Morgunblaðið - 21.09.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.09.2013, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 neyða rússnesku máli og rúss- neskum siðvenjum upp á þá. Nas- istar voru engu betri, en þeir her- námu landið líka um skeið í stríðinu. Hinn fyrirlesarinn var dr. Pawel Ukielski, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður safnsins um upp- reisnina í Varsjá 1944. Sú uppreisn var mjög blóðug, en hún var gerð þegar Rauði herinn nálgaðist Varsjá úr austri og Þýskaland nasista var bersýnilega að bíða ósigur í stríðinu. En í stað þess að aðstoða uppreisn- armenn skipaði Stalín Rauða hern- um að búa um sig austan megin Vislu, árinnar sem rennur í gegnum Varsjá, og bíða átekta. Á meðan murkuðu nasistar lífið úr uppreisn- armönnum og lögðu borgina í rústir. Þá hóf Rauði herinn aftur sókn sína og tók borgina. Með þessu gat Stalín komið á fót stjórnvöldum í Varsjá sem voru vinveittari Sovétríkjunum en leiðtogar uppreisnarinnar. Sýningunni lauk svo 16. sept- Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ orti Jóhannes úr Kötl- um um miðja síðustu öld. Hann var hluti af fjölmennum og öflugum hópi Íslendinga sem litu á kommúnista- ríkin sem fyrirmynd. Segja má að eitt mesta ágreiningsefni íslenskra stjórnmála á tuttugustu öld hafi ver- ið áhrif heimskommúnismans hér- lendis, en stefnan átti sér einnig harðskeytta andstæðinga á Íslandi, ekki síst úr röðum þeirra sem verið höfðu kommúnistar og orðið fyrir vonbrigðum. Ljósmyndasýningin „Heims- kommúnisminn og Ísland“ var opn- uð í Þjóðarbókhlöðunni 23. ágúst síð- astliðinn, en þann dag árið 1939 gerðu Hitler og Stalín griðasáttmál- ann sem hleypti af stað heimsstyrj- öldinni síðari. Evrópuþingið valdi því 23. ágúst sem minningardag fórnarlamba alræðis í Evrópu, stal- ínisma og nasisma. Við opnun sýningarinnar héldu tveir fræðimenn erindi. Annar þeirra var dr. Mart Nutt, þingmaður á eistneska þinginu, sagnfræðingur og rithöfundur. Lýsti hann erfiðu hlutskipti Eistlendinga eftir að Rússar hernámu land þeirra 1940, sendu tugþúsundir manna í þrælk- unarbúðir í Síberíu og reyndu að ember síðastliðinn. Þá flutti dr. And- reja Valic Zver, sagnfræðingur frá Slóveníu, erindi, sem nefndist: „Hvers vegna þurfum við að minnast fórnarlambanna?“ Fór hún þar með- al annars yfir muninn á því hvernig fjallað hefur verið um minningu fórnarlamba sósíalismans og fasism- ans. Sýningunni lauk síðan formlega með því að dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórn- málafræði, afhenti Þjóðarbókhlöð- unni til varðveislu skjöl Arnórs Hannibalssonar um kommúnismann á Íslandi, en samkoman var til minn- ingar um og til heiðurs Arnóri sem lést 28. desember 2012. Hannes Hólmsteinn valdi einnig myndirnar og bækurnar á sýn- inguna, sem Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt stóð að, en Ólafur Engilbertsson hjá Sögu- miðlun sá um hönnun. Morgunblaðið hefur fengið leyfi til að birta nokkrar myndir frá sýningunni.  Ljósmyndasýningu um heimskommúnismann og Ísland lauk í vikunni  Skjöl Arnórs Hannibalssonar um íslenska kommúnista afhent Þjóðarbókhlöðunni Moskvulínan fest á filmu Ljósmynd/Gögn Einars Olgeirssonar í Þjóðarbókhlöðu Fyrstu tengslin Þessi ljósmynd var tekin af ungum fulltrúum á þingi Komintern 1920. Yst til hægri standa Hendrik Ottósson og Brynjólfur Bjarnason, árgalar kommúnismans á Íslandi. Áróðursmeistari kommúnista, Willi Münzenberg, situr fjórði frá hægri. Hann útvegaði meðal annars Halldóri Laxness boð til Rússlands 1932. Stalín lét myrða hann í skógi í Frakklandi 1940. Ljósmynd/Arnór Hannibalsson Snerist frá sósíalisma Arnór Hannibalsson stundaði nám í heim- speki og sálfræði í Rússlandi og Pól- landi. Þegar hann skrifaði greinar um ástandið í þessum löndum, sem ekki þóttu nógu lofsamlegar, vildu íslenskir sósíalistar ekki birta þær. Ljósmynd/Fjölskylda Agnars Þórðarsonar Ljóstruðu upp um ástandið „Því voruð þið að kjafta frá? spurði Jón Múli Árnason, útvarpsmaður og eindreginn kommúnisti, þá Agnar Þórðarson og Stein Steinarr, þegar þeir hittust í Austurstræti 1956. Þeir voru þá nýkomn- ir heim frá Rússlandi, en margir Íslendingar fóru á þessum árum í boðs- ferðir til Rússlands og annarra kommúnistalanda. Ólíkt flestum gagnrýndu þeir Agnar og Steinn stöðu mála hart þegar heim var komið. Ljósmynd/Fjölskylda Benjamíns Eiríkssonar Vera og Sólveig Vera Hertzsch var þýskur flóttamaður í Rússlandi, sem kynntist Benja- mín Eiríkssyni, síðar bankastjóra, og eign- aðist með honum dóttur, Sólveigu Erlu. Hall- dór Laxness var viðstaddur, þegar Vera var handtekin í Moskvu í apríl 1938, en sagði ekki opinberlega frá því fyrr en aldarfjórðungi seinna. Vera dó úr hungri í fangabúðum í Ka- sakstan vorið 1943, en áður hefur dóttir hennar eflaust látið lífið úr vosbúð. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.