Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
✝ Haukur Har-aldsson fædd-
ist í Brautarholti á
Langholti 5. júlí
1927. Hann lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni Sauðárkróki
9. september 2013.
Foreldrar hans
voru Haraldur B.
Stefánsson, f. 6.
janúar 1902, d. 25.
júní 1969, og Jó-
hanna Gunnarsdóttir, f. 12. maí
1901, d. 24. janúar 1986.
Bræður Hauks eru; Stefán, f.
1930, Sigurður, f. 1936, og
Bragi, f. 1942, og andvana fædd
stúlka 1946.
Haukur kvæntist 3. mars
1956 Erlu Maggý Guðjóns-
dóttur, f. 3. september 1932.
Erla er dóttir Guðjóns Jósafats-
sonar frá Krossanesi og Þór-
eyjar Sigtryggsdóttur frá Hóli
á Skaga. Börn þeirra: 1) Eyþór
Guðjón, fæddur 10. desember
1955, býr í Reykjavík. 2) Jó-
hanna, fædd 8. mars 1959, sam-
býlismaður hennar er Kristján
Agnar Ómarsson, f. 19. febrúar
1962. Sonur þeirra er Haukur,
f. 4. apríl 1989, unnusta hans er
Ylfa Rún Sigurðardóttir, fædd
21. ágúst 1992. Þau búa í
Reykjavík.
Haukur ólst upp við almenn
sveitastörf á búi foreldra sinna.
Hann útskrifaðist
sem búfræðingur
frá Hólaskóla
1947. Einnig sótti
hann vertíðir, m.a.
til Keflavíkur og
Vestmannaeyja, og
vann við vöru- og
rútubílaakstur.
Eftir að Haukur
flutti á Sauðár-
krók hóf hann
störf hjá Fiskiðju
Kaupfélags Skagfirðinga og
vann við akstur, keyrði með
fólk í og úr vinnu, keyrði fisk
frá dagróðrarbátum í frysti-
húsið og vann við landanir úr
togurum og annað í rekstri
Fiskiðjunnar. Haukur stundaði
samhliða þessu búskap með
tengdaföður sínum, voru þeir
með kindur. Haukur vann síðar
í byggingavinnu hjá kaupfélag-
inu í nokkur ár. Síðustu starfs-
árin vann hann í sútunarverk-
smiðju Loðskinns á
Sauðárkróki.
Haukur spilaði brids með
Bridgefélagi Sauðárkróks
ásamt konu sinni. Eftir að hann
hætti störfum ferðuðust þau
hjónin með eldri borgurum
víða um land og hafði hann
ánægju af því.
Útför Hauks fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 21.
september 2013, kl. 14.
Ástkær faðir minn er horfinn á
braut og hér sit ég og ótal minn-
ingar koma upp í hugann. Ein af
mínum fyrstu minningum um föð-
ur minn er þegar þeir afi voru
með kindabúskap og ég fékk að
fara með í fjárhúsin. Margt var
það í fari pabba sem vakti aðdáun
mína. Hann var alveg ótrúlega
vinnusamur og duglegur og þurfti
helst alltaf að hafa eitthvað að
gera. Sjaldan féll honum verk úr
hendi. Úthaldið og orkan virtist
alveg óendanlegt. Og aldrei
heyrði ég hann kvarta, það var
ekki til í hans huga. Pabbi hafði
yndi af söng, og söng m.a. í kirkju-
kórnum og ferðaðist með kórnum
innanlands og einu sinni til Dan-
merkur. Á seinni árum söng hann
með kór eldri borgara. Hann hafði
góða bassarödd. Einnig starfaði
hann í félagsstarfi eldri borgara
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni …
(Hannes Pétursson)
Það má víða lesa í ljóðum að áin
eða fljótið er tákn um skil tveggja
heima. Faðir minn hefur lagt á
vaðið á ánni og sú sýn sem ég hef á
hann núna er að hann standi á
bakkanum hinum megin, heil-
brigður og hraustur, eins og ég
þekkti hann best. Ég sé hann fyrir
mér í bláum vinnuslopp með húfu
á höfði og tilbúinn að hefja þar
störf. Á hinum bakka árinnar
gilda önnur lögmál en við þekkj-
um og þar eru aðrar víddir sem
eru okkur ókunnar.
Pabbi var mikið náttúrubarn
og unni mjög sveitinni og öllu lífi.
