum séreignasparnaði voru að upphæð 21,7 milljarðar á árinu 2009, 16,5 milljarðar á árinu 2010, 23,6 milljarðar 2011 og 14,4 milljarðar voru greiddir út í fyrra. Yfirlit lífeyrissjóðanna sýnir að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa verið teknir út alls tæplega sjö milljarðar króna. Sjóðirnir áætla miðað við um- sóknir að um 2,2 milljarðar verði svo greiddir út af séreignasparn- aðinum til viðbótar á næstu mán- uðum og fram til loka næsta árs. Heimild til að sækja um úttekt séreignasparnaðar rennur út um næstu áramót en Alþingi fram- lengdi heimildina í desember í fyrra til ársloka 2013. 83 milljarðar greiddir út  67 þúsund hafa nýtt sér heimild til úttektar séreignasparn- aðar frá 2009  Sjö milljarðar teknir út frá áramótum  Margir foreldrar fóru með ólög- ráða börnum sínum og keyptu fyrir þau eintak af tölvuleiknum vinsæla Grand Theft Auto V (GTA V) þegar hann fór í sölu á mánudagskvöld þrátt fyrir að leikurinn sé ætlaður 18 ára og eldri. Það er mat framkvæmdastjóra SMÁÍS og fulltrúa SAFT að for- eldrar séu almennt ekki meðvitaðir um hvaða leiki börn þeirra eru að spila. Tölvuleikir nútímans séu ekki allir eins sakleysislegir og eldri leik- ir eins og Pacman og Super Mario. GTA V er bannaður m.a. vegna of- beldis og munnsafnaðar en þar er einnig að finna vísanir í kynlíf. »34 Mynd/vefsíða Rockstar Games Stripp Skjáskot úr GTA V. Leikmenn geta m.a. farið á nektardansstað í leiknum. Foreldrar vita ekki hvað þeir eru að kaupa fyrir börnin  Ljóst er að af- ar góðu laxveiði- sumri lýkur með metveiði í mörg- um ám. Þegar klakveiði er ólok- ið í Norðurá er ljóst að fyrra met frá árinu 2008 hefur verið sleg- ið, en það var 3.307 laxar. Veiði lauk í Haffjarð- ará með nýju meti, 2.158 löxum, og í Stóru-Laxá nálgast veiðin nú, er tíu dagar eru eftir af tímabilinu, tvöföldun á fyrra meti frá sumrinu 2011. Þá veiddust 776 laxar en nú er aflinn kominn yfir 1.400. Einnig hafa fyrri aflamet fallið í Straum- fjarðará, Flókadalsá, Miðá í Dölum og Húseyjarkvísl. »16 Metveiði í mörgum laxveiðiám Í Stóru-Laxá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.