Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þetta er ekki góður dagur til að taka
ákvarðanir um útgáfumál, ferðalög eða lög-
fræði. Finnist þér þar liggja fiskur undir steini
skaltu bregðast við sem svo sé.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú finnur til þakklætis í garð vinnu-
félaga þíns í dag. Hann/hún þráir spennu,
sem er í lagi, ef hann/hún setur sjálfa/n sig
ekki á hausinn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Tjáðu þig óaðfinnanlega eða láttu
ekkert uppi um plön þín. Hafðu gætur á öllum
atriðum, sérstaklega smáa letrinu, og haltu
fjármálapappírum til haga.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gerir uppreisn gegn ofríki ein-
hvers. Ekki tvínóna við hlutina heldur gakktu
hreint til verks, reyndu að útiloka allt annað.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Í dag er rétti dagurinn fyrir þig til að
biðja um hvað sem er. Umræður verða líf-
legar, skemmtilegar og áhugaverðar. Mundu
að góð heilsa er gulli betri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú nærð mjög vel saman við vissa
manneskju sem gæti gert aðra afbrýðisama.
Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en
gættu þess að forðast öfgar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Dagurinn hentar einstaklega vel til þess
að hefja nýtt verkefni í vinnu. Margt er sagt í
öfund og afbrýðisemi en þú skalt láta vera að
detta niður á það plan.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ættir að freista þess að
skapa þér meira svigrúm svo þú getir athafn-
að þig að vild. Ef þú ert ekki viss, skaltu ekki
komast að samkomulagi um eitthvað.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hugsaðu vandlega þinn gang áð-
ur en þú hættir þér út í umræður um við-
kvæm persónuleg mál. Kannski fyllistu til-
finningasemi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Leggðu þitt af mörkum með því að
sýna skilning og umburðarlyndi, því allir vilja
fá viðurkenningu. Hann/hún verður raunar í
dálitlum vandræðum með að slíta sig frá eig-
in hugarheimi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er komið að því að þú upp-
skerð laun erfiðis þíns. Varaðu þig á fólki sem
vill stjórna samræðunum. Þú munt ná miklu
betra jafnvægi, líkamlegu og andlegu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Lífið er endalaust val og þú kemst
ekki hjá því frekar en aðrir að gera upp hug
þinn til manna og málefna. Reyndar er frá-
leitt að nota innkaup sér til huggunar.
ÍVísnahorni á fimmtudag misrit-aðist limra eftir Sigurð Jónsson
tannlækni og píanóleikara og er
beðist velvirðingar á því. Á göngu
sinni sá hann mann, sem hann
kannaðist við, hlaupa með hund
sinn:
Hann sækir víst fjölmargan fundinn,
fer þar í ótalmörg stundin.
En ef ekki fer ‘ann
á fundi þá er ‘ann
úti að hlaupa með hundinn.
Kristbjörg Freydís Steingríms-
dóttir segir frá því, að maður hafi
komið til sín í draumi og ásakað sig
fyrir að hafa talað illa um föður
sinn látinn. Hún kannaðist ekki við
það, enda þekkti hún hvorugan
manninn, og svaraði:
Hver sem gerir öðrum orð
auka vill hans kynngi,
rær á aðeins annað borð
og alltaf fer í hringi.
Kristbjörg mundi vísuna, þegar
hún vaknaði, – en „ég er ekki sátt
við aðra hendinguna,“ skrifar hún.
„Veit ekki hvaða kynngi þetta er.
Ég hefði aldrei ort svona í vöku.“
Ármann Þorgrímsson hugar að
framhaldslífi:
Átti við miðil einlæg kaup,
um andana vildi fróðleik safna,
hitti þar slíkan lygalaup
að leirburði engum við má jafna.
Ég veit ekki hvort það svarar
fróðleiksþörf Ármanns að rifja upp
stöku eftir Örn Arnarson:
Og andarnir drekka eins og svín
á æðra tilverustigi.
Annar eins maður og Oliver Lodge
fer ekki með neina lygi.
Hér er yrkisefni Ármanns „fastur
punktur“:
Allt mér sýnist aftur kolruglað,
útreikningar flestir sýna það.
