Morgunblaðið - 01.10.2013, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það hefur aldr-ei verið tekiðsaman
hversu háum fjár-
hæðum heimurinn
sóaði til að undirbúa sig undir
þær hamfarir sem kynnu að
verða við „þúsalda“skiptin.
Kannski eins gott, því það voru
óhemjulegar fjárhæðir. Taldar í
milljörðum á litla Íslandi. En
þótt sagt sé hér „sóaði“ þá urðu
fjármunirnir víða eftir í hagkerf-
inu því margur hagnaðist á ótt-
anum við óttann. Hinn samfelldi
og markvissi áróður snerist ekki
síst um „óvissuna“ á hinum
miklu tímamótum.
Þúsund árum áður gerðist
ekkert hræðilegt nema þá það að
Íslendingar gerðust kristnir án
þess að fjalla um mál samkyn-
hneigðra sem dróst því í þúsund
ár. En þá voru engar tölvur.
Þess vegna var engin hætta á
ferðum. En þúsund árum síðar
var heimurinn orðinn háðari
tölvunni en dópistinn eitrinu. Og
óvissan snerist ekki síst um það
að tölvurnar mundu ekki vita
hvaðan á sig stæði veðrið þegar
fara þyrfti úr öðru árþúsundinu
yfir á það þriðja.
Fulltrúar og umboðsmenn
skattgreiðenda nær og fjær létu
heldur betur snýta sér í aðdrag-
anda tímamótanna, því enginn
vildi bera þá ábyrgð að hafa ekki
undirbúið sig og sína þjóð undir
þessar hugsanlegu hamfarir af
mannavöldum. Sem sagt að tölv-
urnar kynnu ekki að telja nema
upp á þúsund. Þegar aldaskiptin
urðu (sumir náðu að deila um
hvenær þau urðu í raun) og ekk-
ert gerðist hafði allur þorrinn
ríka hagsmuni af því að taka ekki
eftir því að ekki nokkur skap-
aður hlutur gerðist. Einhverjir
hefðu sjálfsagt reynt að halda
því fram að það hafi einmitt verið
vegna allra nefndanna í þús-
undatali og allra tölvufræðing-
anna í hundraða þúsunda tali
sem sent höfðu alla reikningana í
tugmilljóna tali að ekkert gerð-
ist.
Nú eru fimm ár liðin frá því að
efnahagsblaðran sprakk um víða
veröldina og með sérstökum
einkahvelli uppi á Íslandi. Og
vegna þessa afmælis eru ýmsir á
tánum umfram það sem venju-
legt er. Rétt eins og höfð er sér-
stök gát gagnvart hryðjuverka-
mönnum 11. september hvert ár.
Hagfræðingurinn Krugman
hefur hlotið hin sérstöku verð-
laun sænska seðlabankans, sem
afhent eru á nóbelshátíðinni (og
því kennd við sprengjugerð-
armanninn Nóbel, þótt honum
hefði aldrei dottið í hug sjálfum
að verðlauna ónákvæmnisvísindi
af því tagi, enda kostar hans
sjóður þau ekki). Krugman er
mjög frískur fræðimaður og hik-
ar ekki við að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri, þótt þau kunni
að vera á ystu nöf fræðanna.
Í pistli í New York Times í
gær segir Krugman að fautaleg
framganga repúblikana á
Bandaríkjaþingi
kunni að leiða til
mikillar fjár-
málakreppu, sem
kunni að verða mun
alvarlegri en kreppan fyrir fimm
árum, þegar banki Lehman
Brothers féll með brestum og
fjöldi annarra banka og enn fleiri
tórðu einungis vegna fjárausturs
„hins opinbera“.
Repúblikanar setja það skil-
yrði fyrir því að þeir samþykki
enn eina hækkun á skuldaþaki
Bandaríkjanna að Obama fresti
gildistöku heilbrigðisáætlunar-
innar (Obamacare) um eitt ár.