Hann bjó alla sína tíð í Skagafirði
og var mjög heimakær maður.
Sorgarský hafa hrannast upp, en
allir verða að bera sínar sorgir,
þar er ekkert undanfæri. Þar
verður hver að efla sinn þrótt. En
það er sól bak við skýin og hún
mun ná að skína í gegn að nýju.
Sæl verður gleymskan
undir grasi þínu
byggð mín í norðrinu
því sælt er að gleyma
í fangi þess
maður elskar.
Ó, bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu.
(Hannes Pétursson)
Vertu Guði falinn, pabbi minn,
hafðu þökk fyrir allt.
Þinn sonur
Eyþór.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Nú ertu búinn að kveðja okkur,
pabbi minn, eftir erfið veikindi, þú
trúðir því ætíð að eitthvað tæki
við þegar við hyrfum héðan.
Það var gaman að alast upp á
Króknum hjá ykkur mömmu og
alltaf gott að koma í heimsókn
norður. Þið bjugguð okkur Eyþóri
gott og notalegt heimili.
Það var gaman að fara með þér
niður á sand að fiska. Þú veiddir
alltaf fiskinn á undan mér.
Seinna bættist Haukur nafni
þinn við og veiddi maríufiskinn
sinn á sandinum.
Það var gaman að sitja með
ykkur mömmu í fallega garðinum
ykkar og njóta gróðursins. Þú
hugsaðir alltaf vel um húsið, garð-
inn og bílinn og sást um að allt
væri á sínum stað. Áhugamálið
þitt var söngurinn. Það var erfitt
að finna þann texta í sálmabókinni
sem þú kunnir ekki, enda söngst
þú með kirkjukórnum í mörg ár
og áttir góðar minningar þaðan. Á
seinni árum söngst þú svo með
kór eldri borgara á Sauðárkróki.
Þegar ég fermdist í Sauðár-
krókskirkju beið mín heima stór
kassi frá ykkur mömmu. Mig ór-
aði ekki fyrir hvað hann innihéldi.
Ég spurði þig að því hvað væri í
honum, þú svaraðir: Kíktu bara.
Upp úr kassanum kom þessi dýr-
indis harmonikka. Ég var fljót að
ná lögum á hana eftir eyranu og
var fallega lagið Alparós það
fyrsta. Á þessum tíma áttu fáir
harmonikku. Þið endurtókuð svo
leikinn á fimmtugsafmælinu mínu
með nýrri harmonikku.
Áhugamál ykkar mömmu
seinni árin var bridsspila-
mennska. Það var oft slegið í
borðið á Freyjugötunni og þið
unnuð stundum til verðlaunapen-
inga.
Með þessum orðum kveð ég þig
og þakka öll góðu árin með þér.
Við Kristján og Haukur minn-
umst þín með þakklæti og virð-
ingu.
Þín dóttir,
Jóhanna Hauksdóttir.
Fellur enn úr frænda liði,
fýkur í gömul spor.
Nú gengur þú, bróðir, Guðs í friði,
hann gefi þér eilíft vor.
Þeim fækkar ört hér á þessari
jarðvist sem slitu barnsskónum á
þriðja tug síðustu aldar. Haukur
var vorsins barn, hann fæddist 5.
dag júlímánaðar árið 1927 í Braut-
arholti í Seyluhreppi hinum forna
og lést á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki 9. september. Hann
ólst upp við búskaparhætti þess
tíma er þekktust þegar hestar
voru notaðir til ferðalaga jafnt
sem aðfanga og orfið og ljárinn
var borinn í gras og það má segja
að hann og hans samferðamenn
hafi getað munað tímana tvenna.
Ég minnist þess að oft fórum við í
göngur í Háheiði í Staðarfjöllum.
Þá voru ekki frekar en nú upp-
hituð hús eða matur á leið okkar
heldur var sest á þúfu og snætt
nesti úr hnakktösku, oft í misjöfn-
um veðrum. Ég minnist þess líka
þegar gangnamenn urðu að snúa
við uppi í Reykjaskarði í stórhríð
og fara heim. Þrátt fyrir það eru
minningarnar allar bjartar frá
æskudögum okkar. Haukur var
snemma sterkbyggður og bú-
störfin áttu allan hans hug, hann
var búfræðingur frá Bændaskól-
anum á Hólum 1947, en hann vildi
prófa fleira. Hann vann í vegagerð
á Öxnadalsheiði, var á vertíðum í
Vestmannaeyjum, tók meirapróf
bifreiðarstjóra og ók rútubílum
um tíma. Hann kynntist konuefni
sínu, Erlu Maggý Guðjónsdóttur
frá Sauðárkróki, og saman settu
þau bú á Freyjugötu 36 þar sem
heimili þeirra stóð alla tíð síðan.
