Morgunblaðið - 01.10.2013, Page 13

Morgunblaðið - 01.10.2013, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þau átaksverkefni á vinnumarkaði sem gripið var til eftir efnahags- hrunið hafa komið í veg fyrir að stór hópur ungs fólk hafi setið auðum höndum misserum saman. Með því hefur verið kom- ið í veg fyrir að það sama gerðist og t.d. í Finn- landi í upphafi 10. áratugar síð- ustu aldar, þegar „týnd kynslóð“ óx úr grasi sem varð háð finnska velferðarkerfinu um framfærslu til langframa. Þetta er skoðun Runólfs Ágústs- sonar, fráfarandi formanns átaks- verkefnisins Liðsstyrks, en tilefnið er ný skýrsla um árangur vinnu- markaðsaðgerða fyrir ungt fólk, sem unnin var að beiðni Eyglóar Harðar- dóttur, félags- og húsnæðismála- ráðherra. Vísar Runólfur þar sér- staklega til línurits úr skýrslunni sem er endurgert hér til hliðar. Sýnir baráttuhug fólksins Runólfur segir árangur átaks- verkefnisins Nám er vinnandi vegur hafa komið á óvart, þ.e. hversu vel ungu fólki sem var án vinnu og fékk styrk til náms hafi gengið í fram- haldsskóla haustið 2011 og vorið 2012. Ræðir þar um rúmlega 500 ung- menni sem voru án vinnu og áttu ekki rétt á námslánum vegna náms á framhaldsskólastigi. Til að auka möguleika þess á vinnumarkaði var ákveðið að atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiddi ungmennunum styrk, hér um bil ígildi fullra atvinnu- leysisbóta, gegn því að þau stunduðu minnst 60% nám. „Það voru gerðar svolítið ríkar kröfur til þeirra og framvinda þeirra í námi metin mánaðarlega. Þau þurftu að stunda skólann vel, skila verkefnum og mæta í próf. Ef þau sýndu fram á viðleitni til náms var styrkurinn endurnýjaður mán- aðarlega, ella féll hann niður. Þetta ríka aðhald virtist skila sér í því að árangur þeirra var mjög góður,“ seg- ir Runólfur og bendir á að 88 af rúm- lega 500 nemendum úr þessum hópi hafi flosnað upp úr náminu, eða tæp- lega sjötti hver nemandi. Vorið 2012 hættu 44 til viðbótar námi. Um fjórði hver hætti námi Til samanburðar hafi 228 af um eitt þúsund framhaldsskólanemum sem fengu inni í skólunum vegna sér- staks viðbótarframlags til fram- haldsskóla hætt námi haustið 2011 og 155 vorið 2012. Hefðu þessir þús- und nemendur ella ekki fengið inni í skólunum, sem vísuðu frá hundr- uðum umsækjenda um skólavist haustið 2010 vegna fjárskorts. Þá vísar Runólfur til þess að brottfall úr framhaldsskólum hér sé mikið í sam- anburði við helstu viðmiðunarlönd, en samkvæmt skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá 2011 höfðu aðeins 45% nýnema í framhaldsskólum lokið námi eftir fjögur ár, 58% eftir sex ár. Tekið skal fram að af þeim þátt- takendum í Nám er vinnandi vegur sem hófu nám á haustönn 2011 voru 55% þeirra skráð í nám í framhalds- skólum, 12% í frumgreinadeildum og 33% í nám í háskólum. Runólfur seg- ir að bestur árangur hafi orðið í frumgeinadeildum þar sem yfir 90% þeirra sem hófu nám hjá Keili og á Bifröst hafi lokið námi. Fram kemur í skýrslunni að af þeim 960 einstak- lingum sem skráðir voru án atvinnu hjá Vinnumálastofnun, þegar þeir hófu nám á grundvelli verkefnisins haustið 2011, voru 144 enn skráðir án atvinnu hjá stofnuninni í byrjun september 2013, eða 15% þeirra sem hófu þátttöku. Þá segir þar að könn- un meðal þátttakenda í Nám er vinn- andi vegur bendi til að algengustu ástæður brotthvarfs úr skóla hafi verið fjárhagslegar aðstæður, að námið hafi ekki verið við hæfi eða erfiðleikar vegna andlegra veikinda. Eðlilegt að þiggja bætur Runólfur telur það hins vegar áhyggjuefni að vísbendingar séu um það úr átaksverkefnum Vinnumála- stofnunar, að hluti ungs fólk telji það eðlilegan lífsstíl að þiggja atvinnu- leysisbætur, í stað þess að leita starfa. „Við höfum séð það í þessari vinnu að ákveðinn hópur er sáttur við að vera á bótum og vill vera á bót- um. Þetta unga fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það er með slíku að takmarka framtíðarmöguleika sína og í raun lokast inni í ákveðinni fá- tæktargildru. Þessi verkefni sýna að hægt er að brjóta upp það mynstur og bjóða þess í stað upp á raunveru- leg tækifæri fyrir ungt fólk til náms og framtíðar,“ segir Runólfur. Fram kemur í skýrslunni að í jan- úar 2010 voru 3.200 atvinnuleitendur skráðir á aldrinum 16-25 ára. Til samanburðar voru 1.097 ungmenni á aldrinum 16-24 ára án vinnu í júlí sl. Komu í veg fyrir „týnda kynslóð“  Fráfarandi formaður Liðsstyrks segir stuðning við atvinnulaus ungmenni hafa gefið góða raun  Mörg ungmenni sem voru án vinnu hafi sýnt baráttuvilja en önnur kosið að þiggja bætur Runólfur Ágústsson Ungt fólk og atvinnuleysi Eftir ársfjórðungum Heimild: Vinnumálastofnun 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% IV 2 008 I 20 09 II 2 009 III 2 009 IV 2 009 I 20 10 II 2 010 III 2 010 IV 2 010 I 20 11 II 2 011 III 2 011 IV 2 011 I 20 12 II 2 012 III 2 012 IV 2 012 I 20 13 II 2 013 Atvinnuleysi allir skv. VMST Atvinnuleysi 16-29 ára skv. VMST 5,0% 11,7% 10,7% 9,8% 10,7% 12,3% 9,2% 8,2% 9,5% 10,8% 7,9% 7,4% 8,6% 8,0% 5,5% 4,8% 5,7% 6,4% 4,6% Vandaðir og vottaðir ofnar www.ofnasmidja.is - Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 LAGERSALA OG TILBOÐSDAGAR Í OKTÓBER *ATH. Lagersalan gildir út október 2013 eða á meðan birgðir endast. 10 - 50% afsláttur á völdum Thor ofnum 10 - 20% afsláttur á MHS handklæðaofnum Alara 60x72 cm Ryðfrítt stál Square 50x120 cm Ryðfrítt stál Aquila 50x119 cm Burstað stál Oval 50x120 cm Ryðfrítt stál Halo 25x120 cm Krómað stál 10% 20% 15% 10%10% Home Swim pakki, án klórs 2 fyrir 1 6.990,- Eura L Eura C Fylgihlutir fyrir nuddpotta á 10% afslætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.