Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 40

Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 ✝ Ásmundur Þor-steinsson fædd- ist í Móakoti á Norðfirði 1. janúar 1944. Hann lést í Neskaupstað 13. september 2013. Foreldrar hans voru Þorsteinn Norðfjörð Jónsson, sjómaður, f. á Norð- firði 11. janúar 1903, d. 20. febrúar 1952, og Sigríður Elíasdóttir, húsmóðir, f. á Krossi í Mjóafirði 3. maí 1912, d. 3. október 1994. Systkini Ásmundar eru Sig- rún Kristín, f. 15. apríl 1934, Lindberg Norðfjörð, f. 15. ágúst 1936, Halldór Svanberg, f. 29. ágúst 1940, og Steinunn Krist- jana, f. 1. ágúst 1947. Ásmundur kvæntist Hildi B. Halldórsdóttur, f. 14. nóvember 1941. Þau giftu sig 25. desember 1969. Börn þeirra: 1) Halldór Þorsteinn, f. 21. apríl 1971, maki Guðrún Birna Jörgensen, f. 24. mars 1970, barn þeirra: Hildur Ása, f. 14. ágúst 2002. 2) Hrafn- kell, f. 28. desember 1972. 3) Jón Knútur, f. 27. sept- ember 1975, maki Esther Ösp Gunn- arsdóttir, 6. janúar 1984. Ásmundur var fæddur og uppalinn á Norðfirði. Hann bjó fyrstu ár ævi sinnar í Móakoti í Naustahvammi en fluttist úteftir í Stefánshús árið 1950. Hann stundaði sjómennsku á ýmsum bátum frá Norðfirði, útskrifaðist með skipstjórn- arréttindi frá Sjómannaskól- anum í Reykjavík árið 1966. Hann lauk prófi í rennismíði við Iðnskóla Austurlands árið 1976 og vann sem rennismiður í Dráttarbrautinni í Neskaupstað. Árið 1996 hóf hann störf við Verkmenntaskóla Austurlands og vann þar við kennslu fram á vor 2013 er hann hætti störfum vegna aldurs. Útför Ásmundar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag, 21. september 2013, hefst athöfnin kl. 14. Elsku pabbi, ekki bjóst ég við því að ég þyrfti að setjast niður og skrifa minningargrein um þig. Ég var svo viss um að þú yrðir að minnsta kosti áttræður. Ég bjóst ekki við að þú myndir fara svo snögglega og án þess að hafa tækifæri til að kveðja okkur. Allt í einu ertu farinn og kemur aldrei aftur. Hvað á ég að gera? Það var alltaf svo gott að hafa þig nálægt. Þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa mér með hvað sem var. Ég gat alltaf treyst á þig. En núna verð ég víst að læra að gera hlutina sjálfur. Og ég veit að það myndi gleðja þig. Eitt af því síðasta sem við pabbi gerðum var að fara upp í Sænautavatn í veiðiferð. Jón bróðir og Gummi vinur hans fóru með. Að veiða fisk var ekkert að- alatriði, markmiðið var bara að eiga notalegan og skemmtilegan dag saman. Mér fannst alltaf skemmtilegt að eyða tíma með pabba, það þurfti ekkert að vera eitthvað merkilegt sem við gerð- um, bara að vera með honum þeg- ar hann lagði kapal í tölvunni eða bara að horfa á sjónvarpið með honum. Það var nóg til að gera mig hamingjusaman. En núna er kominn tími til að kveðja þig, elsku pabbi minn. Því- líkur heiður er það að hafa fengið að vera sonur þinn og hafa fengið að kynnast þér. Það verður aldrei nokkur maður eins og þú varst, þú áttir engan þinn líka. Hvíl í friði, elsku pabbi. Guð geymi þig og verndi. Hrafnkell Ásmundsson. Jæja, hvar eigum við eiginlega að bera niður? Þær eru svo marg- ar minningarnar um pabba okkar sem fljóta upp á yfirborðið þessa dagana, minningar um daga sem við héldum að væru löngu horfnir. Við getum allt eins núna staldrað við sjómannadag einhvern tímann í kringum 1980. Það er sól og blíða eins og alltaf í gamla daga og pabbi er nýbúinn að draga ein- hverja áhöfnina út í sundlaugina í reiptogi ásamt félögum sínum í Dráttarbrautinni. Við hefðum sennilega ekki