Morgunblaðið - 01.10.2013, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013
✝ Grétar Har-aldsson fæddist
15. nóvember 1938.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 22. sept-
ember 2013.
Foreldrar Grét-
ars voru hjónin
Haraldur Hjálm-
arsson, f. 10.8.
1914 í Reykjavík,
d. 18.12. 1967, og
Jóna Ólafsdóttir, f. 26.3. 1912 í
Neskaupstað, d. 19.8. 2001.
Bræður Grétars: Ólafur Har-
aldsson, f. 15.9. 1933, maki Mar-
grét Jónsdóttir, f. 1936, d. 2011,
og Haraldur Haraldsson, f.
13.11. 1944, maki Andrea Þóra
Ólafsdóttir, f. 1948.
Eiginkona Grétars var Krist-
ín Sólveig Sveinbjörnsdóttir, f.
17.3. 1941 á Snorrastöðum í
Snæfellsnessýslu, d. 8.3. 1992.
Foreldrar hennar voru Svein-
björn Jónsson og Margrét Jó-
hannesdóttir.
Börn Grétars og Kristínar
Sólveigar eru: 1) Margrét, f.
20.2. 1960, maki Gunnar Hall-
dórsson, f. 7.6. 1957. Börn
þeirra eru Grétar Halldór, f.
hann fór í verslunarnám til Ox-
ford í Englandi. Hann lauk það-
an námi árið 1960 og hóf við
heimkomuna störf hjá Flug-
félagi Íslands, síðar Flugleiðum.
Hann gegndi mörgum ábyrgð-
arstörfum hjá fyrirtækinu, var
m.a. stöðvarstjóri og sölustjóri
Flugfélags Íslands á Keflavík-
urflugvelli og síðan stöðv-
arstjóri Flugleiða við samein-
inguna 1973. Á árinu 1984
starfaði Grétar hjá Arnarflugi í
fáeina mánuði en í nóvember
sama ár hóf hann störf hjá
Kreditkortum hf. Þar sinnti
hann starfi markaðsstjóra og
var síðar forstöðumaður
þjónustusviðs. Á seinni árum
gegndi hann ýmsum sérverk-
efnum hjá Eurocard eða fram
að þeim tíma að hann ákvað að
setjast í helgan stein. Grétar
gegndi nokkrum trúnaðar-
störfum, m.a. var hann í stjórn
Verslunarmannafélags Reykja-
víkur á annan áratug og í full-
trúaráði Sjálfstæðisflokksins í
um 30 ár. Um tíma var hann í
stjórn handknattleiksdeildar
Fram en hann var mikill áhuga-
maður um íþróttir, þó sér-
staklega knattspyrnu og hand-
bolta. Útför Grétars fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 1. októ-
ber 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
25.3. 1982, maki
Valgerður Egg-
ertsdóttir, barn
þeirra er Helgi
Gunnar, f. 10.10.
2010, og Salóme
Rannveig, f. 2.2.
1988. 2) Jóna
Björk, f. 8.1. 1966,
maki Grétar Óm-
arsson, f. 25.7.
1969. Börn þeirra
eru Kristín Sólveig
Kormáksdóttir, f. 30.12. 1993,
Margrét Björk, f. 2.12. 1998, og
Grétar Þorgils, f. 25.5. 2000.
Fósturdóttir er Eva María, f.
11.9. 1986, maki hennar er Haf-
þór Halldórsson, f. 20.8. 1983,
barn þeirra stúlka, f. 28.8. 2013.
3) Sveinbjörn Snorri, f. 9.3.
1976, maki Írena Ásdís Óskars-
dóttir, f. 6.8. 1977. Börn þeirra
eru Kristian Óskar, f. 30.10.
2004, og Halla Stella, f. 16.2.
2007.
