Morgunblaðið - 21.09.2013, Síða 13

Morgunblaðið - 21.09.2013, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Um 700 vísindamenn sækja árs- fund Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í Hörpu í Reykjavík í næstu viku. Þar verður í meira en 450 erindum og á veggspjöldum fjallað um 20 efnisflokka á sviði haf- og fiskirannsókna, en jafnframt verða flutt nokkur framsögu- og yfirlitserindi. Hafrannsókna- stofnun er íslenskur gestgjafi ráð- stefnunnar. Framsöguerindi ráðstefnunnar við setningarathöfn á mánudag flytur Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, og mun hann gefa yfirlit um fiskveiðar og fisk- veiðistjórnun á heimsvísu, hvað hefur áunnist og hvaða áskoranir eru framundan. Ráðgjöf við stjórnun ICES samanstendur af 20 þjóð- um við Norður-Atlantshaf, Norð- ursjó og í Eystrasalti. Ráðið var stofnað árið 1902 og er það talið með elstu starfandi fjölþjóða- samtökum í heiminum, segir í til- kynningu, en Ísland gerðist aðili árið 1938. Starfsemin byggist á þátttöku um fjögur þúsund vísindamanna frá um 300 stofnunum. Ráðið veitir stjórnvöldum og alþjóðlegum stofn- unum ráðgjöf varðandi stefnumót- un og stjórnun. Á vegum ráðsins starfa um 120 sérhæfðar vinnu- nefndir, sem m.a. fjalla árlega um ástand fiskstofna við Ísland. Af efnisflokkum sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar koma sérstaklega að má nefna: Sam- keppni og samspil uppsjávarfiska í Norður-Atlantshafi með sérstakri áherslu á síld, makríl og kolmunna, stefnumótun varðandi sjálfbærar nýtingarreglur, eðlis- og efnafræði súrnunar sjávar, tækninýjungar til rannsókna á útbreiðslu fiska og at- ferli, sjófræði og straumakerfi Norðurhafa. Þá verður einnig fjallað um við- brögð vistkerfa sjávar við veð- urfarsbreytingum og skipulag strandsvæða. aij@mbl.is 700 vísindamenn ræða um fisk og haf  Fjölmennur ársfundur Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins haldinn í Reykjavík Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú við loðnuleit og mælingar norður af landinu. Alls óvíst er um loðnuveiðar í vetur þar sem lítið fannst af ungloðnu í fyrrahaust og síðasta vetur. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra nytja- stofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, er leiðangurinn til að afla upplýsinga um veiðistofninn farinn fyrr en áður. Vonir standa til að hafís hamli síður rannsóknum og minna sé af honum heldur en þegar kemur fram í síðari hluta októbermánaðar. Auk þess hefst haustrall stofnunarinnar 2. október og þessi verkefni trufla þá ekki hvort annað. Í grænlenska lögsögu Árni Friðriksson byrjaði leiðang- urinn norður af Melrakkasléttu og vann sig vestur fyrir Kolbeins- eyjarhrygginn og þaðan í norðurátt. Reikna má með að fullorðna loðnan geti verið á norðlægari slóðum og inni í grænlenskri lögsögu. Síðan er ætl- unin að fara með landgrunnskantinum suður á bóginn á þeim slóðum fáist upplýsingar um yngri loðnuna. Þær upplýsingar sem liggja fyrir benda til þess að veiðistofn vetrarins sé lítill. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar segir: Loðnuvertíðin 2013/2014 ætti að byggjast á árgöngunum frá 2011 og 2010. Þar sem mjög lítið mældist af ókynþroska loðnu haustið 2012 eru ekki forsendur til að leggja til upphafsaflamark fyrir vertíðina 2013/2014. Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuveiðar verði ekki heimilaðar fyrr en tekist hefur að mæla stofninn og niðurstaðan gefi til kynna að óhætt verði að leyfa veiðar að teknu tilliti til að 400 þús. tonn verði skilin eftir til hrygningar, eins og aflaregla kveður á um. aij@mbl.is Leita loðnu norður af landinu Loðnuleiðangur Rannsóknaskipið Árni Friðriksson  Upphafskvóti ekki gefinn út Nýráðningar í fiskiðjuverum HB Granda í ágústmánuði og það sem af er september eru alls um 60 talsins, þar af eru um 35 í Reykja- vík og um 25 á Akranesi. Þá hefur fyrirtækið fjárfest í nýjum og full- komnum fiskvinnslubúnaði. Fram kemur á heimasíðu fyr- irtækisins að fyrirsjáanleg er mikil aukning í ferskfiskvinnslu í fisk- iðjuverum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi á nýhöfnu fisk- veiðiári. Stafar hún af aukningu kvóta í tegundum eins og þorski, ufsa og karfa og því að stjórn- endur félagsins hafa ákveðið að fækka frystitogurum og leggja aukna áherslu á útgerð ísfisktog- ara. Ferskfiskútflutningur á vegum HB Granda hefur aukist á þessu ári í samanburði við fyrri ár. Að jafnaði hafa ferskir flakabitar sem samsvara um hálfri milljón máltíða verið fluttir utan í viku hverri undanfarnar vikur. aij@mbl.is HB Grandi ræður um 60 starfsmenn Nánari upplýsingar á www.rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is skattur.is Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2013 Þrátt fyrir að framtalsfrestur sé runninn út eru þau félög sem enn eiga eftir að skila skattframtali 2013 ásamt ársreikningi hvött til að gera það hið allra fyrsta. Skattframtali á alltaf að skila, jafnvel þó að engin eiginleg atvinnustarfsemi eða rekstur hafi verið til staðar hjá félaginu á árinu 2012. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Hægt er að skila skattframtali og ársreikningi rafrænt á www.skattur.is. Framtalsfrestur félaga er liðinn Minnt er á að í október fer fram álagning opinberra gjalda lögaðila 2013 vegna rekstrarársins 2012.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.