Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 neyða rússnesku máli og rúss- neskum siðvenjum upp á þá. Nas- istar voru engu betri, en þeir her- námu landið líka um skeið í stríðinu. Hinn fyrirlesarinn var dr. Pawel Ukielski, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður safnsins um upp- reisnina í Varsjá 1944. Sú uppreisn var mjög blóðug, en hún var gerð þegar Rauði herinn nálgaðist Varsjá úr austri og Þýskaland nasista var bersýnilega að bíða ósigur í stríðinu. En í stað þess að aðstoða uppreisn- armenn skipaði Stalín Rauða hern- um að búa um sig austan megin Vislu, árinnar sem rennur í gegnum Varsjá, og bíða átekta. Á meðan murkuðu nasistar lífið úr uppreisn- armönnum og lögðu borgina í rústir. Þá hóf Rauði herinn aftur sókn sína og tók borgina. Með þessu gat Stalín komið á fót stjórnvöldum í Varsjá sem voru vinveittari Sovétríkjunum en leiðtogar uppreisnarinnar. Sýningunni lauk svo 16. sept- Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ orti Jóhannes úr Kötl- um um miðja síðustu öld. Hann var hluti af fjölmennum og öflugum hópi Íslendinga sem litu á kommúnista- ríkin sem fyrirmynd. Segja má að eitt mesta ágreiningsefni íslenskra stjórnmála á tuttugustu öld hafi ver- ið áhrif heimskommúnismans hér- lendis, en stefnan átti sér einnig harðskeytta andstæðinga á Íslandi, ekki síst úr röðum þeirra sem verið höfðu kommúnistar og orðið fyrir vonbrigðum. Ljósmyndasýningin „Heims- kommúnisminn og Ísland“ var opn- uð í Þjóðarbókhlöðunni 23. ágúst síð- astliðinn, en þann dag árið 1939 gerðu Hitler og Stalín griðasáttmál- ann sem hleypti af stað heimsstyrj- öldinni síðari. Evrópuþingið valdi því 23. ágúst sem minningardag fórnarlamba alræðis í Evrópu, stal- ínisma og nasisma. Við opnun sýningarinnar héldu tveir fræðimenn erindi. Annar þeirra var dr. Mart Nutt, þingmaður á eistneska þinginu, sagnfræðingur og rithöfundur. Lýsti hann erfiðu hlutskipti Eistlendinga eftir að Rússar hernámu land þeirra 1940, sendu tugþúsundir manna í þrælk- unarbúðir í Síberíu og reyndu að ember síðastliðinn. Þá flutti dr. And- reja Valic Zver, sagnfræðingur frá Slóveníu, erindi, sem nefndist: „Hvers vegna þurfum við að minnast fórnarlambanna?“ Fór hún þar með- al annars yfir muninn á því hvernig fjallað hefur verið um minningu fórnarlamba sósíalismans og fasism- ans. Sýningunni lauk síðan formlega með því að dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórn- málafræði, afhenti Þjóðarbókhlöð- unni til varðveislu skjöl Arnórs Hannibalssonar um kommúnismann á Íslandi, en samkoman var til minn- ingar um og til heiðurs Arnóri sem lést 28. desember 2012. Hannes Hólmsteinn valdi einnig myndirnar og bækurnar á sýn- inguna, sem Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt stóð að, en Ólafur Engilbertsson hjá Sögu- miðlun sá um hönnun. Morgunblaðið hefur fengið leyfi til að birta nokkrar myndir frá sýningunni.  Ljósmyndasýningu um heimskommúnismann og Ísland lauk í vikunni  Skjöl Arnórs Hannibalssonar um íslenska kommúnista afhent Þjóðarbókhlöðunni Moskvulínan fest á filmu Ljósmynd/Gögn Einars Olgeirssonar í Þjóðarbókhlöðu Fyrstu tengslin Þessi ljósmynd var tekin af ungum fulltrúum á þingi Komintern 1920. Yst til hægri standa Hendrik Ottósson og Brynjólfur Bjarnason, árgalar kommúnismans á Íslandi. Áróðursmeistari kommúnista, Willi Münzenberg, situr fjórði frá hægri. Hann útvegaði meðal annars Halldóri Laxness boð til Rússlands 1932. Stalín lét myrða hann í skógi í Frakklandi 1940. Ljósmynd/Arnór Hannibalsson Snerist frá sósíalisma Arnór Hannibalsson stundaði nám í heim- speki og sálfræði í Rússlandi og Pól- landi. Þegar hann skrifaði greinar um ástandið í þessum löndum, sem ekki þóttu nógu lofsamlegar, vildu íslenskir sósíalistar ekki birta þær. Ljósmynd/Fjölskylda Agnars Þórðarsonar Ljóstruðu upp um ástandið „Því voruð þið að kjafta frá? spurði Jón Múli Árnason, útvarpsmaður og eindreginn kommúnisti, þá Agnar Þórðarson og Stein Steinarr, þegar þeir hittust í Austurstræti 1956. Þeir voru þá nýkomn- ir heim frá Rússlandi, en margir Íslendingar fóru á þessum árum í boðs- ferðir til Rússlands og annarra kommúnistalanda. Ólíkt flestum gagnrýndu þeir Agnar og Steinn stöðu mála hart þegar heim var komið. Ljósmynd/Fjölskylda Benjamíns Eiríkssonar Vera og Sólveig Vera Hertzsch var þýskur flóttamaður í Rússlandi, sem kynntist Benja- mín Eiríkssyni, síðar bankastjóra, og eign- aðist með honum dóttur, Sólveigu Erlu. Hall- dór Laxness var viðstaddur, þegar Vera var handtekin í Moskvu í apríl 1938, en sagði ekki opinberlega frá því fyrr en aldarfjórðungi seinna. Vera dó úr hungri í fangabúðum í Ka- sakstan vorið 1943, en áður hefur dóttir hennar eflaust látið lífið úr vosbúð. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.