Grétar lauk landsprófi frá
Reykholti árið 1954. Það haust
hóf hann nám við Kennaraskóla
Íslands en hvarf frá námi þaðan
eftir tvö ár. Hann starfaði um
skeið hjá verslun O. Ellingsen
eða fram að ársbyrjun 1958 er
„Þú kemur og ég gef þér eitt-
hvað að borða. Ég er með fol-
aldakjöt sem er ekta fínt fyrir
okkur tvo.“ Eitthvað í þessum
dúr hljómaði tengdafaðir minn
gjarnan daginn fyrir góðan leik
í enska boltanum. Við áttum það
nefnilega sameiginlegt að geta
setið límdir við fótboltann
löngum stundum, einkum ef
Manchester United og Liver-
pool voru að spila. Hann hélt
með Liverpool, ég með Man-
chester United.
En það var fleira en boltinn
sem sameinaði okkur. Við náð-
um einnig saman í skákinni og
tefldum mikið í gegnum tíðina,
sérstaklega árin sem þau Stína
Veiga bjuggu í Lálandinu. Þá
sátum við við marmaraskák-
borðið og gleymdum því gjarn-
an hvað tímanum leið.
Hann var einnig mjög list-
rænn. Sem ungur maður málaði
hann mikið, skrifaði smásögur
og samdi falleg lög. Sjálfsagt
hefði hann reynt að spreyta sig
enn frekar á því sviði ef tíð-
arandinn hefði verið annar. Í þá
daga kom það ekki til greina.
Sérstaklega ekki þegar maður
var kominn með fjölskyldu, þá
reið á að koma sér í sæmilega
vinnu. Grétar gerði það hiksta-
laust og hóf störf hjá Flugfélagi
Íslands og átti farsælan starfs-
feril þar.
Á löngum starfsferli nýtti
Grétar vel meðfædda sköpunar-
gáfu og útsjónarsemi til þess að
leysa úr málum fyrir viðskipta-
vini þeirra fyrirtækja sem hann
starfaði hjá. Grétar var enda
þekktur fyrir að vera reddari
með stóru R. Hann vílaði fátt
fyrir sér þegar einhverju þurfti
að bjarga við og átti sérstaklega
gott með að greiða svo fyrir öllu
og öllum að menn gætu vel við
unað.
Grétar var alla tíð mikill
áhugamaður um lax- og silungs-
veiði. Hann var stórtækur veiði-
maður, sérstaklega á árunum
upp úr 1960 þegar gjarnan var
hægt að selja aflann fyrir hærra
verð en greiða þurfti fyrir veiði-
leyfin. Eftir því sem leyfin urðu
dýrari minnkaði áhuginn hjá
Grétari, enda var hann spar-
samur maður og hagsýnn til
dauðadags. Mesta útrás fékk
Grétar þó fyrir þetta áhugamál í
Kaldá, en það er á sem rennur í
landi Snorrastaða sem er ætt-
aróðal fjölskyldu Stínu Veigu.
Grétar byrjaði að eigin frum-
kvæði að sleppa seiðum í ána á
sjöunda áratugnum. Hin síðari
ár hefur hann haft ána á leigu
og átt þar sínar bestu stundir
við veiðiskap.
Grétar greindist með blöðru-
hálskirtilskrabbamein árið 1995
og þurfti æ síðan að vera á lyfj-
um til þess að hindra framrás
þess. Undanfarin ár þurfti hann
að auki að undirgangast lyfja-
og geislameðferðir sem gengu
nærri honum. Hann sýndi þá
best hvers hann var megnugur
er hann tókst á við þær með ró-
semi, styrk og æðruleysi.
Undanfarin tvö ár reyndust
honum þó einstaklega erfið
heilsufarslega þar sem ýmislegt
óvænt kom upp á. Þannig þurfti
hann ítrekað að liggja inni á
gjörgæsludeild þar sem hann
fór svo langt niður að engum
þótti líklegt að hann myndi lifa
ástandið af.
Grétar náði þó alltaf að
spyrna við fótum á endalínunni
og snúa aftur til góðrar heilsu.
Síðustu sex mánuði hefur hann
verið fullur orku og eldmóðs,
svo mjög raunar að hann hafði
ekki verið í betra ástandi í tíu
ár.
Ég sakna vinar í stað og bið
góðan guð að blessa minn elsk-
aða tengdaföður.
Gunnar Halldórsson.
