Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Ljósmynd/Bundesarchiv 183 57000 0183. Tengdi strönd við strönd Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins, var tíður gestur í Austur-Þýskalandi, og hér syngur hann, yst til vinstri í fjórðu röð, Alþjóðasöng verkalýðsins, Internationalinn eða „Nallann“ á kommúnista- fundi í Austur-Berlín 10. júlí 1958. Khrústsjov, einræðisherra Rússlands, og Walter Ulbricht, einræðisherra Austur-Þýskalands, standa í fremstu röð. Ljósmynd/RIA Novosti Flökkuskáldið Í einni af mörgum heimsóknum sínum til Rússlands hitti Halldór Kilj- an Laxness Dzhambúl Dzhaba- yev, aldurhnigið skáld. Þýddi Laxness mikla lofgjörð um Stalín sem Dzhambúl átti að hafa sett saman og flutti við mikinn fögnuð á hátíð stúd- enta í Reykjavík. En í raun var Dzhambúl aðeins leppur og skáldskapurinn var allur sett- ur saman á skrifstofu komm- únistaflokksins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Austurvöllur Óeirðirnar 30. mars 1949, þegar kommúnistar mótmæltu ásamt öðrum inngöngu Íslands í Atlants- hafsbandalagið fyrir framan Alþingishúsið. Á myndinni sjást bareflin í höndum óeirðaseggja greinilega og einnig þegar steinum er miðað á lögreglumenn og varalið þeirra. Ljósmynd/Fjölskylda Margoliusar Hengdur fyrir Ísland Dr. Rudolf Margolius var aðstoðarutanrík- isviðskiptaráðherra Tékkóslóvakíu, en hann var hengdur eftir Slansky-réttarhöldin í Prag 1952, meðal ann- ars fyrir það að hafa gert viðskiptasamn- inga við auðvaldsríkið Ísland. Ljósmynd/Kansan Arkisto Maðurinn sem var ekki til Tuure Lehén var sænsk- finnskur kommúnisti og fyrri eiginmaður Herttu Kuusinens, eins helsta leið- toga finnskra kommúnista. Þau hjón kenndu bæði í Lenínskólanum í Moskvu, þar sem nokkrir Íslend- ingar hlutu þjálfun. Lehén var innanrikisráðherra í leppstjórn tengdaföður síns, Ottos Kuusinens, sem Rússar mynduðu eftir inn- rás sína í Finnland 1939. Þegar Morgunblaðið sagði frá bók sem Lehén hafði tekið saman um hvernig skipuleggja ætti óeirðir og valdarán, sagði málgagn sósíalista, Þjóðviljinn, að Lehén væri ekki til. Ljósmynd/Sænska verkalýðssafnið Heimild Morgun- blaðsins Anton Karlgren, prófessor í slavneskum fræðum í Kaupmannahöfn, skrifaði 1924 greina- flokk um kúgun kommúnista í Rúss- landi, sem Morg- unblaðið birti. Valtýr Stefánsson ritstjóri vitnaði eftir það oft í Karlgren um ástand- ið í Rússlandi. Í Kringlunni starfa um 1.000 starfsmenn hjá 180 fyrirtækjum. Sushi-kokkar, vínsérfræðingar, augnlæknar og verslunarfólk eru aðeins örfá dæmi um þau fjölmörgu störf sem unnin eru í Kringlunni á degi hverjum. Fyrir innlitið og viðskiptin höfum við þetta að segja: TAKK FYRIR AÐ STYÐJA ÍSLENSKA VERSLUN Pálína Vagnsdóttir Kúnígúnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.