Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Ég greindist með mergsjúkdóm í
júní 2009. Ég vil vekja athygli á því
að það er nauðsynlegt fyrir karlmenn
að hitta aðra í
sömu sporum í
kjölfar grein-
ingar. Það er kú-
vending á lífinu að
greinast alger-
lega óvænt, and-
leg líðan sveiflast
upp og niður og
samskipti við
maka og fjöl-
skyldu breytast.
Andlega líðan
lærði ég að bæta með fræðslu, lík-
amsrækt og hugleiðslu. Ég skráði
mig á námskeið í Ljósinu fyrir
greinda karlmenn ári eftir greiningu.
Ég fékk upplýsingar á fundunum
um það að greinast með alvarlegan
sjúkdóm frá fólki sem virtist hafa
þekkingu og áhuga á því. Ekki endi-
lega sjúkdómnum sjálfum heldur
þekkingu og þjálfun til að auka lífs-
gæði mín eftir greiningu. Þá fékk ég
mikið út úr samverunni í hópnum.
Allir voru á svipuðum stað, með
sömu vonir og væntingar. Það var
líka hlegið smá. Eftir að hafa tekið
þátt í fræðslufundunum fór ég að
nýta mér önnur úrræði Ljóssins eins
og líkamsrækt í Hreyfingu og heilsu-
eflingarnámskeið. Ég fann miklar
framfarir bæði líkamlega og and-
lega.
Fyrir mig var endurhæfingin í
Ljósinu eins og að koma að stóru
hlaðborði og um að gera að velja sér
af því. Karlanámskeiðin eru fín byrj-
un, maður fær góðar upplýsingar og
vinnur svo úr þeim. Mér finnst hóp-
urinn líka frábær þegar menn fara
að kynnast. Mikil samheldni, skiln-
ingur og glens.“
Ég hvet alla karlmenn sem hafa
greinst að kynna sér fræðslufundi
sem verða á dagskrá í haust í Ljós-
inu, Langholtsvegi 43, eins og und-
anfarin ár. Næsta fundaröð hefst
mánudaginn 23. september kl. 17.30.
Fundaröðin er tíu vikna löng og karl-
arnir hittast einu sinni í viku. Mark-
miðið er að þátttakendur fái upp-
byggjandi fræðslu og hafi gagn og
gaman af að hitta aðra í sömu að-
stæðum. Sjá einnig www.ljosid.is.
EINAR MAGNÚSSON
Lífsgæðin og Ljósið
Frá Einari Magnússyni
Einar
Magnússon
Annað slagið eru mál
um byggingu á nýjum
Landspítala í um-
ræðunni og erfitt fyrir
fólk að átta sig á hvað
verið er að bauka í
þessu skúmaskoti rík-
isins.
Fyrirtækið er
stærsta ríkisfyrirtækið
í landinu og virðist vera
rekið í um 100 húsum á
17 stöðum með 187 innganga, 23
heimilisföng við 16 götur. Velkomin
til Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Erfitt er að átta sig á hvort einhver
hefur yfirsýn yfir allt þetta flæmi og
hvort ástand í sjúkrahúsmálum okkar
muni batna eða versna við að stækka
byggingamagnið á lóðinni upp í um
166.650 fm, 141.000 fm fyrir sjúkra-
hús og 35.000 fm fyrir Háskóla Ís-
lands. Í heildina gerir deiliskipulagið
ráð fyrir að mögulegt heildar-
byggingamagn á lóðinni gæti orðið
236.319 fm.
Varla þarf að rekja aðdraganda
þessa nýja verkefnis en undirbún-
ingur þess hefur staðið í mörg ár og
lítið vitað um hvenær því gæti lokið.
Verkefnið gengur út á að stækka og
byggja við Landspítala-
háskólasjúkrahús og
rífa hluta af eldri bygg-
ingum. Spítalinn hefur
verið í miklu fjársvelti
lengi svo að daglegar
fréttir af vandamálum
spítalans nísta inn í bein
hjá þjóðinni. Rætt er um
hvort fólk sé að deyja
inni á spítalanum vegna
fjárskorts.
Í svari velferð-
arráðherra við fyr-
irspurn Birnu Lár-
usdóttur kom fram að áætlaðar
nýframkvæmdir séu 77 þúsund fer-
metrar og eigi að kosta samtals um
47 milljarða á verðlagi október 2012.
Þetta eru ca. 610.000 kr. á hvern fer-
metra. Algengt er að opinberar fram-
kvæmdir fari um 20 til 40% fram úr
áætlun og miðað við til dæmis 30%
framúrkeyrslu yrði þessi tala ca. 793
þúsund kr. á hvern fermetra. Ef verð-
bólga er ca. 5% á ári og það tekur ca.
5 ár að ljúka þessum áfanga þá gæti
lokatalan miðað við verðlag 2018 ver-
ið um 900 þús/fm. Umræddir 77 þús.
fermetrar mundu samkvæmt því
kosta 70 milljarða í uppgjöri verksins.
Miðað við þessa 166.650 fm sem
áætlað er að byggja samtals þá gæti
sú framkvæmd í heildina miðað við
verklok 2023 kostað um 160 milljarða
í lokauppgjöri. Þetta eru talsvert
hærri tölur en fólk hefur verið að tala
um.
Sem almennur borgari og áhuga-
maður um verklegar framkvæmdir
hafði ég samband við verksmiðju í
Bandaríkjunum sem framleiðir
sjúkrahús, teiknar og selur fullbúin
sjúkrahús með öllum nýjasta búnaði
og afhendir um allan heim.
