Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 1 3
220. tölublað 101. árgangur
VINNA LEÐUR
ÚR ROÐI FYRIR
LAGERFELD
97 ÁRA OG
NÝHÆTT AÐ
GANGA Á FJÖLL
MEÐ 20 KÍLÓA
TALSTÖÐ Á BAKINU
OG RISALOFTNET
SUNNUDAGUR FLUGBJÖRGUNARSVEITIN Í REYKJAVÍK 10SAUÐÁRKRÓKUR 28
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Verið er að stofna allt að fimm
mannslífum á ári í hættu verði upp-
sögnum lækna í þyrluáhöfnun Land-
helgisgæslunnar haldið til streitu en
þær taka gildi um næstu áramót.
Þetta er mat Hannesar Petersens
sem þjónað hefur sem læknir í þyrl-
unum í tæp sextán ár.
Þyrluútköll eru tæplega tvö
hundruð á ári og fer læknir með í þau
öll. Að sögn Hannesar eru verkefnin
oft þess eðlis að inngrip læknis er
ekki nauðsynlegt en ætla má að brýn
þörf fyrir lækni sé í 10 til 15% tilvika.
Þar af metur Hannes það svo að að-
koma læknis sé lífsnauðsynleg í 3%
tilvika.
„Þetta snýst ekki um kaup og kjör
okkar læknanna. Við erum allir í öðr-
um störfum innan heilbrigðiskerfis-
ins og Háskóla Íslands,“ útskýrir
Hannes. „Þessi læknavakt kostar
hins vegar peninga og á þessum
sparnaðartímum er Landhelgisgæsl-
unni gert að velta við hverjum steini
í sínum rekstri í þeim tilgangi að
draga úr kostnaði. Niðurstaðan er sú
að hætta að vera með lækna í áhöfn
þyrlnanna,“ segir Hannes.
Að þessu sögðu þarf ekki að koma
á óvart að Hannes sé andvígur þeirri
ráðstöfun að segja læknunum upp og
hvetji menn til að endurskoða hana.
„Þetta er óheillaskref.“
Gæti kostað mannslíf
Læknum í þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar hefur verið sagt upp frá og með
næstu áramótum Brýn þörf fyrir lækni í 10 til 15% tilvika, að mati þyrlulæknis
MSunnudagsblað Morgunblaðsins
Ekki gert annars staðar
» Búið er að spara í öllum
löndunum í kringum okkur en
samt hefur þyrlulæknum
hvergi annars staðar verið
fórnað, að sögn Hannesar.
» Hættan er líka sú að fari
læknirinn komi hann aldrei aft-
ur, segir hann.
Undanfarið hafa staðið yfir upptökur á norsku kvikmyndinni Død Snø 2,
eða Dauður snjór 2 á Eyrarbakka. Í fyrri myndinni fengu sjö norskir stúd-
entar sem fóru í páskafrí í afskekktan fjallakofa illilega að kenna á upp-
vakningunum úr SS-liðssveitum nasista sem höfðu frosið í hel undir lok
seinni heimsstyrjaldar. Vel á annað hundrað manns hafa starfað við upp-
tökurnar sem hafa sett svip sinn á bæjarlífið. »20
Uppvakningar létu ófriðlega á Eyrarbakka
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Bílaleigur veltu um 8,84 milljörðum
króna á fyrstu sex mánuðum ársins,
en 3,8 milljörðum sömu mánuði árið
2010. Það er um 104% raunaukn-
ing, en veltan þessa mánuði 2010 er
4,3 milljarðar á núvirði.
Þetta má ráða af nýjum tölum
Hagstofu Íslands en þær byggjast á
virðisaukaskattsskýrslum fyrir-
tækja í ýmsum atvinnugreinum.
Velta gisti- og veitingahúsa jókst
einnig mikið á tímabilinu, fór úr
26,5 milljörðum í 39 milljarða, sem
er 30% raunaukning, sé veltan 2010
framreiknuð fram á mitt þetta ár.
Öðru máli gegnir um fjármála-
starfsemi, að undanskilinni starf-
semi vátryggingafélaga og lífeyris-
sjóða. Þar er samdráttur. »12
Velta bílaleiga er um
tvöfalt meiri en 2010
Morgunblaðið/Jim Smart
Hertz Bílaleigur sækja fram.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Frá því að launafólki var heimilað
að taka út séreignasparnað sinn til
að mæta brýnum fjárhagsvanda í
mars árið 2009 hafa nú alls verið
teknir út rúmlega 83 milljarðar
króna.
Alls hafa 67.005 manns nýtt sér
úttektarheimildina eins og staðan
er í dag samkvæmt upplýsingum
sem fengust hjá embætti ríkis-
skattstjóra í gær.
Heildarúttekt-
ir á sérstökum
séreignasparnaði
voru að upphæð
21,7 milljarðar á
árinu 2009, 16,5
milljarðar á
árinu 2010, 23,6
milljarðar 2011
og 14,4 milljarðar voru greiddir út í
fyrra.
Yfirlit lífeyrissjóðanna sýnir að á
fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa
verið teknir út alls tæplega sjö
milljarðar króna.
Sjóðirnir áætla miðað við um-
sóknir að um 2,2 milljarðar verði
svo greiddir út af séreignasparn-
aðinum til viðbótar á næstu mán-
uðum og fram til loka næsta árs.
Heimild til að sækja um úttekt
séreignasparnaðar rennur út um
næstu áramót en Alþingi fram-
lengdi heimildina í desember í fyrra
til ársloka 2013.
83 milljarðar greiddir út
67 þúsund hafa nýtt sér heimild til úttektar séreignasparn-
aðar frá 2009 Sjö milljarðar teknir út frá áramótum
Margir foreldrar fóru með ólög-
ráða börnum sínum og keyptu fyrir
þau eintak af tölvuleiknum vinsæla
Grand Theft Auto V (GTA V) þegar
hann fór í sölu á mánudagskvöld
þrátt fyrir að leikurinn sé ætlaður
18 ára og eldri.
Það er mat framkvæmdastjóra
SMÁÍS og fulltrúa SAFT að for-
eldrar séu almennt ekki meðvitaðir
um hvaða leiki börn þeirra eru að
spila. Tölvuleikir nútímans séu ekki
allir eins sakleysislegir og eldri leik-
ir eins og Pacman og Super Mario.
GTA V er bannaður m.a. vegna of-
beldis og munnsafnaðar en þar er
einnig að finna vísanir í kynlíf. »34
Mynd/vefsíða Rockstar Games
Stripp Skjáskot úr GTA V. Leikmenn geta
m.a. farið á nektardansstað í leiknum.
Foreldrar vita ekki
hvað þeir eru að
kaupa fyrir börnin
Ljóst er að af-
ar góðu laxveiði-
sumri lýkur með
metveiði í mörg-
um ám. Þegar
klakveiði er ólok-
ið í Norðurá er
ljóst að fyrra met
frá árinu 2008
hefur verið sleg-
ið, en það var
3.307 laxar. Veiði lauk í Haffjarð-
ará með nýju meti, 2.158 löxum, og
í Stóru-Laxá nálgast veiðin nú, er
tíu dagar eru eftir af tímabilinu,
tvöföldun á fyrra meti frá sumrinu
2011. Þá veiddust 776 laxar en nú
er aflinn kominn yfir 1.400. Einnig
hafa fyrri aflamet fallið í Straum-
fjarðará, Flókadalsá, Miðá í Dölum
og Húseyjarkvísl. »16
Metveiði í mörgum
laxveiðiám
Í Stóru-Laxá.