Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Árborg Eyrarbakki hefur verið undir- lagður kvikmyndagerðarfólki und- anfarið þar sem farið hafa fram upptökur á atriðum í norsku kvik- myndinni Død Snø 2. Tökum á að ljúka í dag en í gær var þar á ferð forláta skriðdreki í grennd við þekkt bæjareinkinni eins og Húsið og kirkjuna. Vel á annað hundrað manns hafa verið við tökurnar og því augljóslega vakið athygli bæj- arbúa, ekki síst uppvakningar í blóðugum hermannabúningum. Fulltrúar Saga Film, sem er í sam- starfi við framleiðendur mynd- arinar, heimsóttu leikskólann Brim- ver í gær og færðu skólanum fimm hjól að gjöf, en með gjöfinni vildu aðstandendur myndarinnar þakka fyrir góðar móttökur heimamanna á meðan á tökum hefur staðið.    Bæjarstjórn Árborgar þurfti að greiða þrisvar sinnum atkvæði til að komast að niðurstöðu um hver hlyti Frumkvöðlaviðurkenningu Árborg- ar 2013, en niðurstaðan varð loks að þau kæmu í hlut Fjallkonunnar – sælkerahúss á Selfossi, sem hóf starfsemi við Austurveginn í sumar. Þar er að finna vörur beint frá býli og annað forvitnilegt, en kaupmenn þar og eigendur eru mágkonurnar Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Ósk- arsdóttir. Fimm aðrir aðilar voru tilnefndir til umræddra frumkvöðla- verðlauna; Ferðaþjónusta Siggeirs á Stað, Fischersetur, Selfossbíó, Tryggvaskáli restaurant og Konu- bókastofa á Eyrarbakka.    Ásókn í byggingarlóðir á Sel- fossi virðist vera að aukast ef marka má fjölda þeirra umsókna sem skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefur verið að af- greiða undanfarið. Minnti ástandið á síðasta fundi nefndarinnar nokkuð á fyrri tíma þar sem það kom í hlut sýslumanns að draga nafn heppinna umsækjenda um sumar lóðirnar. Engu að síður er talsvert framboð af lóðum á Selfossi, þótt sumar séu vinsælli en aðrar. Bærinn hefur eignast nokkrar lóðir og landspildur í landi Gráhellu, suðaustan núver- andi byggðar, en þar hefur engin hreyfing verið í gatnagerð um ára- bil. Sveitarfélagið gerði samning við dótturfélag Íslandsbanka vegna þessa og verður ráðist í fram- kvæmdir þar fljótlega.    Í dag má segja að sé lokadagur sumaríþrótta á Selfossi. Bæði er haldið síðasta golfmót sumarsins á Svarfhólsvelli og síðasti leikur karlaliðs Selfoss fer fram á heima- velli í dag þar sem tekið verður á móti Tröllaskagamönnum úr KF. Hlynur Geir Hjartarson, fram- kvæmdastjóri golfklúbbsins, segir veður hafa sett svip sinn á ásókn gesta á völlinn í sumar. Telst honum til að nærri 1.000 færri hringir hafi verið spilaðir í sumar en sumarið 2012. Völlurinn hafi verið í góðu ástandi en 30 til 40 illviðrisdagar draga mikið úr ásókn fólks í að elta litla hvíta bolta. Í kvöld verður svo haldið lokahóf meistaraflokks knattspyrnudeildar Ungmenna- félags Selfoss. Óhætt er að segja að kvennaliðinu hafi tekist betur til þetta sumarið en karlaliðinu, en ætla má að farið verði yfir helstu ástæður þess yfir steikinni í Hvíta- húsinu. Morgunblaðið/ Sigmundur Sigurgeirsson Eyrarbakki Vel á annað hundrað manns hafa verið við tökurnar og því augljóslega vakið athygli bæjarbúa. Uppvakningar á ferðinni Nefnd um eitt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fundað fjórum sinnum á síðustu þremur vik- um um leiðir til að jafna kostnað sjúklinga af heil- brigðisþjónustu, óháð því hvernig hún er veitt. For- maður nefndar- innar er Pétur H. Blöndal, þing- maður Sjálfstæð- isflokks. Hann segir mörg greiðsluþátttökukerfi við lýði í dag og að jafna þurfi kostnað sjúklinga af læknisþjónustu, óháð því hvort þeir séu lagðir inn á sjúkrahús eða ekki. Misrétti sem þarf að leiðrétta „Þeir sem eru innritaðir á sjúkra- hús greiða ekki fyrir sérfræðiþjón- ustu og ýmsar rannsóknir og mynda- tökur. Þeir sem koma á göngudeild eða af öðrum ástæðum til sama spít- ala borga fyrir t.d. sneiðmyndatöku, heimsókn til sérfræðinga, og svo framvegis, á þeim sama spítala. Þarna tel ég að sé ákveðið misrétti, að fólk sé að borga misjafnlega mikið fyrir nákvæmlega sömu þjónustu, eftir því hvort það er innritað á sjúkrahús eða ekki,“ segir Pétur og leggur áherslu á að nefndin sé ekki búin að ræða þessi mál til lykta, né heldur sé hún sammála um leiðir. „Ég legg til að spítalar falli inn í sama tryggingakerfi eins og allur kostnaður sjúklinga og verði þá mætt með þaki, þ.e.a.s. að það gildi einu hvort menn fara í röntgenmyndatöku á spítala eða utan, hvort þeir séu inn- ritaðir eða ekki, að allur kostnaður falli með sama hætti inn í þetta kerfi og sé tryggður með þeim hámörkum sem þar verða sett upp.