Morgunblaðið - 21.09.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.09.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Í skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands um breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna í kjölfar efnahags- hrunsins, sem greint var frá í Morg- unblaðinu í gær, er dregin upp mynd af því hvaða þjónusta ríkisins varð helst fyrir barðinu á niðurskurðar- hnífnum á árunum eftir að kreppan reið yfir. Mest voru framlög skorin niður til stofnana sem heyra undir innanrík- isráðuneytið eða um 26 milljarða á milli áranna 2007 og 2011. Útgjöld eru framreiknuð á föstu verðlagi og má m.a. sjá að útgjöld til lögreglu og sýslumanna voru þremur milljörð- um kr. minni á árinu 2011 en lög- gæslan og sýslumenn höfðu úr að spila 2007. Mestur var niðurskurð- urinn á Suðurnesjum eða 36% en hafa ber þann fyrirvara á að miklar breytingar voru gerðar í rekstri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og Sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli á þessum tíma og hluti rekstursins hefur verið fluttur ann- að. Næstmestur var niðurskurður- inn á Austurlandi 28%. Af fram- reiknuðum tölum Hagfræðistofnunar má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu var niður- skurðurinn til löggæslu og sýslu- manna 1,2 milljarðar kr. Útgjöld ríkisins til hinna ýmsu fé- lagsmála voru ýmist aukin eða skor- in verulega niður á þessum árum. Mikill samdráttur átti sér stað í gjöldum hjá Eftirlaunasjóði aldr- aðra eða um 58% (lækkuðu um 69 milljónir) og útgjöld Fæðingaror- lofssjóðs voru 3,2 milljörðum kr. minni árið 2011 en á árinu 2007. Lífeyristryggingar jukust hins vegar um 7% á milli þessara ára og einnig bætur um félagslega aðstoð sem jukust að raunvirði um 1,2 millj- arða. Barnabætur voru aftur á móti skornar verulega niður og lækkuðu að raunvirði um 2,5 milljarða kr. milli áranna 2007 og 2011. Kostnaður hjá spítölum og heilsu- gæslustofnunum var skorinn niður og var rúmlega 19 milljörðum króna minni á árinu 2011 en á árinu 2007 reiknað á föstu verðlagi. 30% lækkun til SÁÁ Skýrsluhöfundar reikna m.a. nið- urskurðinn sem átti sér stað til með- ferðarheimila og endurhæfingar, sem varð samtals 732 milljónir. Alls varð 30% lækkun á útgjöldum vegna SÁÁ milli áranna 2007 og 2011 eða alls upp á um 237 milljónir, 24% lækkun varð á útgjöldum hjá Reykjalundi, 22% niðurskurður varð hjá Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags Íslands og 17% hjá Hlað- gerðarkoti, sem er vistheimili fyrir áfengissjúklinga. Heildargjöld háskóla landsins lækkuðu um 19% milli áranna 2007 og 2011. „Ef einungis er litið til há- skólanna sjálfra lækkuðu gjöld mest á Norðurlandi vestra, þar er Hóla- skóli starfræktur og lækkuðu gjöld þar um 41%. Næstmest lækkun gjalda í einstökum skóla var í Land- búnaðarháskóla Íslands. Aftur á móti varð minnstur samdráttur í gjöldum í Háskólanum í Reykjavík og þar á eftir kom Háskólinn á Bif- röst,“ segir í skýrslunni. Þjónusta minnkaði um 4-6% á Norður- og Austurlandi Farið er ítarlega yfir áhrif nið- urskurðarins á einstaka landshluta. