Morgunblaðið - 21.09.2013, Qupperneq 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013
Það er nokkuð lunkin hug-mynd fyndins höfundar aðláta aðalpersónuna verameð tilvitnanabók í smíð-
um. Með því getur hann bæði gert
grín að hinum grunna samtíma og
sáldrað hnyttni í eigið verk án þess
að vera ómerkilegur. Kannski má
einmitt skoða verkið Mann að mínu
skapi sem einn allsherjarleik með
gamlar tuggur. Verkið er kynnt sem
stofuleikur sem er ekki alveg það
nýjasta og flottasta í dag. Þá er þar
að finna margkveðin stef bæði hvað
varðar söguþráð, framsetningu og
jafnvel hugmyndina um átök penn-
ans og sverðsins sem höfundur
fjallar um í leikskrá.
Maður að mínu skapi gerist í einni
stofu, anddyri og aðlægum her-
bergjum á heimili Guðgeirs Vagns
Valbrandssonar sem Eggert Þor-
leifsson leikur. Guðgeir býr einn,
hann er háskólakennari, lífsnautna-
maður og hefur mögulega áhuga á
ungum piltum. Guðgeir, eða jafnvel
öllu heldur aðstoðarmaður hans,
laganeminn Ársæl Daði leikinn af
Þorleifi Einarssyni, er að ganga frá
stórri tilvitnanabók til prentunar.
Þrifin á menningarlegu og grónu
heimilinu, sem meðal annars skartar
myndarlegu billjardborði, annast
Bertha sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir
leikur. Þetta er aukastarf hjá Berthu
því hún er einnig leikkona og næt-
urvörður. Ótalinn er þá Klemens
Magnason, leikinn af Pálma Gests-
syni. Hann er fyrrverandi ráðherra
og vinur Guðgeirs Vagns. Enn frem-
ur koma svo við sögu Dóróthea, móð-
ursystir og uppeldismóðir Guðgeirs,
leikin af Kristbjörgu Kjeld og Agnar,
bróðir Berthu sem er löglærður en
Þorsteinn Bachmann leikur hann.
Verkið fer af stað með því að per-
sónur eru kynntar og í ljós koma
margs konar „óvænt“ tengsl þeirra
sem eru söguvönum áhorfendum
gamalkunnug þó að sjaldnast sé þau
öll að finna í einu verki. Til viðbótar
eru höfundur og leikstjóri natnir við
að nota lausnir á borð við að láta
mann liggja á njósn á bak við hús-
gagn, fela fólk í herbergi og fleira
svona hálftrúlegt sem leikhúsáhorf-
endum hefur verið boðið upp á í
gegnum tíðina.
Maður að mínu skapi er um tveir
tímar í flutningi og fyrri hlutinn fer
að mestu í að setja upp allar að-
stæður. Segja má því að ballið byrji
ekki almennilega fyrr en í seinni
hluta verksins þegar þræðirnir koma
saman. Þetta veldur því að verkið er
umtalsvert fjörugra eftir hlé. Í
Manni að mínu skapi er stundum
stigið út fyrir rammann og horft á
áhorfendur og jafnvel verkið sjálft.
Þetta á sérstaklega við um þjón-
ustustúlkuna Berthu. Í blálokin stíga
svo allir leikararnir út úr verkinu.
Það er fremur erfitt að lofa eða
lasta leikara verksins. Persónurnar
eiga það sammerkt að hugsa fyrst og
fremst um eigin hag. Ég tel að varla
nokkur þeirra nái að snerta við
áhorfendum eða vekja mikla forvitni
hans. Leikmyndin gefur ágæta hug-
mynd um íverustað dálítið snobbaðs
einhleyps menntamanns með list-
rænar tilhneigingar. Búningar eru
sömuleiðis eins og manni finnst við-
eigandi í hefðbundnum stofuleik. Þá
bregður meðal annars fyrir tónlist
sem hentar síðmiðaldra fagurkera.
Hafi það verið hugmynd höfundar
og leikstjóra að snúa á klisjur stofu-
leiksins og jafnvel hálfgerðar flökku-
sögur samtímans með svo yfir-
gengilegum hætti að það yrði
tilkomumikið í sjálfu sér hefur það
ekki heppnast. Dýpri merkingu er
jafnauðvelt eða erfitt að finna í verk-
inu Maður að mínu skapi og í hvaða
tilvitnanabók sem er. Hugsanlega
hefði verið betra að senda áhorfand-
anum skýrari skilaboð um hvað það
væri sem hann væri að fara að taka
þátt í. Þá held ég að þetta verk hefði
gert sig betur í smærra rými.
Ég verð að lokum að hrósa Egg-
erti fyrir að setja niður, að því er mér
sýndist, fimm billjardkúlur í röð í
skotum sem sum hver virtust ekki
auðveld.
Ljósmynd/Eddi
Stofuleikur „Hafi það verið hugmynd höfundar og leikstjóra að snúa á
klisjur stofuleiksins og jafnvel hálfgerðar flökkusögur samtímans með svo
yfirgengilegum hætti að það yrði tilkomumikið í sjálfu sér hefur það ekki
heppnast,“ segir m.a. í dómi um leikritið Maður að mínu skapi.
Leikur með klisjur?
Þjóðleikhúsið
Maður að mínu skapi bbnnn
Maður að mínu skapi – stofuleikur eftir
Braga Ólafsson. Leikarar: Eggert Þor-
leifsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Þorleifur
Einarsson og Þorsteinn Bachmann.
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson, bún-
ingar: Agnieszka Baranowska, hljóð-
mynd: Halldór Snær Bjarnason, lýsing:
Ólafur Ágúst Stefánsson, dramatúrg:
Stefán Hallur Stefánsson. Leikstjórn:
Stefán Jónsson. 2. sýning á Stóra sviði
Þjóðleikhússins, 19. september
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Sjötta sýningin
af sjö í sýn-
ingaröðinni Mat-
ur er manns
gaman í Leir 7
við Aðalgötu 20 í
Stykkishólmi,
verður opnuð í
dag kl. 14.
Að þessu sinni
sýna Helga Pál-
ína Brynjólfs-
dóttir, Ingibjörg Helga Ágústs-
dóttir og Páll Kristjánsson textíl,
útskurð og hnífa.
Litbrigði haustsins er viðfangs-
efni sýningarinnar, að því er segir í
tilkynningu og á opnun verður
gestum boðið að bragða á villibráð
fjallanna.
Textíll, útskurður
og hnífar í Leir 7
Ingibjörg Helga
Ágústsdóttir
Hjónin Hjalti Jónsson og Lára
Sóley Jóhannsdóttir gáfu út sína
fyrstu plötu, Hjalti og Lára, 30.
ágúst sl. Á morgun halda þau út-
gáfutónleika kl. 17 í Laugarnes-
kirkju. Á plötunni flytja Hjalti og
Lára rólegar ballöður í bland við
kántrískotna slagara, eins og þau
lýsa því í tilkynningu. Flest lag-
anna hafi þau verið beðin um að
flytja við ýmis tilefni og lögin
hafi fylgt þeim í gegnum árin.
Platan var tekin upp í Hofi á vor-
dögum.
Hjalti og Lára halda útgáfutónleika
Tónlistarhjón Hjónin músíkölsku, Hjalti og Lára, á tónleikum.
Leiklistarskóli Leikfélags Akureyr-
ar hefst mánudaginn 23. september.
Samkvæmt upplýsingum frá Ragn-
heiði Skúladóttur, leikhússtjóra LA,
hafa aldrei jafn margar umsóknir,
eða 75 talsins, borist skólanum.
„Áherslan í náminu er á frumsköpun
nemenda, radd- og líkamsbeitingu.
Með þátttöku í náminu þjálfast nem-
endur í samvinnu, frumkvæði og
skapandi hugsun þar sem hugur og
líkami vinna sem eitt. Þar sem um
helmingur nemenda hefur stundað
nám við skólann lengur en eitt ár
hvílir sú ábyrgð á forsvarsmönnum
skólans að námið sé í sífelldri þróun
og að nemendum sé boðið upp á fjöl-
breytt námskeið,“ segir m.a. í til-
kynningu frá leikhúsinu.
Þar kemur jafnframt fram að
María Sigurðardóttir, fyrrv. leik-
hússtjóri LA, hafi stofnað skólann
haustið 2009. „Leiklistarskóli LA er
eini leiklistarskólinn á landinu sem
rekinn er af atvinnuleikhúsi. Auk
þess að sækja tíma í leiktúlkun og
skapandi leiklist er hluti námsins
fólginn í því að heimsækja æfingar
og eiga í gagnrýnum umræðum um
verkefni LA.“ Næst verður opnað
fyrir umsóknir í byrjun janúar.
Kennarar skólans eru Þórhildur
Örvarsdóttir söngkona og Ásta Sig-
hvats Ólafsdóttir leikkona.
Metaðsókn í leikaranám
Tjáning Frá fyrra námskeiði.
Verið
velkomin
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands:
Sunnudagur 22. september kl. 14: Ókeypis leiðsögn um Silfur Íslands
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Sigfús Eymundsson myndasmiður
- Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal
Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi - Hinsegin fólk í máli og mynd á Torgi
Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu:
Þúsund ár - Fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands og safnbúð
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is www.thjodmenning.is
www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning
Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17,
Þjóðmenningarhúsi alla daga 11-17.
Listasafn Reykjanesbæjar
ÁFRAMHALD - CONTINUITY
Gunnhildur Þórðardóttir sýnir
ný tví- og þrívíð verk.
5. sept. – 27. okt.
Bátasafn Gríms Karlssonar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Óvænt kynni
- Innreið nútímans í íslenska hönnun
(7.6.-13.10.2013)
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
UPS AND DOWNS - Kees Visser 6.9. - 27.10. 2013
LEIÐANGUR 2011 6.9. - 27.10. 2013
GERSEMAR 18.5. - 27.10. 2013
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 um sýningar safnsins
í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings
SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. Opið daglega kl. 10-17, lokað mánud.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Safnið er lokað 15. sept. - 6. október
FORYNJUR - Sýningin opnar 6. október.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 • www.listasafn.is
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Vísar – húsin í húsinu
Elín Hansdóttir
Ilmur Stefánsdóttir
Marcos Zotes
Theresa Himmer
Gordon Matta-Clark
Listamannaspjall
með Elínu Hansdóttur
og Theresu Himmer
sunnudag 22. september kl. 15
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is • Sími 585 5790
Aðgangur ókeypis