Ekki eru efni til að leggja hér
neitt mat á kosti eða galla þess-
arar tillögu repúblikana en ýms-
ir utan þess flokks hafa lagst á
sömu sveif, þar með talið for-
ystumenn verkalýðsfélaga sem
ekki vilja heyra eða sjá þann
flokk.
Krugman fer mikinn gegn
repúblikönum enda aldrei átt
pólitíska samleið með þeim. Nú
mundi utanbæjarmaður ætla að
sé fullyrðing Pauls Krugmans
rétt og efnahagur veraldarinnar
sé allur undir þá myndi Banda-
ríkjaforseti telja að skárra væri
að fresta þessu óskamáli sínu um
ár fremur en horfa framan í slík
ósköp. Síðast þegar samsvarandi
deila stóð á milli þingmeirihluta
repúblikana og forseta sem lok-
aði ríkissjoppunni, eins og það er
orðað í umræðunni (þótt það eigi
aðeins við um lítinn hluta þess),
riðu repúblikanar ekki feitu
hrossi þaðan. Því gætir óróleika
innan þess flokks núna og marg-
ir þingmanna hans vilja ekki
stíga skrefið til fulls.
Kannski vill Krugman leggja
sitt lóð á vogarskálar forsetans.
Guggni repúblikanar þarf hinn
vaski fræðimaður ekki að hafa
áhyggjur af sínum heimsenda-
spám. En óháð þessu atriði og
óháð fimm ára afmæli ófaranna
miklu þá eru áhyggjuefnin víða.
Púðurtunnan fyrir botni Mið-
jarðarhafs er á sínum stað og
púðrinu hefur verið haldið
þurru. Pakistan og Afganistan
eru á sínum stað og gera má trú-
verðuga heimsendaspá um það
sem þar muni gerast á næstu ár-
um. Ítalía er enn í pólitískum
sandstormum og sér ekki út úr
augum. Og Grikkland. Nefndu
það ekki ógrátandi. Þar hefur
þjóðarframleiðslan fallið um 23
prósent! Atvinnuleysið er komið
í 28 prósent og gríska millistétt-
in er farin „að róta í ruslatunn-
um eftir mat“ segir í nýlegri
grein. Samt (enda) býr sú þjóð
við allrameinabótina, sjálfa evr-
una.
Vera má að eitthvað sé til í
þeim stórasannleik fjölmiðla að
repúblikanar í Bandaríkjunum
séu vondu karlarnir með svörtu
hattana en demókratar þeir góðu
með hvítu hattana. En það má
skyggnast víðar en til hinna
fyrrnefndu vilji menn lyfta um-
ræðunni á kreik í tilefni tíma-
mótanna.
Efni í heimsenda-
spár er víða að finna }Krugman kveður að
B
íltúr. Já, það er merkilegt hvað lítil
orð geta stundum fengið mikla
merkingu og sveipast æv-
intýraljóma þegar litið er til baka.
Úr heimasveit minni á Selfossi ég
margar góðar minningar um ýmsar skemmri
ferðir, til dæmis í þorpin niðri við ströndina,
rúnt um Flóann eða austur í Fljótshlíð. Í hverri
ferð var eitthvað nýtt og spennandi að sjá og ég
trúi að margir geti svipaða sögu sagt.
En eru svona lystireisur komnar úr tísku?
Stundum birtast í minningargreinum svip-
myndir úr bíltúrum fjölskyldna í Reykjavík til
dæmis austur í Hveragerði. Margir fóru þang-
að til að kaupa ís í Eden eða skoða apann í
gróðurskála Michelsen. En það ber að taka
fram að aldingarðurinn brann og sirkusdýrið er
dautt en þá ætti að vera auðvelt að finna eitt-
hvað annað áhugavert til að skoða.
