Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Það kom svo sem ekki á óvart
að frétta andlát Páls móðurbróður
míns, enda kominn á nokkurn ald-
ur þótt enn hafi skort á að hann
næði þar afa Jóni.
Púlli, eins og flestir kölluðu
þennan höfðingja, var vörpulegur
maður og myndarlegur á velli eins
og honum stóðu ættir til. Mér er
minnisstætt frá barnæsku minni
að hafa borið óttablandna virð-
ingu fyrir honum, því Púlli var
röggsamur og ákveðinn maður.
Þó fann maður barngæsku hans
vel í gegn um fyrirmannlegt fas
hans og myndugleik.
Púlli var maður sem ávallt rétti
hjálparhönd að fyrra bragði ef
hann átti þess nokkurn kost. Kát-
ur var hann og hláturmildur mjög,
grínisti góður og oft vel stríðinn.
Skrafhreifinn var hann og hafði
yndi af að blanda geði við aðra –
það sannaðist á honum hið forn-
kveðna að maður er manns gam-
an. Stjórnmál áttu og hug hans
sem og flestra annarra af þessu
Hlaða-íhaldskyni. Hann var fast-
ur fyrir og fylginn sér í þeirri tík
sem stjórnmálin eru og velktist
enginn í vafa um skoðanir Púlla.
Allar þessar lyndiseinkunnir flutti
hann sem betur fer með sér síð-
asta spölinn sem hann dvaldi á
Fossheimum. Þar var hann kátur
sem fyrr og fylginn sér auk þess
sem hann tók hraustlega undir í
söng með heimilismönnum og
starfsmönnum þegar raddbönd
voru þanin á heimilinu.
Púlli var mikill höfðingi heim að
sækja. Þar naut hann auðvitað
Svövu sinnar sem stýrði hinu
Páll Jónsson
✝ Páll Jónssonfæddist 22.
ágúst 1924 á Búð-
areyri við Reyðar-
fjörð, Suður-
Múlasýslu. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Fossheimum á Sel-
fossi 11. september
2013.
Útför Páls fór
fram frá Selfoss-
kirkju 20. september 2013.
stóra og mikla
rausnarheimili með
miklum myndar-
brag. Svava, þessi
hæga, ljúfa og hlát-
urmilda kona, stóð
sem klettur við hlið
Púlla alla hjóna-
bandsdaga þeirra,
sem eru orðnir ófáir.
Sem ungur drengur
dvaldi ég mikið hjá
afa og ömmu á Hlöð-
um sem og hjá Óla pabba, eins og
ég kallaði hann. Þá var maður
mikið á heimili Púlla að sniglast
sem ungum drengjum sæmir. Á
þessum árum gerði ég samkomu-
lag um það við Púlla að ég sæi um
garðslátt hjá honum um skeið og
hann myndi líta eftir tannheil-
brigði mínu í vinnuskiptum. Svava
sá venjulega aumur á drengnum
sem puðaði handan sláttuvélar-
innar og sendi Áslaugu reglulega
út með Ritzkex og Mills-kavíar,
sem hún vissi að mér þótti hið
mesta lostæti. Það var vel um
mann hugsað í þeim ranni. Þegar
sest var í stól tannlæknisins að
vitja vinnulaunanna fékk maður
fyrirlestur um hvað væri tönnun-
um óhollt og það varð til þess að
gosdrykki drakk ég vart um ára-
bil, nema léttölið frá Agli, og sæl-
gæti varð að bannvöru, sem var
einungis maulað á hátíðisdögum.
Stórt skarð er fyrir skildi hjá
fjölskyldu Púlla við þessi tímamót.
Hann er sofnaður svefninum
langa, en óþarft er að örvænta um
of, því Drottinn segir um efsta dag
í fimmta kafla guðspjalls Jóhann-
esar:
„… þegar allir þeir, sem í gröfunum eru,
munu heyra raust Hans og ganga fram,
þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa
upp til lífsins.“
Í trausti þessa fyrirheitis frels-
arans geta eftirlifandi ástvinir
Púlla vonast til að hitta hann á ný í
himneskum heimkynnum í fyll-
ingu tímans. Þangað til verða þeir
sem eftir lifa að minnast góðs og
yndislegs manns, þakka allar
góðu stundirnar og þreyja þorr-
ann með Guðs styrk. Megi Páll
Jónsson hvíla í Guðs blessaða
friði.