Ég tel þó samt að treysta megi að
tunglið ennþá sé á réttum stað.
Björn Ingólfsson grípur á efninu
með athugasemdinni „m.ö.o.“:
Allt er líf vort illa sett
í ógeðslegri krísu,
þó má líta ljósan blett
langt frá jörð að vísu.
Skemmtun var aflýst fyrir norð-
an og af því tilefni yrkir Hjálmar
Freysteinsson:
Þegar fréttir þær ég heyri
þurrum tárum græt:
Verða mun á Akureyri
engin Dirty Night.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af draumum, punktum
og æðra tilverustigi
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa miðstöðvar-
ofnana stillta eins og
hún vill hafa þá.
VASAÞJÓFUR
BREYTTU
ÁHYGGJUM
ÞÍNUM Í
REIÐI!
ALLTAF
OPIÐ
MÚG-ÆSARAR EHF.
VIÐ HJÁLPUM ÞÉR!
ER ALDURS-
MARTRÖÐIN
MÍN SIGTI?
JAHÁ!
ÉG TÁKNA ... SKO ... HÉRNA
... ÆI ... BÍDDU ... EKKI
SEGJA MÉR ÞAÐ ...
MINNIÐ
MITT?
JÁ! JÁ!
MINNIÐ
ÞITT!
ÞAÐ ER VISSULEGA
DÝRT, EN ÉG HELD SAMT
AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ SKIPTA
YFIR Í TRÉÞAK.
ÉG HEF HEYRT AÐ DREKAR
BORÐI EKKI TRÉ.
Réttir, réttir og aftur réttir. Vík-verji ætlar ekki að láta rétt-
ardaginn í dag fram hjá sér fara. Því
fátt er eins skemmtilegt og að sjá
væna dilka (en þeir eru víst ekki svo
vænir í ár sökum einstaks veðurfars
það sem af er ári) og hitta mann og
annan. Hann verður að viðurkenna að
réttirnar gegna stærra hlutverki sem
mannamót í hans augum en einskær
áhugi á íslensku sauðkindinni.
Kannski hefur það eitthvað með ald-
urinn sem er að færast yfir Víkverja
að gera, en hann hefur orðið töluvert
meiri áhuga á að rækta frændgarðinn
núna en hefur verið síðustu ár.
x x x
Því skal hins vegar ekki neitað aðþað að smala kindum á vel þjálf-
uðum hesti er með því skemmtilegra
sem Víkverji gerir. Það er nefnilega
ólíkt skemmtilegra en að smala hest-
um á hesti (sem er líka unaðslegt) að
því leyti að góður smalahestur er allt-
af einu skrefi á undan þér í hugsun og
fer fyrir kindahópinn oftar en ekki án
þess að þú sért svo mikið sem búinn
að gefa honum eina ábendingu þess
efnis. Oft er nóg að líta í átt til kind-
arinnar sem vill lauma sér í burtu og
viti menn, gæðingurinn heldur af stað
og rekur hana aftur í hópinn.
x x x
Það er líka alltaf eitthvað heillandivið að sjá fjallkónginn og smala-
mennina, veðurbarða og sátta við sitt
eftir margra daga smalamennsku á
fjöllum. Þar sem frelsið, víðáttan og
náttúran búa.
x x x
Sauðkindin hefur verið mikið í um-fjölluninni upp á síðkastið og
einkum í fyrra, og hefur það vart far-
ið fram hjá nokkrum manni. Veðr-
áttan hefur verið óblíð þar sem sauð-
féð hefur fennt og látið lífið fyrir
vikið. Sauðfjárbændur sem misst
hafa féð sitt eru ekki í öfundsverðri
stöðu. Það er rétt svo að bændur hafi
náð inn síðustu hánni af túnunum, og
nú er allt að fara á kaf í snjó. Dæmi
eru um að á Suðurlandi hafi hvass-
viðrið verið svo mikið síðustu daga að
bændur treystu sér ekki til þess að
raka saman hánni vegna hættu á að
hún myndi fjúka út í skurð. En þessu
taka flestir eins og hverju öðru
hundsbiti. víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús Kristur er í gær og í dag hinn
sami og um aldir. (Hebreabréfið 13:8)