Morgunblaðið - 21.09.2013, Síða 33

Morgunblaðið - 21.09.2013, Síða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 AFP Frístundabóndinn Oliver Langheim, betur þekktur sem Graskers-Olli, heldur utan um 320 kg grasker af teg- undinni Atlantic Giant í garði sínum í Fuerstenwalde í austurhluta Þýskalands. Langheim segir að graskerið þyngist um allt að fjög- ur til fimm kg á dag en stærsta grasker sem vitað er um var einnig af tegundinni Atlantic Giant og vó alls 911,3 kg. Þyngist um fjögur til fimm kíló á dag Túnis. AFP. | Konur frá Túnis hafa ferðast til Sýrlands til að heyja „kyn- lífs-jíhad“ en það gera þær með því að svala líkamlegum þörfum ísl- amskra stríðsmanna. Þetta sagði Lotfi ben Jeddou, innanríkisráð- herra Túnis, við túníska þingmenn á fimmtudag. Ben Jeddou sagði konurnar sænga hjá tugum manna en að því loknu snéru þær þungaðar heim. Hann nefndi ekki hversu margar túnískar konur hefðu ferðast til Sýr- lands í þessum tilgangi, né heldur hversu margar hefðu snúið aftur óléttar en samkvæmt túnískum fjöl- miðlum nema þær hundruðum. Jihad al-nikah, eða kynferðislegt heilagt stríð, sem leyfir kynlíf utan hjónabands með fleiri en einum að- ila, er álitið lögmæt tegund heilags stríðs af sumum harðlínu salafistum. Hundruð túnískra manna hafa gengið í fylkingar jíhadista í Sýr- landi sem berjast gegn Sýrlands- stjórn og vilja forsetann Bashar al- Assad frá völdum. Ben Jeddou, sagði þó að tekist hefði að koma í veg fyrir að um 6.000 ungmenni hefðu horfið til Sýrlands í þessum tilgangi. Fréttir hafa borist af því að þús- undir Túnisbúa hafi gengið til liðs við jíhadista í Afganistan, Írak og Sýr- landi síðustu 15 ár, og ferðast þang- að gegnum Tyrkland eða Líbíu. Abu lyadh, leiðtogi Ansar al- Sharia, stærstu hreyfingar salafista í Túnis, er grunaður um að hafa skipu- lagt árásirnar á sendiráð Bandaríkj- anna í landinu í fyrra. Heyja „kynlífs- jíhad“ í Sýrlandi  Koma aftur óléttar, segir inn- anríkisráðherrann AFP Stríð Ráðherrann sagði ekki hversu margar konur hefðu snúið aftur. Kynferðisofbeldi » Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í febrúar að kynferðisofbeldi væri útbreitt í Sýrlandi. » Sérlegur fulltrúi SÞ um kyn- ferðisofbeldi í átökum sagði að allir aðilar að átökunum í land- inu hefðu gerst sekir um kyn- ferðisofbeldi og að fjölda kvenna og stúlkna hefði verið rænt. Viltu læra bridge? Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa, fyrirtæki og skóla, og einnig forgefin spil. Guðmundur Páll Arnarson starfrækir Bridgeskólann, þar geta þeir lært sem eru að stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja bæta við kunnáttu sína. Námskeið verða í Bridgeskólanum í allan vetur, þau fyrstu hefjast 23. september, hvert þeirra yfirleitt átta skipti. Upplýsingar hjá Guðmundi Páli s. 895427 eða gpa@talnet.is. Bridgefélög og klúbbar eru starfræktir um allt land – upplýsingar á bridge.is Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is Bridge gerir lífið skemmtilegra Árlegt alþjóðlegt stórmót Icelandair Reykjavík Bridgefestival fer fram dagana 23.-26. janúar 2014, skráning á bridge@bridge.is Landslið Íslands í bridge hefur náð langt í alþjóðlegum mótum, það vann síðast Norðurlandameistaratitil í maí 2013.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.