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að mestur varð niðurskurðurinn til sjúkrahúsa og heilsugæslu á höfuð- borgarsvæðinu en næstmestur nið- urskurður átti sér stað á Norður- landi vestra og eystra, eða 21%. Á Norðurlandi eystra voru útgjöld vegna heilsugæslu og sjúkrahúsa tæplega 1,7 milljörðum króna minni á árinu 2011 en þau voru 2007. „Sums staðar þarf fólk nú að leita í aðra landshluta eftir þjónustu rík- isins sem áður stóð til boða í næsta nágrenni. Þetta á til dæmis við um ýmsa heilbrigðisþjónustu. Ekki hef- ur verið kannað hve margir þurfa nú að leita út fyrir heimabyggð eða hve mikill heildarkostnaður þeirra er af breytingunni. Ef fjöldi ríkisstarfs- manna er tekinn sem mælikvarði á þjónustustig minnkaði þjónusta rík- isins um 4-6% á Norðurlandi og Austurlandi frá 2007 til 2011,“ segir í úttektinni. Löggæslan tók á sig 3ja milljarða niðurskurð  Barnabætur lækkuðu um 2,5 milljarða milli 2007 og 2011 Morgunblaðið/Eyþór Niðurskurður Hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu voru útgjöldin 1,2 milljörðum króna minni á árinu 2011 en fjórum árum fyrr. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er eins og makríllinn hafi horfið héðan af grunnslóðinni með norðan- hvellinum um síðustu helgi,“ segir Guðlaugur Birgsson, skipstjóri á Öðlingi SU 19 frá Djúpavogi. Hann segir að sjórinn hafi kólnað mikið síð- ustu daga og í fyrradag hafi þeir að- eins fengið eina körfu og þar með hafi þeir ákveðið að hætta veiðum í ár. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila smábátum makrílveið- ar út mánuðinn breyti engu þar um. Með Guðlaugi á Öðlingi rær Óð- inn Sævar Gunnlaugsson, en Tryggvi Gunnlaugsson er meðeigandi Guð- laugs í útgerðinni. Þeir byrjuðu ekki á makríl fyrr en 12. ágúst, þegar vertíðin var hálfn- uð hjá mörgum. Sumarið skilaði þeim félögum um 35 tonnum af makríl og talsvert var haft fyrir afl- anum á þessum 12 metra hraðfiskibáti. „Við dóluðum hringinn í kring- um landið og fórum rólega til að spara olíu og reyndum fyrir okkur í Steingrímsfirði, við Ólafsvík, út af Helguvík og í Berufirðinum. Við komum of seint og misstum af ævin- týrinu í Steingrímsfirðinum, en þeg- ar mest var voru um 50 bátar þar. Það er trúlega alltof mikið, makr- íltorfurnar splundruðust og fiskurinn kom sér í burtu í atganginum. Okkur gekk best út af Helguvíkinni, fengum tæplega sjö tonn einn daginn og fyllt- um þá bátinn. Mér finnst líklegt að næsta sumar verðum við að mestu hérna fyrir austan.“ Reynslunni ríkari Guðlaugur segir að þeir hafi fylgst með makrílveiðunum síðustu ár og síðan ákveðið að prófa sjálfir í ár. Hann áætlar að það hafi kostað um sex milljónir að gera bátinn klár- Makríllinn hvarf úr Beru- firði með norðanhvellinum  Mikill upphafskostnaður  Áhersla á gæði aflans Morgunblaðið/Golli Hólmavík Mikið var um að vera í Steingrímsfirði þegar um 50 bátar voru þar að makrílveiðum í sumar. Guðlaugur Birgisson SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON 11.09.13 - 17.09.13 1 2Heilsubók JóhönnuJóhanna Vilhjálmsdóttir Maður sem heitir OveFrederik Backman 5 BréfberinnAntonio Skarmeta 6 Lost in Iceland mini enskSigurgeir Sigurjónsson 7 Skapaðu þinn heimilisstílSesselja Thorberg 8 Efst á baugiBjörgvin Guðmundsson 10 Iceland small worldSigurgeir Sigurjónsson9 InfernoDan Brown 4 Árið sem 2 sekúndur bættustvið tímann - Rachel Joyce3 Stígum framSheryl Sandberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.