Þeirra tölur í svona sjúkrahús –
með öllum nýjasta búnaði eru um
20% lægri en þær tölur sem hafa ver-
ið birtar á vefsíðu nýja hátækni-
sjúkrahússins. En það er ekki bara
það. Reynsla þeirra er að í mörgum
tilfellum þar sem þeir hafa komið að
málum þá hafa þeir getað minnkað
byggingamagn frá upphaflegum
áætlunum og í einu versta tilfellinu
gátu þeir minnkað áætlað bygg-
ingamagn um 2/3 eða 67% án þess að
skerða afköst á nýjum spítala. Það er
ekki líklegt að hægt sé að minnka
gerðar áætlanir um nýjan spítala hjá
okkur um 2/3, en ef þetta væri til
dæmis minnkað um 40% og bygging-
arkostnaður lækkaður um 20% þá
mundi heildarkostnaður lækka úr um
160 milljörðum í um 77 milljarða eða
lækka um 83 milljarða. Í öllu falli
virðist manni að það gæti verið hugs-
anlega unnt að lækka heildar-
kostnaðinn um 50 til 100 milljarða.
Þetta er enginn smá peningur og
spurning hvort hægt sé að líta fram
hjá svona gríðarlegum mismun í verði
og útfærslum – sérstaklega ef í boði
væri jafngóður – eða álíka afkasta-
mikill spítali?
Það er einnig annað mjög mikil-
vægt atriði í öllu þessu máli. Ástæðan
fyrir öllum þeim þyngslum sem eru
við breytingar og eða endurnýjun á
húsnæði íslenskra sjúkrahúsa – lík-
lega svipað ástand á Norðurlöndum –
er að við byggjum allt of sterkar og
viðamiklar byggingar sem eiga að
endast í aldir. Það er enginn barna-
leikur að taka svona byggingar og
breyta þeim eða fjarlægja. Hátækni-
sjúkrahús – eins og verið er að tala
um er með alla nýjustu tækni þegar
það er á teikniborðinu. Nokkrum ár-
um síðar þegar það hefur verið byggt
þá eru komin ný lækningatækni
o.s.frv.
Til að viðkomandi hátæknisjúkra-
hús standi undir nafni þarf stöðugt að
vera að uppfæra aðstöðuna og bún-
aðinn í samræmi við nýjustu tækni í
heilsubransanum. Þetta er nær
óvinnandi verk ef húsnæðið er svo
massíft og allt steypt saman í stóran
klasa að það er engin leið að hrófla við
neinu nema rífa allan spítalann meira
og minna og trufla aðrar deildir spít-
alans.
Því virðist skynsamlegra að byggja
meira í sjálfstæðum og viðráð-
anlegum einingum – helst hámark
tveggja hæða og léttbyggðari bygg-
ingar en tíðkast á Íslandi og sem
hægt væri að fjarlægja og end-
urbyggja hratt og ódýrt þegar þessar
byggingar hafa lokið hlutverki sínu.
Þær eru oftar en ekki sniðnar utan
um tiltekna starfsemi sem læknar og
aðrir sérfræðingar mæla fyrir um og
þegar ný lækningatækni ryður sér til
rúms þá þarf að breyta og laga hratt
fyrir sem minnstan pening.
Mín tillaga er því sú að hætta öllum
framkvæmdum við Hringbraut og
opna algerlega nýtt byggingasvæði
fyrir þetta nýja sjúkrahús ríkisins og
finna til þess stað með mikið af flötu
og góðu landi.
Eftir Sigurð
Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
»Með því að minnka
byggingamagn um
40% og lækka bygging-
arkostnað um 20%
mundi heildarkostnaður
lækka um 80 milljarða.
Höfundur er M.Phil (cand. phil.)
byggingaverkfræðingur.
Er hægt að spara 80 milljarða?
Bréf til blaðsins
Íbúðir með öllum búnaði í Ventura
Glæsilegar íbúðir í Ventura Country Club Orlando. Með íbúðunum fylgir allur
búnaður þ.e. húsgögn, eldhústæki, þvottavélar og þurrkarar. Einnig fylgir allt lín
og borðbúnaður ásamt skrautmunum. Íbúðirnar eru staðsettar í lokuðu og
vöktuðu hverfi nálægt flugvellinum í Orlando. Í hverfinu er 18 holu golfvöllur, stór
sundlaug, tennisvellir, klúbbhús með WiFi, veitingastaður með þjónustu, golfvöru
verslun, leiksvæði, göngustígar, hjólastígar, æfingasalur og fleira. Frá Ventura
er stutt í skemmtigarðana, ströndina, miðbæ Orlando, miðbæ Disney, verslana-
miðstöðvar og þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Pétur Sigurðsson fasteignasali.
199m² íbúð með þre-
mur svefnherbergjum og
tveimur baðherbergjum,
stofu, borðstofu,bílskúr
og svölum. Verð USD
140.000 möguleiki á
að seljandi aðstoði við
fjármögnun.
83m² íbúð með tveimur
svefnherbergjum og
tveimur baðherbergjum,
stofu og eldhúsi
ásamt svölum.
Verð USD 65.000
má greiða í IKR þá
8.000.000 kr.
Upplýsingar fást hjá Pétri Sigurðssyni, fasteignasala
Petur@Floridahus.is, á vefnum www.Floridahús.is
og í síma: +1-321-263-5096. The Viking Team,
Realty, 105 Kaiser Ln, Longwood, FL, 32750 USA
Minni grindin
tekur allt að 10 kg.
Verð kr. 5.100.
Stærri grindin
tekur allt að 20 kg.
Verð kr. 9.440.
Bæði úti
og inni
2 stærðir
ÞURRKGRINDUR
Opið virka daga frá 9-18
og laugardaga frá 10-16
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919
Áratuga þekking og reynsla