Dagur um liðna helgi var afskaplega ljúfur. Tólf ára
gamall frændi fór með mér í bíltúr og fyrsti áfangastað-
urinn var Gljúfrasteinn í Mosfellsdal. Falleg málverk og
ljósmynd af Auði og Halldóri Laxness eftir Ragnar Ax-
elsson vöktu athygli stráksa, sem og sérkennilegur talandi
skáldsins í hljóðleiðsögn um húsið. Á Þingvöllum fórum
við yfir fjallanöfnin og litum á blátærar gjárnar, þar sem
álfur aðskiljast. Svo var gengið að bústað forsætisráð-
herra og velt upp þeirri spurningu hvaða góðum málum
við myndum reyna að koma til leiðar fyrir fólkið í landinu
fengjum við að vera Sigmundur Davíð – og með veld-
issprota í hendi, þótt ekki væri nema brot úr
degi. Á leiðinni yfir Lyngdalsheiði var rifjuð
upp sagan af Kóngsveginum, brautinni sem
lögð var árið 1907 þegar Friðrik VII. Dana-
konungur heimsótti Ísland. Heimsókn á
sveitabæ, hvar voru kýr, kálfar og svín, var
áhugaverð og eins orkuverið á Nesjavöllum,
en þar var staldrað við á leiðinni í bæinn.
Bensín, samlokur, kakómjólk og pylsa á N1.
Jú, ætli ferðin leggi sig ekki á fjögur þúsund
krónur. Velja má öllum útgjöldum viðmið og
sannarlega rífur í þegar bensínlítrinn kostar
um 240 krónur og snatt og snúningar innan-
bæjar eru bensínfrekir í meira lagi. Bíllinn er
hins vegar ekki jafn frekar á fóðrum í lang-
keyrslum svo þetta ferðalag varð ódýrt gaman.
Verður samt í dýru gildi haft, því krakkar eru
að upplagi forvitnir og vilja fræðast um um-
hverfi sitt og fá frekari svör t.d. við því sem bryddað er
upp á í skólanum.
Bíóferð, tölvuleikir, íþróttaleikur, keila, tívolí í Smára-
lind, pítsa, Hamborgarafabrikkan á afmælisdegi og fleira
viðlíka er góð dægradvöl, sem kostar barnafjölskyldur
ekki mikið. Þetta sem nefnt er hér að framan er hins vegar
allt tilbúinn veruleiki. Ferðalag um raunheima náttúru,
sögu og merkra atburða getur svo sannarlega höfðað til
krakka og er uppbyggileg afþreying. Því finnst mér svo
sannarlega kominn tími til að aftur verði til virðingar haft
þetta skemmtilega fyrirbæri sem kallað er sunnudags-
bíltúr. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Sunnudagsbíltúr í september
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
S
koðanakönnun um stað-
setningu nýs 120 her-
bergja hótels í Vest-
mannaeyjum lýkur á
morgun, 2. október.
Könnunin fer fram á vef Vestmanna-
eyjabæjar (www.vestmannaeyjar.is)
og eru fimm kostir í boði. Þeir eru að
nýtt hótel verði reist á nýja hrauninu
við innsiglinguna í Vestmannaeyja-
höfn, við Eldheima við rætur Eld-
fells, í brekku neðan við Hána rétt
hjá Spröngunni, þar sem hús Fisk-
iðjunnar stendur við Ægisgarð, eða í
Löngulág milli Hallarinnar og Fram-
haldsskóla Vestmannaeyja.
Fyrirtækið H-Eyjar ehf. hefur
undirbúið byggingu hótels í Vest-
mannaeyjum. Forsvarsmenn H-Eyja
ehf. eru þeir Einar Sigurjón Valdi-
marsson viðskiptafræðingur og Guð-
bjarni Eggertsson hdl. Í maí í vor
efndi Vestmannaeyjabær til skoð-
anakönnunar um hugmynd sama fyr-
irtækis um byggingu hótels á lóð í
Hásteinsgryfju ofan við Hásteinsvöll.
Þriðjungur Eyjamanna tók þátt í
þeirri könnun og voru 44% fylgjandi
hótelbyggingu í Hásteinsgryfju en
56% voru því andvíg. Í framhaldinu
hafnaði bæjarstjórn Vestmannaeyja
umsókn H-Eyja ehf. um lóðina í Há-
steinsgryfju.
