Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Ljósmynd/Bundesarchiv 183 57000 0183.
Tengdi strönd við strönd Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins, var
tíður gestur í Austur-Þýskalandi, og hér syngur hann, yst til vinstri í fjórðu
röð, Alþjóðasöng verkalýðsins, Internationalinn eða „Nallann“ á kommúnista-
fundi í Austur-Berlín 10. júlí 1958. Khrústsjov, einræðisherra Rússlands, og
Walter Ulbricht, einræðisherra Austur-Þýskalands, standa í fremstu röð.
Ljósmynd/RIA Novosti
Flökkuskáldið Í einni af
mörgum heimsóknum sínum
til Rússlands hitti Halldór Kilj-
an Laxness Dzhambúl Dzhaba-
yev, aldurhnigið skáld. Þýddi
Laxness mikla lofgjörð um
Stalín sem Dzhambúl átti að
hafa sett saman og flutti við
mikinn fögnuð á hátíð stúd-
enta í Reykjavík. En í raun var
Dzhambúl aðeins leppur og
skáldskapurinn var allur sett-
ur saman á skrifstofu komm-
únistaflokksins.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon.
Austurvöllur Óeirðirnar 30. mars 1949, þegar kommúnistar mótmæltu ásamt öðrum inngöngu Íslands í Atlants-
hafsbandalagið fyrir framan Alþingishúsið. Á myndinni sjást bareflin í höndum óeirðaseggja greinilega og einnig
þegar steinum er miðað á lögreglumenn og varalið þeirra.
Ljósmynd/Fjölskylda Margoliusar
Hengdur fyrir Ísland
Dr. Rudolf Margolius
var aðstoðarutanrík-
isviðskiptaráðherra
Tékkóslóvakíu, en
hann var hengdur eftir
Slansky-réttarhöldin í
Prag 1952, meðal ann-
ars fyrir það að hafa
gert viðskiptasamn-
inga við auðvaldsríkið
Ísland.
Ljósmynd/Kansan Arkisto
Maðurinn sem var ekki til
Tuure Lehén var sænsk-
finnskur kommúnisti og
fyrri eiginmaður Herttu
Kuusinens, eins helsta leið-
toga finnskra kommúnista.
Þau hjón kenndu bæði í
Lenínskólanum í Moskvu,
þar sem nokkrir Íslend-
ingar hlutu þjálfun. Lehén
var innanrikisráðherra í
leppstjórn tengdaföður
síns, Ottos Kuusinens, sem
Rússar mynduðu eftir inn-
rás sína í Finnland 1939.
Þegar Morgunblaðið sagði
frá bók sem Lehén hafði
tekið saman um hvernig
skipuleggja ætti óeirðir og
valdarán, sagði málgagn
sósíalista, Þjóðviljinn, að
Lehén væri ekki til.
Ljósmynd/Sænska verkalýðssafnið
Heimild Morgun-
blaðsins Anton
Karlgren, prófessor í
slavneskum fræðum
í Kaupmannahöfn,
skrifaði 1924 greina-
flokk um kúgun
kommúnista í Rúss-
landi, sem Morg-
unblaðið birti. Valtýr
Stefánsson ritstjóri
vitnaði eftir það oft í
Karlgren um ástand-
ið í Rússlandi.
Í Kringlunni starfa um 1.000 starfsmenn hjá 180
fyrirtækjum. Sushi-kokkar, vínsérfræðingar,
augnlæknar og verslunarfólk eru aðeins örfá dæmi
um þau fjölmörgu störf sem unnin eru í Kringlunni á
degi hverjum. Fyrir innlitið og viðskiptin höfum við
þetta að segja:
TAKK FYRIR AÐ STYÐJA ÍSLENSKA VERSLUN
Pálína Vagnsdóttir
Kúnígúnd