“ „Mótsagnakennd“ ályktun Spurður út í ályktun félags VG í Suðvesturkjördæmi, sem birt er að hluta hér fyrir neðan, segir Pétur hana vera mótsagnakennda. Hann bendir þannig á að vegna framfara í heilbrigðisþjónustu sé t.d. orðið fátíðara að sjúklingar leggist inn á sjúkrahús vegna uppskurðar. Vegna þessa þurfi t.d. krabbameins- sjúklingar sem ekki eru innritaðir á sjúkrahús í mörgum tilfellum að greiða fyrir rannsóknir, lyf og sér- fræðiþjónustu. Nefndinni sé ætlað að tryggja að sjúklingar sem eru mikið veikir og til lengri tíma greiði ekki mun meira en aðrir. „Ég hef ekki ennþá skilið af hverju það að liggja inni á spítala eigi að vera ókeypis og allt sem því tengist, en séu menn utan spítala nánast í sömu stöðu þurfi þeir að borga.“ baldura@mbl.is Sjúklingar sitji við sama borð  Nefnd ræðir ný greiðsluþátttökukerfi Pétur Blöndal Þátttakendur í sumarlestri Bóka- safns Seltjarnarness lásu alls 16.573 blaðsíður og var þeim merka áfanga fagnað með uppskeruhátíð í Bókasafninu nýlega þar sem rithöf- undurinn Kristín Helga Gunn- arsdóttir heiðraði börnin með nær- veru sinni og las fyrir þau. Sumarlestur Bókasafnsins hófst árið 1997 og hefur sífellt verið að sækja í sig veðrið en í ár voru lesn- ar alls 246 bækur. Þátttakendur voru 59 börn á aldrinum 6 til 12 ára. Börnin áttu að þræða perlu á festi fyrir hverja lesna bók og var hálsfestin orðin hin myndarlegasta. Að sumarlestri loknum hlutu þrír heppnir lesendur bókaverðlaunin, Aníta Rós Karlsdóttir, Ari Ósk- arsson og Brynja Karítas Thorodd- sen. Á myndinni eru þátttakendur í sumarlestri Bókasafns Seltjarn- arness ásamt Sigríði Gunn- arsdóttur skipuleggjanda. Mikil þátttaka í sumarlestrinum Heimssýn – hreyfing sjálf- stæðissinna í Evrópumálum hélt aðalfund á Hótel Reykjavík Natura í fyrra- dag. Á fundinum var Vigdís Hauksdóttir, al- þingismaður, kjörin formaður samtakanna, en hún er fyrsta kona sem gegnir því embætti. Einnig fjölgaði konum í stjórn úr 6 í 11. Alls sitja 44 einstaklingar í stjórn samtakanna. Jón Bjarnason, fyrr- verandi ráðherra, var kjörinn vara- formaður Vigdís Hauksdóttir kjörin formaður Vigdís Hauksdóttir Laufey Steingrímsdóttir prófessor, Guðrún Hallgrímsdóttir mat- vælaverkfræðingur og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur leiða gönguferð um miðborg Reykjavík- ur laugardaginn 21. september þar sem matur, saga og menning verða meginefnið. Gangan hefst á horni Að- alstrætis og Túngötu kl. 11 og henni lýkur við gömlu höfnina. Gengið verður um gamla græn- metisgarða, stakkstæði, veit- ingastaði og verslanir liðins tíma. Allir eru velkomnir. Miðbæjarganga STUTT Félagar í VG samþykktu ályktun vegna hugmynda sem ræddar hafa verið í ofangreindri nefnd: „Almennur félagsfundur VG í Suðvesturkjördæmi, haldinn í Kópavogi 19. september, mótmæl- ir harðlega fram komnum hug- myndum um gjaldtöku fyrir legu- sjúklinga á sjúkrahúsum landsins. Fram hefur komið í nýútkominni skýrslu á vegum Krabbameins- félags Íslands að gjaldtaka í heil- brigðiskerfinu hafi farið stig- vaxandi á undanförnum áratugum og standi nú í 20% af heilbrigðis- útgjöldum. Ofan af þessari öfug- þróun þarf að vinda í stað þess að bæta í. Heilbrigðisþjónustuna á að fjármagna úr almannasjóðum en ekki upp úr vösum sjúklinga.“ Sæki ekki féð til sjúklinga ÁLYKTUN FÉLAGA Í VG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.