Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
Gamlar snjóþrúgur, frum-stæðar talstöðvar, appel-sínugular húfur oggroddalegir mann-
broddar leynast sennilega víða í bíl-
skúrum og á háaloftum hér á landi.
Munir sem tengjast sögu Flug-
björgunarsveitarinnar eru á meðal
þess sem Jónas Guðmundsson, með-
limur sveitarinnar, er á höttunum
eftir þessi dægrin, því hann er að
kortleggja sögu FBSR,
Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík.
Öllu mikilvægara en að fá muni
er þó að fá sögur. Munnmælasögur,
ritaðar heimildir eða sögur á hvers
kyns formi geta komið að gagni því
þeir voru býsna magnaðir, karlarnir
sem í kjölfar Geysisslyssins stofn-
uðu Flugbjörgunarsveitina í nóv-
ember árið 1950. Stofnfélagar voru
29 og á stofnfundinum var eftirfar-
andi samþykkt: „Fundurinn ályktar
að markmið félagsins sé fyrst og
fremst að aðstoða við björgun
manna úr flugslysum og leita að
flugvélum sem týnst hafa. Í öðru
lagi að hjálpa þegar aðstoðar er
beðið og talið er að sérþekking og
tæki félagsins geti komið að gagni.
Þetta markmið Flugbjörgunar-
sveitarinnar stendur óbreytt í dag.
Saga sem verður að segja
Eftir 27 ár í Flugbjörgunar-
sveitinni segir Jónas Guðmundsson
að starfið sé bæði lífsstíll og áhuga-
mál. Þess vegna finnur hann knýj-
andi þörf til að gera það sem hann
getur til að skrá gömlu sögurnar
niður og deila þeim með fólki. Fáir
stofnfélagar eru enn á lífi og því
ekki seinna vænna að hefjast handa
áður en sögumennirnir kveðja þessa
jarðvist.
„Ef ekkert er gert í þessu núna
þá hverfa fyrstu tveir eða þrír ára-
tugirnir úr sögunni,“ segir Jónas.
Hann þarf þó ekki að byrja algjör-
lega á grunninum því búið er að
byggja hann. Þeir Einar Oddgeirs-
son og Grétar Felixson, félagar í
sveitinni til margra áratuga, söfn-
uðu vel í sarpinn á árum áður, en nú
er komið að Jónasi að taka við kefl-
inu og er stefnt að því að gefa sög-
Með tuttugu kílóa tal-
stöð og snjóþrúgur
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð árið 1950 og er ein elsta björgunar-
sveit landsins. Fjölmargar sögur eru til af köppum sem börðust við náttúruöflin
löngu fyrir tæknivæðinguna og undanfarin ár hafa menn verið að safna þessum
sögum saman til að birta í bók um sögu sveitarinnar. Hvernig unnu björgunar-
sveitir eiginlega fyrir tíma talstöðva, GPS-tækja og Gore-Tex?
Björgunarstörf Flugsveit varnarliðsins vann oft náið með Flugbjörg-
unarsveitinni. Þessi mynd var tekin um 1980.
Morgunblaðið/RAX
Söguritarinn Jónas Guðmundsson safnar nú sérstökum sögum af afrekum.
Allri fjölskyldunni er boðið frítt í bíó í
dag kl 17:30 en þá ætlar Bíó Paradís
að bjóða á sýningu á myndinni
„Mamma, ég elska þig.“ Myndin er
sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð
2013, sem haldin er dagana 19. – 29.
september í Bíó Paradís. Á undan
sýningunni verða tónleikar og veit-
ingar í boði. Myndin hefst kl 18 og
verður hún sýnd með íslenskum
texta. Lettneska myndin „Mamma, ég
elska þig“ fjallar um ungan dreng,
Raimond, sem mætir ýmsum áskor-
unum í lífinu, þar sem hann þarf að
standa á eigin fótum þar sem hann á
í flóknum og viðkvæmum samskipt-
um við móður sína. Myndin hefur
unnið til verðlauna, meðal annars
sem besta barnamyndin á kvik-
myndahátíð í Berlín 2013 og verð-
launa evrópskra barnakvikmynda-
samtaka á kvikmyndahátíðinni í Zlin.
Myndin hentar börnum frá 10 ára.
Vefsíðan www.bioparadis.is
Myndin Þroskasaga drengsins Raimonds sem mætir ýmsum áskorunum.
„Mamma, ég elska þig“
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
og Sögufélagið bjóða borgarbúum og
öðrum gestum í bókmennta- og sögu-
göngu um miðborg Reykjavíkur í dag
laugardag undir leiðsögn Jóns Karls
Helgasonar. Hann
hefur nýlega sent
frá sér bókina
Ódáinsakur:
Helgifesta þjóðar-
dýrlinga, en þar er
fjallað um það
hvernig minning
markverðra
einstaklinga, ekki
síst skálda og
listamanna, hefur
verið ræktuð
opinberlega hér á landi á síðari öld-
um.
Deilur um þjóðardýrlinginn
Halldór Laxness
Safnast verður saman við Hljóm-
skálann kl. 15 og byrjað á því að heim-
sækja myndhöggvarann Bertel Thor-
valdsen og þjóðskáldið Jónas
Hallgrímsson. Þaðan verður gengið
meðfram Tjörninni niður á Austurvöll
og svo áfram að Stjórnarráðinu við
Lækjargötu og að Þjóðmenningarhús-
inu við Hverfisgötu, en göngunni lýk-
ur í Þingholtunum þar sem finna má
nýlegt minnismerki um Bríeti Bjarn-
héðinsdóttur. Athygli verður beint að
sögu þessara og fleiri minnismerkja á
svæðinu en einnig rifjuð upp saga
beina Jóns Arasonar og þær deilur
sem nýlega urðu um þjóðardýrlinginn
Halldór Laxness. Gangan tekur um
eina og hálfa klukkustund. Ekki þarf
að bóka þátttöku, aðeins mæta við
Hljómskálann stundvíslega og njóta
þess að ganga um borgina og fræðast
í leiðinni um skáld, listamenn og bar-
átturfólk sem hún hefur alið.
Endilega...
...farið í bóka-
göngu í dag
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Jón Karl
Helgason
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
D-vítamínbættur