Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
P
atrick Garretson er stadd-
ur hér á landi vegna
námskeiðs sem hann hélt
síðastliðinn laugardag.
Þar kenndi hann við-
stöddum að greina sveppi í íslensku
umhverfi og hvernig nýta má þá í
ýmsum tilgangi. Hann er menntaður
í lífrænum landbúnaði og lagði hann
sérstaka áherslu á hann með gang
himintunglanna til hliðsjónar. Auk
þess hefur hann lagt stund á austræn
fræði og vistvæna ræktun.
Í dag ferðast hann um heiminn
og boðar byltingarkenndar hug-
myndir um gildi sveppa í náttúrunni
og í hinu stóra samhengi sjálfs al-
heimsins.
Burt með eitrið
Garretson segir kjarna fræð-
anna í því fólginn að mannkynið ein-
beiti sér að því að hreinsa upp þann
eiturefnaúrgang sem er því miður
víða í umhverfinu. „Þá á ég við alls
konar eitur sem er að eyðileggja jarð-
veginn og menga drykkjarvatnið.
Sveppir geta haft gríðarlega jákvæð
áhrif í slíkum tilvikum og notum við
meðal annars til þess sveppi sem
heita shiitake sem og ostrusveppi. Ég
lærði aðferðirnar hjá Paul Stamets,
sem er mjög frægur sveppafræð-
ingur og svepparæktandi. Hann hef-
ur unnið að stórum verkefnum sem
miða að því að hreinsa upp eitraðan
úrgang. Sem dæmi má nefna verk-
efni þar sem dísilolía hafði annars
vegar farið í jarðveginn og hins vegar
bensín. Ostrusveppurinn var notaður
Sveppir lykillinn að
lífshamingjunni
Nú er sá árstími sem sveppaunnendur fagna, fara á stjá og tína sveppi í skógum
og gæða sér á þeim, steiktum, þurrkuðum eða hráum. Bandaríkjamaðurinn Pat-
rick Garretson er einn þeirra sveppaunnenda sem eru sannfærðir um lækninga-
mátt sveppa. Að hans mati geta þeir linað svo gott sem allar þjáningar mannsins
og eru stórlega vanmetnir. Hann segir að sveppirnir séu lykillinn.
Morgunblaðið/Malín Brand
Íslenskt Alls eru um 2.100 tegundir af sveppum þekktar hér á landi.
Mynd/Martin Bridge
Alheimurinn Garretson segir sveppina mynda net sem heldur öllu saman.
Við hver árstíðaskipti þarf fólk að
huga að reiðhjólum sínum. Nú þegar
haustar og myrkrið færist yfir, skiptir
miklu máli að ljós og endurskin sé í
góðu lagi á hjólafákum þeirra sem
eru á ferðinni, ekki aðeins fyrir ör-
yggi þeirra sjálfra, heldur líka allra
annarra í umferðinni. Vefsíðan hjóla-
dót.is er frábær fyrir alla þá sem
stunda hjólreiðar, en þar er hægt að
kaupa og selja hjóladót. Ekki aðeins
er þar að finna notuð hjól, heldur líka
hjólafatnað, hjálma, hanska og hvers
konar fylgihluti, varahluti, dekk,
gjarðir og ótal margt fleira. Þetta er
líka góður vettvangur fyrir þá sem
eru að taka til í bílskúrum og
geymslum og vilja losa sig við hjól og
allt sem þeim fylgir sem þeir eru
hættir að nota. Þarna er hægt að
koma því í verð og láta það verða ein-
hverjum öðrum til gagns. Einnig er
hægt að óska eftir því sem vantar.
Vefsíðan www.hjoladot.is
Reiðhjól Æ fleiri nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar og er það vel.
Til að kaupa og selja hjóladót
Haustið er yndislegur árstími og
margir tengja haustið við rómantík.
En haustið er líka frábær tími til að
stunda útivist, þá er loftið ein-
staklega hreint og ferskt, hitinn ekki
of mikill og litirnir í náttúrunni ein-
staklega fallegir. Þegar fólk stundar
útivist, er full ástæða til að minna
fólk á að gefa sér tíma til að njóta
alls sem fyrir augu ber, hvort sem
það er náttúran í allri sinni dýrð,
mannfólkið sem verður á vegi fólks,
skýjafar, umhverfishljóðin, fuglarnir
og smádýrin, nú eða hrossin og kind-
urnar ef fólk er í sveitinni. Góður
göngutúr í fallegu veðri er heilsubót.
Endilega …
… njótið
haustlitanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haust Góður tími til útivistar.
Næstkomandi laugardag 5. október
verður fyrsta hlaupið af fjórum í víða-
vangshlauparöð Saucony og Fram-
fara. Tvær vegalengdir eru í boði,
stutt og langt hlaup, og hefst styttra
hlaupið á undan. Stutta hlaupið er yf-
irleitt um 700-800 m og það langa
7,5 km. Öll hlaupin hefjast kl. 11 á
laugardagsmorgnum. Í fyrsta hlaup-
inu er lagt upp frá Elliðavatnsbænum
og hringurinn er 1 km að lengd og al-
farið á malarstígum, ein brött brekka,
annars tiltölulega flatt. Hlaupinn er 1
hringur (1 km) í stutta hlaupinu en 4
(4 km) í því langa. Næstu hlaup
verða: 12. okt við Reynisvatn, 19. okt
við Borgarspítala og 2. nóv. á Tjald-
stæðinu í Laugardal.
Stigakeppni er í flokkum karla og
kvenna og þátttakendur mega og eru
hvattir til að taka þátt í báðum hlaup-
um á sama degi. Bæði hlaup á gefn-
um degi gilda til stiga einstaklings í
stigakeppninni en aðeins þrír bestu
keppnisdagar gilda í lokin. Þannig er
óhætt að forfallast í einu hlaupi.
Kort og lýsingar á brautum er að
finna á vefsíðunni www.hlaup.is
Víðavangshlauparöð Framfara
Fjögur hlaup næstu laugardaga
og lagt upp frá á ólíkum stöðum
Elliðavatnsbær Þar verður lagt af stað í fyrsta hlaupinu nú á laugardag.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Laugavegur 40, 101 Reykjavík
volcano@volcanodesign.is
www.volcanodesign.is
S: 5880100