Þorsteinn Halldórsson.
Páll tannlæknir frændi minn er
mér minnisstæður maður. Það var
líklega þessi eðlislæga glaðværð
hans sem heillaði mann strax. Ég
sé hann núna ekki öðruvísi fyrir
mér en hnellinn mann og fríðan,
meðalháan, fallega dökkhærðan
með hornspangargleraugu, gang-
andi um gólf með hendur fyrir aft-
an bak, höfuðið hneigt fram á við,
skælbrosandi og sjóðandi hláturs-
gusurnar svo hann setur í herð-
arnar.
Ótal aðrar myndir af honum
koma auðvitað í hugann. Í tann-
læknastólnum var hann Púlli að
segja manni þvílíkar sögur að
maður fann sig knúinn til að reyna
að gefa frá sér einhver hljóð til
andsvara en gat lítt vegna kjaft-
fylli af tólum. Það var alveg sama,
sögurnar héldu áfram og áfram
með tilfallandi hláturrokum. Þetta
var stundum samfelldur brandari
þar sem tannviðgerðin var orðin
að algeru aukaatriði hjá sjúkl-
ingnum og var lokið áður en hann
vissi af.
Ferðalögin um hálendið þar
sem hann var ávallt í forystusveit-
inni fyrir ferðafélaginu Áföngum
gleymast aldrei. Það félag átti
stórar kistur með hverskyns borð-
búnaði og bestikki, kokkatjöld og
blússandi prímusa. Mikið mann-
val var í þessu félagi.
Suðið í prímusunum, „Hnöttur-
inn“ hjá Þórmundi, vindlareykur,
sögurnar, æskufjör og kátína
hvern dag var þá veröldin okkar.
Öll atriði langferðaleiða, landalýs-
ingar, fjallaheiti og alla náttúruna
gat Púlli þulið. Ég held að hann
hafi vitað allt um Ísland. Hafi það
verið fleira var það áreiðanlega
ekki þess virði að vita það. Hann
lærði líka áreiðanlega sitthvað
sem bílstjóri hjá Hákoni frænda
sínum Bjarnason á háskólaárun-
um. Þar kynntumst við Púlli fyrst.
Á tímum Áfanga voru ekki
margir akandi um hálendið.
Margar leiðir voru lítt kunnar. Til
að fara þær þurfti trausta bíla, tól
og flinka viðgerðamenn til þess að
fara um foraðsvötn og firnindi.
Víða var varla farið nema á fyrsta
í lága eins og það hét í þann tíma.
Þótt félagsmenn ættu það til að
segja ókunnugum að eignarfallið
af félagsheitinu væri örlítið öðru-
vísi en við mátti búast, þá var jafn-
an sómabragur á ferðalöngum og
nokkuð vel farið með veigarnar. Í
enda Sprengisandsferðarinnar
bauð Þórmundur mönnum til
dæmis bragð en fullsaddir þáðu
ekki. Þá hellti Mundi umsvifalaust
úr heilli flöskunni í ána. Ferðar-
lok.
Nú að leiðarlokum lífsins er
ótalmargt sem þyrfti að segja um
jafn starfsaman og fjölgáfaðan
mann eins og hann Pál Jónsson
tannlækni. Sveitarstjórnarmaður,
félagsmaður í ótal félögum, frí-
múrari, Rotarýmaður, hestamað-
ur, jafnvel félagsskírteini í Flug-
klúbbi Selfoss. Hann vildi
einfaldlega leggja hönd á plóginn
með öðrum án sjálfshagsmuna.
Þannig finnst okkur að lífið
með honum Púlla hafi verið gjöf-
ult og gæfuríkt. Þar var hlátur,
það var fjör, það var ferðagaman í
fyrirrúmi. Steinunn saknar síns
góða bróður sem tók henni með
kostum og kynjum frá fyrsta degi
þeirra kynna og æ síðan. Ég
sakna sárlega trausts vinar, fé-
laga og frænda.
