Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 38

Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Pennavinur minn Aðalsteinn Baldursson sendir mér tóninn í Mbl. þann 12. september sem loka- svar við grein minni frá 28. ágúst. Mig var farið að lengja eftir við- brögðum frá honum en þetta skil- aði sér að lokum og má án vafa þakka Erni Pálssyni, fram- kvæmdastjóra Félags smábátaeig- enda, tilurð greinar Aðalsteins. Aðalsteinn ber mér á brýn að ég beri upp á hann alvarleg ósannindi sem felast í óeðlilegri notkun hans á copy/paste skipuninni við samn- ingagerð. Þar grípur hann grautfú- inn bjarghring í líki yfirlýsingar Arnar Pálssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands smábátaeig- enda, og notar þá ritsmíð sem kjarnann í grein sinni í Mbl. fimmtudaginn 12 september. Í áð- ur getinni yfirlýsingu Arnar má lesa eftirfarandi: „Vegna greina- skrifa AB og ÁB þykir undirrit- uðum rétt að greina frá því að eftir að SSÍ ákvað 9. október 2009 að hafna áframhaldandi viðræðum við LS um gerð kjarasamnings hóf Klettur (svæðisfélag FS Ólafs- fjörður-Tjörnes) viðræður við Framsýn. Formenn félaganna áttu fjölmarga fundi og tók undirritaður þátt í nokkrum þeirra. Í mars 2011 var vinnan komin á það stig að drög að fullgerðum samningi voru kynnt félagsmönnum Kletts á Húsavík. Á þessum tíma gætti töluverðrar ókyrrðar hjá sjómönn- um á smábátum og voru uppi radd- ir um að stofna sér félag. Þeir kröfðust þess að gerður yrði kjara- samningur við þá. Við þessar að- stæður ákvað SSÍ að hefja aftur viðræður við LS. Klettur og Fram- sýn ákváðu þá að gera hlé á við- ræðum sínum þar sem báðir aðilar vildu að samningar næðust milli heildarsamtakanna sem tókst með undirritun þess samnings þann 29. ágúst 2012.“ Raunveruleikinn Ég mun nú greina frá nokkrum atriðum er varða framvindu þessa máls. Ástæða þess að SSÍ sleit við- ræðum á haustdögum 2009 var sú að fulltrúar LS höfnuðu að hafa í samningi smábáta- sjómanna ákvæði um að þeir nytu sömu réttinda og aðrir sjó- menn hvað varðar slysatryggingar. Með- an sú afstaða réð ríkj- um þá væru ekki for- sendur til áframhalds. Slysatryggingaákvæði samningsins voru óleyst þegar samn- ingaviðræður hófust á ný við SSÍ, FFSÍ og VM sumarið 2012. Kjarasamning- urinn er níu bls. að lengd. Þrjár þær fyrstu fjalla um skiptakjör sjó- manna á smábátum, en um þann þátt var aldrei mikill ágreiningur hvorki í upphafi né í lok þessa ferl- is. Restin er nánast að öllu leyti tekin lóðbeint upp úr kjarasamn- ingum SSÍ, FFSÍ og VM. Það eina sem er frábrugðið og máli skiptir eru ákveðnir liðir er varða slysa- tryggingu sem lagaðir hafa verið að sérstöðu smábáta. Það væri því ofmælt að segja að rífandi gangur hafi verið við lýði á þessum fjöl- mörgu fundum sem stóðu yfir frá haustinu 2009 fram í mars 2011. Hvað varðar það mat Arnar Pálssonar að ástæða fyrir því að samningaviðræður hófust á ný við heildarsamtökin hafi verið ókyrrð meðal sjómanna vil ég benda á, að hann hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri LS frá 8́6 án þess að því er virðist að verða var við óróa meðal sjómanna fyrr en á þessum tímapunkti. LS var stofnað árið 1985 og hefur vegur smábátaút- gerða óumdeilanlega vaxið gríðarlega frá þeim tíma. LS nýtur þess vafasama heiðurs að hafa aldrei fyrr en 29. ágúst 2012 staðið að gerð heildstæðs kjarasamnings á lands- vísu, eða u.þ.b. 28 ár- um eftir stofnun. Vel- gengni greinarinnar hefur verið slík að út- gerðarmenn smábáta hafa, ef að líkum læt- ur, ekki talið neina ástæðu til að gerður skyldi heild- stæður kjarasamningur sem eitt- hvað væri að þvælast fyrir þeim. Í sáttanefndinni sálugu kom á sínum tíma fram áskorun frá sam- tökum sjómanna um að fest yrði í lög að þeim aðilum í lands- samtökum innan sjávarútvegsins, sem ekki hefðu gildan kjarasamn- ing á landsvísu, yrði hreinlega ekki heimilt að róa til fiskjar fyrr en úr hefði verið bætt. Þessari áskorun var mjög vel tekið af þeim þing- mönnum sem í nefndinni sátu. Örn Pálsson