orðið svona stoltir og glaðir þótt við hefðum sjálfir staðið uppi sem sigurvegarar. Þannig var þetta oft með okkur bræður og pabba – við vorum allt- af svo stoltir af því að vera synir Ása því hann virtist einfaldlega geta allt (nema ef vera skyldi að brjóta saman fatnað). Pabbi var einstakur maður. Lund hans var létt og aldrei nein óuppgerð mál. Kannski er það stóra lexían frá honum; að elska friðinn og reyna eftir fremsta megni að vera sáttur við mann- fólkið. Ef það reynist manni óbærilega erfitt getur maður bara lagt kapal í eldhúsinu og látið duga að berja snöggt í borðið þeg- ar hann gengur ekki upp. Söknuður okkar er mikill en við vitum að minningar eins og þessi frá sjómannadeginum eru til í hugum okkar í ótæpilegu magni. Hér er t.d. annað brotabrot: „Fimm menn, fimmtán pönnu- kökur, fimm pönnukökur á mann.“ Hann hafði þetta oft eftir einhverjum talnavilltum kokki úti á sjó og þetta fannst honum – og okkur – alltaf jafn fyndið. Jahérnahér, mikið verður gam- an að segja sögur af pabba. Halldór Þorsteinn og Jón Knútur Ásmundssynir. Hvað segið þið fallegt í dag? Svona hófust símtöl við Ásmund Þorsteinsson, elskulegan tengda- föður minn og vin, sem fallinn er nú frá. Kallið kom alltof fljótt og öllum að óvörum. Ég kynntist Ása fyrir 14 árum þegar við Halldór fórum að rugla saman reytum. Fljótt sá ég að Ási hafði góðan mann að geyma og með okkur tókst góður vinskapur. Það var alltaf hægt að leita til Ása varð- andi hjálp, ráðleggingar eða hvað eina sem þurfti að leysa hverju sinni. Hann var alltaf boðinn og búinn til þess að rétta hjálpar- hönd og skaust suður til okkar Halldórs með skömmum fyrir- vara ef svo bar undir. Þegar ég kom í fyrsta sinn austur í Nes- kaupstað í marsmánuði, allt á kafi í snjó og fjöllin gnæfandi yfir bænum fannst Ásmundi hann knúinn til þess að róa höfuðborg- arbarnið sem fannst þetta allt svo yfirþyrmandi. En svo vandist borgarbarnið ég fjöllunum og naut fegurðar Austfjarða í allri sinni dýrð. Ási átti góðan þátt í því, því hann sagði manni sögur frá hinum og þessum stöðum og sýndi manni hin ýmsu kennileiti. Það var mikil gleði þegar litla afaskottan hún Hildur Ása kom í heiminn og með henni og afa hef- ur alltaf verið sterkur strengur vináttu. Hildur Ása hefur alltaf litið upp til afa Ása og alltaf verið spennt þegar von var á afa og ömmu til Reykjavíkur og þegar förinni var heitið austur í Nes- kaupstað. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem hún átti hjá ömmu sinni og afa fyrir austan í sumar því hann var henni svo dýrmætur. Það eru margar minningar sem streyma um huga minn þegar þetta er ritað en ekki er hægt að setja þær allar á blað. Ég mun geyma þær í hjarta mínu, minn- ingar um yndislegan tengdaföður, afa og vin. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Hildur, Halldór minn, Hrafnkell, Jón Knútur, Esther Ösp og Hildur Ása mín, megi góð- ur guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning Ásmundar mun lifa áfram í hjörtum okkar allra. Hvíl í friði, kæri vinur. Þín tengdadóttir, Guðrún Birna Jörgensen (Ditta). Elsku afi minn. Það var alltaf svo gaman þegar við sátum og spiluðum á spil og það var líka alltaf svo gaman að koma austur til ykkar ömmu og svo gaman að fá að leika með gamla dótið hans pabba. Ég man þegar við jörðuðum fuglinn og þú leyfðir mér að smíða kross til að setja hjá honum. Það var líka gaman að labba með þér út í urðir og að vitanum. Þú varst flottasti afinn á vespunni. Nú ertu engill á himnum og ég á