Hann var einn af þeim bestu
mönnum sem nokkur getur
kynnst á lífsleiðinni. Gæfumaður,
góður maður og grandvar. Glaður
og reifur svo sem skyldi guma
hver.
Halldór Jónsson.
Það er með mikilli hlýju og
þakklæti sem ég vil minnast Púlla
frænda. Hann var einn af þessum
höfðingjum af gamla skólanum og
herramaður fram í fingurgóma.
Þegar ég var lítil písl í næsta húsi
man ég eftir því að hafa prílað upp
á hurðina á Skólavöllunum til þess
að hringja bjöllunni og spyrja eftir
Svövu dótturdóttur þeirra. Varð
ég fljótt heimagangur þar. Mér
var alltaf tekið höndum tveim og
stóð heimili þeirra Páls og Svövu
eldri mér alltaf opið eins og það
væri mitt eigið. Margar af mínum
fegurstu bernskuminningum eru
frá Skólavöllunum og úr sumar-
húsi þeirra hjóna. Í ærslafullum
leikjum var húsi þeirra umbreytt í
ævintýrahöll oft á dag og var
uppátækjum okkar Svövu yngri
ávallt tekið með aðdáanlegri þol-
inmæði og hlýju. Þreyttist Púlli
ekkert á því að ræða við okkur
smáfólkið um heima og geima og
fannst sjálfsagt að leyfa mér að
kalla sig afa, því engan átti ég
sjálf. Sendi ég fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Karólína Stefánsdóttir.
Elsku Jóna mín.
Nú eru allar þrautir á enda
og þú horfin á braut og komin í
faðm Drottins sem þú elskaðir.
Hugur minn leitar aftur í tím-
ann og margar minningar
streyma fram. Það var svo gott
að koma til þín á sumrin. Alltaf
tókst þú fagnandi á móti mér.
Heimili þitt var eins og annað
heimili mitt. Stundirnar sem við
áttum saman þar sem við sátum
og prjónuðum og spjölluðum um
alla heima og geima voru ómet-
anlegar. Ekki veit ég hvað þú
prjónaðir margar húfur en þær
voru án efa farnar að skipta
tugum. Þetta gerðir þú til að
gefa útigangsfólki, því þú fannst
til með því og varst viss um að
Jónheiður
Gunnarsdóttir
✝ JónheiðurGunnarsdóttir
fæddist að Mos-
hvoli í Hvolhreppi
20. nóvember 1921.
Hún lést á Hjúkr-
unar- og dval-
arheimilinu Lundi
4. september 2013.
Útför Jónheiðar
var gerð frá Örk-
inni, Kirkjulækj-
arkoti 14. sept-
ember 2013.
því væri kalt.
Ég hef saknað
þín mikið þessi
þrjú ár sem þú ert
búin að vera veik.
Það var svo sárt að
sjá þig lamaða og
geta ekkert gert
fyrir þig. En ég var
alltaf svo ánægð að
sjá hvað það var
vel hugsað um þig
á Hellu.
Elsku Jóna mín, hafðu þökk
fyrir allt sem þú varst mér. Ég
gleymi því aldrei hvað þið Ninni
gerðuð fyrir mig þegar ég
missti minn mann. Ég veit að ég
á ekki að vera hrygg því þér líð-
ur vel í faðmi Drottins.
Elsku Rebekka, Ingvi, Már,
Rúnar og Heiðar, tengdabörn
og barnabörn, ég bið algóðan
Guð að gefa ykkur styrk og
blessun.
Ég kveð þig, elsku Jóna mín,
með Davíðssálmi nr. 23.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Oddný Guðnadóttir.
✝ Auður Júl-íusdóttir fædd-
ist í Sigluvík, S-
Þing., 24. nóv-
ember 1919. Hún
lést 14. september
2013.
Foreldrar Auðar
voru Herdís Þor-
bergsdóttir, f. 1891
á Breiðumýri, d.
