Morgunblaðið - 21.09.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Jón Gnarr Kristinsson borgar-stjóri ætlar ekkert að gera
með þær undirskriftir sem hann
fékk í hendur í gær. Tæpar 70.000
áskoranir um að Reykjavík-
urflugvöllur yrði
ekki fluttur úr
Vatnsmýrinni
fengu afar slæmar
viðtökur.
Borgarstjórigerði allt sem
hann gat til að
draga úr þýðingu áskorananna og
hélt því meira að segja fram að
hann hefði búist við fleiri undir-
skriftum. Hann hefði talið að þær
yrðu yfir 100.000.
Þetta er vægast sagt ótrúverðugstaðhæfing í ljósi þess að söfn-
unin er einhver sú mesta sem hér
hefur farið fram.
Hann sagði einnig að fólk væri„misjafnlega upplýst“ og
taldi bersýnilega ekki mikla
ástæðu til að hlusta á þá lands-
menn sem væru svo illa upplýstir
að undirrita áskorunina.
Svo fann borgarstjóri að því aðþeir sem að söfnuninni stóðu
hefðu að hans mati unnið mikið að
henni og hann taldi einnig að
miklu fé hefði verið varið í hana,
sem átti einnig að draga úr gildi
skoðana þeirra tugþúsunda sem
undir áskorunina rituðu.
Hvað ætli yrði sagt ef einhverannar í sambærilegri
ábyrgðarstöðu tæki við undir-
skriftum með slíkum dell-
umálflutningi og útúrsnúningi?
Þætti það allt í lagi eða er JónGnarr Kristinsson á þannig
undanþágu að hann þurfi ekkert
að hlusta á skoðanir kjósenda?
Jón Gnarr
Kristinsson
Útúrsnúningur
borgarstjóra
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 20.9., kl. 18.00
Reykjavík 8 skúrir
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 7 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 12 léttskýjað
Kaupmannahöfn 16 léttskýjað
Stokkhólmur 16 heiðskírt
Helsinki 15 skúrir
Lúxemborg 16 léttskýjað
Brussel 15 skýjað
Dublin 13 skýjað
Glasgow 13 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 18 léttskýjað
Amsterdam 15 skýjað
Hamborg 13 skýjað
Berlín 13 skýjað
Vín 13 skúrir
Moskva 10 súld
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 23 skýjað
Winnipeg 8 skúrir
Montreal 21 léttskýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 21 alskýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:09 19:33
ÍSAFJÖRÐUR 7:13 19:39
SIGLUFJÖRÐUR 6:56 19:22
DJÚPIVOGUR 6:38 19:03
Fararstjóri: Pavel Manásek
Aðventa 3 29. nóvember - 6. desember
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Aðventuferðir okkar hafa svo sannarlega slegið í gegn og
í þessari ferð kynnumst við einstakri aðventustemningu
þriggja landa, Þýskalands, Frakklands og Sviss. Förum í
spennandi og áhugaverðar skoðunarferðir.
Verð: 169.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Franskirogþýskiraðventutöfrar
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Ný heimildarmynd bandaríska dag-
blaðsins The New York Times hefur
vakið athygli í Bandaríkjunum en
myndin fjallar um líf og afdrif ís-
lenska háhyrningsins Keikós. Mynd-
in, sem er um tólf mínútna löng, birt-
ist á vefsíðu blaðsins í vikunni en í
henni er saga Keikós rakin.
Keikó var veiddur nálægt Íslandi
árið 1979 og seldur í bandarískt sæ-
dýrasafn. Hann öðlaðist heimsfrægð
þegar hann „lék“ í kvikmyndinni
Free Willy og árið 1993 hófst her-
ferð fyrir því að frelsa Keikó, sem
var þá í sædýrasafni í Mexíkóborg.
Háhyrningurinn var fluttur í sæ-
dýrasafn í Oregon en fram kemur í
myndinni að kostnaðurinn við þann
flutning hafi numið 7,3 milljónum
Bandaríkjadala, jafnvirði um 875
milljóna króna. Loks var hann flutt-
ur með herflugvél til Vestmannaeyja
árið 1998 til að búa hann undir frels-
ið í hafinu. Í júlímánuði ársins 2002
var honum sleppt lausum og 16 mán-
uðum síðar greindist hann með
lungnasjúkdóm sem varð honum að
aldurtila við strendur Noregs.
Veikburða á seinni árum
Í myndinni segir að Keikó hafi
lengi verið bágur til heilsunnar.
„Hann var látinn synda í endalausa
hringi sem olli því að ugginn hans
varð boginn. Hann var kominn í
hættulega undirþyngd og var orðinn
sár vegna húðsýkingar,“ segir þul-
urinn í myndinni.
Gerð er grein fyrir þeim sem
lögðu Keikó og verkefninu til fjár-
magn. Þar ber helst að nefna banda-
ríska viðskiptamanninn Craig
McCaw en hann stofnaði Free Willy-
Keiko-stofnunina sem barðist fyrir
því að frelsa háhyrninginn. McCaw
lagði, ásamt fjölda dýravernd-
unarsamtaka, hundruð milljóna í
verkefnið á fyrstu árum þess. Bak-
slag kom hins vegar í kjölfar þess að
netbólan sprakk um aldamótin en
McCaw, sem hafði fjárfest í mörgum
tæknifyrirtækjum, tapaði þá miklu
fé.
Morgunblaðið/Ásdís
Keikó Háhyrningurinn Keikó virðist enn njóta vinsælda vestanhafs.
Keikó enn fréttaefni
Ný heimildarmynd NY Times
um Keikó hefur vakið athygli
Landsbankinn og Hugsmiðjan hlutu
í gær samgönguviðurkenningu
Reykjavíkurborgar. Fyrirtækin sem
hljóta viðurkenninguna þykja hafa
staðið sig vel í að hvetja starfsfólk að
nýta sér vistvæna ferðamáta og auð-
veldað því að hvíla einkabílinn.
Viðurkenningin er veitt í evr-
ópskri samgönguviku sem Reykja-
víkurborg hefur tekið þátt í undan-
farin tíu ár. Markmiðið er að hvetja
fólk til umhugsunar um eigin ferða-
venjur og virkja það til að nota al-
menningssamgöngur, hjóla eða
ganga. Þær Jensína Böðvarsdóttir,
framkvæmdastjóri þróunar og
mannauðs hjá Landsbankanum, og
Ragnheiður Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, tóku
við viðurkenningunni. sgs@mbl.is
Auðvelduðu hvíld bílsins
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Viðurkenning Jensína og Ragnheiður.