staðfesti í samtali við mig að líkurnar á löggjöf í þessa veru hefðu haft afgerandi og hvetjandi áhrif á samningsvilja forsvars- manna LS. Þeir fundir sem und- irritaður sat með samninganefnd LS voru skilvirkir og skiluðu nið- urstöðu fljótt og vel. Samninga- nefndinni þakka ég góða viðkynn- ingu og gott samstarf. Beðist afsökunar Ég vil biðja Aðalstein Bald- ursson afsökunar á því að hafa allt annan skilning en hann á íslenskri tungu. Ég hef í tvígang reynt án árangurs að sannfæra Aðalstein um að ég sé alls ekki að tala niður hvalaskoðunarfyrirtæki sem at- vinnugreinar. Það sem ég gerði var að benda á þær miklu tekjur sem fallið hafa í skaut þessara upp- gangsfyrirtækja og taldi að upplýs- andi væri að fá að sjá hvert hlutfall launa og opinberra gjalda væri af heildartekjum greinarinnar. Ef í þessu felst að tala niður atvinnu- greinina þá biðst ég velvirðingar á því. Um alvarleg ósannindi Eftir Árna Bjarnason » Á þessum tíma gætti töluverðrar ókyrrð- ar hjá sjómönnum á smábátum og voru uppi raddir um að stofna sér félag. Þeir kröfðust þess að gerður yrði kjara- samningur við þá. Við þessar aðstæður ákvað SSÍ að hefja aftur við- ræður við LS. Árni Bjarnason Höfundur er forseti FFSÍ. Hinn 1. janúar sl. tóku gildi Lög um heilbrigðisstarfsmenn sem leystu af hólmi læknalög frá 1988. Í lögunum 1988 var kveðið á um að læknar gætu starfað á stofu til 75 ára ald- urs. Eftir það gæti landlæknir framlengt starfsleyfi þeirra eitt ár í senn. Þetta var skynsamlegt. Læknar eldast eins og annað fólk og mis- munandi hvað starfsgetan endist lengi. Í nýju lögunum færðist þetta aldursmark niður í 70 ár, en landlæknir getur framlengt starfsleyfið í tvö ár í senn þrisvar sinnum. Engum lækni er þó heim- ilt að vinna á stofu eftir 76 ára aldur. Þetta væri allt gott og blessað ef nóg framboð væri af læknum til starfa á stofu. En er það nú alveg víst? Annar okkar fékk nýlega neyðarkall frá nánum ættingja. Sá þurfti að fá tíma hjá taugasjúkdómalækni, en svarið var alls staðar það sama: Hefur hún verið hjá honum áður? Svarið var nei, og þá náði samtalið ekki lengra. Nú vill svo til að tauga- sjúkdómalæknir eldri en 76 ára starfaði á stofu og vildi gjarnan halda því áfram. Hvað verður um hans sjúklinga má Guð einn vita. Við þykjumst vita að sömu sögu sé að segja í mörgum öðrum sérgreinum. Nefnum t.d. hjarta- sjúkdóma, blóðsjúkdóma, krabba- mein og geðsjúkdóma. Það er góðra gjalda vert að reyna að hafa vit fyrir „vinnuölkum“ í lækna- stétt, en það má helst ekki bitna á sjúklingum. Geta og vilji lækna til að vinna fer ekki endilega eftir aldri. Við þekkjum ágætan lækni sem sagði þegar hann sá nýju lög- in: „Sumir vinna til að lifa, en ég lifi til að vinna.“ Er rétt að banna mönnum það þegar skortur er á vinnukrafti? Heilbrigðisráðherra hefur sýnt að hann vill gjarnan heyra skoðanir fólks. Lögum sem reynast illa er hægt að breyta. Hvað segir hann um það? Á að banna læknum að starfa þegar læknaskortur ríkir? Eftir Sigurð E. Þorvaldsson og Tryggva Ásmundsson » Það er góðra gjalda vert að reyna að hafa vit fyrir „vinnu- ölkum“ í læknastétt, en það má helst ekki bitna á sjúklingum. Tryggvi Ásmundsson Höfundar eru læknar á eftirlaunum. Sigurður E. Þorvaldsson ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga www.nortek.is Sími 455 2000 ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR ÖLL HEIMILI Nortek er með mikið af einföldum notenda- vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is HEIMILISÖRYGGI • Innbrotakerfi • Myndavélakerfi • Brunakerfi • Slökkvikerfi • Slökkvitæki • Reykskynjarar SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um umhverfisvæna fjölskyldu- metan- og rafmagnsbíla, jeppa og fleira föstudaginn 4. október Bílablað Í þessu blaði verða kynntar nýjar gerðir bíla og margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir bílaeigendur. Pöntunarfrestur auglýsinga: fyrir kl. 16 mánudaginn 30. september. nÁnari uPPlýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.