Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 27
Föst búseta hófst á Sauðárkróki árið 1871 þegar byggjast tók úr landi jarðarinnar Sauðár. Íbúar eru nú um 2.600. Atvinnuhættir á Sauðárkróki eru fjölbreyttir, flestir hafa atvinnu af sjávarútvegi, verslun og þjónustu og þá er þar fjölbreyttur iðnaður, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og heilbrigðisstofnun. Stendur við vestan- verðan botn SkagafjarðarLjósmynd/MatsWibe Lund MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Iðja Um 120 manns eru ráðnir til starfa í sláturtíðina á Sauðárkróki. Útlendingar, til dæmis Pólverjar og Nýsjálend- ingar, eru áberandi í þeim hópi en erfitt hefur verið að fá Íslendinga til þessara starfa, þótt uppgrip séu í tekjum. breyst mikið á undanförnum árum. Sú var tíðin á Króknum að heilir dilk- ar voru settir í frystigeymslu strax eftir slátrun og svo teknir þaðan út, þíddir upp og unnir. Nú er hins vegar sá háttur hafður á að skrokkarnir eru úrbeinaðir og unnir strax eftir slátr- un. Þannig fer kjötið í frysti og er svo tekið út og unnið í samræmi við pant- anir. „Við seljum mest af kinda- kjötinu til stórra kaupenda eins og Haga – sem reka Hagkaup og Bónus. Þá fer alltaf talsvert af fersku kjöti beint á Bandaríkjamarkað frá Hvammstanga og nýjar skila afurð- irnar okkur miklum verðmætum. Með þessum hætti er komið til móts við kaupmenn og neytendur sem gera miklar kröfur,“ segir Ágúst. Hver arða er nýtt Önnur breyting er sú að nú má heita að hver einasta arða af fé sem slátrað er sé nýtt. Áður var til dæmis innyflum og afskurði gjarnan hent, en í seinni tíð hafa komið stífari regl- ur um förgun úrgangs sem jafnframt er gjaldlagður. „Þetta hefur breytt vinnubrögðunum hjá okkur og nú vinnum við og flytjum út til dæmis eistu, lifur, þindir, garnir, bein og fleira. Markaður fyrir þessar afurðir er til dæmis í Asíu, Bretlandi, Rúss- landi og víðar – og fer stækkandi Þá fer alltaf drjúgt frá okkur sem hrá- efni í loðdýrafóður, sem unnið er hér á Sauðárkróki,“ segir Ágúst. Kjötkrókur Dilkurinn er hengur upp og og bíður svo frekari úrvinnslu. Þegar ég flutti á Sauðárkrók 1980 var bæjarbúum gjarnan skipt í fernt – og hér var talað um orginala, aðflutta: Hand- anvatnamenn og Lýtinga. Skipt- ingin er ekki lengur svona skörp. Bæði hefur aðfluttum íbúum hér fjölgað mikið og þegar til dæmis unglingar víða að koma hingað í framhaldsskóla blandast hóp- urinn og þá þynnast þessi sér- kenni út,“ segir Þorkell V. Þor- steinsson sem býr við Grenihlíð. Syðst í byggðinni á Sauðár- króki eru nokkrar íbúðagötur í brekku – og þar fyrir ofan er hluti af skógræktarsvæði bæj- arins. Þar hangir á spýtunni að göturnar bera skógarnöfn, það er Grenihlíð, Furuhlíð, Birkihlíð og svo framvegis. „Við Lydia Jósafatsdóttir, eiginkona mín, fluttum hingað í götuna árið 1983 og höfum verið hér lengst allra íbúa,“ segir Þorkell sem ólst upp austur á fjörðum og í Keflavík. Kveðst því vera lands- byggðarmaður út í gegn. „Ég er orðinn Króksari fyrir margt löngu. Staðurinn náði mér strax,“ segir Þorkell sem réð sig til starfa við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki árið 1980, en á þeim tíma var starfsemi skólans nýhafin. Þar hefur Þorkell starfað síðan; var lengi enskukennari en er nú aðstoðarskólameistari. Gatan mín Grenihlíð Ljósmynd/Kristín Sigurrós Sauðkrækingur „Staðurinn náði mér strax,“ segir Þorkell. Þar sem göturnar bera skógarnöfn Skilaverð sláturhúsa til bænda fyrir hvert kíló af dilkakjöti á þessu hausti er í kringum 600 kr. Þessi tala er eins- konar meðaltal; verðið er hæst í upp- hafi sláturtíðar en fer svo lækkandi. Um 60 til 70% íslensks lambakjöts eru seld á innanlandsmarkað. Útflutningur til dæmis til Bandaríkjanna hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum, svo sem í sælkeraverslanir, og skilar salan þar íslenskum bændum drjúgum tekjum. 600 KRÓNUR ERU VIÐMIÐUNARVERÐ Á KÍLÓ Sauðfé Lambakjötið er lystugt. Bandaríkin eru drjúg  Næsti viðkomustaður á 100 daga hringferð Morgunblaðs- ins er Svalbarðsströnd. Á mánudaginn www.holar.is Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.