Ég er harmi slegin. Minn ást-
kæri afi féll frá sunnudaginn 22.
september eftir hetjulega bar-
áttu. Ég var engan veginn tilbú-
in til að sleppa hendinni af þess-
um hugrakka manni. Hann afi
var engum líkur. Lífsviljinn,
gleðin og styrkurinn var það
sem einkenndi hann. Heil bók
gæti rúmað allar þær minningar
sem ég á um þennan merka
mann sem hefur ávallt verið
mér til staðar. Það sem mér
þykir langvænst um eru allar
dýrmætu stundirnar og dásam-
legu minningarnar sem við átt-
um saman, sem eru langt frá
því að vera ófáar. Bústaðaferð-
irnar, kósýkvöldin, fótboltagláp-
ið, bíóferðirnar, matarboðin, út-
landaferðirnar,
Reykjavíkurferðirnar til hans
og öll þau skipti sem hann kom
til Eyja í heimsókn munu seint
falla úr minni. Það voru þvílík
forréttindi að eiga þennan bar-
áttujaxl að enda skilningsríkur
maður sem ég gat treyst fyrir
öllu og var aldrei dæmd. Ég gat
ávallt leitað til hans og tók hann
mér sífellt með bros á vör. Ég
var litla prinsessan hans. Prins-
essan sem hann elskaði að
dekra við. Við vorum eitt. Sökn-
uðurinn sem ég ber er gífurlega
mikill en þau tengsl sem við
höfðum voru sterkust allra og
áttum við hvort annað alltaf að,
sama hvað. Samband okkar ein-
kenndist af miklum kærleik,
trausti, gleði og ást og má segja
að þótt aldursmunurinn hafi
verið mikill á milli okkar þá
fann maður aldrei fyrir því. Við
vorum sálufélagar. Hann bar
mikla visku með sér og lærði ég
margt og mikið af honum. Und-
anfarnir dagar hafa verið mér
afar erfiðir og þeir erfiðustu í
lífi mínu. Ég hef hreinlega ekki
getað ímyndað mér líf mitt án
hans þar sem hann hefur verið í
því frá því ég fæddist og reynst
mér ómetanlega vel. Ég er hon-
um ævinlega þakklát fyrir allt
sem hann hefur gert fyrir mig
og þakklát fyrir þessi auka tvö
og hálft ár sem ég fékk að eyða
með honum. Hann trúði á mig.
Ég var í rauninni ekki bara að
missa afa minn, heldur einnig
minn besta vin, guðföður, sálu-
félaga, föðurímynd og mína
helstu fyrirmynd. Næstu dagar
og vikur munu vera svo ein-
manaleg án hans en eitt er víst
og það er að þessi maður mun
fylgja mér í lífinu og sjá mig
dafna. Hann mun varðveita mig
og vera til staðar þótt hann sé
ekki á sama stað og ég. Hann er
á góðum stað núna. Hann er
með ömmu engli, loksins. Ég er
svo ólýsanlega stolt af honum.
Stolt af þessu gífurlega þyngd-
artapi. Stolt af baráttunni hans
við veikindin. Stolt af lífsgleð-
inni og manneskjunni sem hann
bar. Stolt að geta sagt að þessi
mæti maður sé afi minn. Honum
leiddist aldrei þótt veikur væri
og sagði alltaf við mig: „Stína
mín, heldur þú að ég nenni að
liggja uppi í rúmi og láta vor-
kenna mér? Nei elsku hjartað
mitt, lífið er alltof stutt fyrir
vorkunnsemi og leiða. Það er
allt of margt sem bíður mín og
okkar allra í lífinu. Njótum þess
að vera á lífi og njótum tímans
sem við höfum öll saman.“ Það
má segja að þessi orð einkenni
hann og lýsi honum best. Þessi
magnaði maður mun alltaf eiga
stóran part í hjartanu mínu.
Elsku afi, hvíldu í friði. Ég
elska þig að eilífu.
Þín ástkæra dótturdóttir,
Kristín Sólveig
Kormáksdóttir.
