Morgunblaðið - 01.10.2013, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013
„Hann er augljóslega byrjaður að
hressast,“ segir Hulda Birna Al-
bertsdóttir, umhverfisskipulags-
fræðingur hjá Náttúrustofu Vest-
fjarða, um ófleygan fálka sem fannst
í vegkantinum á milli Kollafjarðar og
Kirkjubóls á Ströndum miðvikudag-
inn 25. september sl.
Greint var frá björguninni á vef
Náttúrustofu Vestfjarða um helgina.
Þar kom fram að Guðmundur
Ágústsson og Valur Þórðarson hefðu
fangað fuglinn og komið honum til
Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungar-
vík enda er það í leiðinni hjá Guð-
mundi. Sagt var að auðvelt hefði ver-
ið að hlaupa fuglinn uppi. Hann hefði
verið grútarblautur og því fengið bað
í tvígang við komuna til Bolungar-
víkur. Skoðun hefði leitt í ljós að
fuglinn væri mjög horaður, særður á
báðum vængjum og fæti en vegna
bólgu væri ekki hægt að meta stöð-
una að svo stöddu.
Hulda Birna segir að fálkinn hafi
tekið vel til matar síns. Hann hafi
fitnað og láti í sér heyra, en óljóst sé
um framhaldið.
„Hann fær nóg að éta, fitnar og
honum líður betur,“ segir Hulda
Birna, en talið er að fálkinn sé aðeins
nokkurra mánaða gamall. Gera megi
ráð fyrir að honum verði sleppt þeg-
ar og ef hann jafnar sig. „En það er
ekki búið að taka neinar ákvarðanir,“
segir hún. steinthor@mbl.is
Fálka bjargað á Ströndum
Ljósmynd/Hulda Birna Albertsdóttir
Líf Fálkinn dafnar vel í Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík.
Er í góðu yfirlæti hjá starfsfólki á Náttúrustofu Vestfjarða
Særður á báðum vængjum og fæti en farinn að hressast
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt 53 ára gamlan karl-
mann í tveggja og hálfs árs óskil-
orðsbundið fangelsi. Maðurinn var
sakfelldur fyrir að hafa brotið kyn-
ferðislega gegn þremur drengjum,
öllum fæddum árið 1998. Brotin
voru framin á árunum 2011 og
2012.
Manninum var gert að sök að
hafa viðhaft kynferðislega áreitni
við drengina gegnum samskipta-
forritið MSN, með tölvupósti og
notkun facebook, en til vara fyrir
brot gegn blygðunarsemi drengj-
anna. Honum var gert að greiða
þeim á bilinu 150.000 til 900.000
krónur í miskabætur.
Dæmdur fyrir kyn-
ferðisbrot gegn
þremur drengjum
Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins-
félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum.
Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný
með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir
taka fagnandi á móti þér.
Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl!
„Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.
Styrkjum
starfsemi
Krabbameins-
félagsins
Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks
Krabbameinsfélagsins í október og nóvember
Tökum bleikan bíl!
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
„Við teljum að forsendubrestur hafi
orðið varðandi meðal annars gjald-
skrána og þá styrki sem koma með
þessu verkefni. Síðan höfum við hjá
landshlutasamtökunum orðið vör við
að það sé verið að aka á þessum leið-
um þrátt fyrir einkaleyfi á akstri,“
segir Sigurður V. Ásbjarnarson, bæj-
arstjóri Fjallabyggðar, en aðalfundur
Eyþings, sambands sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, álykt-
aði nýverið um að endurskoða verði
framlög vegagerðarinnar til almenn-
ingssamgangna og breyta verði
gjaldskrám og afsláttarkjörum.
Fyrirhugaðir fundir í vikunni
„Þetta er verkefni sem við verðum
að vinna með Vegagerðinni og ráðu-
neytinu. Þetta er núna í vinnslu, það
eru fundir fyrirhugaðir á miðviku-
daginn þar sem þetta verður rætt.
Síðan erum við að skoða þetta í
tengslum við fjármálaráðstefnuna á
fimmtudaginn og föstudaginn og er-
um að búa okkur undir hana,“ segir
Sigurður.
Áætlanir
hafa ekki
staðist
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Almenningssamgöngur Strætó fer
á milli bæja víða á landsbyggðinni.
Endurskoða for-
sendur verkefnisins