eftir að sakna þín mikið, afi minn. Ég skal passa ömmu fyrir þig. Þín afastelpa, Hildur Ása Halldórsdóttir. Ég sit hér í vinnunni og er enn að reyna að ná utan um þær sorg- arfréttir sem Kidda frænka var að færa mér í símanum að Ási frændi væri farinn. Kannski er einmitt viðeigandi að ég hugsi til Ása hér í vinnunni minni, þar sem hann réð mig í mína fyrstu alvörusumar- vinnu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Með „alvöruvinnu“ er ég að und- anskilja þá vinnuveitendur sem lagalega áttu ekki annarra kosta völ en að ráða mig til arfareytinga og götusópunar nokkrar klukku- stundir á dag. Það var því með miklu stolti og spenningi sem ég hóf starfsferilinn sem beitinga- maður við hlið frænda míns, Jóns Knúts, þetta eftirminnilega sum- ar árið 1989. Skemmst er frá því að segja að það var mikill skóli fyrir 14 ára gamalt borgarbarnið að fá slíkt ábyrgðarstarf. Trilluút- gerðin hans Ása hefði sjálfsagt blómstrað ef afköstin við hvern bala hefðu jafnað afköstin við að tala, en við Jón fórum oft á mikið flug um heima og geima í gamla beituskúrnum. Smátt og smátt óx þó einbeitingin og afraksturinn, og er ég Ása frænda þakklátur fyrir þolinmæðina og traustið sem hann sýndi mér. Á heimili Ása og Hildar í Víði- mýrinni hafði ég reyndar verið nokkurs konar heimalningur mörg sumur áður en starfsferill- inn við beitingu hófst. Í kringum átta ára aldurinn fékk ég fyrst að fljóta með Kiddu til Neskaupstað- ar í sumarfríinu og varð bærinn mitt sumarheimili langt fram á unglingsárin í kjölfarið. Við Jón Knútur erum jafnaldrar og náð- um strax svo vel saman að nánast hvern einasta dag var ég inni á gólfi hjá heimilisfólkinu í Víðimýr- inni. Í upphafi hvers sumars þurfti Ási reyndar að skóla borg- arbarnið til og venja mig af þessu hurðarbanki, ég átti að sjálfsögðu bara að ganga beint inn eins og ég væri heima hjá mér. Móttökurnar og frelsið sem ég upplifði á þess- um mótunarárum hafa verið mér dýrmætt veganesti og er ég Ása og Hildi ævinlega þakklátur fyrir að opna heimili sitt fyrir mér öll þessi sumur. Um leið og ég kveð Ása frænda minn og þakka fyrir góðu stund- irnar vil ég senda Hildi, Halldóri, Hrafnkeli, Jóni Knúti og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Logi Sigurþórsson. Okkur langar að minnast frænda okkar Ásmundar Þor- steinssonar sem varð bráðkvadd- ur föstudaginn 13. september. Ási frændi var fastur liður í lífi okkar síðan við munum eftir okkur. Við eigum óteljandi minningar um þennan hlýja, notalega, káta en jafnframt hlédræga föðurbróður okkar. Ási og pabbi voru duglegir að druslast með okkur frændsystk- inin í gönguferðir og fara á Veiði- bjöllunni yfir í Hellisfjörð og Við- fjörð. Aðalsportið var síðan að fá að fara með á sjó. Maður þurfti oft að bíða lengi eftir því að fá að fara með því við vorum sex og bara einn fékk að fara í einu. Þó að þeir bræður kölluðu ekki allt ömmu sína var þeim samt illa við að taka okkur með ef spáin var ekki góð. Þrátt fyrir þessar forvarnir urð- um við alltaf sjóveik og þá fékk maður að halla sér í lúkarnum og æla í pott sem stóð á kabyssunni. Ási var ekkert að aumkva sig yfir okkur og kallaði til manns þar sem maður stóð hálfur upp úr pottinum: „Hvað er svona spenn- andi oní þessum potti, af hverju ertu alltaf að kíkja oní þennan pott?“ Síðan var golþorskum með gapandi ginið otað að manni og spurt: „Langar þig ekki að koma og spjalla við hann þennan?“, „viltu gefa honum koss?“ og hleg- ið hrossahlátri yfir dræmum við- tökum þessa einkahúmors þeirra bræðra. Heima eru til margar skemmtilegar myndir af Ása. Hann hafði þann sið að setja sig í stellingar þegar tekin var af hon- um mynd. Ein er af Ása við Sæ- nautavatn, þar er hann spjátr- ungslegur með veiðistöng sér við hlið smekklega lítið eitt bogna og silung á hverjum fingri. Við vor- um aldrei alveg viss hvort honum væri e.t.v. full alvara með þessari uppstillingu. Hann hafði líka gam- an af því að klæða sig upp og var oft flottur í tauinu við hátíðleg tækifæri. Þótt Ási hætti að vinna til sjós voru bátar aldrei langt undan. Hann átti alltaf einhverjar skektur, meðal annars litla segl- skútu á tímabili. Þeir pabbi áttu síðustu tvö ár saman skektuna „Hlaðvarpann“ og fóru reglulega að veiða á sjóstöng ef veður leyfði. Yngri meðlimir fjölskyldunnar fengu oft að fljóta með. Þegar fréttist af því að Ási væri dáinn sagði einn átta ára: „Hvað gerir afi núna – hann kann ekki að stýra bátnum.“ Núna vantar okkur ein- hvern til að stýra bátnum og við Ásmundur Þorsteinsson ✝ Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN GRÉTAR GUÐMUNDSSON raffræðingur, Miðhúsum 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. september kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sesselja Ólafía Einarsdóttir. Davíð úrfararstjóri Jóhanna guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur úrfararstjóri Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is ✝ Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, tengda- faðir og afi, HUGO ÞÓRISSON, sem lést sunnudaginn 15. september, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 24. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja eitt af þeim fjölmörgu samtökum sem vinna að málefnum barna. Ragnheiður Hermannsdóttir, Kristján Karl, Dögg, Hróar, Haraldur Þórir, Sigríður Halla, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær systir mín, frænka okkar og mágkona, HREFNA JÓNSDÓTTIR, áður búsett á Framnesvegi 20 A, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð Grindavík, þriðjudaginn 17. september. Útför fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 27. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gréta Jónsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNAR HANNESSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 19. september. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar Hannes Reynarsson, Fjóla G. Ingþórsdóttir, Sigrún Reynarsdóttir, Gísli Ellerup, Bjarni Reynarsson, Jóhanna Einarsdóttir, Elís Reynarsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR JÓNSSON bifreiðastjóri, Klettavík 15, Borgarnesi, andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar- heimili, miðvikudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 28. september kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar eða minningarsjóð Brákarhlíðar í Borgarnesi. Árndís F. Kristinsdóttir, Jón Kristinn Baldursson, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Eiríkur Örn Baldursson, Carlotte Sjörup Nielsen, Edda Hauksdóttir, Ómar Bjarki Hauksson, Erla Jóna Guðjónsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Elskuð móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir, Sóltúni 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 19. september. Útförin verður auglýst síðar. Inga Dóra Sigfúsdóttir, Símon Sigvaldason, Jón Sigfússon, Unnur Jónsdóttir, Hildur, Hulda, Erla María, Erla, Sonja, Alanta og Sigrún María.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.