Morgunblaðið - 01.10.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013
Í tilefni af því að liðin eru 70 ár frá
því Þristinum TF-NPK var rennt út
úr verksmiðju Douglas í Bandaríkj-
unum efna DC-3 Þristavinir til af-
mælishátíðar í Flugsafninu á Ak-
ureyri í dag, þriðjudaginn 1.
október klukkan 17 til 19. Hátíðin
er öllum opin.
Greint verður frá tilurð og sögu
DC-3 hjá bandarísku Douglas verk-
smiðjunum, þessari þekktu flugvél
sem þjónaði í farþega- og flutninga-
flugi um heim allan fyrir og eftir
síðari heimsstyrjöld. Þá verður
fjallað um hlutverk Þristsins í sam-
göngu- og landgræðslusögu Íslend-
inga og sýnd mynd um Þristinn í
landgræðslu. Flugvélin var skráð á
Íslandi árið 1946 og heitir núna Páll
Sveinsson. Á síðasta æviskeiði sínu í
formlegri vinnu sinnti hún land-
græðslu í 33 sumur og lauk því
verkefni árið 2006. Nú er hún í
umsjá DC-3 Þristavina og notuð til
sýningar- og kynningarflugs.
Haldið upp á 70 ára
afmæli Þristsins
Cluster Excellence: Strategy and Steps for Development
Miðvikudag 2. október á Grand hótel Reykjavík
Rannís efnir til ráðstefnu um stjórnun klasa í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
og Rannsóknasetur um stefnu og samkeppnishæfni við HÍ. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Ráðstefnustjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís.
DAGSKRÁ
8:00 Skráning og kaffi
8:30 Opnunarávarp
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
08:40 Cluster Excellence: Strategy and Steps for Development
Runólfur Smári Steinþórsson, Rannsóknasetri um stefnu og samkeppnishæfni
við Háskóla Íslands
09:00 Icelandic Cluster Management and Future of Clusters
Hákon Gunnarsson, Íslenska jarðvarmaklasanum
09:15 Management with Cluster Excellence: How to Design a Competitive
Strategy for Clusters?
Ekin Taskin, Director,Aegean Exporters’ Associations
09:30 Cluster Programmes in Iceland, Experience and Support
Hannes Ottósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
09:45 Kaffihlé
10:05 Cluster Activities and Output
Aylin Gel, Cluster manager of ESSIAD-Association of the Aegean
Industrialists and Businessmen of Refrigeration
10:35 Cluster in Renewable Energy
Bartłomiej Piotrowski, Subcarpathian Renewable Energy Cluster
11:00 Cluster Policy in Iceland, the way ahead
Elvar KnúturValsson,Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
11:15 Afhending “Bronze Label of the European Cluster Excellence Initiative“
Viðurkenning til íslenskra klasastjóra fyrir árangur
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
11:35 The Strengths and Weaknesses of Icelandic Clusters
Þorvaldur Finnbjörnsson, Rannís
11:50 Spurningar og umræða
Ráðstefnan er öllum opin og án endurgjalds. Áhugasamir skrái sig á rannis@rannis.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur, hefur lagt fram tillögu í
borgarráði þess efnis að Reykjavík-
urborg taki upp samning milli borg-
arinnar og ríkisins vegna vegafram-
kvæmda og almenningssamgangna
næstu tíu ára. „Samningur ríkis og
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
frá síðasta ári um að efla almennings-
samgöngur næstu tíu árin felur í sér
að vegaframkvæmdum á svæðinu
verði frestað á sama tíma. Frestun
samgöngumannvirkja í Reykjavík í
heilan áratug mun hafa mikil og al-
varlega áhrif á umferðaröryggi og
neikvæð áhrif á þróun og vöxt borg-
arinnar,“ segir Júlíus og bendir á að í
Reykjavík sé að finna hættulegustu
gatnamót landsins. „Umferðarslys
kosta samfélagið tugi milljarða á ári
og Reykvíkingar eiga þá kröfu að
hluta af vegafé landsins sé varið í
betri samgöngur í borginni.“
Samkvæmt upplýsingum Umferð-
arstofu voru 43,07 prósent alvarlegra
slysa á höfuðborgarsvæðinu á árun-
um 2007 til 2011og 46,18 prósent
slysa þar sem meiðsl voru minnihátt-
ar.
