Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 23

Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 23
sagði Jóhannes en dætur hans og barnabörn voru þar á meðal. Annað merkisafmæli var í lífi Jó- hannesar þetta árið en hann varð sextugur í vor. Af því tilefni und- irbjuggu börn hans vísnaveislu án hans vitundar í félagsheimilinu á Þórshöfn. Þar var opið hús, allir vel- komnir og nóg af kaffi og kleinum. Kunnir hagyrðingar mættu til leiks og gáfu Jóhannesarbörn þeim skot- leyfi á afmælisbarnið, sem fékk þó tækifæri til að svara fyrir sig annað slagið í bundnu máli. Hagyrðing- arnir fóru á kostum og var þeim ekk- ert heilagt þetta kvöld og skutu fast á afmælisbarnið, sem varðist þó fim- lega og skemmtu viðstaddir sér kon- unglega á kostnað heiðursgestsins, sem kvaddi gesti með þessari vísu: Lán og gengi lífið mér löngum vildi bjóða. En dýrmætast af öllu er að eiga vini góða. Öskunorðanhríð „Eflir bara okkar vilja öskunorð- anhríð,“ segir Jóhannes í Þistilfjarð- arkvæði sínu en hann hefur upplifað alls konar veðráttu í göngunum í gegnum tíðina, bæði norðanbyl og svo mikla rjómablíðu að fé var bágrækt vegna hita. Veðravíti var hjá gangna- mönnum árin 1979 og 1980 en þá fennti fé í kaf og langan tíma tók að brjótast til byggða. En þó slíkt sé eft- irminnilegt er það góður félagsskapur og bjartir dagar sem upp úr standa í minningunni eftir þessi fimmtíu ár. Alltaf finnst mér óskastund og enginn vegur þröngur. Þegar ég með hest og hund held af stað í göngur sagði bóndinn Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum að lokum, sáttur við lífið og tilveruna. Við Þistilfjörð (Lag: Komdu inn í kofann minn) Hér við okkar fagra fjörð í friðsæld búum við og hvergi fann ég frjórri mold né fiskisælli mið. Í fjarska stendur forn og traustur fjallahringur vörð. Við unnarsteina aldan hjalar, angar gróin jörð. Stundum líka byltist brim við brúnaþunga strönd. Fara undir fönn og klaka fögur heiðalönd. Eflir bara okkar vilja öskunorðanhríð því alltaf kemur aftur vor og aftur betri tíð. Svo er kemur sumarnóttin seiðandi og hlý er svo gott að vaka og vera vinur þinn á ný. Örar þá við ást og gleði ungu hjörtun slá þvi öllum vonum vængi gefur vorsins bjarta þrá. Við bláan sæ og bjartar nætur best ég uni mér. Allir mínir æskudraumar eiga rætur hér. Vættir góðar verndi og leiði vora ættarjörð og breiði sína blessun yfir byggð við Þistilfjörð.Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Jóhannes kominn úr smölun með dætrum og barnabörnum. » Fyrstu árin voru gangnakofarnir torfkofar,sem voru samt ótrúlega hlýir þegar kolavélin hafði verið kynt. „Fruggulyktin í kofanum er þó enn minnisstæð,“ segir Jóhannes. FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum. Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.landey.is Seltjarnarnesi Landey býður til sölu eignir sínar við Bygggarða og Sefgarða á Seltjarnarnesi. Um er að ræða alls um 4.850 m2 húsnæðis og 22.700 m2 af lóðum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins Hátúni 2b í síma 594 4210, netfang: landey@landey.is ÍS LE N SK A /S IA .I S/ L A E 65 72 1 09 /1 3 Landey býður til sölu eignir á:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.