Elskulegi afi okkar er fallinn
frá og eftir sitjum við með tár á
vanga og kökk í hálsi. En við
huggum okkur við allar þær
góðu minningar sem við áttum
saman í gegnum tíðina. Afi var
á leiðinni með okkur til Flórída
og var farinn að telja niður dag-
ana. Tveimur dögum fyrir and-
lát hans sagði hann við okkur
með bros á vör: „Krakkar, það
eru bara 80 dagar í ferðina okk-
ar, mikið verður gaman að kom-
ast í hitann, sérstaklega þar
sem sumarið hefur ekki verið
gott.“ Þessi orð hans komu þeg-
ar hann sá angistarsvip okkar,
hann sá og skynjaði hræðslu
okkar systkina, auðvitað óttuð-
umst við að hann gæti farið frá
okkur þó við vildum ekki trúa
því. Með þessari setningu róaði
hann okkur því brosið hans var
svo einlægt og sterkt. Hann
ætlaði með okkur út og þar við
stóð. Við erum þess fullviss að
hann verði með okkur allan tím-
ann þó við munum ekki sjá
hann. Við náðum að kyssa hann
og knúsa áður en hann fór í
seinni aðgerðina. Hann var
hvergi banginn og fór óhræddur
og sterkur í hana. Því miður var
aðgerðin honum of erfið og
komst hann ekki aftur til með-
vitundar. Hann lést á Gjör-
gæsludeild LSH með alla sína
ástvini í kringum sig. Hann vissi
af okkur og kvaddi ekki fyrr en
við vorum öll saman komin. Afi
barðist hetjulega eins og honum
einum var lagið til endaloka.
Hann var margoft búinn að af-
sanna alla þá dauðadóma sem
honum voru gefnir í veikindum
sínum. Við báðum til Guðs að
svo yrði aftur en afi valdi í þetta
sinn að fara til ömmu engils og
dansa við hana vals eftir 21 árs
fjarveru. Loksins komst hann í
fang ömmu. Hann sagði eitt
sinn við okkur í gríni: „Ætli hún
Stína mín sé ekki bara komin
með nýjan þarna uppi?“ Afi var
búinn að létta sig um 27 kg og
leit ótrúlega vel út, hann sagði
með glott á vör þegar hann var
hjá okkur í Eyjum um daginn:
„Ætli hún Stína mín sé ekki sátt
við þann gamla núna?“ Jú svo
sannarlega, hún amma hefur
verið svo sátt við þann gamla,
að hún ákvað að kippa honum til
sín. Nú eru þau sameinuð á ný
og veit ég að afi er sáttur í fangi
ömmu. En mikið eigum við eftir
að sakna afa gamla og allra
samverustunda okkar sem voru
ekki ófáar. Afi gamli var partur
af lífi okkar fjölskyldunnar,
hann fylgdi okkur oft á tíðum í
ferðir erlendis sem og innan-
lands, hann var einnig duglegur
að heimsækja okkur til Eyja.
Við yljum okkur við allar þessar
góðu minningar og ætlum við
reglulega að halda afa gamla
kvöld, með myndum, góðum
mat og skemmtilegum sögum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
elsku besti afi okkar. Við elsk-
um þig að eilífu. Elsku mamma,
pabbi, Margrét, Gunnar, Svein-
björn, Írena og fjölskyldur,
megi góður Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg. Hvíl í friði
elsku afi okkar.
Þín ástkæru barnabörn,
Margrét Björk Grét-
arsdóttir og Grétar
Þorgils Grétarsson.
„Það er eitthvert tundur í afa
þínum“ sagði maður við mig
fyrr í vor þegar við ræddum um
glímu afa Grétars við veikindi.
Aftur og aftur hafði hann gert
lækna sína þungbrýnda yfir
horfunum, en jafnoft komið
þeim á óvart með því að ná sér.
Og það sem meira var, afi Grét-
ar jafnaði sig ekki hægt og ró-
lega eins og flest fólk gerir.
Sannarlega ekki. Hann hafði
þann háttinn á að skjótast líkt
og korktappi upp úr erfiðu
ástandi til óvænts bata. Það má
eiginlega segja að það hafi verið
svolítið hans stíll í lífinu. Hann
lét ekki svo lítið að fara hægt
upp á lægsta punkt heldur
þeyttist á þann hæsta með
hvelli.
