Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 50

Morgunblaðið - 21.09.2013, Page 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Sigurveig Káradóttir, matgæðingur með meiru, fagnar fjörutíuára afmæli sínu í dag. Hún segist ætla að stinga af með fjöl-skyldunni í frí. „Ég verð að heiman á afmælisdeginum. Það var annaðhvort það eða halda veislu,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. Aðspurð hvort hún sé mikið afmælisbarn svarar Sigurveig því til að hún sé afmælisbarn í hjarta. „Ég held ekki neinar stórveislur. Mér finnst gott að fjölskyldan muni eftir afmælinu og sé góð við mig. En ég er ekki þessi „stórgjafa-manneskja“.“ – Er eitthvað efst á óskalistanum þetta árið? „Nei, það eru vandræðin. Ég man aldrei hvað mig vantar eða langar í. Fjölskyldan lendir alltaf í sömu vandræðunum. Mér þykir mjög vænt um að fá bara koss á kinnina. Eitthvað lítið og sætt.“ Sigurveig er eigandi Matarkistunnar en fyrirtækið hóf starfsemi árið 2008. Aðalframleiðsluvara þess er hafraklattar, auk þess sem það tekur að sér sérpantanir á dýrindis frönskum makkarónum. Þá hefur Sigurveig skrifað þrjár matreiðslubækur: Súpur allt árið, Sultur allt árið og Hollt nesti að heiman. – Styttist í næstu matreiðslubók? „Þær eru í kollinum á mér. Það er búið að vera mikið að gera upp á síðkastið og ég ákvað að bíða aðeins með það. En þær koma.“ kij@mbl.is Sigurveig Káradóttir er 40 ára í dag Morgunblaðið/Golli Matur Sigurveig heldur úti bloggi þar sem hún skrifar um mat og ferðalög. Þar má finna margar uppskriftir að girnilegum réttum. Vill eitthvað lítið og sætt í afmælisgjöf Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Frú Helena Sigtryggsdóttir er níræð í dag, 21. september. Hún fæddist á Árskógs- strönd en bjó sinn búskap á Siglufirði með eiginmanni sínum Jóhanni G. Möller sem lést árið 1997. Þau eignuðust 6 börn, barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 16. Auk húsmóðurstarfa vann Helena ýmis störf, við síldarsöltun og fleira. Síðustu árin hefur hún átt heimili á Marbakkabraut 32 í Kópavogi. Helena er við góða heilsu og ver afmælideginum í faðmi fjölskyldu og vina. Árnað heilla 90 ára Siglufjörður Brynjar Snær fæddist 29. janúar kl. 12.36. Hann vó 4.240 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans heita Katrín Dröfn Haraldsdóttir og Hjalti Bergsteinn Bjarkason. Nýir borgarar Djúpivogur Ívar Orri fæddist 14. jan- úar. Hann vó 15 merkur og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Íris Dögg Hákonardóttir og Kristján Ingimars- son. A tli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf níu ára að aldri nám í Barnamúsíkskóla dr. Heins Edelstein, stund- aði nám í píanóleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavík hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni, lauk stúdentsprófi frá MR 1958, prófi í forspjallsvís- indum við HÍ 1959, stundaði nám við Tónlistarháskólann í Köln frá 1959- 63 þar sem hann nam tónsmíðar hjá Günter Raphael og Rudolf Petzold, hljómsveitarbeitingu hjá Bernd Alo- is Zimmermann, hljómsveitarstjórn hjá Wolfgang von der Nahmer og pí- anóleik hjá Hermann Pillnay og Hans Otto Schmidt. Hann var einnig í einkatímum í tónsmíðum hjá Gott- fried Michael König. Atli tók loka- próf (Künstlerische Reifeprüfung) í tónsmíðum og tónfræði 1963. Árið 1964 sótti Atli tónskálda- námskeið Karlheinz Stockhausens sem þá voru haldin í fyrsta sinn Atli Heimir Sveinsson tónskáld – 75 ára Morgunblaðið/Golli Afmælistónleikar Atli Heimir þakkar svissneska hljómsveitarstjóranum Baldri Brönnimann á heiðurstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir voru í tilefni 70 ára afmælis Atla Heimis fyrir fimm árum. Fjölhæfur og afkasta- mikill – með bros á vör Í lautarferð Atli Heimir og sonarsynirnir, Bessi og Leó, fá sér bita á ferðalagi. Frumkvöðull í hönnun glerja Daglega bjóðum við 17 gjarðir með 10.000 króna afslætti Gildir með glerjakaupum, hafðu sjónmælinguna með þér Fyrstu 17 seldu gjarðirnar með 10.000 kr. afslætti SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is SJÓNARHÓLL 17ÁRA Komdu og gerðu góð kaup! – tilboðið gildir fram að mánaðamótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.