1965 og Júlíus Jó-
hannesson, f. 1893
á Litlu-Tjörnum, d. 1969. Auður
var elst af átta börnum foreldra
sinna. Heiður, f. 1921, d. 2012,
Ingvi, f. 1923, d. 1995, Hlynur, f.
1925, d. 2004, Gunnur, f. 1927, d.
1984, Haddur, f. 1928, d. 2011,
Þrúður, f. 1930 og Jenný, f. 1934.
Herdís og Júlíus bjuggu m.a. í
Sigluvík, á Þönglabakka, Sól-
heimum og Grund en árið 1944
reistu þau sér hús á Svalbarðseyri
sem nefnt var Hörg.
Auður giftist árið 1941 Krist-
jáni Júlíusi Guðmundssyni frá
Brekku við Dýrafjörð, hann lést
árið 1999. Auður og Kristján
eignuðust fjögur börn. 1) Gísli
Guðmundur, f. 1942, d. 1993,
kona hans var Þóra
M. Halldórsdóttir og
áttu þau tvær dætur
Jóhönnu og Helgu.
Fyrir átti Þóra Stein-
unni Dóru. 2) Erlar
Jón, f. 1947, d. 2009,
átti hann tvær dæt-
ur, Auði Bergþóru,
móðir hennar var
Gerður Guðlaugs-
dóttir og Katrínu
Evu, móðir hennar
var Margrét Helgadóttir. 3) Jón-
ína Kristín, f. 1948, maður henn-
ar er Bernt H. Sigurðsson, þau
eiga tvo syni, Sigurð Ágúst og
Kristján Auðun. 4) Kristján Júl-
íus, f. 1955, kona hans er Svandís
Einarsdóttir, þau eiga tvö börn,
Hafþór Gauta og Auði Rán. Lang-
ömmubörnin eru nú orðin 17.
Auður og Kristján hófu sinn
búskap á Akureyri, bjuggu síðan
á Ísafirði en til Stykkishólms
fluttu þau árið 1945 og hefur
Auður búið þar í 68 ár.
Útför Auðar verður gerð frá
Stykkishólmskirkju í dag, 21.
september 2013, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Fyrsti dagur Kínaferðar var
að kvöldi kominn þegar okkur
barst sú frétt að Auður frænka
væri látin. Fregnin kom á óvart,
því þrátt fyrir háan aldur hafði
maður alls ekki á tilfinningunni
að Auður myndi kveðja í bráð.
Fyrir tæpum mánuði heimsótt-
um við hana og komum sem fyrr
ríkari af hennar fundi. Hún naut
þess til síðustu stundar að vera
fullkomlega skýr til orðs og æðis.
Við ræddum gamla daga og nýja
og glampi kom í augun þegar við
rifjuðum upp skemmtileg atvik
frá liðinni tíð. Talið barst einnig
að alvarlegri hlutum og Auður
var söm við sig, róleg og raunsæ.
Hún var ekki opnasta manneskja
sem við höfum kynnst á lífsleið-
inni. Auður var eins og klettur,
heilsteypt, æðrulaus og góð kona,
hreint út sagt alveg mögnuð.
Þessir eiginleikar hafa vafalítið
oft komið Auði vel enda fór lífið
ekki alltaf um hana mjúkum
höndum. Ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga Auði að og bjó
undir verndarvæng hennar um
nokkurra mánaða skeið. Ég á
henni og fjölskyldu hennar mikið
að þakka. Hjartarúm hennar var
langt umfram meðallag.
Við sendum samúðarkveðjur
til þeirra sem nú sakna. Á útfar-
ardegi hefðum við svo gjarnan
viljað vera stödd í Hólminum
frekar en í Shanghai.
Við biðjum þess að ljós og frið-
ur fylgi Auði Júlíusdóttur. Minn-
ingin um góða konu lifir.
Stefán Jóhann og Vaka.
Auður
Júlíusdóttir
HINSTA KVEÐJA
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Jóhanna og Egill Ýmir.
Allar minningar á einum stað.
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann