Morgunblaðið - 01.10.2013, Page 1

Morgunblaðið - 01.10.2013, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 1 3  227. tölublað  101. árgangur  LYKILLINN AÐ LÍFSHAM- INGJUNNI SAFNAR LISTAVERKUM Á HJÓLUM TÓNLIST HJALTALÍN Í KVIKMYND BÍLAR LEIKSTJÓRI 32 SVEPPASÉRFRÆÐINGUR 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Eggert Skip Vinna er hafin við að kanna leiðir til álagningar á veiðigjöldum til frambúðar.  Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið veiðigjaldsnefndinni, sem skipuð var fyrir réttu ári, að „gaumgæfa leiðir að útfærslum að álagningu veiðigjalda“, eins og það er orðað í umfjöllun ráðuneytisins. Samhliða þessu hefur ráðherra sett á fót annan hóp sem er ætlað að liðsinna veiðigjaldsnefndinni eftir þörfum. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er að því stefnt að sem víðtækust sátt náist að frum- varpi sem verði lagt fyrir Alþingi síðar í vetur. Þá er álagningu vegna fiskveiði- ársins sem hófst 1. september ekki lokið en fyrsti gjalddaginn af fjór- um er í dag. Samkvæmt upplýs- ingum Fiskistofu er þung og flókin vinnsla ástæða þessa. »6 Nýjar leiðir um álagningu veiði- gjalda til skoðunar Misjafnlega mikil » Fjárhagsaðstoð sveitarfé- laga við atvinnulaust fólk er mismikil eftir sveitarfélögum. » Velferðarráðuneytið gefur út viðmiðunarreglur í þessu efni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum séð það í þessari vinnu að ákveðinn hópur er sáttur við að vera á bótum og vill vera á bótum,“ segir Runólfur Ágústsson, fráfarandi for- maður átaksverkefnisins Liðsstyrks, um viðhorf hluta ungmenna sem eru án vinnu til þess að þiggja bætur. „Þetta unga fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það er með slíku að takmarka framtíðarmöguleika sína og í raun lokast inni í ákveðinni fátæktargildru. Átaksverkefni síð- ustu missera sýna að hægt er að brjóta upp það mynstur og bjóða þess í stað upp á raunveruleg tæki- færi fyrir ungt fólk til náms og fram- tíðar,“ segir Runólfur. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það áhyggjuefni að á síðustu árum skuli hafa orðið breyting á við- horfi gagnvart því að þiggja bætur. Mörg sveitarfélög hafi áhyggjur af því að átaksverkefnum á vinnumark- aði sé að ljúka og að atvinnulausum fjölgi á ný. Fjárhagsaðstoð sveitar- félaga sé hugsuð sem neyðaraðstoð, sem sé þó ekki háð tímamörkum. MKomu í veg fyrir » 13 Margir vilja vera á bótum  Fráfarandi formaður Liðsstyrks segir hluta ungs fólks sáttan við að vera án vinnu  Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga uggandi vegna breyttra viðhorfa Morgunblaðið/Golli Nýr forstjóri Páll Matthíasson hyggst efla starfsandann. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Markmið mitt er að samhæfa vinnu alls þessa góða fólks á spítalanum þannig að við vinnum markvisst að því að sinna sjúklingum við sem best- ar aðstæður. Það er langtímaverkefni en við þurfum að leggja af stað í því strax. Við getum ekki beðið. Verkefn- ið var að spara og halda samt þjónust- unni. Nú er komið að því að bæta í og efla starfsandann. Við verðum að snúa vörn í sókn,“ segir Páll Matt- híasson, nýr forstjóri LSH. Páll er settur forstjóri Landspítal- ans til 1. apríl 2014. Hann segir ótíma- bært að ræða hvort hann muni sækj- ast eftir fastráðningu. Boðar verulegar breytingar Hitt sé óhætt að fullyrða að veru- legar breytingar muni verða á starfi sjúkrahússins á skipunartímanum. Vísar Páll í því efni til þess að fimm ára skipunartími framkvæmdastjórn- ar spítalans renni út á næsta ári. Formenn læknaráðs Landspítal- ans annars vegar og hjúkrunarráðs hins vegar fagna ráðningunni. »4 Tímabili sparnaðar lokið  Nýr forstjóri Landspítalans boðar verulegar breytingar Þrettán símaklefar Símans sem eftir eru á land- inu verða teknir úr sambandi á næstunni. Sveit- arfélögum hafði verið tilkynnt að þeir yrðu tekn- ir úr sambandi í dag. Að því loknu verða aðeins þrjátíu almenningssímar eftir í landinu en þeim verður flestum lokað um áramótin. Þá rennur út kvöð á Símanum um að halda úti almennings- símaþjónustu sem verið hefur í gildi. Notkunin hefur verið lítil og sumir klefanna veltu aðeins nokkrum hundraðköllum. Símaklefinn við Lækj- argötu í Reykjavík fær að standa. Tveir klefanna munu fara á safn. »6 Síðasti séns að hringja heim úr almenningssíma Morgunblaðið/Ómar Símaklefinn við Lækjargötu verður sá eini sem fær að standa í Reykjavík  Bæjarráð Ár- borgar sam- þykkti í síðustu viku tillögu um að setja upp eft- irlitsmyndavélar við innkomu- leiðir allra þétt- býliskjarna í sveitarfélaginu til fjárhagsáætl- unargerðar fyrir næsta ár. Eftir á að útfæra hvar vélunum verður komið fyrir en hugmyndin er að þær verði við þéttbýliskjarn- ana Eyrarbakka, Stokkseyri og Tjarnabyggð. »4 Fleiri eftirlits- myndavélar í Árborg Eftirlit Fleiri vélar í nágrenni Selfoss. „Það mætti vera meira um að fólk settist að hérna í Grímsey. Við myndum gjarnan vilja það, þetta hefur staðið svolítið í stað hérna undanfarin ár. Við erum gott sam- félag, við höfum alltaf tekið vel á móti fólki og ég held að við séum frekar góð heim að sækja,“ segir Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, en rætt er við hann í blaðinu í dag í 100 daga hringferð Morgunblaðsins, þar sem komið er við í Grímsey. Hann segir gott að búa í eynni en íbúar eru á milli 70 og 80. Garðar er einn af hluthöfum og stjórnarmönnum útgerðarinnar Sigurbjarnar. Þar starfa á bilinu 12-14 manns og er fyrirtækið stærsti vinnuveitandinn á staðnum. Útgerðin var stofnuð fyrir rúmum 30 árum af Garðari og Gylfa Gunn- arssyni. Nú starfa synir þeirra beggja með þeim. »14-15 Gott að búa í Grímsey en fleiri mættu setj- ast þar að, segir útgerðarmaður í eynni Morgunblaðið/ÞÖK Sannur Grímseyingur Garðar Ólason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.