Samgöngubætur úr skipulagi
„Í nýju aðalskipulagi sem var að
koma úr auglýsingu hafa fimm mis-
læg gatnamót verið tekin út sem gert
er ráð fyrir í eldri aðalskipulags-
áætlun,“ segir Júlíus. Alls bárust um
200 athugasemdir við aðalskipulagið
og segir Júlíus það vera undarlega
niðurstöðu ef framkomin mótmæli
hafi ekki orðið til þess að skipulaginu
verði breytt. „Ef það á að auka um-
ferð til vesturhluta borgarinnar verð-
ur að gera ráð fyrir mislægum gatna-
mótum og stokki til að tryggja
umhverfis- og loftgæði. Til þess þarf
fé til vegaframkvæmda frá ríkinu og
ég hef fulla trú á því að innanríkisráð-
herra vilji taka upp samninginn sem
núna er milli borgarinnar og ríkisins
og fara betur yfir hann með okkur.“
Fimm hættulegustu gatnamótin
Reykjavík sker sig úr þegar kemur
að hættulegum gatnamótum. Af 20
hættulegustu gatnamótum landsins
eru 16 í Reykjavík, þar af fimm þau
hættulegustu. „Þegar við skoðum
þetta nánar sjáum við að þarna eru 19
af 20 gatnamótum svokölluð gatna-
mót á plani, þ.e. ljósastýrð,“ segir
Ólafur Kr. Guðmundsson hjá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Hann
bendir á að bætt samgöngumannvirki
og vegir séu lykillinn að því að draga
úr slysum. „Kostnaður samfélagsins
af umferðarslysum er 36-40 milljarð-
ar á ári. Þegar horft er til áranna 2001
til 2010 urðu umferðaróhöpp á Íslandi
74.761, þar af 13.455 slys þar sem slys
urðu á fólki.“
Ekki náðist í Dag B. Eggertsson,
formann borgarráðs, eða Pál Hjalta-
son, formanns umhverfis- og skipu-
lagsráð, í gær.
Alvarleg áhrif á öryggið
Frestun vegaframkvæmda í Reykjavík næstu 10 árin ekki viðunandi að mati
Sjálfstæðisflokksins Hættulegustu gatnamót landsins eru nærri öll í Reykjavík
Morgunblaðið/Golli
Samgöngur Reykjavíkurborg gerði samning við ríkið um að fresta vega-
framkvæmdum næstu 10 ár fyrir aukið fé í almenningssamgöngur.
Ásmundur Pálsson lög-
fræðingur lést á Land-
spítalanum 29. sept-
ember sl., 85 ára að
aldri.
Ásmundur fæddist á
Eiðum í Eiðaþinghá í
Suður-Múlasýslu hinn
5. apríl 1928, sonur
hjónanna Páls Her-
mannssonar, bónda og
alþingismanns, og Dag-
bjartar Guðjónsdóttur
húsfreyju.
Ásmundur gekk í
barna- og unglingaskóla á Eiðum en
útskrifaðist síðan sem stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1949.
Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla
Íslands 1958. Ásmundur vann mest-
an sinn starfsferil hjá Olíufélaginu
Skeljungi í Reykjavík en lét af störf-
um 1994.
Ásmundur var einn
af fremstu bridsspil-
urum landsins og tók
síðast þátt í bridsmóti
nú í sumar. Hann varð
Íslandsmeistari í tví-
menningi í tíu skipti,
síðast árið 2005, og níu
sinnum Íslandsmeist-
ari í sveitakeppni.
Hann spilaði fyrst í
landsliði Íslendinga ár-
ið 1960 og átti þar fast
sæti næstu tvo áratug-
ina.
Ásmundur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Ingunn Ágústsdóttir.
Hún lést 27. janúar 1982. Þau Ás-
mundur eignuðust þrjú börn, Pál,
Dagbjörtu Thelmu og Sigríði. Síðari
eiginkona Ásmundar er Unnur Kon-
ráðsdóttir og lifir hún mann sinn.
Andlát
Ásmundur Pálsson
Stjórnendur Heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri hafa sent frá
sér athugasemd vegna ummæla
Birgis Gunnarssonar, forstjóra
Reykjalundar, í blaðinu sl. laug-
ardag, þess efnis að heilsugæslu-
stöðinni hafi verið „kippt inn“ í
jafnlaunaátak stjórnvalda í fram-
lögum til heilbrigðisstofnana,
þrátt fyrir að sú stofnun sé rekin
samkvæmt þjónustusamningi við
Akureyrarbæ.
Athugasemdin er eftirfarandi:
„Stjórnendur Heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri vilja taka und-
ir það sjónarmið í viðtalinu að
jafnlaunaátakið eigi að ná til fleiri
heilbrigðisstofnana en bara
hreinna ríkisstofnana en því miður
hefur hvorki Heilsugæslustöðin á
Akureyri né Akureyrarbær fengið
þetta bætt eins og fullyrt er í við-
talinu né heldur fengið neitt skrif-
legt um að þetta verði bætt. Þang-
að til að það bréf berst eða
greiðslan berst munum við halda
áfram að óska eftir því við ráðu-
neytið að fá þetta greitt.“
Stendur við orð sín
Birgir Gunnarsson segist í sam-
tali við Morgunblaðið standa við
það sem eftir sér sé haft í blaðinu
sl. laugardag. „Ég stend við það
sem ég hef sagt varðandi þetta og
hef heimildir fyrir því,“ segir
hann.
Athugasemd frá stjórnendum
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
Ljósmynd/Heilsugæslan Ak.
Akureyri Heilsugæslustöðin í bænum er
við Hafnarstræti á Akureyri.
Eldur kviknaði í vinnuvél á flug-
stöðvarsvæðinu á Keflavíkur-
flugvelli í fyrradag. Lögreglan á
Suðurnesjum var kvödd á vett-
vang og er talið að upptök elds-
ins hafi verið í öðru framljósi vél-
arinnar, því bruninn hafði orðið
mestur umhverfis það.
Vélin var kyrrstæð og mann-
laus þegar eldurinn kom upp.
Hann var slökktur með hand-
slökkvitæki.
Eldur í vinnuvél á flugstöðvarsvæði