Hann starfaði lengst af sem bif-
reiðastjóri hjá Fiskiðju Sauðár-
króks og Útgerðarfélagi Skag-
firðinga sem KS rak. Síðustu árin
sem hann var á vinnumarkaði
vann hann hjá Loðskinn á Sauð-
árkróki. En bóndaeðlið vék aldrei
frá honum, hann átti heyhlöðu og
fjárhús og hafði kindur sem hann
heyjaði fyrir inni á Sauðártúni.
En loks urðu þessi áhugamál hans
að víkja fyrir vaxandi atvinnu á
Króknum. Haukur hafði góða
söngrödd og næmt tóneyra enda
var stundum tekið lag í gamla
bænum í Brautarholti þó kannski
aldrei eins og þegar Sigurður
Skagfield kom heim frá námi og
söng fyrir aldraða foreldra sína í
suðurhúsinu, þá héldum við bræð-
ur, sem ekki vorum stórir þá, að
þekjan færi af bænum, þvílíkur
fannst okkur krafturinn vera.
Einnig kom Stefán Íslandi ævin-
lega til foreldra okkar þegar hann
átti leið um Skagafjörð. Þingstað-
ur sveitarinnar var í Brautarholti
frá 1915 og þar til Miðgarður tók
til starfa og var því oft gestkvæmt
á bænum. Ef að gömlu torfbæirn-
ir hefðu mátt mæla þá hefðu þeir
frá mörgu getað sagt, en nú hefur
tíminn breitt yfir þessar og aðrar
minningar eins og moldin sem
breiðir yfir okkur að lokum. Með-
an Haukur bjó í sveitinni söng
hann í Karlakórnum Heimi og eft-
ir að hann flutti til Sauðárkróks
söng hann með Karlakór Sauðár-
króks og kirkjukórnum á staðnum
og síðast með kór Eldri borgara í
Skagafirði.
Erla mín, ég þakka ykkur fyrir
stundirnar sem þið áttuð með
okkur Mörtu minni, ég votta þér,
börnum ykkar, barnabarni og
tengdasyni mína dýpstu samúð og
bið Guð að styrkja ykkur í sorg-
inni.
Kæri bróðir, ég þakka þér veg-
ferðina í 83 ár og óska þér góðrar
ferðar yfir á land eilífðarinnar þar
sem ég veit að bíða þín vinir í
varpa og þar sem við munum hitt-
ast aftur á ný.
Stefán Gunnar Haraldsson,
Víðidal.
Við andlát Hauks bróður brjót-
ast fram ótal minningar um liðnar
samverustundir. Honum var
ávallt annt um mína líðan allt frá
því ég var barn í Brautarholti, því
hann var stóri bróðir og ég yngst-
ur.
Þar sem ég var meira og minna
öll mín unglings- og námsár á
heimili Hauks og eftirlifandi mág-
konu minnar, hennar Erlu Mag-
gýjar, á Freyjugötu 36 stend ég í
mikilli og ævarandi þakkarskuld
við þau hjón fyrir allt sem þau
hafa gert fyrir mig gegnum tíðina.
Á Freyjugötunni var á þessum
árum ávallt mjög gestkvæmt, ekki
síst á vorin og haustin. Gestir
framan úr sveit og utan af Skaga,
og allt þar á milli. Þá var oft mjög
glatt á hjalla og sérstaklega tekið
vel á móti öllum í mat og drykk.
Haukur gat verið mjög spaugsam-
ur og sérstaklega næmur á fyndin
atvik úr daglegu lífi og þá var mik-
ið hlegið og brosað út að eyrum.
Einnig minnist ég margra
skemmtilegra stunda með Hauki
við fjárbúskapinn, en hann stund-
aði hann í mörg ár samhliða störf-
um sínum fyrir Kaupfélag Skag-
firðinga. Ásamt Guðjóni,
tengdaföður sínum, sinnti hann
búskapnum af mikilli natni og hirti
mjög vel um sínar skepnur. Ég
fékk að taka þátt með fjölskyld-
unni í heyskapnum, einnig hirð-
ingu og svo í réttum á haustin. Þá
var oft glatt á hjalla í góðum hópi,
og ógleymanlegar stundir.
Þá fórum við margar veiðiferðir
saman í lax og silung. Kenndi
hann mér ungum stráknum ým-
islegt um silungsveiði og ekki var
hann sérlega ánægður nema vel
veiddist. Hann var allt frá unga
aldri duglegur veiðimaður á fugl
og fisk enda var mataröflun hon-
um í blóð borin og allt var þetta til
heimilisnota. Hann kunni vel að
meta allan rammíslenskan mat og
naut hans vel. Mér þótti mikið
gaman að taka þátt í þessu öllu
með þér, Haukur, þegar ég gat og
fyrir það þakka ég.
Á Freyjugötunni hef ég því
ætíð verið heimagangur og höfum
við notið mikillar gestrisni þeirra
hjóna, hvort sem efnt var til þorra-
blóts eða kaffiveislu í litla eldhús-
inu. Fyrir þær samverustundir
allar þökkum við og ótal aðrar
heimsóknir sem við látum í minn-
ingarsjóðinn.
En árin færðust yfir og Elli
kerling gleymir engum, lífskraftar
láta á sjá og slakna um síðir. Það
er gangur lífsins.
Haukur átti því láni að fagna að
standa keikur með sitt þar til fyrir
fáum mánuðum að eitthvað brast
og heilsu hrakaði mjög hratt. Þá
kom styrkur Erlu Maggýjar vel í
ljós, sem reyndist honum hjálpar-
hella til hinstu stundar. Elsku
Haukur bróðir, ég vil þakka þér
fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Elsku Erla, Eyþór, Jóhanna,
Kristján, Haukur jr. og Ylfa.
Við hjónin vottum ykkur öllum
okkar dýpstu samúð og biðjum
ykkur allrar blessunar.
Bragi Haraldsson.
Kæri bróðir.
Mig langar að senda þér nokk-
ur kveðjuorð nú er leiðir skilur.
Er ég lít til baka og minnist
bernskuára okkar, þegar við vor-
um að alast upp í Brautarholti, þá
er minningin björt. Ég minnist þín
sem hins stóra, sterka bróður
enda aldursmunur 9 ár.
Uppvöxtur okkar var með svip-
uðum hætti og þá var algengur í
byggðum landsins, börn fóru að
hjálpa til við bústörfin strax og
þau höfðu aldur og krafta til. Þú
varst snemma liðtækur á því sviði
og minnist ég þess m.a. að ungur
fórst þú að slá með orfi og ljá – og
er fram liðu stundir varðst þú af-
burðasláttumaður og harðdugleg-
ur að hverju sem þú gekkst. Já,
árin liðu, þú fórst að heiman í þína
fyrstu vinnu sem var vegavinna
hjá Rögnvaldi Jónssyni á Öxna-
dalsheiði í 2 sumur. Þaðan komst
þú með stælta vöðva og sigg í
höndum eftir malarmokstur o.fl.
Síðan lá leið þín í Hólaskóla og út-
skrifaðist þú sem búfræðingur ár-
ið 1947. Eftir það stundaðir þú
ýmis störf, m.a. rútubílaakstur
hjá sérleyfishafa Siglufjörður--
Sauðárkrókur. Þá var nýbúið að
opna veg yfir Siglufjarðarskarð.
Haukur hafði yndi af söng,
enda ágætur söngmaður; bassam-
aður. Hann var m.a. 4 ár í Karla-
kórnum Heimi. Eftir að hann
flutti til Sauðárkróks söng hann
með Karlakór Sauðárkróks,
Kirkjukór Sauðárkróks í áraraðir
og með kór eldri borgara.
Haukur var meira en meðal-
maður á hæð, samsvaraði sér vel,
hraustur maður sem vann öll sín
verk af vandvirkni og trú-
mennsku. Geymdi aldrei það til
morguns sem hægt var að gera í
dag. Hann var heilsuhraustur
fram undir það síðasta en heilsu
hans hrakaði fyrir um ári.
Á jóladag 1951 opinberuðu þau
trúlofun sína Erla Maggý og
hann. Flutti hann þá til Sauðár-
króks. Einstök gestrisni ríkti hjá
þeim hjónum og gott var að heim-
sækja þau á Freyjugötuna – þar
var ávallt sest að veisluborði.
Ég vil að lokum kveðja bróður
minn með innilegu þakklæti fyrir
öll liðnu árin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Við Þóra og fjölskylda okkar
sendum þér, Erla Maggý, og fjöl-
skyldu þinni innilegar samúðar-
kveðjur.
Þinn bróðir,
Sigurður.
Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla
og fölva haustsins sló á sumarskraut.
Þú hafðir gengið götu þína alla
og gæfu notið hér á lífsins braut.
Það syrtir að og söknuðurinn svíður,
hann svíður þó að dulin séu tár
en ævin okkar eins og lækur líður
til lífsins bak við jarðnesk æviár.
Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar
svo hrygg við erum því við söknum þín,
í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar,
sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er.
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir)
Þín frænka,
Sigríður Stefánsdóttir.
Haukur föðurbróðir minn hef-
ur kvatt á sínu 87. aldursári.
Minningabrot streyma fram.
Meðalmaður á hæð, frekar stór-
gerður. Stórstígur eins og margur
í ættinni. Kurteis og ákveðinn.
Hló alltaf innilega. Sérstakar
kverkaræskingar sem ég og fleiri
í ættinni höfum erft okkar eigin
útgáfu af. Fæddur í sveitinni en
gerðist Króksari og bjó í gamla
bænum.
Bjó mín fyrstu 10 æviár í næsta
húsi við þau Hauk og Erlu á
Freyjugötunni, húsinu þar sem
þau bjuggu alla tíð, og Erla gerir
enn. Fyrsta minningin er ég um
það bil átta ára og Haukur að
koma heim úr vinnunni í Fiskiðj-
unni, í háu appelsínugulu klofstíg-
vélunum.
Kirkjukórinn. Ég oft við aftan-
söng á aðfangadag með pabba
sem líka söng í kórnum. Mig
minnir að Haukur hafi sungið
bassa. Einlægur bridge-áhugi
þeirra hjóna Hauks og Erlu. Þau
spiluðu allan veturinn í klúbbnum
og áreiðanlega meira en það.
Mín fyrsta laxveiðiferð með
Hauki frænda og pabba í Staðar-
ána. Ég líklega um 12 ára. Man
eins og það hefði gerst í gær.
Haukur stýrði aðgerðum. Veitt á
maðk og þrír stórir laxar komu á
land. Allir úr Melshyl.
Í það minnsta þrír merkiskett-
ir, „heimilismenn“ á Freyjugöt-
unni, hver á eftir öðrum. Man
nöfnin Brandur og Snælda. Allir
fengu gott atlæti en voru misgeð-
góðir. Fór oft með soðna ýsu að
heiman til að fæða þessa meistara
þegar Haukur og Erla voru að
heiman.
Fjöruveiðar. Hvað skyldi
Haukur hafa farið margar ferðir
niður á sand til að veiða silung í
soðið. Hann öfundaði mig mikið
sumarið þegar ég veiddi meira en
500 fiska. Um margra ára skeið
var fyrsta ávarpið til mín: „Hefur
þú farið að veiða nýlega?“ og eftir
að ég flutti suður: „Tókst þú ekki
stöngina með?“
Síðustu páskar. Ég með dreng-
ina mína í heimsókn hjá Hauki og
Erlu til að þakka fyrir ferming-
argjöfina. Haukur skenkti kaffi og
límonaði og hélt uppi samræðum.
Erla kom með tertu. Mér fannst
hann bara hress. En í sumar hall-
aði hratt undan fæti og „Elli kerl-
ing“ náði tökum.
Það eru góðar minningar sem
fylgja Hauki frænda. Erla, Eyþór,
Jóhanna, Kristján og Haukur,
innilegar samúðarkveðjur frá mér
og minni fjölskyldu. Góður Guð
geymi Hauk frænda, hann hvíli í
friði.
Helgi Bragason.
Haukur
Haraldsson
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar,
ÁSGERÐAR LILJU HOLM,
Skessugili 7,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks görgæsludeildar
Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun.
Jóhannes Helgi Gíslason og fjölskylda.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MARSIBIL ÞÓRÐARDÓTTUR,
Hólavegi 9,
Sauðárkróki.
Kristín Guðmannsdóttir, Eiríkur Ingi Björnsson,
Guðbjörg Guðmannsdóttir, Böðvar Hreinn Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.