Vestmannaeyjabær fékk ráð-
gjafarfyrirtækið Alta ehf. til að meta
staðsetningarkostina fyrir hótel sem
nú er kosið um. Skýrsla Alta ehf. er
aðgengileg í gegnum vef bæjarins.
Gert er ráð fyrir því að 120 herbergja
hótelið verði fjögurra hæða og 12
metra hátt. Gólfflöturinn verði 5.280
m2. Í skýrslu Alta eru myndir sem
gefa hugmynd um sjónræn áhrif
slíkrar byggingar á ýmsum stöðum í
Vestmannaeyjum.
Treysta þarf samgöngurnar
En er þörf fyrir svo mikla aukn-
ingu á gistirými í Vestmannaeyjum?
„Það getur alveg orðið þörf fyrir
aukið gistirými hér þegar samgöng-
urnar eru komnar í lag,“ sagði Krist-
ín Jóhannsdóttir, ferða- og menning-
armálafulltrúi Vestmannaeyjabæjar.
„Það er rosalega erfitt að geta ekki
verið á kafi í verkefninu Ísland allt
árið. Það er bara ekki búið til fyrir
Vestmannaeyinga á meðan þessar
lokanir eru í Landeyjahöfn. Sam-
göngurnar þurfa að komast í lag allt
árið.“
Kristín benti á að nú væri unnið
að stækkun Hótels Vestmannaeyja.
Auk þess er boðið upp á fleiri gisti-
möguleika á Heimaey. Langflestir
ferðamenn til Eyja koma með Herj-
ólfi og sagði Kristín ekki ljóst hvern-
ig skiptingin væri á milli heima-
manna og innlendra og erlendra
ferðamanna í farþegahópnum.
Þrátt fyrir svipaðan fjölda
ferðamanna nú og í fyrra olli veðrið
því að margir höfðu skemmri viðdvöl
í Eyjum í sumar en í fyrrasumar, að
sögn Kristínar. T.d. voru fleiri gestir
en færri gistinætur á tjaldsvæðinu
nú. Einkum hefðu Íslendingar stopp-
að stutt og farið annað í betra veður.
Kristín sagði að ótryggar sam-
göngur í Landeyjahöfn yllu ferða-
þjónustunni vanda. Tryggja þyrfti að
Herjólfur færi a.m.k. eina ferð á dag,
t.d. síðdegis, til Þorlákshafnar væri
ófært í Landeyjahöfn. Með
því móti gæti ferðaþjón-
ustufyrirtæki sent fólk
til Eyja að morgni í
trausti þess að geta kom-
ið því aftur upp á land
samdægurs. Sama ætti
við um heimamenn sem
jafnvel færu nú með
tveggja daga fyrirvara
úr Eyjum til að vera
öruggir með að ná
flugi til útlanda.
Kanna hug til hótels
í Vestmannaeyjum
Valkostir fyrir hótel í Vestmannaeyjum
Loftmyndir ehf.
Nýja hraunið
Eldheimar
Sprangan
Fiskiðjan
Langalág
Farþegar með Herjólfi eru 3,1%
færri það sem af er ári en á
sama tíma í fyrra, að sögn
Gunnlaugs Grettissonar, rekstr-
arstjóra Herjólfs. Farþegarnir
eru orðnir tæplega 250.000.
„Það munar mest um mun
færri farþega í júlí nú en voru í
fyrra. Þar er veðrinu fyrst og
fremst um að kenna. Júlí er
samt stærsti mánuðurinn á
árinu hjá okkur. Árið í fyrra var
metár,“ sagði Gunnlaugur.
Hann sagði að rætt hefði
verið um siglingar í Þorláks-
höfn ef ófært væri í Land-
eyjahöfn. Útgerð skipsins
væri bundin af samningi
sem setti henni ákveðin
takmörk. „Við reynum að
þjónusta þetta eins vel
og við getum og
hefur tekist
það prýði-
lega,“ sagði
Gunnlaugur.
Ívið færri
farþegar nú
TÆPLEGA 250.000 FAR-
ÞEGAR MEÐ HERJÓLFI
Gunnlaugur
Grettisson