Morgunblaðið - 01.10.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.10.2013, Qupperneq 15
Morgunblaðið/ÞÖK Sóknarfæri Grímseyingar hafa ekki farið varhluta af fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi. Huga þarf að því hvernig hægt sé að taka sem best á móti þeim og kynna eyjuna betur sem náttúruparadís, að mati Garðars. sú tala staðið í stað undanfarin þrjú ár. „Það mætti vera meira um að fólk settist að hérna í Grímsey. Við myndum gjarnan vilja það, þetta hefur staðið svolítið í stað hérna undanfarin ár. Við erum gott sam- félag, við höfum alltaf tekið vel á móti fólki og ég held að við séum frekar góð heim að sækja. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann segja að það hafi verið tekið illa á móti hon- um í Grímsey. En það hefur margt breyst hér í eynni og meira ferðalag á fólki en var. Samgöngurnar eru orðnar svo góðar. Áður var það þannig að þegar einhver fór í land, þá var spurt: Hvað er að honum? Menn höfðu fátt í land að sækja. En þessi spurning heyrist ekki lengur.“ Spurður að því hvað sé fram- undan hjá Grímseyingum segir Garðar að þar sé alltaf eitthvað að gerast, til dæmis þurfi eyjar- skeggjar nú að huga að þeim tæki- færum sem fylgja fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands. „Það er al- veg klárt mál að við þurfum að fara að huga betur að ferðamennskunni, hún hefur setið svolítið á hakanum hjá okkur, við höfum einblínt á fisk- veiðarnar. En núna koma svo marg- ir hingað, við þurfum að finna út úr því hvernig við ætlum að taka sem best á móti þessu fólki. Við þurfum að kynna okkur betur sem nátt- úruparadís.“ Engar reglur um nafnbótina Garðar er fæddur og uppalinn í Grímsey og hefur móðurætt hans búið í eyjunni í margar kynslóðir. „Ég veit eiginlega ekki hversu langt það nær aftur,“ segir hann. Þarf maður að hafa búið í eyj- unni í áratugi, jafnvel geta rakið ættir sínar þangað í nokkrar kyn- slóðir til að mega kalla sig Gríms- eying? „Nei, alls ekki. Það eru eng- ar reglur um það. Fólk þarf þó kannski að hafa verið hérna lengur en nokkra daga til að nefna sig þessu sæmdarheiti.“ Morgunblaðið/ÞÖK Frá Grímsey Þar búa tæplega 80 manns og hefur íbúum fækkað nokkuð frá því um 1990, þá voru þeir um 120 sem er mesti fjöldi sem þar hefur búið. Grímsey er um 40 kílómetra norður af Íslandi, þar er nyrsta byggð landsins og norðurheimskautsbaugurinn liggur í gegnum hana norðanverða. Eyjan er 5,3 ferkílómetrar að stærð og helstu atvinnuvegir eru fiskveiðar, fiskþurrkun og ferðaþjónusta. Í Grímsey búa á milli 70 og 80 manns. Útvörðurinn í norðri Ljósmynd/MatsWibe Lund tekið þátt í félagsstarfi tengdu Grímsey. „Gaman er að mynda fuglalífið í Grímsey. Þarna er t.d. lundi, langvía, æðarfugl og ryta sem eyj- arskeggjar kalla raunar skeglu. Svona gæti ég haldið áfram. Og svo er líka áhugavert að fara með körl- unum í róður og taka myndir þar – eða láta skutla sér út að einhverjum bátnum og mynda frá því sjón- arhorni. Annars er það svo að í hverri einustu Grímseyjarferð sér maður alltaf eitthvað nýtt og þar munar auðvitað um að þekkja til fólksins og starfa þess,“ segir Frið- þjófur. Bætir við að oft hafi komið sér vel að eiga myndir á fælnum úr Grímsey, til dæmis fyrir erlend blöð, enda sýni þær sérstaka at- vinnuhætti og skemmtilegt mannlíf. Þótt Friðþjófur og hans fólk eigi sínar rætur í Grímsey hefur að nokkru leyti fennt í sporin. „Allt mitt fólk er löngu flutt í land og nokkrir búa á Dalvík þangað sem Grímseyingar hafa raunar alltaf sótt talsvert með þjónustu, til dæmis skóla, presturinn þar þjónar Gríms- ey og þaðan siglir ferjan Sæfari. Og er ekki nema um tvo tíma að sigla út í eyju – svo þetta er allt mjög þægi- legt,“ segir Friðþjófur. Hann bætir við að líklegt sé að í náinni framtíð sendi hann frá sér sitthvað fleira um eyjuna á baugnum – sem á sterk ítök í fjölda fólks. sbs@mbl.is Þorskur Grímseyingar sækja stíft á sjóinn og útgerð er undirstaða byggð- arinnar. Hér sést Gylfi Gunnarsson greiða úr netunum með gulan þorsk. Sólarlag Hvergi er skin miðnætursólarinnar fallegra en við Grímsey, þar sem sjá má sunnu setjast við sjóndeildarhring á björtum nóttum. Ljósmyndir/Friðþjófur Helgason Flug Áætlunarflugvélin kemur inn til lendingar og árásagjarnar kríur búast til gagnsóknar. „Já, ég býð ferðamönnum oft í kvöldmat, sérstaklega yfir vetr- artímann. Þá býð ég fólki af gistiheimilinu heim til að borða með fjölskyldunni. Það er miklu skemmtilegra en að borða á veit- ingastaðnum,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, einn eigenda gisti- heimilisins Bása í Grímsey. Hún segir þetta athæfi sitt ekkert einsdæmi meðal eyjar- skeggja, þeir séu með endemum gestrisnir og víli ekki fyrir sér að bjóða bláókunnugum Íslend- ingum eða útlendingum til borðs. „Þetta er reyndar hluti af verk- efninu Visit Iceland, en við þurf- um ekkert sérstakt verkefni til að taka vel á móti fólki sem kem- ur hingað til okkar, við höfum alltaf verið svona og ætlum að halda því áfram.“ Ragnhildur segir fólk víða að úr heiminum sækja Grímsey heim, Ástralir séu þar margir og einnig Bandaríkja- og Kan- adamenn. Náttúran, umhverfið og heimskautabaugurinn laði að og fjölskrúðugt fuglalíf heilli marga. Hvað bjóða Grímseyingar ferðamönnum upp á? „Fyrst og fremst Grímseyjarmat. Fugl og fisk og helst nýveitt.“ annalilja@mbl.is Gestrisni Grímseyinga er mikil Morgunblaðið/Helga Mattína Gestrisnar Ragnhildur ásamt tveimur öðrum eigendum Bása, þeim Rannveigu Vilhjálmsdóttur og Áslaugu Helgu Alfreðsdóttur. Bjóða ferðamönn- um heim í kvöldmat  Mývatn og Reykjahlíð eru næstu viðkomustaðir 100 daga hringferðar Morg- unblaðsins. Á morgun MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Sigurbjörn ehf fiskverkun Við erum stolt fyrirtæki í Grímsey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.