Afi Grétar hafði líka þann
hæfileika að horfa á sigur frek-
ar en ósigur. Hann fagnaði því
gjarnan lengi og innilega sem
vel hafði heppnast hjá honum
en talaði minna um það sem
miður fór. Stundum var hann
líka bara frekar drýldinn, alveg
óhindrað og ófeimið. Reyndar
fór það honum merkilega vel.
Það einkenndi afa einnig að
gleðjast yfir yfir litlu hlutunum.
T.d. gat það glatt hann alveg
ógurlega ef hann fékk gott bíla-
stæði fyrir utan veitingastað.
Hvað þá ef hann sá gott tilboð á
grillkjöti. Þá var hann í essinu
sínu og fannst hann eiga heim-
inn.
Talandi um kjöt þá var ham-
borgarhryggurinn hans afa á
jólum lengi vel í uppáhaldi hjá
mér, og það fór svo sannarlega
ekki framhjá honum. Er þetta
annars ekki gott? spurði hann
margoft. Og vissi auðvitað svar-
ið. Vildi samt heyra það aftur.
Bragðgóður jólamatur, það var
kapítuli út af fyrir sig í lífi afa
míns. Og gleðin yfir honum var
fölskvalaus og skein óhindrað á
allt og alla. Á slíkum stundum
áttu skuggarnir ekki séns.
Síðustu mánuðirnir sem afi
lifði báru kappi hans og dugnaði
fagurt vitni. Öllum að óvörum
sneri hann við blaðinu og tók að
stunda heilbrigðan lífsstíl af
slíkum krafti að miklar og já-
kvæðar breytingar urðu á útliti
hans og getu. Gömlum mynstr-
um var kröftuglega ýtt til hliðar
og ný tekin upp af þeirri ákefð
að þau áttu hug hans allan.
Hann var því óhræddur og
spenntur þegar kom að aðgerð-
inni sem hann taldi að myndi
gefa sér fleiri tækifæri til lífs-
fyllingar og gaf sig allan í það
ferli. Og hversu gaman það
hefði verið að fylgjast með hon-
um ná af sér fleiri kílóum,
synda, veiða og setja kraft í
hvaðeina sem honum datt í hug.
En ekki er á allt kosið. Í þetta
skiptið var för hans heitið ann-
að.
Það var fallegt einkenni á afa
að leggja óhikað af stað mót
nýjum tímum. Og að vera alveg
óumræðilega upprifinn og já-
kvæður yfir því sem í vændum
var.
Og þannig lagði hann af stað
nú. Það var birta bak við brár
hans þegar hann kvaddi og hélt
af stað til fundar við nýjan fögn-
uð.
„Sem ég legg eyru við hlustir upp-
hefst hinn mikli samsöngur lífs og
gleði á ný, og mitt í ægilegri hljóm-
kviðu ljósra og óljósra afla sem og
Grétar Haraldsson
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
tengdadóttir,
ANNE MIE NIIUCHI NILSEN,
Smiðjustíg 19,
Flúðum,
verður jarðsungin frá Skálholtsdómkirkju
miðvikudaginn 2. október kl. 14.00.
Ölvir Karl Emilsson,
Jónas Rafn, Tobias Már, Matthías Bragi,
Hiroko Niiuchi-Nilsen,
Lilja Ölvisdóttir, Emil Rafn Kristófersson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSMUNDUR PÁLSSON,
Eskihlíð 6.
andaðist sunnudaginn 29. september.
Unnur Konráðsdóttir,
Páll Ásmundsson, Einhildur Pálsdóttir,
Dagbjört Thelma Ásmundsdóttir,
Sigríður Ásmundsdóttir, Kristófer Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku dóttir mín, systir okkar, mágkona og
frænka,
SÓLVEIG REYNISDÓTTIR,
Brekkuási 5,
Hafnarfirði,
sem lést þriðjudaginn 24. september,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 2. október kl. 15.00.
Dóra S. Guðmundsdóttir,
Eyjólfur Reynisson, Guðbjörg S. Sigurz,
Sigrún Reynisdóttir
og systkinabörn.